24.10.2024 22:30

Slippferð ferjunnar áætluð á afleitum tíma

Íbúafundur í Grímsey kallar eftir aðstoð bæjaryfirvalda við að fá áformaðri tímasetningu á slippferð Grímseyjarferjunnar á komandi vori.

Stefnt er að því að ferjan fari í slipp í apríl 2025, að því er fram kemur í fundargerð hverfisráðs frá íbúafundi í byrjun október. Bent er á að það sé afleit tímasetning, bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni. „Óskað er eftir aðstoð við að tímasetningunni verði breytt og að ferjan fari frekar í slipp í desember eða janúar í framtíðinni,“ segir í fundargerðinni. Þá er einnig bent á að ferðamönnum sem heimsækja eyjuna utan við sumartíman hafi fjölgað töluvert og því óskað eftir því að ferjan stoppi lengur í eynni ef ferðamenn eru um borð, þ.e. til kl. 15, þar sem tveir tímar séu ekki nægur tími því ferjan komi oft ekki fyrr en um 12:30 vegna veðurs og/eða sjólags.

                               2691 Sæfari á leið til Dalvikur frá Grimsey mynd þorgeir Baldursson 2024 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is