19.04.2025 00:38

Varðskipið Þór í slipp í Noregi

                                                       Varðskipið Þór mynd þorgeir Baldursson 2021

Aðeins eitt til­boð barst í slipp­töku og viðhalds­vinnu við varðskipið Þór en til­boð voru opnuð hjá Fjár­sýslu rík­is­ins hinn 7. apríl sl.

Norska fyr­ir­tækið GMC Yard AS í Stafangri bauð 572.038 evr­ur, jafn­v­irði rúm­lega 82 millj­óna ís­lenskra króna. Er til­boðið langt und­ir kostnaðaráætl­un sem var 1.265.879 evr­ur, jafn­v­irði um 182 millj­óna ís­lenskra króna. Verðin eru án virðis­auka­skatts.

Ekk­ert til­boð barst frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um að þessu sinni. Varðskipið Þór hef­ur farið í slipp hér heima í gegn­um tíðina, t.d. hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri. Varðskipið Freyja hef­ur ekki farið í slipp á Íslandi, þyngd og breidd skips­ins hef­ur þar áhrif. Íslensku slipp­irn­ir ráða ekki við að taka skipið upp.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar er ráðgert að Þór fari í slipp­inn í júní. Varðskipið Freyja verður við gæslu­störf við Ísland á meðan

Á dög­un­um tók áhöfn­in á varðskip­inu Þór þátt í æf­ing­unni Arctic Guar­di­an 2025 sem fór að þessu sinni fram í ná­grenni við Tromsø í Nor­egi.

Auk Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku syst­ur­stofn­an­ir frá Kan­ada, Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi, Svíþjóð og Banda­ríkj­un­um þátt í æf­ing­unni sem fór fram á veg­um Arctic Co­ast Guard For­um sem legg­ur áherslu á sam­starf þess­ara sjö norður­skauts­ríkja á sviði leit­ar og björg­un­ar.

Að auki er lögð áhersla á sam­starf á sviði meng­un­ar­varna og ör­ygg­is­mála.

Styrkja sam­starfið

Æfing­unni var ætlað að styrkja sam­starf ríkj­anna sjö vegna viðbragða við at­b­urðum sem kunna að koma upp á norður­slóðum. Bæði sjó- og loft­för komu við sögu á æf­ing­unni sem gekk með mikl­um ágæt­um, að því er fram kem­ur á heimasíðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Starfs­menn land­helg­is­gæsl­unn­ar þekkja vel til GMC Yard AS. í Stavan­ger. Varðskipið Freyja fór í slipp­töku og viðhald hjá fyr­ir­tæk­inu í fyrra­sum­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 11400
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 6456
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 1408725
Samtals gestir: 57718
Tölur uppfærðar: 19.4.2025 21:44:20
www.mbl.is