Færslur: 2011 Október

25.10.2011 02:21

Rán TG 752 i Brælu

                            Rán TG 752 © mynd þorgeir baldursson 2011

                     Rán TG i brælu fyrir skemmstu © mynd þorgeir Baldursson 2011

23.10.2011 18:51

Tvö skip DFFU á veiðum

                                Kiel NC 105 © mynd Þorgeir Baldursson 2011

                             Baldvin NC 100 © mynd þorgeir Baldursson 2011ð
HHHHe draga úr eflingu atvinnu og hagvaxtar á Íslandi. Þetta er víðsfjarri sannleikanumovegnaendurtekinnamkku                                                    rFiskurinn hvergi meira unninn en hjá Samherja


Einn helsti styrkur íslenskrar fiskvinnslu er fjölbreytni og sérhæfing. Sum fyrirtæki eru í saltfiskvinnslu, önnur í léttsöltuðum, frystum afurðum, enn önnur í þurrkuðum afurðum - og þannig mætti áfram telja. Sumar vinnslustöðvar vinna fiskinn lítið, aðrar meira. Samherji hefur fjárfest í tækjum og búnaði til að framleiða verðmætustu afurðirnar á markaðinum. Það eru þessar afurðir og vinnsla þeirra sem krefjast mests vinnuafls og flestra vinnustunda miðað við hráefnið.

Landvinnsla Samherja vann úr samtals 12.500 tonnum, aðallega þorski, á síðasta fiskveiðiári. Á sama tíma var um borð í frystiskipum Samherja unnið úr 1.200 tonnum af þorski sem veidd voru innan íslenskrar lögsögu. Á yfirstandandi fiskveiðiári gerum við ráð fyrir að vinna úr talsvert meira magni í landvinnslum okkar þar sem Samherji keypti ÚA fyrr á árinu.

Við fullyrðum að ekkert fyrirtæki á Íslandi vinnur fiskinn meira en Samherji - að ekkert annað fiskvinnslufyrirtæki hér á landi notar jafnmargar vinnustundir við vinnslu hráefnisins. Landvinnsla Samherja sendir aldrei frá sér óunnið flak til útlanda. Allur fiskur er unninn og verðmæti sköpuð úr hverjum einasta hluta. Það er hvergi hærra vinnslustig en hjá okkur, hvergi fleiri vinnustundir sem liggja að baki afurðunum. Við erum stolt af þeirri staðreynd!

Við viljum nefna dæmi máli okkar til stuðnings. Dagana 3. til 9. október sl. framleiddi Samherji 115 tonn af ferskum þorskhnökkum. Sá fiskur var nær allur veiddur af togskipum Samherja. 110 tonn af þorskhnökkum voru flutt fersk til Frakklands. Gera má ráð fyrir að um 600.000 Frakkar (m.v. að hver skammtur sé 185g) hafi borðað þessa frábæru afurð í liðinni viku. Það er í sjálfu sér ótrúleg tala og ólíklegt að önnur fyrirtæki hafi fengið jafn marga Frakka til að borða ferska þorskhnakka á einni viku.

 Öll sporðstykki voru lausfryst.

 Öll millistykkin voru unnin sérstaklega.

 Minnstu stykkjunum (sem eru á bilinu 10-30 g) var rennt í gegnum sérstaka röntgenvél - þá einu sinnar tegundar í fiskvinnslu hér á landi, sem kostaði um 40 milljónir króna - til að tryggja það að

þau væru algerlega beinlaus. Þessi stykki eru svo seld Marks & Spencer verslunarkeðjunni sem notar þau í fiskrétti fyrir börn.

 Þunnildin voru skorin í strimla, léttsöltuð og þeim pakkað í 500 g neytendaum- búðir fyrir Spánarmarkað (þar sem þau kallast "Migas").

 Hluta af gellunum var pakkað í 500 g neytendapakkningar en hluti þeirra var sendur ferskur með flugi til Spánar.

 Allir hausar og hryggir voru þurrkaðir og fara á Nígeríumarkað.

 Roðið var fryst. Hluti var seldur til Kanada í gelatín-framleiðslu en hluti fór sem fóður í skagfirskt refabú.

Miðað við allar þær afurðir, frystar eða ferskar, sem unnar voru úr þeim þorski sem kom til vinnslu hjá landvinnslu Samherja við Eyjafjörð 3. til 9. október, má gera ráð fyrir að rúmlega 2 milljónir manna þurfi til að borða þær. Að auki munu þurrkuðu afurðirnar væntanlega nægja í eina máltíð fyrir 1-2 milljónir manna. Það er verkefni markaðs- og söludeildar félagsins að finna kaupendur að þessum afurðum. Við skulum ekki gleyma því að í markaðsstarfinu felst líka mikil verðmætasköpun.


Innflutningurinn tífalt meiri en útflutningurinn!


Fullyrðingin um að Samherji moki upp fiski í íslenskri lögsögu og flytji hann óunninn úr landi, er eins fjarri sannleikanum og hugsast getur. Staðreyndin er allt önnur.

Það sem af er þessu ári hefur Samherji flutt inn rúmlega 10 sinnum meira magn af fiski til vinnslu en fyrirtækið hefur flutt út, m.v. óaðgerðan, heilan fisk. Það sem af er þessu ári hafa, af skipum Samherja, verið flutt út um 520 tonn af ferskum, heilum fiski. Hér er aðallega um að ræða ufsa, karfa, hlýra og steinbít. Á sama tíma hefur Samherji flutt inn 5.200 tonn, aðallega þorsk, af erlendum skipum til vinnslu í landvinnslum félagsins hér á landi. Þessi innflutningur okkar hefur skapað mikla atvinnu hér á landi og skilað verulegum tekjum inn í íslenskt þjóðarbú.

Þegar tekið er tillit til launa, löndunar, umbúða, flutningskostnaðar o.fl. má gera ráð

fyrir að virðisaukinn af vinnslu þessa innflutta hráefnis hér á landi sé í kringum 650 milljónir króna. Að okkar mati er hér um afrek að ræða.


Sjávarútvegur í erlendri eigu?


Reynt hefur verið að gera það tortryggilegt að "al-íslenska" fyrirtækið Samherji sé með um 70% af umsvifum sínum erlendis. Sumir virðast ekki átta sig á því að umsvif okkar erlendis eru fyrst og fremst fólgin í því að Samherji og dótturfélög eiga hlutabréf í fyrirtækjum sem eru al-þýsk, al-pólsk, al-færeysk, o.s.frv. Það er auðvitað hið besta mál, enda vinnum við markvisst og meðvitað að því að láta íslenskt hagkerfi njóta þessarar eignaraðildar okkar eins mikið og kostur er.

Við heyrum oft farið rangt með staðreyndir sem tengjast fiskvinnslu Icefresh GmbH í Cuxhaven í Þýskalandi, sem Samherji er stærsti hluthafinn í. Við viljum upplýsa það hér að af þeim fiski sem þar er unninn á þessu ári, koma einungis um 7% af skipum Samherja. Hins vegar koma um 60% frá Noregi og einnig er keyptur fiskur þangað til vinnslu, m.a. frá Danmörku, Færeyjum og Frakklandi.


Samningar upp á 900 milljónir króna!


Eins og áður segir beitir Samherji sér markvisst fyrir því að þau fyrirtæki sem félagið á eignarhlut í kaupi vörur og þjónustu hér á landi. Til marks um það viljum við nefna að á einungis hálfu ári - frá maí til október 2011 - hafa erlend fyrirtæki, sem Samherji á hlut í, gert samninga við íslensk iðnfyrirtæki upp á um 900 milljónir króna! Við endurtökum - 900 milljónir króna! Hér er um að ræða stór viðhalds- og nýsmíðaverkefni, breytingar á skipum og endurnýjun á fiskvinnslubúnaði. Hér erum við m.a. að tala um kaup á búnaði og tækjum af fyrirtækjum á borð við Slippinn, Rafeyri, Frost, 3X Stál og Marel.

Og það sem meira er: Fyrir öll þessi vöru- og þjónustukaup hér á landi er greitt í erlendum gjaldeyri, sem er þjóðinni afar verðmætur eins og málum er háttað.

Ef eignaraðild Samherja í þessum erlendu fyrirtækjum væri ekki til staðar myndi lítið sem ekkert af þessum miklu umsvifum þeirra skila

sér inn í íslenska hagkerfið. Að beinni tilstuðlan Samherja koma þessi félög hingað með stór verkefni sem skapa gríðarlega atvinnu. Við fullyrðum að ekkert annað íslenskt fyrirtæki er að gera nokkuð sambærilegt við þetta, hvorki í sjávarútvegi né á öðrum sviðum atvinnulífsins. Erlend umsvif Samherja eru því fyrst og síðast jákvæðar fréttir fyrir íslenskt þjóðfélag - og af því erum við stolt. 


Viðskipti við rúmlega 200 aðila vegna landana í Hafnarfirði!


  Íslenskt atvinnulíf nýtur góðs af umsvifum Samherja erlendis á fleiri sviðum. Skip í eigu erlendra fyrirtækja, sem Samherji á hlut í, landa oft á Íslandi fyrir okkar tilstilli. Sem dæmi má nefna að tvö skip þýska fyrirtækisins DFFU hafa landað nokkrum sinnum í Hafnarfjarðarhöfn á þessu ári. Til að fá að landa þarf DFFU að greiða allt að 5.000 kr. fyrir hvert tonn af fiski, sem er há upphæð. Samsvarandi gjald í Þýskalandi er 0, í Noregi nánast 0 og í Færeyjum um 500 kr. Ef skipin hefðu flutt inn t.d. byggingavörur hefði þurft að greiða 300-500 kr. fyrir hvert landað tonn, eða u.þ.b. 10 sinnum minna!

Félagið keypti ýmsar vörur og þjónustu í tengslum við þessar landanir. Þar má nefna löndunarþjónustu, flutninga, umbúðir, olíuvörur, viðgerðarþjónustu, matvörur, flugfarmiða - og þannig mætti lengi telja. Alls hafa rúmlega 200 íslensk fyrirtæki sent DFFU reikninga vegna landana skipa þess hér á landi. Það segir sína sögu um hversu mikil umsvif slíkar landanir skapa í íslensku hagkerfi.

Samantekið hafa erlend hlutdeildarfélög Samherja keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir hundruð milljónir króna það sem af er árinu. segir i bréfinu sem að þeir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og KristjánVilhelmsson útgerðarstjóri 

sendu starfsmönnum i siðustu viku



23.10.2011 10:02

1395-Kaldbakur EA 1

                           1395 -Kaldbakur EA1 © Mynd þorgeir baldursson 2011

21.10.2011 21:42

2773-Fróði Ár 38

                     2773-Fróði 2 ÁR 38 © Mynd þorgeir Baldursson 2011

Fróði ÁR 38 á siglingu fryrir austan land i ágúst siðastliðnum en þá stundaði skipið makrilveiðar 
ásamst stórum flota togbáta og skuttogara landsmanna ásamt uppsjávarskipa flotanurm 
og eru þá ótalin allir þeir krókabátar og þeir sem að veiddu á stöng en veiðin var góð og aflinn fór að mestu til manneldis sem að skilaði þjóðarbúinu góðum tekjum i formi skatta og annara gjalda

21.10.2011 02:37

Garðar Ba

                                          Garðar Ba © Mynd þorgeir Baldursson 
          Nú spyr ég ykkur lesendur  góðir hver er saga þessa báts
  hvar er hann smiðaður  og fyrir hvern
hvernig vél var i honum 
hvað var báturinn stór i brúttórúmlestum 
og hvar liggur báturinn i dag

19.10.2011 09:52

Andanefjur

                        Andanefja við skipshlið © mynd þorgeir Baldursson 2011

                             I  ljúfum leik  © mynd þorgeir Baldursson 2011

                        Ljósmyndaranum gefið auga © mynd þorgeir Baldursson 2011
Skemmtilegt og sjónrænt myndiefni eru vandfundin en þessi dýr er gaman að mynda i sýnu rétta 
umhverfi og við skemmtilegar aðstæður sem að voru á þessu augnabliki mjög gaman

17.10.2011 03:06

Brites

                                  Brites © mynd Þorgeir Baldursson 2011

                                Talsverð kvika © mynd þorgeir Baldursson 2011

                     Og aðeins meira af Öldudölum © mynd þorgeir Baldursson 2011

                       Og sú siðasta úr þessari Syrpu © mynd þorgeir Baldursson 2011
Svona er lifið til sjós vagg og velta hægðir og lægðir en eitt er vist að þeir sem að gera sjómennsku að æfistarfi vinna sko örugglega fyrir laununum sinum meira siðar 

12.10.2011 19:12

Kolmunnakvótinn 2012


                              Álsey VE 2 © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Á fundi strandríkja um stjórnum veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2012, sem haldinn var í London í vikunni, náðist samkomulag um að heildarafli verði 391.000 tonn. Er hér um að ræða töluverða aukningu frá árinu 2011 þegar heildaraflinn var ákveðinn 40.100 tonn.
 

Íslenskum skipum verður því heimilt að veiða 63.477 tonn á árinu 2012 að frádregnum flutningi aflamarks á milli ára. Ákvörðunin er samkvæmt ráðgjöf ICES og þeirri langtíma stjórnunaráætlun sem strandríkin samþykktu haustið 2008, en áætlunin er í samræmi við varúðarnálgun við stjórn fiskveiða að mati ICES. Þeirri langtíma stjórnunaráætlun er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til lengri tíma, segir í frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.


09.10.2011 21:29

Á snurvoð i Faxaflóa

                  1755 Aðalbjörg RE 5 á siglingu i Faxaflóa © mynd þorgeir

                                 Smá Pus á stiminu © mynd þorgeir 

                 Benni Sæm GK 26 og Siggi Bjarna Gk 5  © mynd þorgeir 

            Siggi Bjarna með pokann á siðunni © mynd þorgeir Baldursson 2011

                             Siggi Bjarna Gk 5 © mynd þorgeir Baldursson 2011
Það var rólegt hjá snurvoðarbátunum Sigga Bjarna Gk og Benna Sæm Gk i Faxaflóanum i siðustu viku þegar við áttum leið hjá og heldur leiðinlegt sjólag enda mun aflinn i flóanum vera með minnsta móti að sögn sjómanna sem að stunda þessar veiðar hérna má sjá pokann á siðunni á Sigga Bjarna og var aflinn aðeins um 700 kiló 

03.10.2011 15:40

Minnisvarði um Súluna


                                             Súlan EA 300 © Mynd Þorgeir  Baldurssson
                         
                        Minnisvarði um Súluna EA 300 reistur við Torfunefsbryggju sunnudagur 2.okt.2017:36
  • Minnisvarðinn um Súluna EA.
    Í gær var reistur minnisvarði um eitt frægasta fiskiskip íslendina, Súluna EA 300. Afkomendur Sverris Leóssonar, útgerðarmanns, létu reisa varðann í minningu Sverris og færu Akureyrarhöfn listaverkið að gjöf. Súlan EA 300 var í heila öld gerð út frá Akureyri. Hún var stolt Akureyringa, enda eitt fengsælastasta veiðiskip íslenska flotans.
  • www.vikudagur .is

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is