Færslur: 2014 Janúar

06.01.2014 11:28

1019 -Sigurborg SH 12

         1019 Sigurborg SH 12 á togi mynd Þorgeir Baldursson 2013

                     Trollið tekið I kaldaskit mynd þorgeir 2013

                   Kaldaskitur á rækjuslóðinni mynd þorgeir 2013

Aflahæsti ísrækjubáturinn var nú sem oft áður Sigurborg SH með 750 tonn

í 30 löndunum og mest 32 tonn í einni löndun. sem að mestu leiti hefur verið landað

á siglufirði þar sem að báturinn liggu nú

 

 

05.01.2014 23:46

Húni 2 Kemur til Hornafjarðar sl sumar

Hann bara sig vissulega vel Húni 2 EA 740 i hringferðinni sem að farinn var siðastliðið sumar 

og þótt að reyndi á skrokkinn talsvert þá var einstaklega gaman að fylgjast með framvindu mála

hvað allt gekk vel fyrir sig þessa myndir af Húna tók Runólfur Hauksson i innsiglingunni til Hafnar

i Hornafirði og lánaði mér til birtingar á siðunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir

          Kominn i Innsiglinguna © mynd Runólfur Hauksson 2012

                Smá veltingur © mynd Runólfur Hauksson 2012

              Kominn á lygnari sjó © mynd Runólfur Hauksson 2012
           og svo var þverbeygt © mynd Runólfur Hauksson 2012

 

05.01.2014 12:10

1281-Múlaberg SI 22 fyrsta löndun 2014

Nú skömmu fyrir Hádegi kom Múlaberg til Siglufjarðar úr fyrsta túr þessa árs

ekki vissi ég um aflabrögð hjá þeim en vonandi góð en stutt var stoppið 

þvi að nú undir kvöld var hann kominn út aftur með stefnuna austurfyrir land

     Múlaberg SI 22 á Landleið © mynd þorgeir Baldursson 

04.01.2014 22:47

2446-Þorlákur IS 15 kominn til hafnar á Isafirði

Línuskipið Þorlákur ÍS er kominn til hafnar á Ísafirði en togarinn Páll Pálsson ÍS dró það þangað í kjölfar þess að kælirör fór í vélarrúmi skipsins fyrr í dag með þeim afleiðingum að mikill sjór streymdi inn í vélarrúm þess. Þorlákur ÍS var þá á veiðum á Ísafjarðardjúpi.

Fjögur skip fóru á vettvang og þar á meðal kom björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði og tvö fiskiskip frá Bolungarvík. Sjó var dælt úr Þorláki ÍS þar sem skipið hafði leitað vars undir Grænuhlið við norðanvert Ísafjarðardjúp. Páll Pálsson ÍS tók það síðan í tog til Ísafjarðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á Ísafirði í viðbragðsstöðu á meðan skipin sigldu til lands en er nú á leið suður til Reykjavíkur.

Gunnar Friðriksson og dráttarbáturinn Sturla Halldórsson ÍS fylgdu skipunum síðasta spölinn inn á höfnina á Ísafirði. Jón Guðni Pétursson, skipstjóri á línuskipinu Þorláki ÍS, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að engin alvarleg hætta hafi verið á ferðum en áður en sjó hafi verið dælt úr skipinu hafi hins vegar ekki verið ljóst hvað hefði valdið lekanum.

 Þorlákur is kemur til hafnar á Isafirði ©Halldór Sveinbjörnsson BB.IS 

04.01.2014 17:01

Leki að linubát á Isafjarðardjúpi

Þrjú skip eru nú komin að línuskipinu Þorláki ÍS sem leki kom að fyrr í dag á Ísafjarðardjúpi. Það eru fiskiskipið Hálfdán ÍS sem kom fyrst á staðinn, björgunarskipið Gunnar Friðriksson og Fríða Dagmar ÍS. Þá er togarinn Páll Pálsson ÍS á leiðinni á staðinn.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað og er önnur þeirra á Ísafirði til taks ef á þarf að halda en hinni var snúið við til Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

Skipin eru stödd undir Grænuhlíð og má gera ráð fyrir að byrjað sé að dæla sjó úr Þorláki ÍS. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru 14 manns um borð í skipinu og var gert ráð fyrir því að flytja áhöfnina frá borði ef þurfa þætti. Slæmt veður er á staðnum og var talsverður sjór kominn í vélarrúm skipsins. Þorláki ÍS verður síðan væntanlega fylgt til Ísafjarðar.

Frétt mbl.is: Sjór kominn upp á miðja vél

Frétt mbl.is: Þyrlur á leið að leku skipi

                           Þorlákur is 15 © mynd þorgeir Baldursson

 

 

 

03.01.2014 21:43

1525- Jón Kjartansson SU 111

          Jón Kjartansson SU 111 © MYND þorgeir Baldursson 

Hélt til veiða i dag og var stefnan sett á Kolmunnasvæðið vestur af Irlandi

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is