Landað úr Hafborgu við Kantinn hjá útgerðarfélagi Akureyringa mynd þorgeir Baldursson
Ánægðir vísindamenn í grilli
„Þetta er alveg listakjöt. Við höfum bara verið að marinera þetta aðeins og krydda og henda svo á grillið.
Þetta eru bara tvær mínútur hvoru megin og þá ertu kominn með þetta klárt.
Það eru engar sinar eða neitt, þetta er rosalega gott kjöt,“ lýsir Guðlaugur matreiðslunni á hinu dökka hnísukjöti.
Guðlaugur segir vísindamennina um borð, sem séu flestir útlendingar, einnig hafa bragðað grilluðu hnísuna.
„Það var að vísu einn sem var vegan og vildi þetta ekki og ein stelpa sem var ekki alveg klár í að éta þetta en hinir voru ægilega ánægðir,“
segir hann. Þetta sé matur sem beri að nýta.
DNA-sýni úr netunum
„Maður er búinn að éta höfrung og hnísu frá því að maður var krakki og þetta er mjög fínn matur. Auðvitað á að nýta allt þetta dót, hvort sem það eru stórhveli eða eitthvað annað. Þetta er bara að keppa við okkur alls staðar,“ segir Guðlaugur. Því eigi að veiða þessar tegundir. „En sú hugsun á nú ekki upp á pallborðið víða í dag,“ bætir hann við.
Mjög mikið er af hnísu að sögn Guðlaugs. „Hér er mikið af smásíld sem elst upp í firðinum og hnísan er á fullu í því,“ segir hann. Æti hnísunnar sé meðal þess sem greint sé við rannsóknirnar. Einnig séu teknar úr þeim tennur til aldursgreiningar.
Eftir helgi segir Guðlaugur að tekin verði DNA-sýni úr netunum til að kanna hvað hefur strokist við þau. „Hvort sem það er þorskur, ýsa eða einhver andskotinn annar,“ segir hann.
Verra en lénsherrarnir
Varðandi sumarið segist Guðlaugur hæfilega bjartsýnn. Veturinn hafi hins vegar ekki verið góður og lítið af fiski. „Það er búin að vera óttaleg hörmung, verið mjög kalt hér fyrir norðan og engin loðna eða neitt æti og þá skil ar fiskurinn sér miklu verr á svæðið. Við fengum átján tonn í fyrstu lögnina hér í Eyjafirðinum og svo hafa þetta bara verið sjö til átta tonn síðan.“
Fram undan hjá Hafborgu er síðan að fara á dragnótaveiðar á kola og steinbít og fleiru.
„Sumarið leggst ágætlega í mann en ef þessi veiðileyfagjöld hækka á þessa örfáu einstæðinga sem eru eftir að reyna að gera út þá sýnist mér ríkisstjórnin fljótlega vera búna að ganga af þeim dauðum. Ríkið er orðið verra en lénsherrarnir í gamla daga. Það er bara eins og púkinn á fjósbitanum, það blæs út eins og fýsibelgur,“ segir Guðlaugur Óli Þorláksson.
Heimild Fiskifrettir
myndir Þorgeir Baldursson og Jón steinar Sæmundsson
|