Færslur: 2014 Nóvember30.11.2014 21:16Bræla á miðunumSkita bræla er á miðunum og nokkur skip kominn i var undir Grænuhlið og fleiri á leiðinni
Skrifað af Þorgeir 30.11.2014 13:48Kolmunnafréttir JK SU 111Smá fréttir af okkur A facebook siðu Jóns Kjartanssonar su 11. Staddir suðaustur af Færeyjum í góðu veðri, þokkaleg veiði komnir með 1200 tonn í fjórum hölum sem hafa verið lengi dregin. Veðurútlit gott fyrir næsta sólahring allavega. Myndin sem fylgir er frá því í gær tekin af kokknum Sævar Guðnason ogRagnar Eðvarðsson 2. Stýrimaður fylgist með dælingu.
Skrifað af Þorgeir 30.11.2014 12:52Þingey ÞH 51
Skrifað af Þorgeir 29.11.2014 12:191944 Bjarnveig RE 98Nú spyr ég hvað getið þig sagt mér um þennan bát Félagar Árni björn www.aba.is Þorsteinn Pétursson og Haukur Sigtryggur
Skrifað af Þorgeir 28.11.2014 23:36Allveg Galið að geraÞað er búið að vera alveg galið að gera undanfarnar vikur. Við erum að ná í skottið á okkur núna og vinnan að komast í eðlilegt horf, það er að segja ef hitt kallast óeðlilegt. Uppi í dokkinni er Huginn VE og í sleðanum er Barði NK. Við kajann eru Reval Viking og Frosti ÞH. Oft er daufasti tíminn í þessu frá nóvember til febrúar, en nóvember í ár hefur verið ótrúlegur. Ég held við höfum aldrei haft jafn mikið að gera eins og í þessum mánuði og oft hefur verið mikið að gera. Við kvörtum ekki,“ sagði Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri, þegar kvotinn.is sló á þráðinn til hans. Heimild Kvotinn.is
Skrifað af Þorgeir 28.11.2014 21:30Meira af TasiilaqHérna koma fleiri myndir af komu Tasiilaq til Eyja það var að sjálfsögðu Óskar Pétur Friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta sem að sendi mér þessar myndir OG kann ég honum bestu þakkir fyrir En lárum myndirna tala sinu máli
Skrifað af Þorgeir 27.11.2014 16:54Tasiilaq GR 6-41kemur til Eyjai Gær landaði Tasiilaq i eyjum og var aflinn hrat sem að fór i bræðslu hjá Fiskimjölsverksmiðjunni og siðan var haldið af stað til Danmerkur þar sem að munu fara fram endurnýjun á ibúðum i afturskipnu en skipið stendst ekki danskar hávaðastuðla skipið var einnig með um 600 tonn af frosinni loðnu sem að verður landað i Hirsals og er búist við þvi að verkið taki um tvo mánuði i heildina
Skrifað af Þorgeir 25.11.2014 22:53Taurus EK 9914Taurus EK á siglingu á Eyjafirði i lok Október á leið til löndunnar og er skipið nú á landleið til Hafnarfjarðar þar sem að veiðin hefur dregist saman á slóðinni við Svalbarða að sögn heimildarmanns sem að ég talaði við
Skrifað af Þorgeir 23.11.2014 00:23Laugardagskaffi i Húna 11 EA 740Þokkaleg mæting var i laugardagskaffið i Húna i gærmorgun og læt ég myndirnar tala sinu máli en þið megið merkja þá sem að þið þekkið og hafið nöfnin á
Skrifað af Þorgeir 23.11.2014 00:00Gömul siladarmynd
Skrifað af Þorgeir 22.11.2014 21:39Ontika EK 0101 TallinOntika EK 0101 fór frá bryggju um kl 16 i dag en þurfti aðstoð aftur vegna einhverjar bilunnar hérna koma tvær myndir af henni á Eyjafirðinum i dag
Skrifað af Þorgeir 22.11.2014 16:57Loðnuveiðar á Tuneq i Nóv 2014
Skrifað af Þorgeir 22.11.2014 14:26Polar Amaroq með 2.000 tonn af loðnu
Skrifað af Þorgeir 22.11.2014 12:05Nýr Venus Sjósettur um næstu MánaðarmótFyrirhuguð afhending í apríl á næsta ári.
Sjósetning Venusar NS, annars tveggja nýrra uppsjávarveiðiskipa HB Granda sem eru í smíðum í Tyrklandi, er fyrirhuguð um næstu mánaðamót. Stefnt er á að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Að sögn Þórarins Sigurbjörnssonar, sem hefur eftirlit með verkinu í Celiktrans Deniz Insaat Ltd skipasmíðastöðinni í Istanbul, hefur vinnu miðað ágætlega upp á síðkastið en smíði skipsins er þó enn á eftir áætlun. ,,Hér er grenjandi rigning og verður næstu dagana ef eitthvað er að marka veðurspár,“ sagði Þórarinn er rætt var við hann. ,,Nú er mest unnið við það sem þarf að klára fyrir sjósetningu skipsins. Það er búið að ganga frá stýri, skrúfubúnaði, hliðarskrúfum og verið er að ganga frá botnstykkjum. Þá er einnig unnið að því að undirbúa sleðann, sem skipið verður dregið á út í flotkví fyrir sjósetningu,“ segir Þórarinn. Að hans sögn er einnig unnið að því að að taka spil og krana um borð, tengja rafmagn, setja upp veggeiningar í íbúðum, ganga frá röralögnum og mála sjókæligeyma. Til upprifjunar má geta þess að HB Grandi samdi við tyrknesku stöðina um smíði tveggja uppsjávarveiðiskipa. Þau eru 80,3 metrar á lengd og 17,0 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðalvél. Fyrra skipið, Venus NS, á að vera tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári og afhending seinna skipsins, Víkings AK 100, verður í október sama ár. Þá hefur HB Grandi samið við sömu skipasmíðastöð um smíði þriggja nýrra ísfisktogara sem fá munu nöfnin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE. Tvö fyrrnefndu skipin verða afhent á árinu 2016 en Viðey RE verður tilbúin til afhendingar á árinu 2017. af vef Fiskifrétta
Skrifað af Þorgeir 19.11.2014 12:37Viðhaldið SjósettÞeir voru hressir þessir tveir heiðursmenn sem að voru að sjósetja bátinn sinn um daginn i Hafnarfjarðarhöfn og þegar ég spurði af hverju báturinn hefði þetta óvenjulega nafn Viðhaldið sagði annar þeirra að konan sin hefði sagt við sig að hann eyddi meiri tima i bliskúrnum við uppgerð Bátsins heldur en með sér og þvi fékk báturinn þetta nafn
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1902 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1063176 Samtals gestir: 50976 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 12:49:16 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is