24.10.2024 22:04

Sólbergið náð töluverðum þorski

Sólbergið náð töluverðum þorski

Sólberg ÓF-1 hefur landað mestum þorski og mestri ýsu á .                    Sólberg ÓF-1 hefur landað mestum þorski og mestri ýsu á fyrstu þrem vikum októbermánaðar. mbl.is/Þorgeir Baldursson 

Veiði ís­lenskra skipa hef­ur verið ágæt á fyrstu þrem vik­um októ­ber­mánaðar og lönduðu þau 12.552 tonn af kvóta­bundn­um þorski á tíma­bil­inu 1. til 20. októ­ber. Á sama tíma­bili var landað 5.155 tonn­um af ýsu og 1.508 tonn­um af ufsa.

 

Hinn afla­sæli tog­ari Sól­berg ÓF-1 er áber­andi afla­mest­ur í þorski á fyrstu þrem vik­um októ­ber með 774 tonn, en á eft­ir fylg­ir Björg EA-7 með 491 tonn og svo Kald­bak­ur EA-1 með 484 tonn.

Sól­bergið er einnig afla­mesta skipið í ýsu og hef­ur á fyrr­nefndu tíma­bili borið tæp 530 tonn af ýsu að landi. Það er langt­um meira en skipið sem landað hef­ur næst mestri ýsu, en það er Vigri RE-71 sem landaði tæp­lega 184 tonn­um. Kald­bak­ur landaði þriðju mestu ýs­unni eða 148 tonn­um.

Vigri landaði þó mest­um ufsa á tíma­bil­inu og nam afl­inn­rúm­lega 312 tonn­um. Á eft­ir fylg­ir Hrafn Svein­bjarn­ar­son GK-255 með 265 tonn og svo Sturla GK-12 með 89 tonn.

 

Sam­kvæmt afla­stöðulista Fiski­stofu hef­ur flot­inn landað 27.844 tonn­um af þorski frá upp­hafi nýs fisk­veiðiárs 1. sept­em­ber og er þá tæp­lega 143 þúsund tonn af ónýtt­um þorskkvóta eft­ir eða 83,6% kvót­ans.

Á sama tíma hef­ur verið landað 10.611 tonn­um af ýsu og er það um einn sjötti af 62 þúsund tonna ýsu­kvóta. Heil 62.776 tonn af ufsa­kvóta er ónýtt­ur en heild­arafli í teg­und­inni frá fisk­veiðiára­mót­um nem­ur 3.650 tonn­um.

heimild mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is