24.10.2024 22:04Sólbergið náð töluverðum þorskiSólbergið náð töluverðum þorskiSólberg ÓF-1 hefur landað mestum þorski og mestri ýsu á fyrstu þrem vikum októbermánaðar. mbl.is/Þorgeir Baldursson Veiði íslenskra skipa hefur verið ágæt á fyrstu þrem vikum októbermánaðar og lönduðu þau 12.552 tonn af kvótabundnum þorski á tímabilinu 1. til 20. október. Á sama tímabili var landað 5.155 tonnum af ýsu og 1.508 tonnum af ufsa.
Hinn aflasæli togari Sólberg ÓF-1 er áberandi aflamestur í þorski á fyrstu þrem vikum október með 774 tonn, en á eftir fylgir Björg EA-7 með 491 tonn og svo Kaldbakur EA-1 með 484 tonn. Sólbergið er einnig aflamesta skipið í ýsu og hefur á fyrrnefndu tímabili borið tæp 530 tonn af ýsu að landi. Það er langtum meira en skipið sem landað hefur næst mestri ýsu, en það er Vigri RE-71 sem landaði tæplega 184 tonnum. Kaldbakur landaði þriðju mestu ýsunni eða 148 tonnum. Vigri landaði þó mestum ufsa á tímabilinu og nam aflinnrúmlega 312 tonnum. Á eftir fylgir Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 með 265 tonn og svo Sturla GK-12 með 89 tonn.
Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hefur flotinn landað 27.844 tonnum af þorski frá upphafi nýs fiskveiðiárs 1. september og er þá tæplega 143 þúsund tonn af ónýttum þorskkvóta eftir eða 83,6% kvótans. Á sama tíma hefur verið landað 10.611 tonnum af ýsu og er það um einn sjötti af 62 þúsund tonna ýsukvóta. Heil 62.776 tonn af ufsakvóta er ónýttur en heildarafli í tegundinni frá fiskveiðiáramótum nemur 3.650 tonnum. heimild mbl.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is