Færslur: 2010 Apríl30.04.2010 12:552761-Rósin Nýr Hvalaskoðunnarbátur i Reykjavik2761-Rósin © mynd Trefjar Högni Bergþórsson 2010 Rósin á Faxaflóa ©mynd Trefjar Högni Bergþórsson Rósin á fullri ferð ©mynd Trefjar Högni Bergþórsson Nýr Cleopatra 50 hvalaskoðarbátur afgreiddur í Reykjavík
Sérferðir ehf í Reykjavík fengu nú í vikunni afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri Sérferða ehf er Friðfinnur Hjörtur Hinriksson. Skipstjóri á bátnum verður Ingimar Finnbjörnsson.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Rósin og er 30brúttótonn. Rósin er af gerðinni Cleopatra 50. Báturinn hefur leyfi til farþegaflutninga í lengri og skemmri ferðir fyrir allt að 75 farþega. Farþegasalur er einnig útbúinn fyrir smærri veislur. Fullbúinn eldunaraðstaða og veitingasala er um borð. Sérferðir ehf hafa um nokkurra ára skeið sérfæft sig í fuglaskoðunarferðum og námsferðum fyrir grunnskólabörn á vegum Reykjavíkurborgar. Með þessum nýja bát verður starfsemin víkkuð út og boðið upp á hvalaskoðunarferðir jafnhliða.
Vélbúnaður bátsins er af gerðinni Volvo Penta IPS800. Vélbúnaðurinn saman stendur af tveimur Volvo Penta D11 vélum sem hvor um sig skilar 600hö. Vélarnar eru tengdar drifum sem jafnframt eru stýrisbúnaður bátsins. Samhæfin drifanna gerir að verkum að hægt era ð stjórna bátnum með einkar einföldum og öruggum hætti. Skrúfur bátsins vísa fram sem gerir að verkum að sjóflæði er óhindrað að þeim. Hámarksganghraði bátsins er 32 hnútar. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og Maxsea frá Brimrún. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Hjörtur Hinriksson Sími: 869 3150 TREFJAR LTD OSEYRARBRAUT 29 220 HAFNARFJORDUR ICELAND
Skrifað af Þorgeir 29.04.2010 23:14688-Arnarborg KE 26688- Arnarborg Ke 26 © Mynd Þorgeir Baldursson 688- Arnarborgin i Dráttarbraut Keflavikur© mynd þorgeir Baldursson Hvað geta menn sagt um þetta skip það var i eina tið i eigu Rafns H/F i Sandgerði og var gert út á net skipstjórinn hét Einar Öfeigur Magnússon og er nú skipstjóri á hvalaskoðunnar bátum frá Húsavik Skrifað af Þorgeir 28.04.2010 22:32Fjórar þotur á AkureyrarflugvelliMikil traffik á Akureyrarflugvelli © Mynd Þorgeir Baldursson 2010 Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd vea mikil traffik á á flugvellinum þegar þar voru saman komnar þrjár farþegaþotur og ein fragtvél allar voru vélarnar frá Icelandair ein fóru aftur i loftið uppúr miðnættinu en seinni vélin um kl 05 um morgunin þannig að mikið lif hefur verið á flugvellinum Skrifað af Þorgeir 27.04.2010 09:30Sjávarútvegssýningin i Brussel opnaði i morgunKælisnigill frá 3X Tecnology © Mynd þorgeir Baldursson kælisnigill fyrir utan höfuðstöðvar 3x á Isafirði en fyrirtækið hefur selt talsvert af þeim i skip reyndar i minni útgáfum þessi er i höfuðstöfum Brims H/F á Akureyri Svo virðist sem augu útgerðarmanna séu að opnast fyrir því að gæði verða ekki tryggð nema rétt meðhöndlun eigi sér stað frá upphafi veiða. 3X Technology hefur hannað og sett upp blóðgunar- og kælibúnað í átta skipum þ.a. fjórum innlendum og fjórum erlendum á undanförnum árum þar sem notast er við svokallaða snigiltanka til að tryggja rétta meðhöndlun um borð. Þessi skip eru að öllum stærðum og gerðum og þarna er um að ræða línubáta, netabáta og togbáta sem eru gerð út til veiða á ýmsum tegundum fiskjar, má þar nefna þorsk, ýsu, steinbít og hake ásamt meðafla af ýmsum tegundum. Það er samdóma álit þeirra er taka við hráefni af þessum skipum til vinnslu að þeir hafi ekki séð blæfallegri fisk og má þar vísa í greinar sem skrifaðar hafa verið undanfarið í blöð er fjalla um sjávarútvegsmál. Þeir sem vinna aflann eru einnig sammála um að blóðgunartíminn sem er stýrður í okkar kerfum og því alltaf sá sami, sé lykilatriði auk þess sem rétta kælingin og kælitími sem einnig er stýrt, sé einnig meginatriði en með réttri kælingu er hægt að stjórna ferli dauðastirðnunar og vinna aflann þegar hann er í bestu ástandi til þess sem tryggir minna los og betri nýtingu.
Nú virðist loks sem framsýnir útgerðarmenn sem sjá virði í bættum gæðum alla leið séu að vakna til lífsins enda hefur reynsla og viðbrögð kaupenda af þessum kerfum verið með því móti að hún getur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með umræðu um bætt gæði og aukið virði sjávarfangs. Skrifað af Þorgeir 26.04.2010 23:15Útflutningur á Flugfiski að NorðanIcelandair Cargo ©Mynd þorgeir Baldursson 2010 Boeing þota Icelandair Cargo farin i loftið mynd Þorgeir Baldursson Útflutningur á ferskum fiski er að komast í samt lag. Flug frá Akureyri um helgina bjargaði talsverðum verðmætum að því er fram kemur á vef RÚV.
Miklu munaði að hægt var að flytja ferskan fisk út frá Akureyrarflugvelli um helgina en ekki var flogið frá Keflavík vegna öskufalls. Nýfiskur í Sandgerði varð fyrir milljóna tjóni þá daga sem ekkert var flogið til Evrópu.Í morgun var gefið út að flug hæfist að nýju frá Keflavík. Verði hægt að fljúga þaðan næstu daga kemst útflutningur á ferskum fiski í samt lag. Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði, segir fyrirtækið hafi ekki geta flutt út ferskan fisk í fjóra daga vegna flugbannsins en tjónið sé takmarkað og viðskiptavinir fyrirtækisins hafi skilning á ástandinu.Ástandið lagaðist um helgina þegar hægt var að aka með fiskinn norður og fljúga með hann frá Akureyri til Belgíu. Mikael Tal Grétarsson, sölustjóri hjá Icelandair Cargo, segir að allt að 120 tonn af ferskum fiski hafi komist úr landi um Akureyrarflugvöll. Ekki hafi þó verið hægt að flytja fragt með farþegafluginu til Glasgow, en flugið frá Akureyri hafi skipt miklu máli. og vonandi sjá flytjendur og framleiðendur Skrifað af Þorgeir 26.04.2010 20:542691-Sæfari Grimseyjarferjan Sæfari ver tekin i slipp i siðustu viku eftir að skipið fékk á sig brot og við það tækifæri var skipið málað blátt og i litum Samskipa sem að sjá um rekstur ferjunnar hún fór sina fyrstu ferð i morgun svona blá en kemur aftur i slippinn á morgun og þá verður klárað að gera við skemdirnar sem að urðu í brotinu um daginn Skrifað af Þorgeir 22.04.2010 12:50Gráslebbutúr i SkjálfandaGráslebbunetin dregin © mynd Þorgeir Baldursson 2010 Greitt úr netunum © Mynd þorgeir Baldursson 2010 Baujan Farin © Mynd Þorgeir Baldursson 2010 Skrapp i siðustu viku i gráslebbu veiðiferð með skipverjum á Aron þh 105 hérna má sjá nokkrar myndir og viðtal við skipstjóran Stefán Guðmundsson ásamt myndum má lesa i Fiskifréttum www.skip.is sem að komu út i gær og einnig er myndaopna i héraðsfréttablaðinu Skarpi á Húsavik www.skarpur.is sem að einnig kom út i gær Skrifað af Þorgeir 21.04.2010 12:38Leonid Nevaspasskiy M-0022.Leonid Nevaspasskiy M-0022 © Mynd þorgeir Baldursson Rússneska Skjaldarmerkið © mynd þorgeir Baldursson Þessi rússi kom til Akureyrar i morgun en hann hafði fengið flottrollið i skrúfuna á karfamiðunum útá Reykjaneshrygg i siðustu viku og var farin að leka með legu i skutpipu svo að eitthvað var ða gera til að þétta lekann spurning hvort að hann þarf að fara i kvinna Skrifað af Þorgeir 21.04.2010 11:512154-Mars RE 205Klárir i Brottför ©Mynd Jón Páll Ásgeirsson Endunum sleppt © Mynd Jón Páll Ásgeirsson 2154-Mars RE 205 Mynd Jón Páll Ásgeirsson 2010 Mars RE lét úr höfn i Reykjavik um kl 16 i gær undir skipstjórn Jóhanns Gunnarssonar og voru þá meðfylgjandi myndir teknar skipið er væntanlegt til hafnar i byrjun næstu viku Skrifað af Þorgeir 20.04.2010 22:56Góður túr hjá Björgvin EA1937- Björgvin EA 311© Mynd þorgeir Baldursson 2010 Björgvin ea kom til Akureyrar i morgun eftir 21 dag á veiðum aflaverðmætið um 80 milljónir hérna má sjá skipið á siglingu á Eyjafirðinum i morgun Skrifað af Þorgeir 19.04.2010 22:16Neptune EA 412266-Neptune EA 41 Mynd þorgeir Baldursson Rannsóknarskipið Neptune EA 41 hélt frá Akureyri seinnipartinn i dag áleiðis til verkefna erlendis sem að útgerð skipsins hefur unnið að undafarið ár og hefur skipið verið uppundir nýju mánuði i einu i úthaldinu annað skip útgerðarinnar Póseidon EA 303 mun verða klárt um næstkomandi mánaðarmót og halda þá til verkefna erlendis eins og Neptune en mikill og flókin tækjabúnaður er i skipunum og hefur miklum fjámunum verið varið til þess að gera skipin sem best úr garði til að sinna þeim verkefnum sem að þeim hefur verið falin Skrifað af Þorgeir 19.04.2010 21:20Sæfari fékk á sig brot2691- Sæfari Mynd þorgeir Baldursson 2010 Það óhapp varð um hádegsbilið i dag að Grimseyjaferjan Sæfari fékk á sig hnút þegar skipið átti eftir um 10 milna siglingu til Grimeyjar við það brotnuðu rúður i farþegasal skipsins og sjór flæddi inn en tveir farþegar sem að um borð voru sakaði ekki þvi að þeir voru i koju skipið kom til Akureyrar nú seinnipartinn og var tekið upp hjá slippnum um kl 18/30 og verða skemmdir skoðaðar á morgun svo verður skipið málað auk hefbundinna slippverka Skrifað af Þorgeir 18.04.2010 10:50Húni 2 og vatnaflugvélHúni og Vatnaflugvél © mynd þórður Jónsson 2009 Skrifað af Þorgeir 17.04.2010 22:26Meiri fréttir af RússunumFlottrollið tekið um borð © mynd Magnús Jónsson flottroll á leið um borð © Mynd Magnús Jónsson Tromman og billinn © Mynd Magnús Jónsson Stykkin sem að fóru i skrúfuna © Mynd Magnús Jónsson Ekki litur þetta nú vel út © Mynd magnús Jónsson Leonid Nevaspasskiy M-0022.© Mynd Magnús Jónsson Hérna koma svo smá upplýsingar um skipið sem að Óskar Franz fann fyrir mig kann ég honum sem og Magnúsi ljósmyndara bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar smíðaður 1981. hjá Stocznia Gdanska
í Gdansk í Póllandi og hafði sm.no.408/15. lengd 93.90 m. og breidd 15.90 m. og
mælist 2932 t. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is