20.07.2025 10:55

Hvalaskoðunnarbáturinn Vinur

   

                                 3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson 

                                         3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson 

                                     3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson  

Nýr hvalaskoðunnar bátur hefur bæst i flota Húsvikinga það er Arnar sigurðssson og fjölskylda sem að gerir

einnig út eikarbátinn Moby Dick  fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem að Arnar er skipstjóri 

Ásdis er útgerðarstóri og dærurnar tvær sjá um aðra þætti hjá útgerðinni 

Hvala­skoðun­ar­bát­ur­inn Vin­ur fór í sína fyrstu ferð á Skjálf­anda­flóa í gær, en bát­ur­inn er gerður út af Arn­ari Sig­urðssyni sem rek­ur hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Friends of Moby Dick á Húsa­vík.

Bát­ur­inn sigldi heim til Húsa­vík­ur frá Ak­ur­eyri á laug­ar­dag. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Arn­ar fyrstu ferðina hafa gengið eins og í sögu og nóg verði að gera í hvala­skoðun á næst­unni.

„Fyrsta ferðin fór mjög vel, við skoðuðum fjóra hnúfu­baka og fólk er mjög ánægt með bát­inn. Þetta er aðeins öðru­vísi bát­ur, þetta er svo­lítið eik­ar­báta­sam­fé­lag hérna. En þessi býður upp á inniaðstöðu fyr­ir alla og fólk kann að meta það.“

Nafnið Vin­ur fékk bát­ur­inn frá öðrum báti sem Sig­urður, faðir Arn­ars, átti hér á árum áður og Arn­ar notaði til hvala­skoðunar þegar hann hóf starf­semi um 1994.

                                                        1453 Moby Dick mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4385
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2929
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 1779595
Samtals gestir: 64933
Tölur uppfærðar: 12.8.2025 17:58:52
www.mbl.is