Færslur: 2014 Maí

26.05.2014 22:25

Þjóðverjar sækja i Sjóstangveiði fyrir vestan

                   Kallinn i Brúnni Steinþór Bjarni Kristjánsson 

                          Steinþór Bjarni Kristjánsson

                            Bobby 22 kemur til hafnar eftir veiðferð
 

                   Bobbiarnir klárir til sjósetningar á Flateyri

Það er að lifna yfir útgerð Bobby-báta á Flateyri nú þegar líður að sumri. Bátarnir eru gerðir sjóklárir einn af öðrum og vestur á Firði koma Þjóðverjar í stórum stíl til að fara á sjóstangaveiði. Steinþór Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Iceland Pro Fishing, segir að aukning verði á veiðinni í sumar, Þjóðverjunum fari nú fjölgandi eftir nokkra lægð síðustu ár. Fyrirtækið á 22 smábáta frá Seiglu, sem eru sérhannaðir fyrir veiðar af þessu tagi, en um 16 eru að jafnaði í drift hverju sinni. Steinþór Bjarni er því líklega með fleiri báta í útgerð en aðrir starfsbræður hans í fiskveiðum.
Það var því frekar létt yfir Steinþóri Bjarna, þegar kvotinn.is spjallaði við hann. „Okkar stærsti hópur eru Þjóðverjar sem koma ár eftir ár til að veiða og njóta náttúrunnar hér fyrir vestan. Við höfum ekki verið að auglýsa þetta markvisst fyrir Íslendinga en tökum alltaf ferðir með þeim, þegar þess er óskað og við getum komið því við. Hávertíðin stendur yfir hjá okkur í júní, júlí og ágúst, en við höfum verið að reyna að lengja tímabilið og erum í raun í gangi frá því um miðjan apríl og út september. Yfir veturinn eru bátarnir svo teknir upp, því fyrir þá eru engin önnur verkefni önnur. Við getum ekki farið með þá á aðrar veiðar,“ segir  Steinþór Bjarni. Hann leggur áherslu á að þó ekki sé um hefðbundna fiskibáta að ræða, uppfullir þeir allar kröfur um öryggi sem í gildi eru fyrir slíka báta.
Ferðirnar eru settar þannig upp að oftast eru fjórir eða sex saman í hóp og eru með bátinn í viku. Þeir veiða þá á daginn og landa aflanum í frystihús á svæðinu, sem kaupa hann til vinnslu. Veiðimennirnir fá semsagt ekki fiskinn sem þeir veiða, en útgerðin er með samninga við húsin sem kaupa fiskinn og geta ferðmennirnir  fengið 20 kílóa einangraðar töskur af frystum fiski  til að taka með heim. Þannig er útgerð bátanna fjármögnuð með fisksölu auk gjaldsins sem ferðamennirnir greiða.
En hvernig er það, þarf ekki kvóta til að haldi úti svona öflugri sjóstangaveiði?
„Jú við þurfum kvóta. Hér áður fyrr gat það verið vandamál og útvega kvóta en síðustu árin hefur ráðuneytið gefið út kvóta til frístundaveiði. Hann er nú 300 tonn og hefur alveg dugað þeim fyrirtækjum sem eru svona útgerð, sem eru nokkur, meðal annars tvö önnur hér fyrir vestan. Við greiðum fyrir þessar heimildir ákveðið hlutfall af leiguverði á almennum markaði daginn áður. Þetta gengur alveg upp og við erum bara þokkalega brattir,“ segir Steinþór Bjarni Kristjánsson.
Meðfylgjandi myndir tók Þorgeir Baldursson.

 

 

 

 

26.05.2014 21:24

610-Jón Júli BA 157 á Táknafirði

Nokkrar myndir af Eikarbátnum Jóni Júla Ba 157 Sem að stendur uppá kambi á Táknafirði 

eftir þvi sem ég kemst næst var honum lagt 2011 en hann var hin siðustu ár notaður við  fiskeldi 

i firðinum og var  eigu Þórsberg H/F kanski kemur Haukur Sigtryggur með miða á þennan 

eða Árni Björn Árnasson www.aba.is  

 

 

20.05.2014 10:27

Ásdis IS 2 nýr bátur i flota Bolvikinga

Nýr bátur, Ásdís ÍS 2, bættist í flota Bolvíkinga á laugardag. Það er Mýrarholt ehf., sem kaupir bátinn sem áður hét Margret SH 177 og var gerður út frá Rifi á Snæfellsnesi. Þegar báturinn var um það bil kominn í höfn í Bolungarvík á laugardag var honum snúið við en annar bátur, Einar Hálfdáns ÍS-11, hafði orðið vélarvana og þurfti að draga hann í land. „Það var bara eitthvað smotterí að honum, hann var farinn út aftur eftir skamma stund,“ segir Guðmundur Einarson útgerðarmaður í Bolungarvík. 

Fyrirtækið keypti einnig 12,4% aflahlutdeild í innfjarðarækju í Ísafjarðardjúpi. Guðmundur á Mýrarholt ásamt Jóni Þorgeiri bróður sínum og sonum þeirra beggja. Aðspurður hvort frekari aflaheimildir en hlutdeildin í Djúprækjunni hafi fylgt með í kaupunum segir Guðmundur svo ekki vera. „Hann fer á rækju í haust en við erum að vonast til að geta fengið kvóta til að fara dragnótarveiðar í sumar. Rækjukvótinn sem Guðmundur og félagar kaupa var áður á Matthíasi SH sem var á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi í vetur. 

Báturinn er smíðaður í Póllandi og kláraður hjá Ósey í Hafnarfirði árið 1999 en hann var skutlengdur árið 2008. Hann er 65 brúttótonn að stærð. Fyrsta árið eða svo verður Guðmundur skipstjóri á bátnum en seinna meir mun Einar sonur hans taka við skipstjórn. 

Heimild BB.is

            Frá komu Ásdisar IS 2 með Einar Hálfdáns is 11 i togi

 

18.05.2014 14:22

Thomson Spririt til Isafjarðar i morgun

Snemma i morgun kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarasins til Isafjarðar 

skipið heitir Thomson Spirit um borð eru 1200 farþegar og 500 manna áhöfn

nokkrir farþegar fóru með sjóferðum Hafsteins og Kittiar úti Æðey og Vigur 

alls munu  31 skip hafa viðkomu á Isafirði á komandi sumri 

                            Thomson Spirit á Isafirði i morgun 

             2609 Bliki  is leggur af stað með farþega af Thomson Spirit 

18.05.2014 13:18

Strandveiðar 2014

Þokkaleg veiði hefur verið hjá strandveiðibátum við Breiðafjörð undanfarið og hérna kemur smá myndasyrpa 

nánari upplýsingar um landanir einstakra báta má finna á www.fiskistofa.is

 
 

14.05.2014 00:10

968 Þórsnes SH 109 á landleið

                                  Þórsnesið á landleið i gær 

                                          Smá Kaldafýla 

                                Og pus á landleiðinni

 

10.05.2014 22:07

Skálaberg RE komið undir Grænleskt Flagg

Þá er það komið á hreint að Skálaberginu verður flaggað til Grænlands en eins og kunnungt er kom 

skipið til Islands 15 mai 2013 og hefur legið við bryggju siðan 

                                       Ilivileq ex(skálaberg ) i dag 10 mai

                                    Ilivileq GR 2 201 QAQORTOQ 

 

08.05.2014 14:48

7095-Ósk EA 17

Skór kafteinninn  Siguður Kristjánsson er hér á strandveiðibátnum Ósk EA 17

sem að er i eigu fjölskyldunnar en alla jafna er hann Togaraskipstjóri 

Hjá dótturfélagi  Samherja i Þýskalandi DFFU  á Baldvin NC 100

en það skip er nýkomið úr lengingu og er hið glæslegasta 

                             Siggi mundar myndavélina 

                                  Fylgist með  gestunum 

                                   Hvað er um að vera 

                                 Má ég halda áfram að veiða 

                     jæja held bara minu striki timinn er peningar 

 

07.05.2014 13:20

Sjávarutvegssýningin i Brussel 2014

I gær hófst  stærsta sjávarútvegssýning heims sem haldin er í Brussel í Belgíu á hverju ári. Sýningin stendur yfir dagana 6. til 8. maí og líkt og undanfarin ár mun HB Grandi kynna þar framleiðsluvörur sínar.
,,Þetta er tíunda sinn sem við tökum þátt undir okkar eigin vörumerki,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, í samtali á heimasíðu félagsins.
Alls munu um 20 starfsmenn félagsins taka þátt í þessum viðburði og standa vaktina á sýningarbás félagsins. HB Grandi verður sem fyrr á sama stað (sýningarbás 839-1 í höll 6) á svæði sem Íslandsstofa skipuleggur.
,,Þetta er auðvitað mjög mikilvæg sýning fyrir okkur, bæði til að hitta núverandi viðskiptavini og nýja. Það, sem verður nýtt hjá okkur að þessu sinni, er að við kynnum vörur frá dótturfyrirtæki okkar Vigni G. Jónssyni og þurrkaðar afurðir, sem bætast við í kjölfar samruna við Laugafisk.  Þá munum við sömuleiðis kynna með stolti þá alþjóðlegu vottun sem við, Íslendingar, höfum fengið á veiðar á gullkarfa með sjálfbærum hætti,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson.
Sjávarútvegssýningin í Brussel skiptist í tvo hluta. Annars vegar er sýning fyrir framleiðendur afurða og svo hins vegar þá sem framleiða tæki og þjónusta sjávarútveginn. Á vef Íslandsstofu kemur fram að alls sýna 33 fyrirtæki undir hatti merktum ICELAND á því svæði sem Íslandsstofa ráðstafar. Þar af eru 15 fyrirtæki í véla-, tækja- og þjónustuhlutanum og 18 fyrirtæki í sjávarafurðahlutanum. Að auki sýna 5 önnur íslensk fyrirtæki á sýningunni.
Á heimasíðu sjávarútvegssýningarinnar í Brussel kemur fram að búast megi við um 26.000 seljendum og kaupendum á sýninguna frá alls 146 löndum. Í fyrra sóttu hana um 26.000 aðrir gestir.   Fékk nokkrar myndir sendar i morgun  og kann ég Pétri bestu þakkir fyrir sendiinguna     myndir Pétur Sigurgeir Sigurðsson 

               Brussel © mynd Pétur Sigurgeir Sigurðsson 2014

                        Brussel © mynd Pétur Sigurgeir Sigurðsson 2014

          Brussel © mynd Pétur S Sigurðsson 2014

06.05.2014 22:30

Oddur i Nesi SI 76

Oddur i Nesi tók  hring fyrir ljósmyndara siðunnar hérna er smá brot af þvi

Haukur á kanski miða á þennan

      
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 445
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991866
Samtals gestir: 48544
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:30
www.mbl.is