Freigáta konunglega breska flotans, HMS Somerset, er komin til Akureyrar.
Þar fékk áhöfnin hlýjar móttökur, að því er segir á opinberum reikningi herskipsins á X.
Samkvæmt miðlinum UK Defence Journal er heimsókn freigátunnar liður í yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans á Norður-Atlantshafi.
Herskipið var tekið í notkun árið 1996 og er hannað fyrir kafbátahernað en ber þó einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti,
svo sem hina nýlega kynntu NSM-flaug (Naval Strike Missile) sem getur verið beitt á óvinaskip eða skotmörk á landi sem eru í meira en 160 kílómetra fjarlægð.
heimild mbl.is
 |
|
HMS Somerset á Akureyri seinnipartinn i dag mynd þorgeir Baldursson
 |
| HMS Somerset á Akureyri seinnipartinn i dag mynd þorgeir Baldursson |
|