05.04.2025 19:06Vinur Þh Nýr hvalaskoðunnarbátur til Húsavikur
Núna sennipartinn i dag kom til hafnar á Akureyri nýr Hvalaskoðunnar bátur i eigu Frends of Mobydick en að þvi standa Arnar Sigurðsson og Fjölskylda en báturinn er keyptur notaður frá Noregi þar sem að hann var i ferjusiglingum núna verður hann útbúinn til hvalaskoðunnar samkvæmt islensku reglum Samgöngustofu hjá slippnum á Akureyri hérna koma nokkrar myndir af heimkomunni og frettin úr Morgunblaðinu i dag 10 April Góður gangur í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík en nýr bátur hefur bæst við hjá Sjóferðum Arnars Nýr hvalaskoðunarbátur Nýr hvalaskoðunarbátur Sjóferða Arnars á Húsavík kom til Akureyrar í vikunni en báturinn, sem ber nefnið Vinur, var keyptur í Noregi og siglt hingað til lands. Báturinn var smíðaður árið 1980, er 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega. Sjóferðir Arnars eru með annan bát í hvalaskoðunarferðum og heitir sá Moby Dick. Segir Arnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins, sem sjá má á myndinni, að góður gangur sé í hvalaskoðunarferðum á Skjálfanda, þótt lítils háttar samdráttur hafi verið í fyrra. Hafi lélegar gæftir ráðið þar mestu um og hafi 50 dagar farið í súginn vegna brælu. Hann segir að bókunarstaðan sá góð og talsvert af hval á Skjálfanda, höfrungar, háhyrningar og hnúfubakur, sem mest sé af.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1182 Gestir í dag: 34 Flettingar í gær: 1549 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 1384531 Samtals gestir: 57474 Tölur uppfærðar: 16.4.2025 16:55:15 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is