Færslur: 2014 Nóvember

30.11.2014 21:16

Bræla á miðunum

Skita bræla er á miðunum og nokkur skip kominn i var undir Grænuhlið og fleiri á leiðinni 

          Sólbakur EA 7 i dag Sóley Sigurjóns GK 200 © Þorgeir Baldursson

30.11.2014 13:48

Kolmunnafréttir JK SU 111

Smá fréttir af okkur A facebook siðu Jóns Kjartanssonar su 11.

Staddir suðaustur af Færeyjum í góðu veðri, þokkaleg veiði komnir með 1200 tonn í fjórum hölum sem hafa verið lengi dregin.

Veðurútlit gott fyrir næsta sólahring allavega.

Myndin sem fylgir er frá því í gær tekin af kokknum Sævar Guðnason ogRagnar Eðvarðsson 2. Stýrimaður fylgist með dælingu.

 

  Kolmunnadæling um borð I Jóni Kjartanssyni © mynd Sævar Guðnasson 2014

30.11.2014 12:52

Þingey ÞH 51

        Þingey ÞH 51 á siglingu á Eyjafirði © Mynd þorgeir Baldursson 

Hver er saga þessa Báts 

29.11.2014 12:19

1944 Bjarnveig RE 98

Nú spyr ég hvað getið þig sagt mér um þennan bát Félagar

Árni björn www.aba.is Þorsteinn Pétursson og Haukur Sigtryggur 

      1944  Bjarnveig RE98  Ljósmyndari Páll A Pálsson Akureyri

I framhaldi af þessum skrifum Sendi Árni Björn mér myndir og Teksta sem að er eftirfarandi

 

Stærð: 22,54 brl. Smíðaár 1988. Eik og fura.
Stokkbyrtur þilfarsbátur. Vél 193 ha. Volvo Penta.

Þar sem þessi bátur var síðasti eikarbátur, sem Slippstöðin hf. smíðaði þá verður honum gerð ögn betri skil en öðrum hliðstæðum bátum stöðvarinnar.

Kjölur var lagður að bátnum árið 1975 en vegna þverrandi eftirspurnar eftir slíkum bátum þá var smíði hans ekki lokið fyrr en árið 1988. 

Kaupsamningur að bátnum var gerður við Fiskrétti hf. Hafnarfirði og var báturinn útbúinn til veiða á trjónukrabba. Minna varð þó úr þeim veiðum en vonir stóðu til og var báturinn seldur til Þingeyrar 11. maí 1989 og fékk þá nafnið Tjaldanes ÍS-522.

Árið 1991 breytist nafn bátsins í Tjaldanes ll Ís-522 en áfram var hann þó gerður út af sömu aðilum.

Þann 14. júní 1995 var báturinn seldur til Hornafjarðar og fékk þar nafnið Von SF- 1.

Eigandi hans þar er skráður Slippstöðin hf., sem sennilega helgast af því að báturinn hefur ekki verið að fullu greiddur og stöðin átt veð í honum.

Nokkrum mánuðum seinna eða 15. janúar 1996 er Páll Guðmundsson skráður eigandi bátsins, sem fær nafnið Von SF-101 frá og með 14. nóvember 1996. 

Skráður eigandi frá 14. apríl 2000 er Landsbanki Íslands en frá 25. janúar 2001 er það Magnús Þorgeirsson og í hans eigu fær báturinn nafnið Afturelding KÓ-2.

Þann 11. júlí 2001 er nafnið Aðalvík BA-109 komið á bátinn og er hann þá kominn til Bíldudals. Skráður eigandi hans frá 23. janúar 2002 er Eygó ehf.

 

 

Eins og fram hefur komið þá var þetta seinasti stokkbyrti eikarbáturinn, sem smíðaður var hjá Slippstöðin hf. og stóð smíði hans yfir með hléum í þrettán ár. Vegna þessa langa verktíma þá var báturinn notaður til sveinsprófa fyrir skipasmíðanema og munu fjórir til fimm skipasmiðir eiga sveinsstykki sín um borð í bátnum.

Báturinn hét Aðalvík BA-109 er hann var tekinn úr rekstri og af skrá 27. sept. 2004. Dagar bátsins voru þó ekki aldeilis taldir þó að hann væri tekin af skipaskrá því að hann var seldur til Danmerkur 15. nóvember 2004 og heitir nú Sandvik HM-123 með heimahöfn í Hanstholm. 

Og hérna koma nokkar myndir sem að Páll A Pálsson Ljósmyndari tók og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

Og eins Árna Birni sem að er með bátavefinn www.aba.is fyrir tekstann hér að ofann

 


© Páll 

 © Páll 

 © Óþekkur

  © Af netinu

28.11.2014 23:36

Allveg Galið að gera

Það er búið að vera alveg galið að gera undanfarnar vikur. Við erum að ná í skottið á okkur núna og vinnan að komast í eðlilegt horf, það er að segja ef hitt kallast óeðlilegt. Uppi í dokkinni er Huginn VE og í sleðanum er Barði NK. Við kajann eru Reval Viking og Frosti ÞH. Oft er daufasti tíminn í þessu frá nóvember til febrúar, en nóvember í ár hefur verið ótrúlegur. Ég held við höfum aldrei haft jafn mikið að gera eins og í þessum mánuði og oft hefur verið mikið að gera. Við kvörtum ekki,“ sagði Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri, þegar kvotinn.is sló á þráðinn til hans.
„Þetta er svona hefðbundið viðhald og breytingar og lagfæringar. Svona bland í poka. Svo eru fleiri skip væntanleg. Skinney SF frá Hornafirði er að koma á mánudag og Þórir sem líka er gerður út af Skinney Þinganesi á Höfn er að koma viku síðar og eitthvað meira er væntanlegt. Við höfum því nóg að gera út árið og erum giska kátir með okkur.
Síðasta vetur vorum við með 600 milljóna króna verkefni við smíði búnaðar á vinnsludekk í tvo togara sem voru í byggingu niðri í Tyrklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur afslíku, bæði nýsmíði og svo er í þessum togurum á millidekkinu alltaf eitthvað af viðgerðum. Þessi búnaður er keyrður allan sólarhringinn þannig að hann slitnar, sem betur fer. Við erum bara eins og bílaverkstæði, við lifum bæði á viðhaldi og óhöppum og tjóni. Við þurfum ekkert að vera feimnir að viðurkenna það.“
Þá hefur verið mikið að gera í færavindunum á vorin og sumrin. „Síðasta ár í vindunum var einfaldlega frábært eins og síðustu ár hafa verið í þeim. Það varð sprenging i þessu þegar strandveiðarar og krókaveiðarnar á makrílnum komu til. Við notum haustið og veturinn til að smíða vindur til að eiga á lager fyrir vertíðina á vorin. Við myndum ekki ná að framleiða eftir hendinni. Því byggjum við upp lager. Við höfum því í nógu að snúast á öllum vígstöðvum. Þetta verður því gott ár eins og öll níu árin síðan við byrjuðum. Við höfum verið svo lánssamir að eiga trygga viðskiptavini og mannskap til að vinn verkin vel. Sé þetta tvennt í sæmilegu standi þarf engu að kvíða,“ sagði Anton.
Á með fylgjandi mynd er Huginn VE í slipp á Akureyri. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Heimild Kvotinn.is

                           Huginn i Flothvinni hjá slippnum © þorgeir 2014

             Kanturinn þéttsetinn © mynd þorgeir Baldursson 2014

          Norma Mary H110 i Flotkvinni  © mynd þorgeir 2014

     Allar brautir og sleðar fullir af skipum © þorgeir Baldursson 2014

          Seð yfir svæði Slippsins úr Valaheiðinni  © þorgeir Baldursson 2014

28.11.2014 21:30

Meira af Tasiilaq

Hérna koma fleiri myndir af komu Tasiilaq til Eyja það var að sjálfsögðu Óskar Pétur Friðriksson 

Ljósmyndari Eyjafrétta sem að sendi mér þessar myndir OG kann ég honum bestu þakkir fyrir 

En lárum myndirna tala sinu máli 

                    Komið inni Höfnina © mynd Óskar Pétur Friðriksson 

            

        Lagst að bryggju Júpiter fyrir aftan mynd Óskar Pétur 2014

 Gert Klárt fyrir Dælingu Mynd  Óskar Pétur 

                     Allt að gerast mynd Óskar Pétur 2014

  Sett á stopp þegar búið var að binda Sturla Einarsson skipstjóri © ÓPF

27.11.2014 16:54

Tasiilaq GR 6-41kemur til Eyja

i Gær landaði Tasiilaq i eyjum og var aflinn hrat sem að fór i bræðslu hjá Fiskimjölsverksmiðjunni 

og siðan var haldið af stað til Danmerkur þar sem að munu fara fram endurnýjun á ibúðum 

i afturskipnu en skipið stendst ekki danskar hávaðastuðla skipið var einnig með um 600 tonn af frosinni 

loðnu sem að verður landað i Hirsals og er búist við þvi að verkið taki um tvo mánuði i heildina 

         Skipverjar á Tasiilaq mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Meira um þetta á Miðnætti 

25.11.2014 22:53

Taurus EK 9914

Taurus EK  á siglingu á Eyjafirði i lok Október á leið til löndunnar og er skipið 

nú á landleið til Hafnarfjarðar þar sem að veiðin hefur dregist saman á slóðinni 

við Svalbarða að sögn heimildarmanns sem að ég talaði við 

             Taurus Ek 9914 á fullri ferð 12,2 sjómh mynd Þorgeir 2014

                                      Taurus mynd þorgeir 2014

                           Taurus EK 9914 © þorgeir 2014

                       Tekinn hringur fyrir Ljósmyndarann © þorgeir 2014

                     Tekið á móti Springnum © þorgeir 2014

          Gert klárt að setja fast © þorgeir Baldursson 2014

       Allt klárt hjá okkur © þorgeir 2014

 

 

23.11.2014 00:23

Laugardagskaffi i Húna 11 EA 740

Þokkaleg mæting var i laugardagskaffið i Húna i gærmorgun  og læt ég myndirnar tala sinu máli 

en þið megið merkja þá sem að þið þekkið og hafið nöfnin á 

                                      Þorsteinn Pétursson 

                    Ingi P Árni Björn Haukur Sigtryggur og  ?

                            Viðir Ben skipst á Húna 

                 Gylfi Bald og Ellert skipstjórar Á Húna 

                                Gústi p steini p ? og Gunni Árna 

                        Steini P Gunni Árna Ellert og Gústi P 

                                                Tveir Góðir  

                            Þorgeir og Haukur Sigtryggur 

        Þorsteinn Jóhannsson sá allt tvöfallt 

                                Spáð i spilin    

 

23.11.2014 00:00

Gömul siladarmynd

          Hvar er þessi mynd tekin © úr safni Hreiðars Valtýssonar 

22.11.2014 21:39

Ontika EK 0101 Tallin

Ontika EK 0101 fór frá bryggju um kl 16 i dag en þurfti aðstoð aftur vegna einhverjar bilunnar 

hérna koma tvær myndir af henni á Eyjafirðinum i dag 

               Ontika EK 0101 Tallin © mynd þorgeir Baldursson 2014

      Sleipnir og Ontika á Eyjafirði seinnipartinn i dag © Þorgeir 2014

22.11.2014 16:57

Loðnuveiðar á Tuneq i Nóv 2014

        

                Trollið tekið á Tuneg á Grænlandsmiðum i Nóv 2014

                 Strákarnir á Vaktinni Kampakátir © þorgeir 2014

         Eins og sést er svalt á veiðislóðinni við Grænland © þorgeir 2014

22.11.2014 14:26

Polar Amaroq með 2.000 tonn af loðnu

                     Polar Amaroq  Dælir úr pokanum 

        Dælan staðsett að aftan svo að ekki þarf að taka pokann á siðuna 

Grænlenska skipið Polar Amaroq kom með fyrsta loðnufram haustsins til Neskaupstaðar hinn 13. nóvember sl.

Strax að lokinni löndun var aftur haldið til veiða í grænlensku lögsögunni.

Um hádegisbil í gær hafði heimasíðan samband við Halldór Jónasson skipstjóra en þá var verið að taka síðasta hol veiðiferðarinnar.

„Við munum leggja af stað til Neskaupstaðar nú eftir hádegið og aflinn verður um 2000 tonn, þar af eru um 680 tonn fryst,“ sagði Halldór.

Þessi afli er fenginn í átta holum. Bestu holin voru fyrst en þá tókum við þrjú 300 tonna hol en síðan hefur aflinn farið minnkandi og í síðustu holunum hefur hann verið um 150 tonn í hverju holi.

Þá hefur loðnan einnig farið minnkandi eftir því sem liðið hefur á túrinn; við erum að fá mun smærra síli nú en í upphafi veiðiferðar.

Ísinn hefur sótt að okkur og er búinn að hrekja okkur frá því svæði sem við hófum veiðar á. Við erum nú staddir um 100 mílur norð-norðvestur úr Horni um það bil 10 mílur inn í grænlensku lögsögunni.

Við reiknum með að verða í Neskaupstað seint annað kvöld,“ sagði Halldór að lokum í samtalinu í gær.

. Ljósm. Þorgeir Baldursson.

www.svn.is

 

22.11.2014 12:05

Nýr Venus Sjósettur um næstu Mánaðarmót

Fyrirhuguð afhending í apríl á næsta ári.

 

       Venus Ns   i Tyrknesku Skipasmiðastöðinni © MYND Þórarinn Sigurbjörnsson 

Sjósetning Venusar NS, annars tveggja nýrra uppsjávarveiðiskipa HB Granda sem eru í smíðum í Tyrklandi, er fyrirhuguð um næstu mánaðamót. Stefnt er á að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda.

Að sögn Þórarins Sigurbjörnssonar, sem hefur eftirlit með verkinu í Celiktrans Deniz Insaat Ltd skipasmíðastöðinni í Istanbul, hefur vinnu miðað ágætlega upp á síðkastið en smíði skipsins er þó enn á eftir áætlun.

,,Hér er grenjandi rigning og verður næstu dagana ef eitthvað er að marka veðurspár,“ sagði Þórarinn er rætt var við hann.

,,Nú er mest unnið við það sem þarf að klára fyrir sjósetningu skipsins. Það er búið að ganga frá stýri, skrúfubúnaði, hliðarskrúfum og verið er að ganga frá botnstykkjum. Þá er einnig unnið að því að undirbúa sleðann, sem skipið verður dregið á út í flotkví fyrir sjósetningu,“ segir Þórarinn. Að hans sögn er einnig unnið að því að að taka spil og krana um borð, tengja rafmagn, setja upp veggeiningar í íbúðum, ganga frá röralögnum og mála sjókæligeyma.

Til upprifjunar má geta þess að HB Grandi samdi við tyrknesku stöðina um smíði tveggja uppsjávarveiðiskipa. Þau eru 80,3 metrar á lengd og 17,0 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðalvél. Fyrra skipið, Venus NS, á að vera tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári og afhending seinna skipsins, Víkings AK 100, verður  í október sama ár. Þá hefur HB Grandi samið við sömu skipasmíðastöð um smíði þriggja nýrra ísfisktogara sem fá munu nöfnin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE. Tvö fyrrnefndu skipin verða afhent á árinu 2016 en Viðey RE verður tilbúin til afhendingar á árinu 2017.

af vef Fiskifrétta

 

19.11.2014 12:37

Viðhaldið Sjósett

Þeir voru hressir þessir tveir heiðursmenn sem að voru að sjósetja bátinn sinn um daginn 

i Hafnarfjarðarhöfn og þegar ég spurði af hverju báturinn hefði þetta óvenjulega nafn Viðhaldið 

sagði annar þeirra að konan sin hefði sagt við sig að hann eyddi meiri tima i bliskúrnum

við uppgerð Bátsins heldur en með sér og þvi fékk báturinn þetta nafn 

                            Klár til Sjósetningar © þorgeir 2014

                           Viðhaldið Sjósett © þorgeir 2014

                         Kominn á flot © þorgeir 2014

                Haldið i myndahring fyrir ljósmyndarann þorgeir 2014

                                 Á fullu ferðinni   ©  þorgeir 2014

                                  hringurinn tekin © þorgeir 2014

                           Gert klárt til veiða © Þorgeir 2014

      Haldið til veiða i bliðunni frá Hafnarfirði ©  þorgeir 2014

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1902
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1063176
Samtals gestir: 50976
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 12:49:16
www.mbl.is