Huginn Ve 55 Björgunnarbáturinn þór i vestmannaeyjarhöfn mynd óskar Pétur Friðriksson 2025
Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þakka áhöfnum Hugins, Lóðsins og björgunarskipsins Þórs fyrir fumlaus, rétt og örugg viðbrögð í gær þegar nótaskipið Huginn VE55 tók niðri í innsiglingunni við Hörgárgarð gegnt Skansinum í Vestmannaeyjum.
Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni er sagt frá því að fréttir af atburðinum hafi verið misvísandi og er hún rakin ítarlega.
Huginn var á leið frá kolmunnamiðum við Færeyjar í gær. Venja er að slá af ferð skipa áður en komið er í innsiglinguna og var það gert.
Þegar Huginn var kominn inn fyrir Klettsnef, í innsiglinguna, sló skipstjóri aftur af ferð skipsins en þá drapst á aðalvélinni.
Í tilkynningunni segir að ástæðan fyrir því að vélin hafi drepið á sér sé líklega vegna þess að stjórnbúnaður skrúfu, sem er tölvustýrður, bilaði og í kjölfarið varð þrýstingsfall á smurolíu á gír.
Skipið varð því stjórnlaust í innsiglingunni og stefndi í strand. Skipstjórinn setti sig þá í samband við Vestmannaeyjaáhöfn og Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð. Björgunarskipið Þór og Lóðsinn komu til bjargar.
Til þess að forða skipinu frá því að stranda við Höreyrargarð varpaði áhöfnin akkeri sem dró mikið úr ferð þess. Skipið tók niðri en tókst að losa sig með hliðarskrúfum og aðstoð björgunarskipa. Þegar áhöfn Hugins og áhafnir Lóðsins og Þórs höfðu náð stjórn á aðstæðum var tekin ákvörðun um að skilja akkeri og akkeriskeðju eftir á vettvangi.
Lítið tjón varð á Hugin eftir atvikið en málning á botni skipsins er rispuð.
Heimild 200 milur mbl.is
Myndir óskar Pétur Friðriksson
|