Landssamband smábátaeigenda leggur til að aflamark í þorski verði 240 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september nk.
í stað þeirra tæplega 204 þúsund tonna sem svokölluð aflaregla mælir fyrir um.
Aflaaukningin yrði 36 þúsund tonn, færi ráðherra að tillögunni.
Aflareglan byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og mati á stofnstærð þorsks á Íslandsmiðum.
Samkvæmt aflareglunni miðast þorskafli næsta fiskveiðiárs við meðaltal af tveimur breytum;
aflamarki undangengins fiskveiðiárs annars vegar og 20% af viðmiðunarstofni yfirstandandi árs hins vegar.
 |
6926 Mars EA Skipverjar veiða i matinn takið eftir handfærarúllunum mynd þorgeir Baldursson
|