20.01.2026 20:22

Loðnuleit kominn i fullann gang

                                                          Þórunn Þórðardóttir HF 300 i loðnuleit i norðurkantinum mynd þorgeir Baldursson 

Loðnuleitarskipin hafa haldið út eitt af öðru síðan á sunnudag og grænlenska skipið Polar Amaroq, fór fyrst skipa á veiðar. Skipin sem nú sigla til loðnumælinga eru uppsjávarskipin Barði, Heimaey og Polar Ammassak, ásamt rannsóknarskipunum Þórunni Þórðardóttur og Árna Friðrikssyni.

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, segir að flókið sé að skipuleggja slíkan leiðangur en búið er að hnita leiðir skipanna fimm í þaula, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. „Þetta eru þéttar leiðarlínur og það eru 9-13 mílur á milli skipa,“ segir hann. „Þau fara meðfram landgrunninu, það er líklegasta svæðið, en þau fara inn á grunninn líka. Þetta er stórt svæði sem við erum að dekka.“

Áætluð leið skipanna fimm.

Áætluð leið skipanna fimm. Kort/Hafrannsóknastofnun

Guðmundur útskýrir að öll skipin sigli fyrst í átt að svipuðum upphafspunkti, sem er staðsettur út af Sléttu, norðan við landið. Þaðan skipti þau síðan liði. Áhugasamir geta fylgst með ferðum skipanna í rauntíma á vefslóðinni skip.hafro.is og séð þau smám saman marka saumspor í hafið. Eins og sjá má á kortinu þar eru skipin þegar farin að sigla eftir sinni föstu leið.

Samkvæmt Guðmundi munu þá veiðiskipin þrjú mæla á Austfjarðamiðum, til austurs og svo suðurs, en rannsóknaskipin munu sigla í vesturátt. „Við reynum að taka þetta á mjög kerfisbundinn hátt,“ áréttar Guðmundur og segist áætla að mælingarnar muni standa yfir í fimm daga ef veður leyfir. 

                              Loðnan er eins og Gull i augum Japana 

Polar Amaroq hélt á miðin

                                      Polar Amaroq  á miðunum  i gær  mynd þorgeir Baldursson 

Sem fyrr segir sigldi Polar Amaroq fyrst skipa á loðnuveiðar en haldið var af stað klukkan fjögur aðfaranótt mánudags. Ekki náðist samband við brú skipsins við vinnslu fréttarinnar en á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir skipstjóra Polar Amaroq, Geir Zoëga, að aflinn hafi verið kominn í 250 tonn að morgni mánudags eftir fimm tíma tog. Var skipið að veiðum á Seyðisfjarðardýpinu, um 50-60 mílur út af Norðfjarðarhorni. Geir segir jafnframt að mikil bjartsýni sé um borð og almenn spenna fyrir niðurstöðum loðnumælingarinnar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1773
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 2488950
Samtals gestir: 70610
Tölur uppfærðar: 21.1.2026 01:21:14
www.mbl.is