Flokkur: tónlistarviðburðir

12.04.2008 00:17

Þursaflokkurinn á Græna hattinum


                                                © mynd þorgeir baldursson 2008
Hinn magnaði þursaflokkur kom saman á Græna Hattinum á Akureyri i gærkveldi og flutti þar mörg af sinum bestu lögum húsfyllir var og verða tvennir tónleikar á sama stað i kvöld og fyrir þá sem að hafa gaman af tónlist þursanna hvet ég til að fara og hlusta á þá og njóta vel 

06.12.2007 19:55

Kóngurinn i syngandi sveiflu


Hallbjörn Hjartarsson i kunnuglegri sveiflu á Brodway 1985 en það ár var Ágústa Björnsdóttir  frá Akureyri Islandsmeistari i Freestyle danskeppni

04.08.2007 01:21

EIN MEÐ ÖLLU AKUREYRI 2007

Ein með öllu hófst á Akureyri i gærkveldi og var kominn talsverður fjöldi fólks i bæinn  og þar á meðal voru HARA systur úr hveragerði LJÓTU HÁLVITARNIR frá Húsavik og svo verða ýmsir skemmtkraftar Björgvin Halldórsso og hljómsveitin Von frá Sauðarkróki. PÁLL ÓSKAR ,Sniglabandið, Magnús Prins póló ,Stuðmenn JÓVAN X-FACTOR Söngvaborg (Sigga Beinteins og Maria Björk) Helena Eyjólfs og Hvitir Mávar ásamt ýmum öðrum viðburðum sem að hægt er að nágast bæklinga yfir i sjoppum og bensinstöðvum i bænum

01.08.2007 21:20

Jonny King og Siggi Helgi i Hótel Bjarkarlundur

Kántrýbragur verður á fjölskylduhátíðinni í Bjarkalundi í Reykhólasveit um verslunarmannahelgina. Kúrekar norðursins, þeir Johnny King og Siggi Helgi, bregða sér vestur og sjá um fjörið ásamt söngkonunni Lilju Björk. Línudanskennsla verður í boði ásamt karaókíkeppni fyrir börn og fullorðna, sem geta tekið sönginn sinn með sér á diski. Ratleikur verður fyrir yngstu kynslóðina. Á laugardagskvöldið verður brenna með gítarspili og söng eins og alltaf um verslunarmannahelgina í Bjarkalundi. Í veitingasalnum á hótelinu verða í boði kántrýborgarar, burritos og kántrýdrykkir í kúrekastíl, auk hins rómaða matseðils Bjarkalundar.

Að sögn Þorsteins Valdimarssonar hjá Hótel Bjarkalundi hafa umsvifin meira en tvöfaldast frá síðasta ári. ?Sjálft hótelið er jafnan fullsetið og flestir sem leið eiga til Vestfjarða eða eru að koma þaðan staldra við, auk þeirra sem nýta sér stórbætta aðstöðu fyrir hjólhýsi og tjaldvagna og tjaldferðalanga. Fólk lætur mjög vel af aðstöðunni, segir Þorsteinn, og bætir við: Aðalbláberin eru orðin fullþroskuð hérna í brekkunum og gestir velkomnir í berjalandið.?

?Það verður örugglega mjög góð stemmning í Bjarkalundi og við reiknum með að besta veðrið verði hér?, segir Jón Oddi Víkingsson, sem betur er þekktur sem Johnny King, einn af Kúrekum norðursins. ?Ég myndi segja að í Bjarkalundi væri besta útihátíðarsvæði sem finnst á landinu. Hér er allt til alls.?heimild bb.is mynd þorgeir baldursson

26.05.2007 00:49

50 Ára Söngafmæli

Okkar ástsæla Helena Eyjólfsdóttir sóngkona hélt uppá 50 ára söngafmæli sitt i Sjallanum i gærkveldi að viðstöddu fjölmenni en um það bil 200 manns sóttu tónleikana og hafði hún með sér einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara og á meðal þeirra voru Ragnar Bjarnasson og Þorvaldur Halldórsson , sem að sjást hérna á mynd með söngkonunni 
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is