28.04.2025 23:07

Grásleppuróður i Eyjafirði

200 mílur | Morgunblaðið | 25.4.2025 | 9:21

Allt fullt af grásleppu en minni kvóti

Bræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í .

Bræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í brakandi logninu. mbl.is/Þorgeir

Morgunblaðið

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bókamerki

Tengdar fréttir

Grásleppuveiðar

 

„Það er al­gjör snilld að róa á grá­sleppu í þessu veðri,“ seg­ir Arnþór Her­manns­son, skip­stjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór ný­verið með bróður sín­um Heimi og Þor­geiri Bald­urs­syni, ljós­mynd­ara og sjó­manni, á veiðar í ein­muna blíðu.

„Við fór­um út klukk­an hálf­sjö um morg­un­inn í al­gjöru logni og fór­um út með bjarg­inu út und­ir múl­ann í átt að Ólafs­firði. Þar voru dreg­in ein­hver 45-50 net og við vor­um komn­ir í land aft­ur klukk­an hálfell­efu og bún­ir að öllu,“ seg­ir Arnþór sem landaði rúm­lega tveim­ur tonn­um af grá­sleppu í Dal­vík eft­ir túr­inn.

Arnþór seg­ir að tíðin fyr­ir norðan hafi verið ein­stök í vet­ur.

„Þegar við byrjuðum 8. fe­brú­ar á grá­slepp­unni var logn næst­um því í tvo mánuði, og af og til ör­lít­il suðvestan­gola. Maður man ekki eft­ir öðru eins veðri hér á þess­um árs­tíma,“ seg­ir hann og bæt­ir við að aðeins hafi í dymb­il­vik­unni komið smá bræla. „Það er það eina sem við höf­um séð af norðanátt síðan í byrj­un fe­brú­ar.“

Skipstjórinn Arnþór segir óskiljanlegt að grásleppukvótinn hafi minnkað um þriðjung .

Skip­stjór­inn Arnþór seg­ir óskilj­an­legt að grá­sleppu­kvót­inn hafi minnkað um þriðjung frá því í fyrra þegar nóg er af fiski. mbl.is/Þ?or­geir

Þegar Arnþór er spurður að því hvernig hon­um lít­ist á að grá­sleppu­kvót­inn hafi verið minnkaður um þriðjung milli ára hnuss­ar hann. „Hafró virðist ekki finna neina grá­sleppu frek­ar en nokkuð annað í sjón­um. Það hef­ur aldrei verið jafn góð veiði miðað við neta­fjölda og í ár, en við höf­um verið með lík­lega helm­ingi færri net en und­an­far­in ár en erum samt að veiða bet­ur,“ seg­ir hann og bæt­ir við að í ljósi minni kvóta séu menn ekki að beita sér eins og þeir gætu.

Arnþór seg­ir að það verði að hafa betra sam­band við þá sem stunda veiðarn­ar og sjái hvernig fisk­gengd­in frek­ar en að láta Haf­rann­sókna­stofn­un al­farið sjá um að kveða upp með kvót­ann. „Það á bara að hafa þetta á svipuðu róli og það hef­ur verið und­an­far­in ár. Svo er ekki nógu gott hvað Hafró gef­ur seint upp kvót­ann. Þegar vertíðin byrj­ar í byrj­un fe­brú­ar er ansi seint að gefa það ekki frá sér fyrr en komið er fram í apríl.“

Heimir Hermannsson, bróðir Arnþórs, losar þorsk sem slæddist með í .

Heim­ir Her­manns­son, bróðir Arnþórs, los­ar þorsk sem slædd­ist með í netið í túrn­um um dag­inn. mbl.is/Þ?or­geir

Nær að banna loðnu­veiðar

Þegar Arnþór er spurður hvort Haf­rann­sókna­stofn­un verði ekki að passa upp á of­veiði fisk­stofna spyr hann að bragði: „Já, og hvernig hef­ur þeim gengið með það? Humar­inn hef­ur dottið al­veg niður og rækj­an er dott­in niður, svo maður minn­ist ekki á þorskinn hérna um árið, svo að það er eitt­hvað annað sem veld­ur þessu. Svo vilja þeir djöfl­ast við að leita að loðnu, þegar þorsk­ur og fleiri fisk­ar lifa á henni. Ég held að það væri nær að banna loðnu­veiðar næstu árin og sjá hvort staðan lag­ist ekki um­tals­vert. Ekk­ert vit í því að vera að leita að æti fisks­ins.“

Nú er Arnþór að verða bú­inn með grá­sleppu­kvót­ann fyr­ir þessa vertíð. „Við eig­um 2-3 tonn eft­ir til að fylla kvót­ann, svo að við klár­um þetta núna. Þá eru eft­ir 48 dag­ar í strand­veiðar, ef val­kyrj­urn­ar standa við orð sín. Maður verður að vona það,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þá fari sum­arið í strand­veiðar á Sæþóri og á Guðmundi Arn­ari EA 102 í neta­veiðar á þorski og ýsu.

Grásleppan Það er altalað að sjaldan hafi verið jafn mikið .

Grá­slepp­an Það er altalað að sjald­an hafi verið jafn mikið af feitri og fag­urri grá­sleppu í sjón­um og á þess­ari vertíð. mbl.is/Þ?or­geir

                          Ljósmyndarinn mætti að sjálfsögðu á dekk til að hjálpa til mynd Arnþór Hermannson 

                                      Guðmundur Arnar EA102 og Sæþór EA101 mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1190
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1434676
Samtals gestir: 58172
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 20:16:27
www.mbl.is