Færslur: 2011 Desember

17.12.2011 00:28

Skötuveisla um borð i Húna 2 við Torfunesbryggju

                        Kristján Vilhelmsson og þorsteinn Pétursson  i skötuveislu 

                                     Skatan heillar © mynd þorgeir Baldursson 

            Lárus List fær sér skötu á diskinn
Á dag Laugardaginn 17 des kl 12 verður hin árlega skötuveisla um borð i Húna 2 og hefur hún verið fjölmenn eftir þvi sem að skipsrúm leyfir og glatt á hjalla enda oftast gaman þegar gamlir sjómenn ásamt eiginkonum koma saman og fyrir mörgum er þetta ein mesta hátiðisstund ársins fyrir utan sjálfan aðfangadaginn og margs að minnast eftir kanski hálfraraldar strit á sjó i glimunni við Ægir

15.12.2011 22:10

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 heldur til Loðnuveiða i kvöld

                      Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © Mynd þorgeir 2011

                            Vilhelm Þorsteinsson við bryggju skömmu fyrir brottför 

                      Gert klárt til brottfarar © mynd þorgeir Baldursson 2011

                           Strákarnir klárir i slaginn © mynd þorgeir Baldursson 2011

                               Bestu kveðjur til landfólksins © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 hélt til Loðnuveiða frá Akureyri um kl 22 i kvöld
og voru þá þesar myndir teknar en ásamt Vilhelm Þ eru Beitir Nk, Jón Kjartansson SU,Erika GR,og
Börkur NK ,en þau eru nú sunnan við Langanes þar sem að veður útlit mun ekki vera gott á miðunum fyrir næsta sólahring og litið mun hafa fundist af loðnu i fyrri leiðangri i siðustu viku
en vonandi finnst hún hið fyrsta svo að hjól atvinnulifsins fari að snúast i rétta átt það er nóg komið af neikvæðri umræðu um sjávarútveginn 

15.12.2011 15:32

Isfisktogari keyrir á Steikingarfeiti

                                   Björgúlfur EA 312 ©Mynd Þorgeir Baldursson 2011

Ávinningurinn er meðal annars sá að það þarf ekki að kaupa eldsneyti erlendis frá. Það sparar erlendan gjaldeyri. Þá dregur notkun lífdíselsins úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80% miðað við notkun venjulegrar díselolíu," segir Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, um þau tímamót að Björgúlfur EA-312 notar orðið íslenska lífdíselolíu.

Verksmiðja Orkeyjar er á Akureyri og segir Kristinn vel hægt að auka framleiðsluna verulega.

"Orkey framleiðir 300 tonn á ári miðað við þá keyrslu sem við erum með í dag. Við getum aukið framleiðsluna með tiltölulega litlum tilkostnaði upp í 2.500 tonn. Íslenski flotinn notar 300.000 tonn. Þetta er því lítið brot af heildinni. En þetta gefur okkur möguleika á því að huga að miklu fleiri hráefnismöguleikum sem eru fyrir hendi og er ekki verið að nýta í dag.

Nú notum við dýrafitu og steikingarfitu í framleiðsluna. Það eru miklu fleiri möguleikar sem við gætum verið að nýta. Það er von okkar að þetta ryðji brautina fyrir frekari vinnslu."

Einsdæmi í heiminum

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sé "einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breitt í orku sem síðan er notuð á fiskiskip".

Hluthafar Orkeyjar eru sextán talsins. Þeir eru Aura Mare, N1, Samherji, Víkey, Rafeyri, Tækifæri, Arngrímur Jóhannsson, Efnamóttakan, Hafnarsamlag Norðurlands, Mannvit, Norðurorka, Brim, HB Grandi, Höldur, Ágúst Torfi Hauksson og LÍÚ.

14.12.2011 17:14

Nökkvi eignast Sérhannaðan seglbát fyrir fatlaða

                         Rúnar þór Björnsson formaður Nökkva © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Segir frá starfsemi klúbbsins og fleiru mynd þorgeir Baldursson 2011

                     Styrktaraðilar ásamt formanni klúbbsins mynd þorgeir Baldursson 2011

Nökkvi eignast sérhannaðan seglbát fyrir fatlaða

Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, hefur sl. þrjú ár unnið að kaupum á sérhönnuðum seglbát fyrir fatlaða. Það var því langþráður draumur að geta tekið glænýjan, Access 303 wide, tveggja manna seglbát upp úr pakkningum í vikunni.  Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva segir að þessi nýja hönnun hafi gerbreytt möguleikum hreifihamlaðra að sigla á eigin vegum eða kannski frekar á eigin öldum.

Báturinn er hannaður í Ástralíu en framleiddur í Malasíu. Í Bretlandi eru nú þegar stórir klúbbbar eða samtök sem standa fyrir kennslu og mótahaldi í siglingum fatlaðra. Þroskahjálp á Norðurlandi, Kiwanisklúbburinn Kaldbakur, Lionsklúbburinn Hængur og Siglingasamband Íslands styrktu kaup bátsins, sem er sá fyrsti hér á landi og með þeim fyrstu á Norðurlöndunum.  Styrktaraðilum klúbbsins, ásamt fjölda gesta var boðið í Hof í gær til að gleðjast með Nökkvamönnum og kynna sér hvaða möguleika svona bátur gefur fötluðum sem hafa áhuga á siglingum og sjósporti. Til að fullkomna athöfnina tilkynnti einn félagi Kiwanisklúbbsins Gríms í Grímsey, Bjarni Magnússon, að klúbburinn hyggðist styrkja siglingaklúbbinn Nökkva um einn Optimist seglbát fyrir frábært starf með börnum. Rúnar Þór segir að ekki verði siglt mikið næstu mánuði en tíminn notaður til undirbúnings fyrir næsta ár en boðið verður upp á sérstakt námskeið í siglingum fyrir fatlaða einstaklinga strax næsta sumar. teksti Vikudagur.is



13.12.2011 01:04

himin fley á Flæmska Hattinum

                             Sunna  SI 67 © mynd Kanadiska strandgæslan 

                                 Eldborgin © mynd Kanadiska strandgæslan

                                 Lómur 2 © mynd kanadiska Strandgæslan

                            Brettingur KE 50 © mynd Kanadiska Strandgæslan

                      Ottó ex Dalborg EA 317 © mynd Kanadiska Strandgæslan 

                            Eyborg KL 715 © Mynd Kanadiska Strandgæslan
Nokkrar loftmyndir af skipum á Flæmska Hattinum sem að ég fékk til afnota frá kanadisku Strandgæslunni þessar myndir voru teknar á tiunda tug siðustu aldar og framá birjun þessarar 
og erað meðaltali flogið tvisvar i viku yfir flotann og þá teknar myndir þvi til staðfestingar 

12.12.2011 21:19

Kristina i prufusiglingu i dag

                                                       Kristina EA 410 

                                                Komið inni Fiskihöfnina

                                Stærðsta fiskiskipið sem að við eigum 
Eitt stærðsta fiskiskip okkar Islendinga for i prufutur i morgun eftir velarupptekt og fleira

11.12.2011 17:50

Vetrarlegt fyrir norðan

Gott að eiga góða að

Það er kuldalegt um að litast norðan heiða þessa dagana, þótt heldur hafi dregið úr frostinu. Jörð er alhvít og flestir ef ekki allir ökumenn komnir með vetrardekkin undir bíla sína. Ef ökumenn lenda hins vegar í því að það springur dekk á bíl þeirra, eða dekkið hreinlega dettur undan bílnum, eins og gerðist hjá þessum jeppaeiganda, getur verið gott að hafa tjakk til lyfta bílnum upp. Ef tjakkur er ekki til staðar getur verið gott að eiga góða að eins og sést á myndinni sem tekin var á Akureyri fyrr í morgun.

                  Það var kuldalegt á Bryggjunni © mynd þorgeir Baldursson 2011


11.12.2011 15:44

Július Geirmundsson Is 270 á Akureyri

          skipverjar á Júliusi Geimundssyni IS 270 © mynd þorgeir Baldursson 2011

               Jón skipstjóri við skipshlið © mynd þorgeir Baldursson 2011
Frystitogarinn Július Geirmundsson IS 270 i eigu Gunnvarar á Isafirði kom til hafnar á Akureyri um kl 15 i dag vegna smávægilegrar bilunnar en beðið er eftir varahlutum með flugi nú seinnipartinn og er áætluð brottför um kl 20 i kvöld svo framarlega að þetta verði komið i lag fremur erfitt hefur verið á miðunum undan farið miklar brælur og talverðar frátafir frá veiðum 

11.12.2011 00:13

Loðnuleit hætt i bili

                 Loðnuskip við leit útifyrir norðurlandi i gærmorgun © mynd Þorgeir Baldursson 
Þau loðnuskip sem að voru i loðnuleit útifyrir norðurlandi i gær hafa öll hætt veiðum og snúið til hafnar bæði vegna þess að litið hefur fundist og hinsvegar hefur verið bræla á miðunum og litil von um að eitthvað finnist eða vinnuveður verði á veiðislóðinni 

10.12.2011 13:31

Selur á Pollinum á Akureyri

                        Selur á pollinum á Eyjafirði i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2011
Þessi stærðar selur var hinn sprækasti á isspönginni á pollinum á Akureyri i morgun þegar ljómyndari
átti leið hjá og hafi ekki mikið fyrir þvi að hreyfa sig þótt að bilflautur væru þeyttar og greinilega leið bara vel þarna á klakanum

09.12.2011 11:54

Islenska sjómanna Almanakið 2012 komið út

  I morgun kom út Islenska Sjómannaalmanakið og eru þar myndir og ýmiss fróðleikur fyrir skipstjóra og aðra þá sem að vilja fylgjast með útgerð og skipum þvi að megin kafli bókarinnar snýst nú um myndir og hefur verið stöðug endurnýjun mynda i bókinni enda má með sanni segja að bókin sé sú mest lesna á norður Atlandshafi það er Myllusetur útgáfufélag Fiskifrétta sem að gefur bókin út eftirtaldir Ljósmyndarar koma að bókinni Þorgeir Baldursson Jón Páll Ásgeirsson Guðmundur St Valdimarsson Hafþór Hreiðarsson og Alfons Finnsson 

07.12.2011 23:02

Gömul islensk skip undir erlendum flöggum

                          Atlantic Star © mynd Canadiska Strandgæslan

                               Atlantic Star © mynd þorgeir Baldursson 2011

                                Andvari VE © mynd Canadiska Strandgæslan

                                 Sónar © mynd Canadiska Strandgæslan 

Atlandic Star var smiðuð sem Helga RE 49 fyrir Ármann Ármannsson i Noregi 
Geiri Péturs ÞH 44 fékk siðan nafnið Andvari og siðan Leif Eiriksson og var  að lokum selt til Noregs veit ekki hvað hann heitir i dag
og Sónar hét upphaflega Kan en hefur haft þetta nafn ansi lengi og liggur nú i Hafnarfjarðarhöfn 
og biður þess að fara i pottinn fræga 

07.12.2011 14:10

Bræla á loðnumiðunum sjö skip i Isafjarðarhöfn

                   Ingunn Ak og Börkur Nk i Isafjarðarhöfn  © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011


                               Börkur og Ingunn © Mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011

                          Erika GR-18-119 ex Hákon EA © mynd Halldór Sveinbjörsson 2011

                              Hákon EA 148 © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011

                            Beitir NK 123 © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011

             Skipverjar á Beitir Nk gera landgangin kláran © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011

                     Jón Kjartansson Su og Beitir NK © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011

     Jón Kjartansson SU 111 við bryggju á Isafirði i morgun  © Mynd halldór Sveinbjörnsson 2011
Fjöldi loðnuskipa i Isafjarðarhöfn i dag


Sjö loðnuskip liggja við festar í Ísafjarðarhöfn vegna brælu á Vestfjarðamiðum. Skipin hafa undanfarna daga verið að veiðum út af Vestfjörðum en lítið hefur fundist af loðnu í veiðanlegu magni. Meðal skipanna er Hákon EA frá Grenivík. Að sögn Björgvins Birgissonar skipstjóra, hefur ískrapi á miðunum gert áhöfninni erfitt fyrir. "Við höfum séð lítið af loðnu. Hún hefur staðið djúpt og veðurskilyrði hafa verið frekar slæm. Við reiknum með að vera í landi fram á föstudagsmorgun og ætli við tökum þá ekki stefnuna norður af Halanum," segir Björgvin. 

Auk Hákons EA eru í höfn Jón Kjartansson SU frá Eskifirði, Ingunn AK frá Akranesi, Börkur NK frá Neskaupstað, Beitir NK frá Neskaupstað, Faxi RE frá Reykjavík og grænlenska skipið Erika, sem er það eina sem veitt hefur einhverja loðnu. heimild www.bb.is      ALLAR MYNDIR Halldór Sveinbjörnsson 

06.12.2011 18:21

Isfélag Vestmannaetja fagnar 110 ára afmæli

Ísfélag Vestmannaeyja fagnar 110 ára afmæli

Elsta hlutafélag landsins og jafnframt elsta sjávarútvegsfyrirtækið, Ísfélag Vestmannaeyja, fagnaði því í síðustu viku að 110 ár eru liðin frá því að fyrirtækið var stofnað. Ísfélagið, sem var stofnað 1. desember 1901, er í dag á meðal öflugustu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja landsins og gerir út sex skip. Auk umfangsmikillar starfsemi í Vestmannaeyjum er fyrirtækið með talsverða starfsemi á Þórshöfn á Langanesi.  Starfsmenn í báðum starfsstöðvum gerðu sér glaðan dag í tilefni tímamótanna.

"Saga Ísfélags Vestmannaeyja er öðrum þræði saga atvinnuþróunar og samfélagsins í Eyjum og um leið staðfesting þess að þegar fyrirtæki eru stofnuð eru þau ekki hugsuð sem skammtímalausn heldur er þeim ætlað hlutverk til langrar framtíðar. En það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái svo háum aldri," segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í samtali við Útveginn.

Stefán segir hollt að rifja upp söguna á tímum sem nú, þar sem  sjávarútvegsfyrirtæki upplifi viðvarandi óvissu um framtíðina og búi við yfirvofandi grundvallarbreytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. "Traust atvinnustarfsemi er kjölfesta hvers samfélags og það fjöregg sem menn henda ekki á milli sín í karpi um pólitískan rétttrúnað."

Starfsemi Ísfélagsins hefur breyst mikið á löngum tíma. Upphaflega var tilgangurinn rekstur á beitufrystihúsi sem síðan þróaðist út í að verða eins konar frystigeymsla fyrir Eyjamenn, þar sem fólk  gat geymt kjöt og aðrar nauðsynjar.  Fiskvinnsla á vegum félagsins hófst 1942 og árið 1956 urðu ákveðin straumhvörf í sögu þess. Þá komu tólf útgerðarmenn til liðs við félagi og lögðu jafnframt inn afla báta sinna til vinnslu.

Þótt Ísfélag Vestmannaeyja sé allra sjávarútvegsfyrirtækja elst á landinu eiga fjölmörg útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sér langa sögu víða um land. Þannig má rekja rætur HB Granda hf. allt aftur til ársins 1906, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á sér 70 ára sögu, Skinney-Þinganes 65 ára sögu og þannig mætti áfram telja.

Isfélagið 110 ára_starfsmannaviðurkenningar
Þessir átta starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starfsferil hjá fyrirtækinu. Að auki fengu 11 starfsmenn viðurkenningu fyrir 30-50 ár í starfi.

06.12.2011 08:08

Kaldbakur EA 1 kemur til hafnar i Gærkveldi

             Kaldbakur EA 1 kemur til hafnar i gærkveldi © mynd þorgeir Baldursson 2011
Kaldbakur EA 1 kom til hafnar á Akureyri laust fyrir miðnættið i gærkveldi með góða afla af vestfjarðamiðum Uppistaðan þorskur sem að unnin verður i landvinnslum Samherja á Akureyri og Dalvik.  Góð veiði var á miðunum og fiskurinn fullur af loðnu enda kominn sá timi að hún veiðist 
og voru nokkur loðnuskip kominn á veðislóðina eftir að hafróskipið Árni Friðriksson RE tilkynnti um veiðanlegar torfur á svæðinu 


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is