Færslur: 2009 Júní30.06.2009 14:55Þórir SF 77 kominn heimHinn nýi Þórir SF 77 kom í dag til heimahafnar á Hornafirði eftir langa siglingu frá smíðastað. Við komu hans tók Andri Snær, þrátt fyrir þokuna, eftirfarandi myndir fyrir okkur, en á móti bátnum tóku aðrir bátar frá Skinney-Þinganesi hf Frá hópsiglingunni inn til hafnar 2731. Þórir SF 77 á leið til Heimahafnar á Hornafirði Skipafloti Skinneyjar-Þinganess hf við bryggju á Hornafirði, fánum prýddir. F.v. Skinney SF 20, systurskipið Þórir SF 77, Steinunn SF 10 og Hvanney SF 51 © myndir Andri Snær Skrifað af Emil Páli 30.06.2009 00:40Fallegir færeyingarHér sjáum við fimm færeysk skip, sem eru smíðuð með gamla laginu, þó þau séu misjafnlega gömul. Tvö þeirra þekkjum við, en ekki hin fimm. Myndirnar eru allar teknar af Þorgeiri Baldurssyni í ferð hans til Færeyja í maí sl. Þá hefur komið svar við einu sem við þekktum ekki áður. Westward HO TN 54. Þetta skipi er meira en aldar gamalt, smíðað í Grimsby 1884 og hét fyrstu árin eða til 1908 Víking en þá fékk það þetta nafn og hefur haldið því síðan. Sjóberið FD 115. Smíðað í Skála 1917 og hefur borið borið nöfnin: Líðarfossur, Sæurðardrangur, Kedron og Sjóberið. Það eina sem við vitum um þennan er að hann er frá Þórshöfn og hefur einkennisstafina TN 1353 Þessi er trúlega ekki gamall? en hann var í Þórhöfn Þessi fallegi bátur var einnig í Þórshöfn, en við vissum engin deili á honum Samkvæmt svari hér fyrir neðan heitir þessi Thorshavn, var notaður hér áður fyrr til að flytja embætismenn á milli eyjana. Núna mest notaður í sjóstangveiði þegar merka gesti ber að garði. Miðað við þessar upplýsingar er hann smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1940 og hefur síðan þá borið þetta sama nafn. © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 29.06.2009 23:35Aðgerðarvél um borð i Sólbak EA 1Róbert Sverrisson mynd þorgeir Baldursson júni 2009 Þau eru ófá handtökin þegar kemur að þvi að raða ýsunni i aðgerðarvélina en þess má geta að um borð eru 2 stykki af þessum vélum sem að afkastavel i góðu fiskerii Skrifað af Þorgeir 29.06.2009 15:04Glófaxi VE 300Bátur þessi er smíðaður í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965, yfirbyggður og lengdur í Danmörku 1977. Hann hefur borið eftirtalin nöfn: Krossanes SU 320, Hilmir KE 7, Bjarni Ásmundar ÞH 197, aftur Hilmir KE 7, Begur II VE 144, Bergur VE 44, Arnþór EA 16 og núverandi nafn sem er Glófaxi VE 300. 968. Glófaxi VE 300 © myndir Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli 29.06.2009 00:16EndurspeglunEndurspeglun sl. sunnudag © mynd Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli 28.06.2009 10:27Sjórinn heillarÍ góða veðrinu undanfarna daga hefur sjórinn heillað margan landkrappan, sem hefur notið sín í leikjum á haffletinum. Hér birtum við myndir sem teknar voru við slíka iðju í Hafnarfirði, Njarðvík og Sandgerði. Hafnarfjörður Njarðvík Sandgerði © myndir Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli 28.06.2009 00:24Brendan FD 1258, í Skála í FæreyjumSkemmtibáturinn Brendan FD 1258 í Skála í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 28.06.2009 00:15Óþekkt skúta frá Þórshöfn í FæreyjumSkúta frá Þórshöfn í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 27.06.2009 10:00Finnbjörn ÍS 681857. Finnbjörn ÍS 68 ex Von RE 3, nú með heimahöfn á Súðavík © mynd Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli 27.06.2009 08:3984 tímar í gúmíbátiNú stendur yfir svokallað bátamaraþon hjá Unglingadeildinni Kletti, sem er unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Maraþonið hófst á fimmtudag og ætla unglingarnir að halda til í gúmmíbjörgunarbáti í höfninni í Njarðvík í 84 klukkustundir. Áður en ævintýrið hófst söfnuðu ungmennin áheitum og eru að safna fé fyrir starfsemi deildarinnar. Úr Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi, unglingarnir í gúmíbátnum framan við Örn KE 14 © mynd Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli 27.06.2009 00:29Rán TG 753Rán TG 753 í Thorshavn Skipasmiðja í Færeyjum © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009 Togarinn Rán hefur borið þetta nafn síðan 2004 og er frá Vágur í Færeyjum, en skipið er smíðað í Álasundi í Noregi 1971 og hefur borið nöfnin: Sjúrðaberg, Enniberg, Antuut, Ljósafell og Rán. Núverandi eigandi er Rán Sp/f í Vágur. Skrifað af Emil Páli 27.06.2009 00:23Kiel NC 105Kiel NC 105 í Hafnarfirði sl. fimmtudag © mynd Emil Páll í júní 2009 Togari þessi er smíðaður í Hamborg í Þýskalandi 1973 og er í eigu DEUTSCHE FISCHFANG UNION í CUXHAVEN Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is