 |
Löndun mynd þorgeir Baldursson |
Aukning gagnamagns á gagnasíðum Fiskistofu urðu til þess að kerfið sem sinnir framsetningu gagnanna átti erfitt með að vinna úr þeim og hefur átt það til að frjósa. Fiskistofa upplýsir að búið sé að gera viðeigandi lagfæringar til þess að bregðast við þessu.
Greint var frá því fyrr í dag að kerfisvilla leiddi til þess að aflatölur strandveiðibáta á gagnasíðum stofnunarinnar væru bjagaðar.

„Fiskistofa hefur einsett sér að birta gögn á rauntíma og birta eins nákvæm gögn og hægt er. Gagnasíðan er með lifandi gögn, stundum eru skráningar rangar og birtast þá á síðunni vegna þessa og leiðréttast einnig þegar skráningar eru leiðaréttar. Þegar upp koma villur höfum ekki haft þann háttinn á að taka síðuna niður heldur einsetjum við okkur að laga villuna eins fljótt og kostur er,“ útskýrir Fiskistofa.
Þá vekur stofnunin sérstaklega athygli á því að gögnin séu birt upplýsingaskyni en „eru ekki grundvöllur fyrir ákvörðunum stofnunarinnar.“
heimild mbl.is / 200milur