31.12.2024 00:55

Kalt i hvalaskoðun i Eyjafirði

Aldrei hef­ur verið jafn gott hvala­líf í Eyjaf­irði og nú á síðustu 15 árum. Sést hef­ur til hvals í firðinum 20 mánuði í röð.

Þetta seg­ir Freyr Ant­ons­son, fram­kvæmda­stjóri Arctic SeaTours, í sam­tali við mbl.is.

Arctic SeaTours hef­ur boðið upp á hvala­skoðun í Eyjaf­irði frá ár­inu 2009. Árið 2014 byrjaði fyr­ir­tækið að bjóða upp á slík­ar ferðir all­an árs­ins hring. 

880 ferðir á ár­inu

Freyr seg­ir að oft­ast hafi lítið sést til hvals í firðinum í mars og apríl en að árið í ár hafi verið und­an­tekn­ing á því og seg­ir hann að sést hafi til hvals í öll­um hvala­skoðunum þá mánuði. 

Fyr­ir­tækið hef­ur farið ríf­lega 880 hvala­skoðun­ar­ferðir á ár­inu en í aðeins þrem­ur þeirra hef­ur ekki sést til hnúfu­baks. 

„Síðan ég byrjaði árið 2009 er þetta lang­besta árið. Það eru þrjár ferðir á þessu ári þar sem við höf­um ekki séð hnúfu­bak og þar af voru tvær ferðir í fe­brú­ar og svo ein í júlí, sem var bara óheppni - það var bara þoka,“ seg­ir Freyr.

Heimild mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

                        Hnúfubakur á leið i djupköfun á Pollinum i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 29des 2024 

                                   2922 Hólmasól i hvaælaskoðun i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 30des 2024

                                      1357 Niels Jónsson i hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson 30 des 2024

                                á landleið úr hvalaskoðun i -16 stiga frosti mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is