20.10.2025 19:34

Þórunn Sveinsdóttir Ve verður Ljósafell SU

                                          2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401  mynd þorgeir Baldursson 

                                        2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd þorgeir Baldursson 

Loðnuvinnslan kaupir Þórunni Sveinsdóttur VE 401

Loðnuvinnslan og Ós ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Loðnuvinnslunnar á ísfisktogaranum Þórunni Sveinsdóttur VE 401.

Skipið er smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku árið 2010. Skipið var lengt í sömu stöð árið 2019 og er nú 46,3 metra langt og 11,2 metra breitt.

Skipið mun leysa af hólmi Ljósafell SU 70 sem smíðað var í Narasaki skipasmíðastöðinni í Japan árið 1973.

Ljósafell hefur verið afar farsælt skip og þjónað Loðnuvinnslunni og tengdum félögum vel frá komu þess til heimahafnar 31. maí 1973.

Áhafnarmeðlimum Ljósafells verður boðið starf á nýju skipi.

Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir að um merkileg tímamót sé að ræða í sögu félagsins.

Lengi hafi verið stefnt að því að endurnýja Ljósafell en skipið hafi einfaldlega haft alla burði í að sinna hlutverki sínu með sóma og geri í raun enn.

Sölu Þórunnar bar brátt að og ákvörðun um að kaupa skipið hefur þurft sinn meðgöngutíma í ljósi ýmissa áskorana fram undan í rekstri útgerðarfyrirtækja.

Það hafi þó ekki verið hægt að horfa fram hjá því að Ljósafell er ekki að yngjast.

Þórunn Sveinsdóttir er aflmeira veiðiskip sem hefur sýnt sig og sannað á miðunum með öflugri áhöfn í gegnum árin.

Skipið getur dregið tvö troll og þannig aukið afla á togtíma verulega. Auk þess er burðargeta skipsins tæplega 60% meiri en Ljósafells.

Það verður mikill söknuður af Ljósafelli en skipið er í góðu ásigkomulagi miðað við aldur þess, enda ekkert verið til sparað í viðhaldi þess í gegnum árin.

Gert er ráð fyrir því að skipið verði selt í kjölfar móttöku Þórunnar Sveinsdóttur í lok mars á næsta ári.

heimild Heimasiða Loðnuvinnslunnar 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 6011
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 6039
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 2192801
Samtals gestir: 68729
Tölur uppfærðar: 21.10.2025 18:21:45
www.mbl.is