Færslur: 2010 Nóvember30.11.2010 20:01Ný 15tonna Cleopatra 38 afgreidd á Rif 2800-Tryggvi Eðvarðs SH 2 © mynd Trefjar.is Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Tryggvi Eðvarðs SH - 2 og leysir
af hólmi eldri bát með sama nafni. Báturinn mælist 15brúttótonn og er í
krókaaflamarkskerfinu. Tryggvi Eðvarðs er af gerðinni Cleopatra 38. Útgerðarfélagið Nesver ehf á Rifi fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Ásbjörn Óttarsson og fjölskylda. Arnar Laxdal Jóhannsson verður skipstjóri á bátnum. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM 11610hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Skrifað af Þorgeir 26.11.2010 19:39Gullver NS 12Gullver NS 12 á siglingu á Eyjafirði fyrir nokkrum árum © mynd þorgeir Hérna kemur mynd fyrir þann sem að er 2 stýrimaður á þessari glæsifleytu spurt er hver er maðurinn Skrifað af Þorgeir 24.11.2010 19:16Ex Baldur ÁrnaEx Baldur Árna © mynd Einar Aðalsteinsson 2010 Þessa mynd sendi mér Einar Aðalsteinsson hjá skipasölunni Álasund eftir að skipið sem að var selt til Canada i birjun þessa árs og hafði fengið smá upplyftingu hver er saga þessa báts Skrifað af Þorgeir 23.11.2010 13:32Súlan EA 300 i BelgiuSúlan EA 300 © Foto Peter Wintin 2010 Súlan EA i Belgiu © Foto Peter Wintin 2010 Súlan EA við bryggju i Belgiu i birjun Nóvember © Foto Peter Wintin Hér eru myndir af Súlunni EA í niðurklippingu. Síðan eru einnig farið skipið Óskar RE sem tók með sér í drætti frá Seyðisfirði Aðalvík SH og komu þau til Belgíu 15 nóvember eftir 2 vikna ferð frá Seyðisfyrði.Skipin þurftu að leita vars fyrst við Abberdin í 3 sólarhringa og síðan fóru þau inn til Grimsby og voru þar einnig í 3 sólarhringa og biðu af sér veðrið. Að öðru leyti gekk ferðin mjög vel.Skipstjóri á Óskari RE var Guðmundur Elmar Guðmundsson og var hann einnig skipstjóri á Súlunni á leið út. Myndirnar af Súlunni tók Peter Wyntin Frétt i Vikudegi 25/8 2010 Súlan EA 300, eitt kunnasta og farsælasta
aflaskip íslenska fiskveiðiflotans, sigldi í síðasta sinn frá Akureyri
í morgun. Skip með
þessu nafni hefur verið gert út frá Akureyri í heila öld. Fyrstu Súluna
keypti Otto Tuliníus til Akureyrar frá Mjóafirði, en
það hafði verið smíðað í Noregi 1902 fyrir Konráð Hjálmarsson,
útgerðamann í Mjóafirði. Eftir það
eignaðist Sigurður Bjarnason skipið og síðar sonur hans, Leó
Sigurðsson.
Skipið reyndist fengsælt og farsælt, allat þar til að fórst í
aftakaveðri í apríl 1963, en í því veðri
fórust 6 bátar við strendur landsins. Með Súlunni voru 11 manns og
fórust 5 þeirra. Eftir slysið var keypt ný Súla til Akureyrar, en
stoppaði stutt við. Árið 1967 kom Baldvin Þorsteinsson til Akureyrar
með nýja Súlu frá Noregi og það er í grunninn það
skip, sem kvaddi Akureyri í dag. Að vísu hefur það tekið breytingum,
það hefur verið lengt, og hækkað, þannig að nú ber
það 950 tonn, tók einungis 450 tonn í upphafi. Sverrir Leósson,
útgerðarmaður og Bjarni Bjarnason, skipstjóri, keyptu útgerðina af
Leó og gerðu skipið út með myndarskap síðustu áratugina. Þegar það lá í
landi var það gjarnan
nýmálað við Torfunefið, eins konar kennileiti á Akureyri. Súlan var
lengst af með aflahæstu skipum og það þótti enginn
akureyrskur sjómaður sjóaður fyrr en hann hafi verið á Súlunni. Fyrir
nokkrum árum keypti Síldarvinnslan skipið, en það hefur
lítið verið notað. Við skoðun í vor kom í ljós tæring í botntönkum og
ekki talið hagkvæmt að fara í
viðgerð á svo gömlu skipi. Þess vegna var það selt í brotajárn til
Belgíu. Það má því segja, að
útgerðarsaga Súlunnar frá Akureyri í heila öld byggist á tveimur skipum
frá Noregi, eikarskipi og stálskipi, sem hvort um sig entist í
ríflega hálfa öld. Baldvin Þorsteinsson, Hrólfur Gunnarsson og Bjarni
Bjarnason voru lengst af skipstjórar á nýrri Súlunni. Bjarni var
þar um borð í 40 ár, þar af í 30 ár sem skipstjóri.
Súlan kvaddi Akureyri í síðasta sinn í morgun, en kemur við á Ólafsfirði, Bolungarvík og í Neskaupsstað til að taka
brotajárn með til Belgíu. Leifur Þormóðsson, skipstjóri, sigldi skipinu frá Akureyri og tók einn heiðurshring Skrifað af Þorgeir 19.11.2010 20:44Heimilt að veiða 200 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lögsöguHafransóknarskipin i höfn i Reykjavik © mynd Þorgeir Baldursson Hafrannsókanrskipið Árni Friðriksson RE og Bjarni Sæmundsson RE við bryggju i Reykjavik fyrir viku siðan i bakgrunni má sjá Tónlistarhúsið Hörpu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerðir um loðnuveiðar. Samkvæmt þeim
er heimilt að veiða 200 þúsund tonn af loðnu í íslenskri fiskveiðilögsögu á tímabilinu frá 23. nóvember 2010 til og
með 30. apríl 2011. Heildaraflamark í loðnu byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Stofnunin framkvæmdi haustmælingu á
loðnu á tímabilinu frá 24. september til 8. nóvember á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni.
Loðnumælingarnar fóru fram fyrr og náðu yfir lengri tíma en á undanförnum árum þegar þær voru gerðar á
tímabilinu frá því um miðjan nóvember og fram í desember. Þetta leiddi aftur á móti til þess að unnt var að fara miklu
víðar en undanfarin ár þar sem enginn lagnaðarís var til trafala líkt og oft hefur verið í nóvember og desember. Því telur
Hafrannsóknastofnunin að mælingar á stærð stofnsins nú séu að líkum marktækari en mælingar undanfarinna ára. Af
þessum 200 þúsund tonnum fara um 139 þúsund tonn til íslenskra loðnuveiðiskipa sem hafa aflamark í loðnu en rúmlega 60
þúsund tonn fara til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamningum. Rétt er að vekja athygli á að niðurstöður haustmælinga
Hafrannsóknarstofnunar gefa ekki tilefni til að ætla að veiðiheimildir vegna loðnu verði auknar á tímabilinu. Jón Bjarnason
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að veiðum og fullvinnslu þessa afla verði hagað með þeim
hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind og loðnuafli nýtist sem best til manneldis. Ríkar skyldur
hvíla á útgerðum loðnuskipa að koma til móts við væntingar markaðarins um loðnuhrogn og vandaða meðferð hráefnis.Heimild . www.vikudagur.is Skrifað af Þorgeir 13.11.2010 21:40VAEDDEREN F 359 I REYKJAVIKURHÖFNDanska Varðskipið Vaedderen F 359 við bryggju i Reykjavik © Mynd þorgeir Baldursson 2010 Vessel's DetailsShip Type: Law EnforceLength x Breadth: 120 m X 12 m Speed recorded (Max / Average): 15.7 / 10.4 knots Flag: Denmark [DK] Call Sign: OUEW IMO: 0, MMSI: 219524000 Skrifað af Þorgeir 12.11.2010 21:32Björgunnaræfing á sjó Slysavarnaskóli SjómannaTF LiF hifir nemendur frá borði i dag © mynd þorgeir Baldursson 2010 Maður no 2 i röðinni © mynd þorgeir Baldursson 2010 þegar Sólbakur EA hélt út frá Reykjavik laust eftir hádegi i dag voru starfsmenn LHG og Slysavarnarskóla Sjómanna að hifa nemendur skólans frá borði björgunnarbátsins Ásgrims S Björnssonar á sundunum fyrir framan Reykjavik og er þetta einn þáttur i þeim atriðum sem aðsjómönnum eru kend i skólanum Skrifað af Þorgeir 09.11.2010 23:40Sildveiðar á Breiðafirði nóv 2010Bjarni Ólafsson AK 70 dregur nótina i Breiðafirði © Mynd Svafar Gestsson 2010 Dæling um borð i Jónu Eðvalds SF 200 á sildarmiðunum © Mynd Svafar Gestsson 2010 Áhöfnin á jónu Eðvalds var á sildarmiðunum i Breiðafirði um siðustu helgi og voru snöggir að fá skammtinn sinn og komu til hafnar á Hornafirði um kl 21 i kvöld með um 750 tonn af kældri sild sem að verður landað þar meðfylgjandi myndir sendi Svafar Gestsson Vélstjóri á Jónu Eðvalds mér af veiðum þar kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin Skrifað af Þorgeir 04.11.2010 18:47Rússtogari i BrotajárnEinn stæðsti togari Rússa i brotajárn Ljósmyndari óþekktur kanski Óskar Franz geti upplýst okkur um þetta skip og hvar það var rifið fékk mynd af skipinu og smá uppl með skipið heitir Vostok og var skráð í llychvsk úkrainu,stærð skipsins var 26.400.gt-225 loa.vostok var rifið í Aliaga Tyrklandi. Vostok Ljósmyndari Óþekktur Eins og sjá má er þetta enginn smá Barkur hvað skildu vera margir i áhöfn á svona skipi Skrifað af Þorgeir 02.11.2010 12:32Heidi til NoregsHEIDI N-2-BR á siglingu á Eyjafirði i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2010 Skipstjórinn John E Ditlefsen Mynd þorgeir Baldursson 2010 HEIDI I MORGUN © Mynd þorgeir Baldursson 2010 Heidi N-2-BR lagði af stað til heimahafnar i Noregi i morgun frá Akureyri þar sem að báturinn hefur verið i endurbótum hjá Seiglu breitt var úr skiptiskrúfu yfir i fasta skrúfu að sögn Sverris hjá Seiglu voru þetta helstu breytingarnar á bátnum eigandi er Ditlefsen Fiskeriselskap A/S i Trondheim Skrifað af Þorgeir 01.11.2010 23:32Sildveiðar i Breiðafirði i dagSildveiðar i Breiðafirði i dag ©mynd Svafar Gestsson Birjað AÐ Dæla © mynd Svafar Gestsson Risakast 1300-1500 tonn © mynd Svafar Gestsson 2010 Dæling á fullu og lestarstjóri að störfum © mynd Svafar Gestsson Júpiter ÞH að dæla úr nótinni © Mynd Svafar Gestsson 2010 Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi mér þessar myndir i kvöld þeir voru i breiðafirði i morgun og tóku tvö köst sem að samtals gáfu þeim um 930 tonn og er skipið á leið austur til Hornafjarðar með aflann hann er kældur i tönkum skipsins á leið til heimahafnar Skrifað af Þorgeir 01.11.2010 14:40Á landleið i bræluÁ Landleið i brælu © mynd þorgeir Baldursson 2010 sama sjónarhorn bara meira af skipinu© mynd þorgeir Baldursson 2010 erum á landleið með þokkalegan afla og verðum um kl 05 i nótt að staðartima á Akureyri jæja önnur brælan i röð birjuð að gera vart við sig og i þetta sinn verður þetta vonandi bara hvellur eins og sú fyrri þvi að ekki er nú spennandi að liggja i vari við Langanes eða undir Hótel Grænuhlið eins og stundum mátti vera þar sólahringum saman og höfðu menn ekkert við að vera nema kanski góða bók eða taka i spil þá helst Bridge Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is