Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 17:59

Þorbjörn H/F Fækkar frystitogurum

Þorbjörn fækkar frystitogurum

Hrafn Sveibjarnarsson Gk 255 mynd þorgeir Baldursson

Þorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt. Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra. Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endurráðningar , vegna breyttrar útgerðar. Langflestir verða endurráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrirtækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum.

„Verið er að hanna lengingu og breytingar á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni og verður verkið væntanlega boðið út á næstunni,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í samtali við kvotinn.is
„Í kjölfarið fylgja fleiri breytingar, en þegar þeir settu þessi ofurveiðigjöld á í fyrra var varað við að það hlyti að hafa einhverjar afleiðingar. Notast er við þorskígildisstuðla sem eru mjög ósanngjarnir og beinlínis rangir. Ekki reiknaðir rétt út miðað við afkomu af nýtingu hverrar tegundar fyrir sig. Fyrir vikið koma veiðigjöldin mjög harkalega niður á frystitogurunum. Við erum því að vinna að hagræðingu á þeim hluta útgerðarinnar hjá okkur. Það mun leiða til þess að við munum fækka um einn frystitogara, þegar Hrafn Sveinbjarnarson kemur úr þessum breytingum. Við teljum að með þessum skipulagsbreytingum  getum við tekið aflann á færri skip en við höfum gert og erum að leita leiða til að minnka kostnað til að standa af okkur þessa ofurskattlagningu, sem síðasta ríkisstjórn kom á, beinlínis ofaní verulegar verðlækkanir á mörkuðum fyrir sjávarafurðir, og versnandi afkomu þess vegna. Áhöfnum frystiskipanna verður sagt upp en við endurskipuleggjum útgerð þeirra tveggja skipa sem eftir verða, þannig að langflestir sjómannanna verða endurráðnir. Við styttum inniverur og það verða tvær áhafnir á hvoru skipi. Við erum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum, það hafa margir gert þetta á undan okkur.
Við höfum jafnframt verið að auka fiskvinnslu í landinu, en á síðustu fjórum árum hefur hún tvöfaldast. Þetta höfum við verið að gera hægt og hljótt og á árinu sem er að ljúka erum við að vinna úr um 11.000 tonnum af fiski uppúr sjó samtals. Það er mest þorskur, en einnig ýsa, keila og langa. Sá fiskur kemur af línubátunum, en svo vinnum við einnig mikið af hausum í Haustaki, sem við eigum hlut í,“ segir Eiríkur.
Nú gerir Þorbjörn út þrjá frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson, Hrafn og Gnúp og fjóra línubáta,  Ágúst, Sturlu, Tómas Þorvaldsson og Valdimar.
Á meðfylgjandi mynd er frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson, sem fer í lengingu og aðrar breytingar á næsta ári

.Heimild.www.Kvótinn.is

mynd Af Hrafni Sveinbjarnarssyni Gk 255 Þorgeir Baldursson 

28.12.2013 07:25

2197-Örvar SK 2 seldur til Rússlands

              2197-Örvar SK 2 ©Mynd Þorgeir Baldurson 2013

          2197-Blængur NK 117 © Mynd þorgeir Baldursson

sjávarútvegur Sjávarútvegsfyrirtækið FISK-Seafood á Sauðárkróki hefur selt frystitogarann Örvar SK-2 úr landi. Vegna sölu skipsins er 30 manns sagt upp störfum. Ástæða sölunnar er áherslubreyting í starfsemi fyrirtækisins með eflingu landvinnslu á kostnað frystingar og vinnslu á sjó.

Fyrirtækið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis um hádegisbil í gær, en hvorki Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk-Seafood, né Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri félagsins, vildu gefa frekari upplýsingar en gefnar eru í annars ítarlegri tilkynningu.

Þar segir að viðunandi kauptilboð hafi borist í skipið og frágangur samninga standi yfir, en heimildir Fréttablaðsins eru að skipið verði selt til Rússlands. Stefnt er að því að skipið verði afhent nýjum eigendum í febrúar, en uppsagnarfrestur áhafnar Örvars er frá einum og upp í sex mánuði.

Þar segir jafnframt að þó svo að starfsmönnum fyrirtækisins geti fækkað tímabundið sé ljóst að til lengdar muni þeim fjölga. Ástæðan er sú áherslubreyting í starfsemi fyrirtækisins sem er ástæða sölu skipsins.

Sverrir Kjartansson, skipstjóri á Örvari, gat ekki veitt Fréttablaðinu upplýsingar um framtíð áhafnar skipsins hjá fyrirtækinu. Fréttir af sölu skipsins bárust honum fyrst í gærmorgun. „Við vitum ekki neitt. Það var bara hringt í okkur í morgun og við látnir vita af þessu.“

Þórarinn Sverrisson, formaður stéttafélagsins Öldunnar, hafði aðeins nýlega frétt af sölu skipsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði að væntanlega hefði áhöfnin misst sitt skipsrúm og hann hefði ekki heyrt í neinum þeirra um framhaldið, né heldur forsvarsmönnum fyrirtækisins.

Stefna FISK er að draga úr vægi frystingar og vinnslu á sjó, en efla í staðinn landvinnslu sem býður upp á fjölbreyttari framleiðslu og betri nýtingu alls hráefnis, segir í tilkynningu félagsins.

Undirbúningur að þessari breytingu er þegar hafinn, til dæmis með byggingu þurrkverksmiðju á Sauðárkróki. Jafnframt á FISK dótturfyrirtæki, sem sérhæfir sig í rannsóknum og þróun er snúa að eftirliti og eflingu gæða á lokaafurðum fyrirtækisins.

Örvar Sk var smiðaður i Vigo á spáni 1993 og var keyptur til Sildarvinnslunnar i Neskaupstað sama ár og var i eigu þeirra til 1998 er skipið var selt til Fisk-Seafood

Fyrsti skipstjóri var Helgi Valdimarsson og stýrimaður Steinþór Háldánarsson 

Samkvæmt Heimild Fréttablaðsins 

26.12.2013 08:34

Eldborg i brælu á Flæmska Hattinum

                   Eldborgin i Brælu  á Flæmska Hattinum 

                                          Smá stunga 

                                       Fer samt vel á  þvi

                                   Komið uppúr öldudalnum

 

                                              Listasjóskip

                                     Smá pus á miðunum 

            Agnar yfirvélstjóri v/Aðalvélina 

Smá myndasyrpa á þessum gamla höfðingja tekin á Flæmska hattinum 

En skipinu hefur nú verið lagt það var siðast i rekstri hjá Reyktal útgerð 

en væntanlega kemur miði  frá Hauk og kanski aflatölur frá Gisla i aflafréttum

og kanski einhver meiri fróðleikur um skipið  

23.12.2013 08:41

Jólakveðja 2013

                            2433-Frosti ÞH 229 22des 2013

                     Frosta menn á leið i Jólafri mynd þorgeir 2013

19.12.2013 16:54

1sæti i Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Vikings

  Kristinn Snæbjörnsson fylgist með Höfuðlinustykkinu © þorgeir 2013

  Myndin sem að hafnaði i fyrsta sæti 

Ljósmyndakeppni sjómanna 2013

Að þessu sinni fengum við vel á annað hundrað ljósmyndir frá meira en tíu einstaklingum.

 Valið var erfitt, ekki aðeins vegna fjölda mynda heldur einnig vegna þess hversu góðar þær voru. 

Um það vorum við allir fjórir í dómnefndinni sammála. En hættum þessu tali og snúum okkur að úrslitum.

Eftir óvenjumikil átök innan dómarakvartettsins stóðum við að lokum uppi með 15 myndir er halda áfram í Norðurlandakeppnina.

Við hefðum þess vegna getað sent 30 eða 40, svo góðar voru hinar er eftir sátu.

Þeir sem áttu þessar fimmtán ljósmyndir eru Davíð Már Sigurðsson, Guðmundur St. Valdimarsson, Hlynur Ágústsson,  Jón Kr. Friðgeirsson, Svavar Gestsson og Þorgeir Baldursson.

Er þá komið að úrslitum. Í fyrsta sæti hafnaði Þorgeir Baldursson en í öðru og þriðja sæti eru Hlynur Ágústsson og Davíð Már Sigurðsson.

Við óskum þremenningunum til hamingju, einnig þeim er fara með þeim í Norðurlandakeppnina, og þökkum öllum þátttökuna og frábærar myndir.

Að lokum þakkar Víkingurinn  dómurum og starfsmanni góð og ósérhlífin störf.

Gleðileg jól.

 

Mynd Þorgeirs Baldurssonar er hafnaði í fyrsta sæti.

 

Hlynur Ágústsson hreppti annað sætið með þessu portretti.

 

Þessi mynd Davíðs Más Sigurðssonar varð í þriðja sæti.

 

 

Dómarar frá vinstri,

Jón Hjaltason,

Pálmi Guðmundsson, ritstjóri síðunnar  ljósmyndari.is,

Ægir Steinn Sveinþórsson, er að þessu sinni fyllti skarð Árna Bjarnasonar,

Hilmar Snorrason, sem er maðurinn á bak við tjöldin og kallar sig starfsmann dómaranna,

og Jón Svavarsson ljósmyndari.

 

 

18.12.2013 09:26

Skálaberg RE 7 Selt til Grænlands

                   Skálaberg RE 7 © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                      Skálaberg RE mynd þorgeir Baldursson 2013

Frystitogari Brims hf, Skálaberg RE 7 hefur verið seldur til Grænlands á næsta ári. Kaupandi er Artic Prime Fisheries í Qagortog, en Brim á minnihluta í fyrirtækinu.

Skipið verður gert út frá Grænlandi með þarlendri og íslenskri áhöfn. Brim keypti togarann fyrir þrjá og hálfan milljarð króna frá Argentínu fyrir rúmu ári. Skálberg RE 7, er eitt fullkomnasta veiðiskip íslenska flotans. Það kom hingað til lands í maí, en hefur legið hér við bryggju í Reykjavík allar götur síðan. „Þegar við keyptum það, þá höfðum við trú á því innan íslensku lögsögunnar, en núna er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þetta skip á Íslandi og það verður selt erlendis á næsta ári,“ segir Guðmundur. 

Guðmundur segir að það sé breytt landslag í sjávarútveginum. „Aðalatriðið er það að nú er farið að skattleggja sjávarútveginn eftir þorskígildisstuðlum. Eina sem þeir segja er verðmæti þorsktefunda yfiir hafnarkantinn og að skattleggja okkur eftir því gerir rekstur svona stórra og dýrra skipa vonlausan á Íslandi. Það er ekkert tekið tillit til fjárfestingarinnar í þessari fjárfestingu. Þetta er annað árið hjá okkur núna sem við erum að ganga í gegnum þetta og við sjáum ekki grundvöllinn lengur.“ Heimild Ruv.is

 

 

 

17.12.2013 17:09

Togarajaxlar Sildarvinnslunnar i jólafri

                    Trollið tekið á Bjarti Nk 121 © mynd þorgeir 2013

           Bjarni Már Hafsteinsson  Stjórnar Gilsavindunum © þorgeir 2013

                  Gott hal inná dekk © mynd þorgeir Baldursson 2013 

Togarar Síldarvinnslunnar, Barði NK og Bjartur NK, komu að landi í gærkvöldi og í morgun og hafa þar með lokið veiðum fyrir hátíðar. Áhafnirnar munu því fara í vel þegið jólafrí en áformað er að skipin haldi til veiða á ný hinn 3. janúar.

Frystitogarinn Barði kom til hafnar í gærkvöldi og var hann með fullfermi af ufsa og karfa. Veiðiferðin hófst austur af landinu en síðan var haldið vestur og veitt í Víkurálnum. Vegna bilunar þurfti skipið að vera í þrjá daga á Ísafirði. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra aflaðist mjög vel í túrnum en tíðarfarið var hins vegar heldur rysjótt.

Ísfisktogarinn Bjartur kom til hafnar í morgun. Aflinn var blandaður, um 66 tonn af þorski og 22 tonn af grálúðu. Skipið var á veiðum í Seyðisfjarðardýpi og á Digranesflaki. Að sögn Steinþórs Hálfdanarsonar skipstjóra var fínasta fiskirí í túrnum eins og reyndar hefur verið að undanförnu. Nóg virðist vera af þorski og tiltölulega auðvelt að ná honum en heldur fyrirhafnarmeira er að ná grálúðunni.

17.12.2013 16:53

Grandi selur Venus til Grænlands

HB Grandi seldi í dag frystitogarann Venus HF 519. Kaupandinn er grænlenska félagið Northern Seafood ApS. Söluverðið er 320 milljónir króna og mun verðið greiðast á næstu árum. Fram kemur í tilkynningu frá HB Granda að togarinn er fertugur, smíðaður á Spáni árið 1973 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.

Venus var í fyrstu gerður út sem ísfisktogari og bar heitið Júní en nýir eigendur hyggjast nefna skipið því nafni aftur.

Markaðsdeild HB Granda hf. mun annast sölu afurða a.m.k. þar til kaupverðið er greitt að fullu.

 

                Venus að veiðum i Norsku lögsögunni mynd þorgeir 2010

 

 

17.12.2013 11:03

Sildveiðum lokið fyrir Jól

         Birtingur Nk og Börkur Nk við Bryggju á Neskaupstað 

Síldveiðiskipin Birtingur NK og Börkur NK komu til Neskaupstaðar í morgun og er þar með veiðum þeirra lokið fyrir jól.  Birtingur var með 320 tonna afla og Börkur með rúmlega 400 tonn en allur aflinn fer til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Skipin hafa að undanförnu verið að veiðum í Breiðamerkurdýpi og hefur veiðin yfirleitt verið dræm. Þá hefur síldin sem þar hefur veiðst verið mun smærri en sú síld sem fengist hefur í Breiðafirði.

Frá þessu er sagt á heimasiðu Sildarvinnslunnar www.svn.is

13.12.2013 16:11

7040-Eiður ÓF 13

                      7040-Eiður  ÓF 13 © Mynd þorgeir Baldursson 2013

                               Eiður ÓF 13 mynd þorgeir Baldursson 2013 

Siðastliðinn vetur var þessum bát breytt allmikið þegar Hermann Daðasson 

keypti hann hann hét áður Kristján EA og er hrein unun að sjá bátinn eftir þessar 

breytingar sem að ég er ekki klár hvar voru framkvæmdar

04.12.2013 21:42

Góður gangur hjá isfisktogurunum

Nóvember mánuður var ansi góður togveiðimánuður og reyndar er búið að vera mjög góð ísfiskstogaraveiði í allt haust. Eins og kemur fram á nýjasta botnvörpulistanum þá eru það 5 togarar sem ná yfir 600 tonnin sem er ansi góður árangur og einn af þeim togurum er 4 mílna togarinn Sóley Sigurjóns GK sem Nesfiskur í Garði gerir út. Þetta kemur fram á fréttavefnum www.aflafrettir.is

Togarinn var að mestu að veiðum við Vestfirðina og landaði þá t.d á Ísafirði og á Siglufirði.  Öllum aflanum var þá ekið suður til vinnslu. Má segja að togarinn hafi verið í mokveiði allan nóvember og t.d. kom mest með 129 tonn eftir einungis tæpa 3 daga á veiðum sem gerir um 43 tonn á dag

Alls landaði togarinn 611 tonnum í 6 löndunum og var stærsti túrinn 133 tonn sem fengust á 5 dögum eða 26 tonn á dag.

Er þetta mesti mánaðarafli sem togarinn hefur fengið frá því hann hóf veiðar undir nafninu Sóley Sigurjóns GK.

Þess má geta að annar aflahæsti 4 mílna togarinn var hinn Nesfiskstogarinn Berglín GK sem var með 479 tonn í 5 löndunum  og þar á eftir kom svo aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir VE sem var „aðeins“  með 454 tonn í 5 löndunum.

Þess má geta að af þessum 611 tonna afla þá var þorskur 503 tonn eða 82% aflans.  Er þessi þorskveisla lýsandi dæmi um aflann hjá bátum og skipum við norðan og vestanvert landið.
Á meðfylgjandi mynd er Sóley Sigurjóns á veiðum fyrir norðan land mynd Þorgeir Baldursson 2013

Heimild www.kvotinn.is

         2262- Sóley Sigurjóns Gk  © Mynd Þorgeir Baldursson 2013

                      1905-  Berglin GK 300 © mynd þorgeir 2013

                    2020-Suðurey Ve 12 mynd þorgeir 2013

 

03.12.2013 21:21

Skipakaup og sölur Hjá Sildarvinnslunni og dótturfélagi

                       Beitir NK 123 © mynd þorgeir 2013

Gert er ráð fyrir að Gardar verði afhentur nýjum eiganda 15.-18. desember og Beitir NK verði afhentur á sama tíma. Polar Amaroq (hinn nýi Beitir) verður afhentur Síldarvinnslunni um svipað leyti.  Mun Beitir fara í slipp í Danmörku fyrir afhendingu og nokkrar endurbætur munu verða gerðar á Polar Amaroq. Frá því að Beitir heldur af landi brott og þar til að hinn nýi Beitir verður tilbúinn til veiða mun áhöfnin halda til síldveiða á Birtingi NK sem hefur að undanförnu legið í höfn á Seyðisfirði.
 

              Beitir Nk og Polar Amarok  © Mynd þorgeir 2013

Beitir NK mun ganga upp í kaupin á Gardar en Síldarvinnslan festi kaup á honum árið 2009. Beitir var byggður árið 1998 og er 2188 brúttótonn að stærð. Hann getur lestað 2100 tonn og er búinn 9.999 ha. aðalvél af gerðinni Wartsila. Polar Pelagic festi kaup á Polar Amaroq í marsmánuði á þessu ári en skipið var byggt árið 1997. Polar Amaroq  er 2148 brúttótonn að stærð og getur lestað um 2100 tonn rétt eins og Beitir. Í Polar Amaroq eru tvær aðalvélar af gerðinni MaK og er hvor um sig 3260 ha. þannig að heildarhestaflafjöldi er 6.520.

                           Garðar mynd af heimasiðu Svn.is

 

Grænlenska útgerðarfélagið Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan á þriðjung í, hefur fest kaup á vinnsluskipinu Gardar af útgerðarfyrirtækinu K. Halstensen AS í Noregi. Beitir NK mun ganga upp í kaupin en núverandi uppsjávarskip Polar Pelagic, Polar Amaroq, mun verða eign Síldarvinnslunnar og fá nafnið Beitir.

 

Meginástæðan fyrir kaupunum á Gardar er nauðsyn þess að Polar Pelagic eignist vinnsluskip, ekki síst vegna nýtingar á makrílnum sem veiddur er innan grænlenskrar lögsögu. Gardar er stórt og öflugt skip sem hentar vel fyrir þær aðstæður sem grænlenska útgerðarfélagið býr við. Gardar var byggður árið 2004 og lengdur árið 2006. Hann er 3.200 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd. Skipið er vel búið öllum siglingatækjum og getur lestað 2535 tonn , þar af 2000 í kælitanka. Aðalvélin er 7507 ha. Wartsila og er skipið búið tveimur hliðarskrúfum, 950 ha. að framan og 1200 ha. að aftan. Frystigetan um borð er 140 tonn á sólarhring þegar miðað er við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1000 tonn.

www.Svn.is 

 

 

 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is