Færslur: 2008 Mars17.03.2008 17:25Ný Heimasiða Björgvin EA 311© MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2007 Ný heimasiða 2 skipverjar á B/V Björgvin EA 311 hafa sett upp heimasiðu www.123.is/bjorgvinea þeir Brynjar Arnarsson og Sigurður Daviðsson hafa bloggað um það sem að er helst að gerast um borð en aðspurðir segjast þeir að sárlega vanti sitengingu eins og nokkur skip i flotanum eru komin með og virðist einkennilegt að árið 2008 skuli ennþá vera býflugumynd af þessum samskifta máta þvi að venjulegt skeyti er 3 klst i land til viðtakenda Skrifað af Þorgeir 16.03.2008 22:29Venus HF 519 Mettúr úr Barentshafinu© myndir þorgeir baldursson Venus HF-519, við bryggju í Reykjavík núna seinnipartinn. Hann var að koma úr Barrentshafinu með túr upp á 250 miljónir eftir 40 daga að veiðum, afli upp úr sjó er 950 tonn þorskur. Hásetahluturinn er 2,5 miljónir og er þetta mesta hlutur sem fengist hefur út úr einum túr. Skipstjóri á Venus er Guðmundur Jónsson Skrifað af Þorgeir 16.03.2008 09:50LJÓSMYNDASÝNING Á HÚSAVIK© mynd Pétur Jónasson 2008 Samsýning 17 ljósmyndara var opnuð i safnahúsinu á Húsavik i gær 15/3 og verður hún opin til 24 /3 2008 þar sýna þeir um 140 myndir allt frá 1-30 hver og verður sýningin opin daglega frá kl 13-17 og hérna má sjá Atla Vigfússon við nokkrar af myndum sýnum. Fleiri myndir i myndaalbúmi Skrifað af Þorgeir 15.03.2008 19:262262 Sóley Sigurjóns GK 200© Mynd þorbjörn Ásgeirsson Hin nýja Sóley Sigurjóns GK 200 ex(Sólbakur EA 7 ) við bryggju i Póllandi en miklar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu fyrst skal telja að skipið hefur verið stytt til að koma þvi upp að 4 milum einnig voru mannaibúðir borðsalur eldhús og millidekk endurnýjað ásamt ýmssum öðrum smáverkum sem að yfirleitt fylgja slikum endurbótum Skrifað af Þorgeir 13.03.2008 10:36Andey IS 440 Seld til Færeyja
Andey ÍS 440 seld til Færeyja Andey ÍS lét úr höfn á Ísafirði í fyrradag og hélt til Akureyrar þar fer í slipp. Búið er að skrifa undir sölusamning við færeyska útgerð um kaup á Andeynni af Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru. Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG, segir að fyrirvarar séu á samningnum um ásigkomulag skipsins eins og venja er í skipasölum. Sverrir segir að það væri óvænt ef salan gengi til baka en ástand skipsins verður metið í slippnum á Akureyri. Skipið hefur legið bundið við bryggju frá því að HG hætti rækjuútgerð.Heimild BB.IS Skrifað af Þorgeir 13.03.2008 08:39Fékk i skrúfuna© Myndir Þorgeir Baldursson 2005 Heimild MBL.IS Skelveiðiskipið Fossá ÞH362 fékk barka í skrúfuna austan við Langanes klukkan hálf fimm í nótt og bíður nú aðstoðar á Eiðisvík. Tveir björgunarsveitarbátar eru á leið til að draga Fossána til lands. "Það er fínt veður þarna og þeir létu bæði plóginn og ankeri falla til að halda sér stöðugum," sagði vaktstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Fossá er 250 lesta skip og eru fjórir menn um borð en ekkert hættuástand hefur skapast. Björgunarbátarnir Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Vopnafirði og Gunnbjörg frá Raufarhöfn stefna nú á slysstað og er reiknað með að þeir nái þangað um klukkan hálf átta. Skrifað af Þorgeir 13.03.2008 00:36Snorri Sturlusson VE 28© Mynd Þorgeir Baldursson 2007 F/T Snorri Sturlusson VE 28 hefur verið seldur frá Isfélagi Vestmanneyja til kaupanda i Rússlandi og er stemmt að afhendingu skipsins um miðjan mai næstkomandi Skrifað af Þorgeir 12.03.2008 12:45Góður Dráttur
Skipverjar á Örvari HU 2 lentu i heldur óskemmtilegu atviki á Papagrunni i siðustu viku þegar skipið fékk annað af 2 trollum sem að það dró i skrúfuna svo að draga þurfti það i land .Kaldbakur EA 1 var næsta skip og var skipið tekið i tog til Fáskrúðfjarðar og var þá eftir um 8 klst vinna fyrir kafara að skera úr skrúfunni fleiri myndir i myndalbúmi Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is