Flokkur: matur og grillveirslur

18.12.2007 23:01

Skötuveisla um borð i Húna 2


Hinn mikli ferðagarpur Elli P fær sér skötu á disk um borð i Húna i kvöld en fullt var i veisluna og verður henni framhaldið annað kvöld á sama tima eða kl 18/30 þess má ennfremur geta að mjög góður rómur var gerður að veislunni.
Set inn fleiri myndir i myndaalbúm á morgun

13.08.2007 19:57

Bruggsmiðjan á Árskógssandi

Bruggsmiðjan á Árskógssandi, sem framleiðir bjórinn Kalda, annar engan veginn eftirspurn þrátt fyrir að framleiðslan hafi verið aukin um 80% í maí sl. Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri segir að með þessari aukningu gætu þau annað eftirspurninni en svo hafi ekki verið. ?Við erum að framleiða ríflega 25 þúsund lítra á mánuði núna, en það er hvergi nærri nóg, og verksmiðjan er rekin á fullum afköstum. Við gætum komið fyrir fleiri bruggtönkum án þess að stækka húsnæðið, og við munum skoða það í vetur ef svo fer fram sem horfir.?Starfsmenn voru í upphafi fjórir en eru nú orðnir sjö, m.a. er búið að ráða annan bruggmeistara frá Tékklandi og er hann fluttur á Árskógssand með fjölskyldu sína. Bruggsmiðjan framleiðir bæði ljósan og dökkan Kalda og segir Agnes að báðar gerðirnar njóti mikilla vinsælda. Ekki er nóg með að fólk gleypi við bjórnum. Mikið er um að bæði einstaklingar og hópar komi í Bruggsmiðjuna til að skoða verksmiðjuna, kynna sér framleiðsluna og síðast en ekki síst að fá að smakka. Þá má loks geta þess að innan tíðar verður heimasíða Bruggsmiðjunnar opnuð og slóðin er www.bruggsmidjan.is eða www.kaldi.is. heimild dagur.net mynd þorgeir

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is