Færslur: 2012 Janúar

26.01.2012 19:31

Norma Mary H110

                   Norma Mary Dregin til Póllands © mynd Þorgeir Baldursson 2011

                         Lagt I Hann frá Akureyri © mynd þorgeir Baldursson 2011

            Séð yfir Bótina og Norma Mary á leið út fjörðinn © Mynd þorgeir Baldursson 2011


                                     Tekin i sundur i Pólandi 


       I morgun þegar Norma Mary  sigldi inn Eyjafjörð © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Tekinn smá hringur Norma Mary á siglingu © mynd þorgeir Baldursson 2010

Hér að ofan má sjá skipið fyrir breytinguna og eins og menn sjá er skipið stórglæsilegt 

eftir þessar breytingar og engin vafi á þvi að þetta er hörku skip eftir þetta og sjóhæfni 

mun betri 

óska samherja og skipstjóranum innilega til hamingju með skipið

Frystitogarinn Norma Mary  Kom til  Akureyrar i dag . Skipið er að koma frá Póllandi en þar hefur það verið frá því í sumar. Í Póllandi var skipið lengt um tæpa 14 metra og skipt var um aðalvél. Norna Mary er skráð í Hull en togarinn er í eigu Onward Fishing Ltd, dótturfélags Samherja. Frekari lagfæringar og endurbætur verða gerðar á skipinu á Akureyri.

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts hafi verið að vinna við niðursetningu frágang og tengingu á frystikerfi í Normu Mary í Póllandi og munu þeir ljúka þeirri vinnu á Akureyri. Þá hefur Slippurinn smíðað viðbætur fyrir vinnsludekk skipsins og verða þær settar um borð á Akureyri. Kristján gerir ráð fyrir að Norma Mary fari svo til veiða innan fjögurra vikna.


24.01.2012 23:09

Loðnu landað á Skaganum

                              Vikingur AK 100 © Mynd Bjarni Ólafsson 2012

Nótaskipið Vikingur Ak 100 i eigu HB Granda kom til hafnar á Akranesi i morgun með fullfermi sem að veiddist NA úr Langanesi og hélt skipið strax til veiða að löndun lokinni og þegar þetta er skrifað skömmu fyrir miðnætti þá átti skipið eftir tæpa 3 klst til vestmannaeyja á austurleið enda er þeir Sigurður og Vikingur með gott skrokklag sem að hentar vel til gangs

24.01.2012 21:44

Strandsigligar á Rikisstyrk

                                                Jaxlinn  © mynd þorgeir Baldursson 
Þetta var siðasti skipið sem að sinnti strandflutningum við island það kom til landsins i mars árið 2004 og þvi lauk  með þvi að skipið var selt úr landi vorið 2005 eftir aðeins eitt ár i rekstri hérna 

Strandsiglingar verði boðnar út með ríkisstyrk

Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig koma megi strandsiglingum á að nýju hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Leggur hópurinn til að leitað verði tilboða í siglingarnar samkvæmt ákveðnum forsendum þar sem boðið verði í meðgjöf ríkisins til nokkurra ára meðan siglingarnar koma undir sig fótunum. Miðað er við tilraunaverkefni til nokkurra ára og að því loknu standi siglingarnar undir sér.

Innanríkisráðherra skipaði snemma á síðasta sumri starfshóp til að leggja fram tillögur um hvernig standa megi að því að koma á strandsiglingum að nýju. Markmiðið er að hefja strandsiglingar sem tryggja hagkvæma sjóflutninga á vörum innanlands og stuðla að lægri flutningskostnaði, jákvæðri byggðaþróun með auknum tækifærum og samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni. Hópurinn skoðaði mögulega flutninga, greindi skipakost, áætlaðan rekstrarkostnað útgerða, viðkomuhafnir, tíðni ferða, áætlun um sjálfbært flutningsverð og önnur atriði sem skipt geta máli. Hópurinn fór yfir ýmsar skýrslur og greinargerðir sem fyrri starfshópar höfðu lagt fram. Hópurinn gerði markaðsrannsóknir í samvinnu við atvinnuþróunarfélög undir stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Var kannaður áhugi flutningsaðila á strandflutningum svo og áhugi framleiðenda og annarra kaupenda vöruflutninga.

Vikulegar siglingar

Niðurstaða hópsins er sú að leggja til að strandsiglingar verði boðnar út. Gerð hafa verið drög að rekstraráætlun fyrir skipið og undirbúin gögn fyrir hugsanlegt útboð en Ríkiskaup voru til ráðgjafar um þann þátt. Samkvæmt markaðsrannsóknum er líklegt að flytja megi í strandsiglingum rúmlega 70 þúsund tonn á ári til að byrja með. Flutningar muni aukast þegar þjónustan hefur fest sig í sessi. Miðað er við að skip sigli hringinn frá höfuðborgarsvæðinu umhverfis landið í viku hverri og sinni flutningum milli hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Gefur það möguleika á flutningi milli þessara hafna bæði á hráefni og afurðum fyrir framleiðslufyrirtæki en einnig á margs konar dagvöru fyrir verslun og þjónustu.

Þá eru gerðar ákveðnar kröfur til skips sem notað yrði til flutninganna. Skal það geta lestað að minnsta kosti 1.500 tonn, vera með síðuport og með frystilest fyrir 1.000 tonn að lágmarki. Þá skal skipið hafa pláss fyrir að minnsta kosti 20 gámaeiningar og krana sem lyft getur 40 feta gámi allt að 25 tonnum í 20 metra frá síðu skipsins. Einnig er áskilið að umsjónaraðili sé í hverri viðkomuhöfn og gert er að skilyrði að bjóðandi hafi minnst tveggja ára reynslu af rekstri flutningaskipa.

Tilraunasiglingar hefjist á næsta ári

Innanríkisráðherra mun nú fara yfir tillögurnar og í framhaldinu kynna hugsanlegt útboð í ríkisstjórninni. Stefnt er að því að undirbúningur og útboð geti farið fram á þessu ári og að tilraunastrandsiglingar gætu þá hafist í byrjun næsta árs. Starfshópinn skipuðu: Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, formaður, Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur innanríkisráðuneytinu, Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri Akureyrarhöfn, Ögmundur Hrafn Magnússon, lögfræðingur fjármálaráðuneytinu, Kristján Helgason, deildarstjóri hafnasviðs hjá Siglingastofnun Íslands,  Unnar Jónsson, rekstrarfræðingur og Etna Sigurðardóttir hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

 


24.01.2012 18:39

Andlát Snorri Snorrasson








Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, lést laugardaginn 21. janúar síðastliðinn á 82. aldursári.

Hann var sonur hjónanna Snorra Sigfússonar námsstjóra og Guðrúnar Jóhannesdóttur húsfreyju.

Snorri var flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. og síðar Flugleiðum hf. frá 1952-1981. Um skeið átti hann sæti í stjórn félags íslenskra atvinnuflugmanna og í samninganefndum félagsins.

Árið 1961 stofnaði Snorri Sólarfilmu ásamt Birgi Þórhallssyni, en seldi hlut sinn 1980.

Meðfram starfi sínu sinnti hann áhugamáli sínu sem var ljósmyndun. Mikið safn skipa og bátaljósmynda liggur eftir hann auk þess tók hann mikið af náttúruljósmyndum og hafa margar þeirra birst á síðum Morgunblaðsins um áratugaskeið.

Á síðustu árum vann Snorri að varðveislu íslenskrar flugsögu í myndum og máli, sem lauk með útgáfu bókarinnar Íslenskar flugvélar í 90 ár sem kom út árið 2010.

Snorri kvæntist Nönnu Nagtglas Snorrason árið 1950 og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Jón Karl, Snorri, Helga Guðrún og Haukur.

Að leiðarlokum þakkar Morgunblaðið Snorra Snorrasyni áratuga samstarf sem aldrei bar skugga á og sendir aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.

23.01.2012 12:17

Súlan heldur til Loðnuveiða

                    Skipverjar á Súlunni EA 300 © Mynd þorgeir Baldursson 
 
               Togað i garnið © Mynd þorgeir Baldursson 

                     útgerðarmennirnir spjalla saman fyrir brottför  © mynd þorgeir 

                       Haldið á Loðnuveiðar © mynd þorgeir Baldursson 

22.01.2012 19:04

Snjór um viða veröld

                  Fjör i Hliðarfjalli i dag mynd þorgeir Baldursson 22 jan 2012
Guðmundur Karl í Hlíðarfjalli sagði að um 1000 manns væru í fjallinu núna. Nægur snjór væri og frábær stemming. Þar er líka boðið upp á kakó. Aðgangur að skíðasvæðinu er ókeypis í dag fyrir alla.Fleiri myndir i myndaalbúmi efst á siðunni

21.01.2012 17:26

Hundasleðakeppni islands lokið á Akureyri

                            Haraldur Ólafsson  © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                   Sigurður Birgir Baldursson © mynd þorgeir Baldursson 2012

                           Verðlaunahafar  © mynd Þorgeir Baldursson 2012
Frá vinstri
 Páll Tryggvi Karlsson ,Haraldur Ólafsson ,Sigurður Birgir Baldvinsson,Clare Thuilliez
 og Birgir Hólm Þórhallsson Fleiri myndir eru i myndaalbúmi efst á siðunni  

is )

Sleðahundakeppni íslands lokið

Í dag fór fram fullorðinskeppnin í Sleðahundakeppni Íslands á vegum Icehusky, Draghundasports og IFSS. Keppnin var ræst á Hömrum og lá brautin um Hamrarsvæðið, niður í Kjarnaskóg og út í Naustaborgir. Alls tóku 5 lið þátt, tvö 6 hunda lið og þrjú 4 hunda lið. Keppnisaðstæður voru nokkuð erfiðar en hiti var við frostmark og blaut snjókoma sem gerði brautina þyngri yfirferðar, auk þess sem nokkuð var um klaka í brautinni sem reyndi mikið á hundana. Besta tímann átti Sigurður Birgir Baldursson en hann fór brautina á 1 klst, 44 mín og 34 sek en í liði hans voru 4 grænlenskir sleðahundar.

Úrslit og Tímar:

6 Hundar:
1. Sæti - Claire Thuilliez - 1:50:02
2. Sæti - Birgir Hólm Þórhallsson - 1:55:15

4 Hundar:
1. Sæti - Sigurður Birgir Baldvinsson - 1:44:34
2. Sæti - Haraldur Ólafsson - 2:18:32
3. Sæti - Pall Tryggvi Karlsson - 2:41:46

Við Þökkum öllum sem tóku þátt og hjálpuðu til við keppnina kærlega fyrir allt, einnig þökkum við styrktaraðilum kærlega fyrir veittan stuðning!

F.h IceHusky
Helgi Steinar Halldórsson ( helgi hja icehusky.is )

20.01.2012 21:49

Sólbakur EA1 færður til hafnar i Tromsö

                        Norska varðskipið  Barentshav © mynd þorgeir Baldursson 2011

                                Barentshav W 340 © mynd þorgeir Baldursson 2011

               Barentshav i kviku við strendur Noregs © mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Talsverð kvika á miðunum © mynd Þorgeir Baldursson 2011

                 Norsku eftirlitsmennirnir sem að sóttu skipið © mynd þorgeir Baldursson 2011

          Þiðrik og Óli © mynd Þorgeir Baldursson 2011
Nokkrar myndir af þvi þegar Norska strandgæslan færði isfisktogarann Sólbak EA1 til hafnar i Tromsö i Noregi 2011 vegna tæknilegra mistaka úr túrnum á undan sem að varð til þess að skipið var stoppað i 12 klst við bryggju uns gengið hafði verið frá dómsátt i málinu

20.01.2012 08:39

Ráðgera að framleiða 12 Sómabáta á þessu ári

                             Óli Bjarnasson EA 279 MYND Þorgeir Baldursson 

Mikið annríki er hjá Bláfelli ehf. í Keflavík, sem framleiðir Sómabátana svonefndu. Að jafnaði starfa 10 manns hjá fyrirtækinu, en það hefur nú fimm Sómabáta í smíðum og áformar að á þessu ári verði smíðaðir alls 12 bátar.

Er að verða fullbókað hjá fyrirtækinu á þessu ári að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra.

Í kjölfar þess að strandveiðar voru heimilaðar hefur eftirspurn eftir Sómabátum aukist verulega og mjög gott útlit með framhaldið, að sögn Elíasar. Afgreiðslutími Sómabáts er að jafnaði þrír mánuðir.

Plastbátar undir nafninu Sómi hafa verið smíðaðir á Íslandi frá árinu 1979. Bátarnir eru smíðaðir úr trefjaplasti og henta vel við strandveiðar að sögn Elíasar. Bátasmiðjan Bláfell ehf. var stofnuð í Grindavík árið 1974 af Róbert Sigurjónssyni og aðalstarfsemin fólst í útgerðartengdri smásöluverslun. Árið 2003 taka hjónin Elías Ingimarsson og Magnea Guðný Róbertsdóttir við rekstrinum af föður Magneu Guðnýjar, en á þeim tíma stóð fyrirtækið í húsbyggingum og útgerð.www. mbl.is

18.01.2012 20:12

Trilla standar við Sandgerði

                                   Strönduð trilla © mynd úr safni Vikurfrétta

                              Sama trilla á skeri við Sandgerði © Mynd úr safni Vikurfrétta
Ekki þekki ég þessa trillu en einhver suðurnesjamaður kannast eflaust við þetta strand 

18.01.2012 15:02

Jón Kjartansson SU 111á leið inn til Eskifjarðar

                         Jón Kjartansson SU 111 á © Hreggviður Sigþórsson 2012
Vel hefur gengið að veiða loðnu síðan um áramót Jón Kjartansson su er með 2400 tonn tæp á þessari mynd  verður kominn með ca 8000 tonn síðan um áramót með þessum Farmi sem fer allur í bræðslu.Kann ég Hreggviði bestu þakkir fyrir sendinguna 

17.01.2012 23:41

Kaldbakur EA 1 kemur til löndunnar á Akureyri i dag

                          1395- Kaldbakur EA 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                                   Kaldbakur EA1 © mynd þorgeir Baldursson 2012
Kaldbakur EA1 kom til löndunnar á Akureyri um kl 14/30 i dag ekki var mér kunnugt um aflabrögð 
en skipið hefur fiskað vel i haust sem leið nánari upplýsingar um afla skipsins eru á siðu Gisla Reynissonar www.aflafrettir.com

17.01.2012 15:19

150 Ára afmæli Akureyrarkaupstaðar

                                    Gamlabrúin yfir Glerá © Mynd þorgeir Baldursson 2011

150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar

 

Á þessu ári eru 150 ár liðin frá því Akureyri hlaut kaupstaðarréttindi. Tímamótunum verður fagnað allt árið með sérstakri afmælisviku í kringum sjálfan afmælisdaginn, 29. ágúst. Dagskrá afmælisvikunnar hefst föstudaginn 24. ágúst og lýkur með veglegri afmælisveislu helgina 1.-2. september.

 

Við undirbúning afmælisársins hefur verið lögð sérstök áhersla á þátttöku sem flestra bæjarbúa og að allir leggi sitt af mörkum við að gera afmælið sem eftirminnilegast. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum og láta ekki sitt eftir liggja, hvort sem er við að byggja upp hátíðlega stemningu eða fegrun bæjarins.

 

Í tilefni afmælisins verður meðal annars gefið út sérstakt afmælislag sem Bjarni Hafþór Helgason hefur samið, stefnt verður að frumsýningu leikritsins Borgarinnan eftir Sögu Jónsdóttur, tvær nýjar bækur verða gefnar út, annars vegar um Lystigarðinn á Akureyri og hins vegar um sérkenni og kennileiti í bænum, og bæjarlistamaðurinn Eyþór Ingi Jónsson stendur fyrir kórverka-tónleikum í Menningarhúsinu Hofi. Minjagripir verða framleiddir og má þar nefna Monopol-spil með götum bæjarins, púsluspil og ísskápssegla en seglunum verður dreift inn á öll heimili bæjarins í þessari viku. Af öðrum viðburðum má nefna vetrarhátíðina Éljagang í febrúar, uppskeruhátíð skólanna í maí, danska daga í Innbænum í júlí og skáldatíma í nóvember.

 

Þess má loks geta að öllum er boðið að senda Akureyri heimatilbúin afmæliskort með góðri kveðju í tilefni tímamótanna. Kortin skal senda til Amtsbókasafnsins, Brekkugötu 17, 600 Akureyri, og verður efnt til sýningar á þeim undir lok ársins.

 

Í afmælisnefnd bæjarins sitja Tryggvi Þór Gunnarsson, formaður, Helena Þ. Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Starfsmenn nefndarinnar eru Hulda Sif Hermannsdóttir, Pétur Bolli Jóhannesson og Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisársins.

 

Nánari dagskrá hvers mánaðar verður kynnt á heimasíðum bæjarins,

www.akureyri.is og www.visitakureyri.is.

 

Nánari upplýsingar veita: Tryggvi Þór Gunnarsson í síma 660 3168, Hulda Sif Hermannsdóttir í síma 691 8313 og Sigríður Stefánsdóttir í síma 863 1403.

 

Akureyri 17. janúar 2012 

17.01.2012 08:29

Saga K kominn yfir 100 tonna múrinn

                              Saga K © Mynd Þorgeir Baldursson 2011
Skipverjarnir á Sögu K eru alldeilis að gera það gott búnir að fiska yfir 100 tonn siðan báturinn var afhentur seinnipartinn i desember og hefur að sögn skipverja allt gengið að óskum og þetta verður vonandi til þess að blása á þær sögur sem að heyrðust hérna á vefnum þegar báturinn var sjósettur að það er fleira en útlitið sem að skiptir máli umfram allt notagildið sem að ég tel að hafi sannað sig rækilega á smiðinni á Sögu K

16.01.2012 17:09

Saltmálið i fjölmiðlum

                     Saltútskipun á Spáni © mynd Þorgeir Baldursson 2011

Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki hefði átt að vera augljóst að saltið sem Ölgerðin seldi til matvælaframleiðslu var iðnaðarsalt. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar segir misskilninginn helst liggja í því að þau telji matvælaiðnaðinn vera iðnað. Það sé ekki talað um að saltið sé ekki vottað til matvælaframleiðslu.

"Þegar við fórum að rýna í þetta sáum við að vorum með annað vörulýsingarblað frá framleiðandanum, fyrir um þremur árum, sem sagði að þetta væri HACCP vottað, segir Andri Þór og þetta sé því ekki alveg eins klaufalegt og talið var í byrjun. "Vegna þess að við höfðum þá ástæðu til að telja að þessar lýsingar hefðu ekkert verið að breytast."

Þegar spurt er hvort það hljóti ekki að vera einhver munur á iðnaðarsalti og salti til matvælaframleiðslu, því annars sé ástæðulaust að gera slíkan greinarmun, segir Andri Þór, "Það er enginn greinarmunur á innihaldslýsingu. Það er "enginn eðlismunur á þessu salti."

Þegar spurt er frekar um hvort það sé ekki einhver munur á þeim efnum sem eru í saltinu segir Andri Þór svo ekki vera. "Það er hægt að finna einhver minniháttar frávik sem falla innan allra marka sem sem gerðar eru til matvælaframleiðslu og neyslu. Það er algjörlega sambærilegt. Salt er bara salt í þessu samhengi en það er bara verið að tala um vottun á ferlum varðandi geymslu og slíkt."

Andri Þór ítrekar að saltið sé algjörlega hættulaust með öllu.

Í þessu samhengi er eðlilegt að velta fyrir sér verðmun á iðnaðarsalti og salti vottuðu til matvælaframleiðslu og aðspurður segir Andri að þar muni um 20% á innkaupsverði og sá verðmunur skili sér að sjálfsögðu út í verðlagið.heimild www.mbl.is

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að Ölgerðin hefði birt vörulýsingar á saltinu.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119362
Samtals gestir: 52248
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:27:59
www.mbl.is