Það er nóg að gera hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri um þessar mundir.
Hæst ber hjá þeim smíði á tveimur krókabátum af stærstu gerð fyrir Stakkavík í Grindavík.
Annar þeirra var sjósettur i dag og fékk nafnið Óli Á Stað GK 99
Sverris Bergsson, framkvæmdastjóri Seiglu, er því bara nokkuð ánægður með gang mála hjá fyrirtækinu, en þar eru 30 manns við vinnu.
„Það er fínt að gera hjá okkur,“ segir Sverrir í samtali við kvotinn.is. „Við erum smíða tvö skip fyrir Stakkavík.
Þau eru í nýja krókakerfið sem eru bátar undir 30 brúttótonn og allt að 15 metrar að lengd.
Þetta eru stærstu 30 brúttótonna skipin sem framleidd verða. Þau eru byggð á skipi, sem við byggðum fyrir Íslendinga, sem eru í útgerð í Noregi, sem heitir Esköy og báturinn Saga K.
Þetta er sami skrokkur en útfærður að íslenskum aðstæðum. Það má eiginlega segja að þetta séu verksmiðjur með gríðarlega góða aðstöðu fyrir áhöfnina.
Í bátnum verða fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setustofa, fullkomið og gott eldhús. Það er mikið lagt upp úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina.
Báturinn verður með beitningarvél frá Mustad og vel tækjum búinn og mikið pláss á dekki. Að sjálfsögðu verður lestin gríðarlega stór, tekur 48 kör eða um 24 tonn.
Staðan á smíðinni er góð. Það er svo stefnt að því fyrri báturinn verði til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi þann 25 sept ,“ segir Sverrir.
Bátar af þessari stærð með öllum búnaði, beitningarvél og öllum tækjum í brú kosta í kringum 200 milljónir króna að hans sögn.
. Við erum að smíða 10 metra langan bát fyrir Frakka og að vinna í bát fyrir sjóstangaveiði sem er fyrir félag á Akranesi
og þess má svo geta að við afhentum nú í janúar þjónustubát fyrir fiskeldi fyrir Færeyinga. Það er því bara bjart yfir okkur,“ segir Sverrir Bergsson.
Ljósmyndir Þorgeir Baldursson.
|