Færslur: 2014 September

30.09.2014 08:43

Hvað vita menn um þessa mynd

           Úr safni © Hreiðars Valtýrssonar 

29.09.2014 15:05

Rækjuveiðar dragast saman við Canada

   Canadiskir Eftirlitsmenn © þorgeir 

Mikill samdráttur er fyrirsjáanlegur í veiðum á kaldsjávarrækju árin. Veiðar verða bannaðar á Miklabanka á næsta ári, en kvóti þessa árs var 4.300 tonn. Lokun veiðanna bitnar mest á Kanadamönnum, en þeir höfðu 3.580 tonna heimildir nú. Bannið hefur einnig áhrif á veiðar Grænlendinga og Færeyinga, sem hafa haft nokkurn kvóta þarna.
Grænlendingar íhuga nú að lækka rækjukvótann við Grænland úr 93.300 tonnum í ár í 70.000 tonn og byggist það á ráðleggingum frá NAFO, Fiskveiðinefnd Norðvestur-Atlantshafsins.
Rækjuveiðibannið á Miklabanka tekur til veiðisvæðisins 3L, aldrei hefur verið rækjukvóti á svæðum 3N og 3O, en rækjuveiðar á svæði 3M hafa verið bannaðar lengi. Miklar sveiflur hafa verið í rækjuveiðum á Miklabanka frá aldamótum. Þá var kvótinn 6.000 og hækkaði síðan smátt og smátt upp í 30.000 tonn árið 2009, sem er mesti kvótinn þar. Síðan þá hefur veiðin legið niður á við og veður nú engin á næsta ári. Íslendingar stunduðu þarna veiðar fyrir mörgum árum en hafa ekkert veitt nú í nokkur ár í röð.
Rækjuveiðar í Barentshafi og við Svalbarða hafa einnig verið að dragast saman og hér hefur mjög lítið verið veitt af rækju undanfarin ár. Á síðasta ári varð afli hér við land 10.700 tonn og hefur farið hægt vaxandi frá því 2006, þegar aflinn varð aðeins 858 tonn. Það er minnsti rækjuafli við Ísland frá því um miðja síðustu öld. Mestur varð rækjuaflinn hins vegar 76.000 tonn árið 1995. Rækjukvótinn nú í úthafsrækju og rækju innan fjarðaer samtals innan við 10.000 tonn.
Mikill aflasamdráttur í kaldsjávarrækju bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi hefur leitt til mikilla verðhækkana að undanförnu, enda framboði í sögulegu lágmarki.

Heimild Kvotinn.is 

mynd þorgeir Baldursson 

25.09.2014 22:15

Sjávarútvegssýningin i smáranum dagur 1

Nokkrar svipmyndir af sjávarútvegssýningunni sem að birjaði i morgun i Smáranum i Kópavogi 

og verður framhaldið á morgun og laugardag mikill fjöldi lagði leið sina þangað i dag og 

búist er við talsvert fleiri á morgun og laugardaginn  en látum myndirna tala sinu máli 

 

23.09.2014 17:24

Týr kemur til Akureyrar i dag

 

Varðskipið Týr kom til Akureyrar síðdegis í dag eftir að hafa verið frá byrjun maí í leiguverkefni við Svalbarða þar sem skipið var notað til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða.  Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru í áhöfn Týs hverju sinni meðan á verkefninu stóð og var mikil ánægja með frammistöðu þeirra.

Landhelgisgæslan gerði samning við Fáfni Offshore hf um verkefnið en nýtt skip Fáfnis, Polarsyssel var afhent Sýslumanninum á Svalbarða í síðastliðinni viku. Fyrirtækið gerði samning við Sýslumanninn á Svalbarða um gæsluverkefni í kringum eyjarnar sex mánuði í senn næstu tíu árin og mun nýta hið nýja skip til þeirra verka. Skipið er fyrsta sérhæfða skip Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla og er sérstaklega hannað til að sinna verkefnum á norðlægum slóðum.  Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur haslað sér völl á sviði þjónustu við olíurannsóknir og olíuvinnslu á Norðurslóðum og hyggst enn frekar færa út kvíarnar á þeim vettvangi. 

Landhelgisgæslan hefur beint og óbeint sinnt verkefnum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða gegnum árin en mikið samstarf hefur verið milli þyrlusveitar Sýslumannsins og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Landhelgisgæslan telur afar mikilvægt að efla samstarf leitar- og björgunaraðila á Norður-Atlantshafi og hefur verkefnið eflt enn frekar samstarf milli Svalbarða og Íslands um öryggismál á Norðurslóðum.

Rekstraráætlanir Landhelgisgæslunnar fyrir árið 2014 gera aðeins ráð fyrir einu varðskipi á sjó í einu og hafa tekjur vegna verkefnissins gert Landhelgisgæslunni kleift að sinna betur björgunargetu við Ísland. Nú er verkefninu lokið og ekkert fast í hendi með frekari verkefni á næstunni. Frétt af heimasiðu landhelgisgæslunnar www.lhg.is

Myndir Þorgeir Baldursson.

        Hafnsögubáturinn Sleipnir ásamt Týr við komana til Akureyrar i dag

                               Týr kemur á bryggju Sleipnir til aðstoðar 

                  Skipverji  i endunum 

                              Sleipnir aðstoðar Týr að bryggju

                   Sigurbrandur Jakopsson  

   Maron Björnsson Yfirhafsögumaður fylgist með 

                             skipverji i brúnni á Týr fylgist með 

22.09.2014 13:36

1031 Alpha HF 32 Dregin i Krossanes

                     Sleipnir og Alpha HF  i morgun  © Þorgeir 2014 

 

 

21.09.2014 23:55

Nokkrar myndir úr safni Hreiðar Valtýrssonar

                  Sennilega Kaldbakur EA1 © Hreiðar Valtýrsson 

                          Hvaða bátur er þetta © Hreiðar Valtýrsson

                  Ólafur Magnússon EA 250 © Hreiðar Valtýrsson

20.09.2014 16:48

Gamlar myndir úr safni Hreiðars Valtýrssonar

Hérna koma fleiri myndir úr safni Hreiðars Valtýrssonar og læt ég ykkur lesendur 

góðir um af geta i eyðurnar og skrifa i athugasendadálkinn 

 

          Hvaða Bátar eru hér á siglingu © Hreiðar Valtýrsson  

                           Áhöfn Garðars EA © Hreiðar Valtýrsson 

                             Bátur á Eyjafirði © Hreiðar Valtýrsson 

19.09.2014 13:53

155-Lundey NS 14

                                   Lundey NS 14 á miðunum © mynd þorgeir Baldursson 

,Veiðiferðin byrjaði rólega og svo virðist sem að síldin sé að hverfa af grunnunum. Um leið og við færðum okkur út í djúpin fengum við hins vegar góða veiði og það var t.a.m. mjög góð veiði í nótt.“

Þetta sagði Stefán Geir Jónsson, sem var skipstjóri á Lundey NS í veiðiferðinni, við komuna til Vopnafjarðar í morgun. Hann ætlar að aflinn sé u.þ.b. 560 tonn og þar af eru um 100 tonn af makríl sem veiddist í fyrrinótt.

Stefán Geir og hans menn reyndu fyrst veiðar uppi á grunnunum fyrir austan þar sem ágæt síldveiði hefur verið að undanförnu. Þar var hins vegar lítið að sjá en hins vegar voru líflegar lóðningar frá Seyðisfjarðardjúpi og suður í Reyðarfjarðardjúp.

,,Við fórum um 15 mílur út fyrir kantinn austan við Gerpi og þar var töluvert að sjá í nótt. Það að síldin sé að dýpka á sér gæti bent til þess að hún sé að gera sig klára til að fara á hrygningarsvæðin við Noreg. Annars virðist vera nóg af síld djúpt úti fyrir öllu Norðurlandi. Skipstjóri á einu af grænlensku skipunum, sem eru á síldveiðum í grænlenskri lögsögu, sagði mér að þeir væru að fá síld á svæði norðan Halamiða og allt austur á 14°V. Það er beint norður af Langanesi. Þá veit ég til þess að mjög stór síld fékkst ánetjuð í rækjutroll norður í Skagafjarðardjúpi seint í sumar og allt þetta bendir til þess að útbreiðsla síldarstofnsins sé e.t.v. meiri en menn hafa almennt talið,“ sagði Stefán Geir Jónsson.

Nú er verið að landa úr Ingunni AK á Vopnafirði og lýkur því verki í kvöld. Þá kemur röðin að Lundey og ætti skipið að komast aftur til veiða seint annað kvöld eða aðra nótt. Faxi RE er að veiðum á Austfjarðamiðum.

www.hbgrandi.is 

19.09.2014 07:04

2841 Óli Á Stað GK 99 Nýsmiði hjá Seiglu i Prufusiglingu i gær

2841Óli Á Stað GK 99 fór i prufusiglingu i gær og i dag verður unnið i bátnum og mun honum 

svo verða siglt til Reykjavikur i kvöld þar sem að hann verður tekin á land og fluttur 

á Sjávarútvegssýninguna i Smáranum  Kópavogi sem að hefst eftir 6 daga 

þann 25 sept -27 hérna koma nokkar myndir af bátnum á siglingu i gær 

                          Á siglingu á pollinum i gær © þorgeir 2014

                               Óli Á  Stað GK 99 © Þorgeir 2014

                              Óli Á Stað GK 99 © Þorgeir 2014

               ÓLI Á STAÐ GK 99 Leggur i hann ©  Þorgeir 2014

16.09.2014 20:50

2350 Árni Friðriksson RE 200

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 sem að hefur verið i slipp á Akureyri undanfarið i ýmsu viðhaldi 

og i dag var verið að gera skipið klárt meðal annas lá skipið við ankeri meðan verið var að stilla tæki og tól 

sem að tengjast rannsóknarvinnunni um borð og nú undir kvöld var allt tilbúið til brottfarar og hélt skipið frá um kl 20 

áleiðis til loðnurannsókna og er áætlað að túrinn taki 3 vikur

skipstjóri er Guðmundur Bjarnasson og Leiðangurstjóri Sveinn Sveinbjörnsson 

               Árni Friðriksson RE á Eyjafirði i morgun © ÞORGEIR 2014

                    Legið fyrir föstu i morgun á pollinum © Þorgeir 2014

         Árni Friðriksson RE siglir úr Eyjafjörð i Kvöld © Þorgeir 2014

15.09.2014 21:45

Gamlar Sildarmyndir úr safni Hreiðars Valtýrsonar

I dag barst mér skemmtilegur myndapakki með gömlum skipamyndum og fólki i vinnu nokkuð gamlar en

þær eru i eigu Hreiðars Valtýrssonar en afi hans og alnafni var útgerðarmaður Þórðar Jónassonar EA 350

en ég mun birta þær i nokkrum áföngum svo að þið kæru vinir getið kommentað á þær 

                    Þórður Jónasson EA 350 © Hreiðar Valtýrsson 

                    Þórður Jónasson EA350 © Hreiðar Valtýrsson 

                     Hvaða skip er þetta © Hreiðar Valtýrsson 

13.09.2014 21:37

2841-ÓLI Á Stað Gk 99 Sjósettur i dag

Það er nóg að gera hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri um þessar mundir.

Hæst ber hjá þeim smíði á tveimur krókabátum af stærstu gerð fyrir Stakkavík í Grindavík.

Annar þeirra var sjósettur i dag og fékk nafnið Óli Á Stað GK 99 

Sverris Bergsson, framkvæmdastjóri Seiglu, er því bara nokkuð ánægður með gang mála hjá fyrirtækinu, en þar eru 30 manns við vinnu.

„Það er fínt að gera hjá okkur,“ segir Sverrir í samtali við kvotinn.is. „Við erum smíða tvö skip fyrir Stakkavík.

Þau eru í nýja krókakerfið sem eru bátar undir 30 brúttótonn og allt að 15 metrar að lengd.

Þetta eru stærstu 30 brúttótonna skipin sem framleidd verða. Þau eru byggð á skipi, sem við byggðum fyrir Íslendinga, sem eru í útgerð í Noregi, sem heitir Esköy og báturinn Saga K.

Þetta er sami skrokkur en útfærður að íslenskum aðstæðum. Það má eiginlega segja að þetta séu verksmiðjur með gríðarlega góða aðstöðu fyrir áhöfnina.

Í bátnum verða fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setustofa, fullkomið og gott eldhús. Það er mikið lagt upp úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina.

Báturinn verður með beitningarvél frá Mustad og vel tækjum búinn og mikið pláss á dekki. Að sjálfsögðu verður lestin gríðarlega stór, tekur 48 kör eða um 24 tonn.

Staðan á smíðinni er góð.  Það er svo stefnt að því fyrri báturinn verði til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi þann 25 sept ,“ segir Sverrir.

Bátar af þessari stærð með öllum búnaði, beitningarvél og öllum tækjum í brú kosta í kringum 200 milljónir króna að hans sögn.


. Við erum að smíða 10 metra langan bát fyrir Frakka og að vinna í bát fyrir sjóstangaveiði sem er fyrir félag á Akranesi

og þess má svo geta að við afhentum nú í janúar þjónustubát fyrir fiskeldi fyrir Færeyinga. Það er því bara bjart yfir okkur,“ segir Sverrir Bergsson.

 Ljósmyndir Þorgeir Baldursson.

 

12.09.2014 10:17

Sólberg Ehf kaupir Gunnbjörn is

Sól­berg ehf., sem er í eigu Arn­ars Kristjáns­son­ar, skip­stjóra og út­gerðar­manns á Ísaf­irði, hef­ur keypt tog­ar­ann Gunn­björn ÍS af út­gerðarfé­lag­inu Birni ehf. Sól­berg ehf.

kaup­ir tog­ar­ann með veiðiheim­ild­um í út­hafs­rækju og ætl­ar að veiða rækju fyr­ir rækju­verk­smiðjuna Kampa ehf. á Ísaf­irði, sam­kvæmt fréttBæj­ar­ins besta.

„Það verður unnið að því núna að koma hon­um í drift sem fyrst og halda til veiða,“ seg­ir Arn­ar. Hann hef­ur um ára­bil gert út tog­skipið Ísborg ÍS

og seg­ir Arn­ar að hann ætli að gera út bæði skip­in til að byrja með, hvað sem síðar verður. 

Gunn­björn var smíðaður í Flekk­efjord í Nor­egi árið 1973 fyr­ir Kaup­fé­lag Dýrfirðinga og hét lengst af Fram­nes.

Íshús­fé­lag Ísfirðinga keypti Fram­nes af Kaup­fé­lagi Dýrfirðinga. Íshús­fé­lag Ísfirðinga sam­einaðist inn í Hraðfrysti­húsið - Gunn­vör og gerði HG Fram­nes út á rækju til 2005

þegar HG hætti rækju­vinnslu. Birn­ir ehf. keypti tog­ar­ann skömmu síðar og gerði hann út á rækju und­ir nafn­inu Gunn­björn en hann hef­ur ekki verið á veiðum frá því í októ­ber í fyrra.

         1327 Gunnbjörn is 302 á Rækjuveiðum útifyrir norðurlandi © þorgeir 

                            78 Isborg IS 250 á Rækjuveiðum © þorgeir

10.09.2014 18:59

2147-Sæborg NS 40

             2178 Sæborg NS 40 mynd þorgeir Baldursson 2014

 

 

Mikið af makríl virðist nú vera á Bakkaflóa og fékk smábátur þaðan þrjú tonn rétt fyrir utan höfnina, þegar hann var á leið vestur til að fara á makríl.

Um helmingur aflans var fiskur stærri en 600 grömm. Makríll hefur einnig veiðst á Berufirði. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda

í eftirfarandi færslu í dag:
„Eins og fram hefur komið eru margir smábátaeigendur þeirra skoðunar að auglýsing um stöðvun makrílveiða frá og með 5. september hafi ekki átt rétt á sér.  Bent hefur verið á að auglýsinguna hefði ekki átt að birta fyrr en búið væri að veiða það magn sem tilheyrði 3. tímabili makrílveiða smábáta.

Það tímabil hófst 1. september og voru 1200 tonn eyrnamerkt til veiða á því.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu höfðu færabátar veitt alls 6.682 tonn í júlí og ágúst.  Heildarveiðin nú er komin í 7.455 tonn og því ætti með réttu að vera eftir 407 tonn.
Enn hefur sjávarútvegsráðherra ekki brugðist við brýningu LS sem honum var send sl. föstudag.  Makrílveiðimenn trúa ekki öðru en ráðherra heimili áframhaldandi veiðar og bíða því í ofvæni eftir að heyra frá ráðherra.
Frá Vopnafirði bárust þær fréttir að Sæborg NS 40 sem kláraði að útbúa sig á makríl nú um mánaðarmótin hefði fengið 3 tonn rétt fyrir utan höfnina í Bakkafirði.  Eigandi Sæborgar, Jón Svansson, staðfesti þetta og sagði allt vaðandi í makríl þar.  Hann hefði verið á leið á miðin við Snæfellsnes til að ná einhverju af þeim 1200 tonnum sem veiða átti í september.  Ákvörðun um stöðvun setur hins vegar strik í fyrirætlanir Jóns ásamt því að hamla honum frekari rannsóknum og veiðum í Bakkaflóa.  Þess má geta að 47% af aflanum hjá Sæborgu var makríll að stærðinni 600+.
Fréttirnar eru sérlega athyglisverðar þar sem Austfirðir hafa setið nokkuð á hakanum hvað sókn í þá varðar, ef undan er skilinn Berufjörður

þar sem Öðlingur SU hefur verið við veiðar.“

Heimild Kvotinn.is

mynd þorgeir Baldursson 

 

 

 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is