12.01.2026 19:30

Árni Friðriksson HF 200 i brælustoppi á Akureyri

                                     2350 Árni Friðriksson HF 200 á Akureyri i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, kom að landi á Akureyri í morgun en skipið hélt af stað í loðnuleiðangur 5. janúar.

Árni Friðriksson var einn í þessum fyrsta leiðangri en markmiðið með honum var að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins. Eftir næstu helgi heldur stærri floti af stað í heildarmælingu á stofninum en þar verður stuðst við niðurstöður úr leiðangri Árna Friðrikssonar.

Hrygningargangan komin skammt

Í tilkynningu sem birt var á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þær niðurstöður sem fengust úr mælingum nýafstaðins leiðangurs bendi til þess að hrygningarganga loðnunnar austur fyrir landið sé skammt á veg komin. Eins og meðfylgjandi kortmynd Hafrannsóknastofnunar sýnir var fremsti hluti göngunnar kominn norðaustur af Langanesi og var ekki um verulegt magn að ræða.

Hér getur að líta leiðangurslínur Árna Friðrikssonar. Rauði liturinn sýnir .

Hér getur að líta leiðangurslínur Árna Friðrikssonar. Rauði liturinn sýnir svonefnd bergmálsgildi fyrir loðnuna. Kort/Hafrannsóknastofnun

Engu að síður var loðnu að finna svo að segja eftir allri landgrunnsbrúninni þar sem mælt var en þéttleikinn var mestur vestan við Kolbeinseyjarhrygg og þar um kring. Ekki var þó hægt að mæla stofninn lengra til vesturs vegna veðurs og þá hindraði einnig hafís á Vestfjarðamiðum för.

Sem fyrr segir verður í næsta leiðangri framkvæmd heildarmæling á stofninum. Þá fer annað rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Þórunn Þórðardóttir af stað ásamt þeim Barða, Heimaey og Polar Ammassak.

Heimild mbl.is / 200 milur 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 3464
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 2469881
Samtals gestir: 70511
Tölur uppfærðar: 13.1.2026 00:28:19
www.mbl.is