Færslur: 2012 Maí

30.05.2012 19:36

Vitaskipið Árvakur við Flatey á Skjálfanda

                  Vitaskipið Árvakur  © mynd úr safni Hermanns Ragnarssonar

          Við bryggju i Flatey Ágúst 1966 © mynd úr safni Hermanns Ragnarssonar

                     Við bryggju © mynd úr safni Hermanns Ragnarssonar
                        Haldið frá Flatey á skjálfanda © mynd úr safni Hermanns Ragnarssonar 
Hérna koma nokkrar perlur úr safni Hermanns Ragnarssonar af komu Árvakurs til Flateyjar á Skjálfanda  i ágúst 1966 en sem kunnugt er fór hann á milli hafna og eyja til að skipta um gashylki
i vitunum og var það talsvert verk K ann ég Hermanni bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum  
i

29.05.2012 01:11

Flugdagurinn i Reykjavik

                 Doglas DC 3 og Catalina flugbátur © mynd Halldór Sigurðsson 2012

                     Catalinu flugbáturinn yfir flugstöðinni © mynd Halldór Sigurðsson 2012

           Tf Sif og  TF Gná i lágflugi yfir Reykjavikurflugvelli © mynd Halldór Sigurðsson

Fjöldi fólks hefur í dag fylgst með flugvélum sýna listflug á Reykjavíkurflugvelli, en Flugmálafélags Íslands stóð fyrir flugsýningu þar sem hægt var að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum.

Einnig var hægt að fylgjast með listflugi, nákvæmnisflugi á þyrlu, flugmódelum, svifflugum, svifvængjum og raun flest því sem flogið getur. Landhelgisgæslan var með sýningarflug.

Í tilefni af 75 ára afmælis Icelandair kom Catalina flugbátur til landsins. Catalina flugbátar Flugfélags Íslands, Gamli-Pétur, Sæfaxi og Skýfaxi, og Loftleiða, Vestfirðingur og Dynjandi, áttu mikinn þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar.

Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-Rán. Hún var í notkun hérlendis frá 1954 til 1963 og kom hún mjög við sögu í þorskveiðideilum Íslendinga við Breta. 




25.05.2012 18:29

Sjómannadagurinn 2012

               Frá Sjómannadagshófi i Félagsheimili Húsavikur © mynd þorgeir Baldursson 

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur og hvergi til sparað.   Veislumáltíð (blandað hlaðborð) á Fosshotel Húsavík, SOS spilar fyrir dansi, Fíllinn sér um veislustjórn og skemmtir. 

Kappróður verður endurvakinn á laugardeginum en þess utan verður keppt í reiptogi og fleiri leikjum.  Menn eru hvattir til að tilkynna lið til neðangreindra nefndarmanna. 

Skráning á sjómannahófið er sömuleiðis hjá neðangreindum.  Miðaverð er 5.900 kr (innifalið, matur, fordrykkur og ball)


Jolly s. 862 3244
Bóbi s. 862 3222
Heimir s. 893 1751









22.05.2012 22:18

Sólarfarmur á sjó

         Tankskipið Sichem Contester á siglingu i Kvöldsól © mynd Þorgeir Baldursson

21.05.2012 17:16

Nýr Cleopara til Frakklands


               Ar-Tarzh II  © mynd Trefjar 2012

 

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Frakklands

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Le Croisic á vesturströnd Frakklands.

Að útgerðinni stendur Fabrice Charlot sjómaður frá Le Croisic sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið "Ar-Tarzh II" sem þýðir "Aldan" á mál Bretóna.  Báturinn er 11brúttótonn.  "Ar-Tarzh II" er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT(Iveco)C90 380 tengd ZF286IV gír.

Siglingatæki eru frá Furuno. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða.

Línubúnaður er frá Able.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í einangraðri lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Le Croisic allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna í lok mánaðrins.  2-3 menn verða í áhöfn.

 Meira www.trefjar.is


17.05.2012 03:17

Kleifarberg RE 7 á Reykjaneshrygg i siðustu viku

   
                    1360 Kleifarberg RE 7 á reykjaneshrygg i siðustu viku
Tlasverður fjöldi skipa var á veiðum á hryggnum i siðustu viku meirihluti þeirra var undir Rússnesku 
flaggi þó voru nokkrir spánverjar norðmenn og tvö islensk kleifarberg RE og Freri RE siðan þá hafa bæst við Arnar HU Helgamaria AK Þór HF og von var á Þerney RE á veiðisvæðið innan skamms

05.05.2012 23:16

2265 Arnar Hu 1 kominn úr slippnum

                               2265 - Arnar Hu 1 Mynd þorgeir Baldursson 2012

               Merki Arnarins er táknrænt um þær aflaklær sem að stjórna skipinu

                 Haldið heimleiðis til Skagastrandar © mynd Þorgeir Baldursson 2012
Um kl 20 /30 i kvöld hélt Arnar Hu 1 frystitogari Fiskseafood áleiðis frá Akureyri eftir að hafa verið i slipp Árni Skipstjóri og Stefán Sigurðsson yfirstýrimaður tóku smá myndahring fyrir siðueiganda og kann ég þeim bestu þakkir fyrir skipið er væntanlegt til hafnar á Skagaströnd i fyrramálið 

01.05.2012 13:27

Sædis ÞH 305

               Sædis ÞH 305 Á siglingu við Mánárbakka © mynd þorgeir Baldursson 2012
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is