Hnúfubakur með kálf á Eyjafirði sl laugardag mynd þorgeir Baldursson
Hvalaskoðun í Eyjafirði hefur verið með allra besta móti nú í sumar en Árni Halldórsson, sem hefur verið skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Nielsi Jónssyni EA106 í hartnær 30 ár, segir fjörðinn hreinlega iða af lífi. „Sést hefur til margra hvalategunda og höfum við t.d. séð hnúfubak í öllum ferðum. Undanfarna daga hefur einnig sést til móður með kálf en það er í fyrsta skipti á mínum starfsferli sem ég sé svoleiðis,“ segir Árni. Auk hvalanna eru fleiri dýr í sókn í Eyjafirði en Árni segir að lundi finnist nú í tugþúsundatali í firðinum, sem sé einstakt. Hann segist aldrei hafa sést jafnmikið af lunda og nú.
 |
Árni Halldórsson skipstjóri á Niels jónssyni EA 106 mynd þorgeir Baldursson
 |
1357 Niels Jónsson EA106 i Hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson
 |
Hnúfubakur liftir sporði og þá er hann á leið i djúpköfun frá 5-20 min mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|