09.01.2025 22:10

Brast á með skítaveðri

                         Gullver NS 12 kemur til hafnar á Seyðisfirði mynd Ómar Borgsson 

Gullver NS landaði 99 tonnum á Seyðisfirði í gær. Aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Þórhall Jónsson skipstjóra í gær og spurði hvernig þessi fyrsti túr ársins hefði gengið.

„Það gekk á ýmsu. Við byrjuðum á að leita að ufsa í Berufjarðarál og á Papagrunni með afar litlum árangri. Þá var haldið í Hvalbakshallið, Litladýpið, á Fótinn, Gerpisflak og í Reyðarfjarðardýpið. Ég var að vonast til að fylla skipið en hann brast á með skítaveðri tvo síðustu sólarhringana. Það hvessti svo hressilega að það var á mörkunum að hægt væri að toga. Janúar er oft erfiður veðurfarslega og þetta kemur ekkert á óvart. Við höldum til veiða strax að löndun lokinni og hann spáir þokkalega allavega fram á sunnudag,” sagði Þórhallur.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2144
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2138589
Samtals gestir: 68452
Tölur uppfærðar: 7.10.2025 07:45:18
www.mbl.is