07.12.2025 23:04

Síldarvertíð á lokametrum - fara næst á kolmunna

Síldarvertíð á lokametrum - fara næst á kolmunna

                                          Beitir NK á leiðinni á síldarmiðin. Mynd/Jón Steinar Sæmundsson 2025 

 

Nú líður að lokum veiða á íslenskri sumargotssíld vestur af landinu. Börkur NK kom til Neskaupstaðar með 1.650 tonn á miðvikudag og Beitir NK kom á laugardag með 1.650 tonn. Barði NK er nú í sinni síðustu veiðiferð á síldarvertíðinni en veður hefur töluvert truflað veiðar hans.

 

Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, sagði að túrinn hefði gengið þokkalega.

„Við fengum aflann í sjö holum og það voru yfirleitt 200 – 300 tonn sem fengust í hverju holi. Við hófum veiðarnar á Látragrunni en síðan var farið suður á Wilson og í Kolluálinn. Það er varla hægt að segja að hafi verið kraftur í þessum veiðum en þetta var þó alls ekki slæmt,” sagði Hjörvar.

Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, hafði svipaða sögu að segja.

„Aflann fengum við utan við Kolluálinn. Holin voru sex talsins og aflinn sem fékkst í þeim var misjafn eða frá 80 tonnum og upp í 500. Síldin sem þarna veiddist var fín. Þetta er 280 – 290 gramma síld. Nú er þessari vertíð lokið hjá okkur,” sagði Tómas.

Börkur hélt til kolmunnaveiða að lokinni löndun á laugardaginn og Beitir mun væntanlega gera það í kvöld.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2711
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 8408
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 2366701
Samtals gestir: 69918
Tölur uppfærðar: 9.12.2025 08:18:07
www.mbl.is