3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson
Nýr hvalaskoðunnar bátur hefur bæst i flota Húsvikinga það er Arnar sigurðssson og fjölskylda sem að gerir
einnig út eikarbátinn Moby Dick fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem að Arnar er skipstjóri
Ásdis er útgerðarstóri og dærurnar tvær sjá um aðra þætti hjá útgerðinni
Hvalaskoðunarbáturinn Vinur fór í sína fyrstu ferð á Skjálfandaflóa í gær, en báturinn er gerður út af Arnari Sigurðssyni sem rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Friends of Moby Dick á Húsavík.
Báturinn sigldi heim til Húsavíkur frá Akureyri á laugardag. Í samtali við Morgunblaðið segir Arnar fyrstu ferðina hafa gengið eins og í sögu og nóg verði að gera í hvalaskoðun á næstunni.
„Fyrsta ferðin fór mjög vel, við skoðuðum fjóra hnúfubaka og fólk er mjög ánægt með bátinn. Þetta er aðeins öðruvísi bátur, þetta er svolítið eikarbátasamfélag hérna. En þessi býður upp á inniaðstöðu fyrir alla og fólk kann að meta það.“
Nafnið Vinur fékk báturinn frá öðrum báti sem Sigurður, faðir Arnars, átti hér á árum áður og Arnar notaði til hvalaskoðunar þegar hann hóf starfsemi um 1994.
 |
1453 Moby Dick mynd þorgeir Baldursson |
|