Færslur: 2014 Desember

29.12.2014 23:54

Nuevo Barca EX Vesturvon

                                                   Nuevo Barca Mynd Shippspotting.com

Fyrrverandi færeyski  Flakafrystitogarinn  Vesturvón hefur nú fengið nafnið Nuevo Barca og heimahöfn  í Vigo í Spáni.

 

Það var i vor félag i eigu  Anfinn Olsen í Fuglafirði keypti Verksmiðjutogarann Odra frá Þýska félaginu DFFU

 og skrásetti skipið í færeyska flotanum fyrir Vesturvón. Skipið fekk nafnið Akraberg, Sem að er kennt við skipsnafn í Fuglafirði.

Vesturvón fór seinnipart sumars  niður til þýskalands þar skipið hefur legið þar til nú. Nuevo Barca er nú á leið til spánar

 og verður sennilega í Vigo sunnudaginn.Vesturvón var smiðuð 1987. Það var Ólavur Petersen og fleiri

 sem létu smiða skipið en fyrir nokkrum árum keypti   Anfinnur Olsen skipið. Vesturvón var skrásett í Sørvági öll árin

 og var skipið með heimahöfn i Færeyjum alla tið 

29.12.2014 23:21

Fáir á sjó

                         Eldborg  Ek    © Mynd Þorgeir Baldursson 

Nú eru 49 íslensk skip á sjó við landið. Lítið er um sjósókn milli jóla og nýár, en fiskiskipum er óheimilt að stuða veiðar yfir jól og áramót. Þau mega hins vegar fara á sjá á miðnætti annars dags jóla og vera að fram að hádegi gamlársdags. Eftir skulu þau frá í landi fram yfir nýárdag. Á árum áður tíðkaðist það að skip stunduðu veiðar yfir jól og áramót ef fiskað var í siglingu fyrir Bretland eða Þýskaland. Þá fóru togararnir gjarna út um miðjan des og voru að veiðum til áramót og síðan settur kúrsinn út. Nú hafa slíkar siglingar með freskan fisk alveg lagst af, en þegar þær voru við lýði fékkst að jafnaði hæsta fiskverð ársins og met slegið í fisksölum fyrstu daga janúar, bæði í Bretlandi og Þýskalandi.
Þetta við fiskiskipin en engin farskip eru nú skráð á Íslandi. Önnur skip en fiskiskip, sem skrá eru á Íslandi eru því ferjur eins og Herjólfur, Baldur og Sæfari, dýpkunarskip og skip sem vinna til dæmis að þangskurði, varðskip og rannsóknaskip. Þetta allt leiðir að sér að ekkert íslenskt skip var skráð á sjó yfir jólin og verður sama staða uppi um áramótin. Reyndar er á þessu ein undantekning, en það er varðskipið Týr, sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi.
Skipin sem eru að veiðum nú eru annaðhvort togarar er stærri skip, enda stefnir í leiðindaveður seinna í dag, einkum við sunnan- og vestanvert landið. Skipin eru flest að fiska fyrir vinnslur í landi sem senda fiskinn utan með flugi flakaðan ferskan, en mikil eftirspurn er eftir nýmetinu um og eftir áramótin.  www.kvotinn.is

 

26.12.2014 14:14

Bryggjurúntur Jólaskipamyndir

Nokkrar jólaskipamyndir teknar i nótt

              Baldvin NC 100  © Þorgeir Baldursson    26  des 2014

                Glæsilegur með flotta seriju © Þorgeir Baldursson

             BB siðan er ekki siðri  © Mynd Þorgeir Baldursson 

                    Kaldbakur EA 1 © þorgeir Baldursson 2014

    Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Oddeyrin EA 210 © Þorgeir Baldurson 2014

   Hvalaskoðunnarbáturinn Ambassador © þorgeir Baldursson 2014

           Ambassador Oddeyrin Vilhelm og Varðskipið Ægir ©  þorgeir 2014

        Smábátahöfnin Bótin  ©   Myndir Þorgeir Baldursson 2014

14.12.2014 21:47

Smábáta höfnin Bótin i Vetrarham i dag

Nokkar myndir úr Bótinni i dag það hefur snjóað helling siðustu daga eins og þessar myndir bera með sér 

                             Eins og sjá má er búið að snjóa vel 

                         svona var i Bótinni um miðjan dag 

                        Eikarbátarnir stóðu sig með prýði 
                                       Svona var þetta i dag 

11.12.2014 17:58

Stigandi ve

     Stogandi ve 

07.12.2014 22:47

Varðskipið Þór á góðri siglingu

Það er sannarlega gaman að sjá hið Glæsilega  varðskip okkar á 15 milna ferð

en flugdeild LHG tók þessar myndir á dögunum

og fékk ég leyfi Hrafnhildar Stefánsdóttur  til að birta þær hérna 

           Þór á siglingu     © mynd flugdeild Landhelgisgæslunnar 2014

                              Smá pus   © mynd Flugdeild LHG

             Þór liftir sér á 15 milunum © Mynd Flugdeild LHG 

                                 Meira Pus    ©  mynd Flugdeild LHG  

 

04.12.2014 20:28

Kynslóðaskipti i Köfun á Isafirði

Það þykir til tiðinda þegar ungir menn taka við feðrum sinum eins og er að gerast á isafirði 

þar sem að Hafsteinn Ingólfsson hefur stundað köfun um áraraðir og nú er Stefán sonur 

hans að taka við og hérna sjáum við þá feðga gera sig klára við togarann Ásbjörn RE sem 

að hafði fengið i skrúfuna og var dreginn inn til Isafjsarðar af Sturlaugi H Böðvarssyni Ak 

Myndirnar tók Halldór Sveinbjörnsson  og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

      Stefán að verða Klár i Sjóinn © Halldór Sveinbjörnsson 2014

                       Gert Klárt mynd © Halldór Sveinbjörnsson 

      Stefán Hafsteinsson og Hafsteinn Ingólfsson © mynd Halldór SV 2014

         Stefán Ingólfsson klár i köfun við Ásbjörn RE mynd Halldór Sv 2014

04.12.2014 17:39

Nýr Bátur Til Dalvikur i dag

Tveir Athafnamenn frá Dalvik Þeir Björn og Baldur Snorrasynir  hafa keypt 2209 Blika Su Frá Stöðvarfirði og kom hann til Dalvikur i dag 

og var sjósettur þar  i dag báturinn mun fá nafnið Binni EA en fyrir áttu þeir bát með þessu nafni sem að var seldur nýverið 

ætlunin er að hann verði gerður út á strandveiðar og Grásleppu að minnsta kosti til að birja með 

                         2209 Bliki Su Mynd Þorgeir Baldursson 

      Frá komu bátsins til Dalvikur i dag   © mynd Björn Snorrasson 2014

Frá Sjósetningunni i dag © Mynd Björn Snorrasson 2014

04.12.2014 14:32

Barði Nk Héldur til veiða i dag

                          Barði NK 120  ©   Mynd þorgeir Baldursson 

Frystitogarinn Barði NK hefur verið í slipp á Akureyri síðasta mánuðinn. Þar var hefðbundnum slippverkefnum sinnt eins og botnhreinsun og botnmálun.

Eins voru botn- og síðulokar teknir upp ásamt skrúfu og stýrisbúnaði. Aðalvélin var einnig tekin upp og tengi á milli gírs og aðalvélarinnar endurnýjað. Fyrir utan þetta var ýmsum smærri viðhaldsverkefnum sinnt. 

Þegar heimasíðan hafði samband við Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra klukkan hálf ellefu í morgun sagðist hann vera ánægður með að þessum verkum væri lokið og unnt yrði að halda á sjóinn á ný.

„Við erum rétt að fara að sleppa og verkefnið framundan er að veiða karfa, ufsa og grálúðu. Fyrst verður haldið á Vestfjarðamið og vonandi næst þar góður árangur“, sagði Bjarni Ólafur.

03.12.2014 20:01

Þrjú skip með 4800 tonna kolmunna til Neskaupstaðar

    Tómas Kárasson Skipst © þorgeir Bald 2014

      2862 Beitir NK 123 myndir Þorgeir Baldursson 2014    

 

Beitir NK, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK hafa að undanförnu verið að kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni. Beitir hélt fyrst til veiðanna og er nú á landleið með nánast fullfermi eða rúmlega 2000 tonn. Börkur er einnig á landleið með 1400 tonn og Bjarni Ólafsson með 1300 tonn.  Tómas Kárason skipstjóri á Beiti sagði í samtali við heimasíðuna að það væri töluvert þolinmæðisverk að fá í skipið. „Við fengum þennan afla í átta holum en það er eitt hol á dag. Við drógum gjarnan í kringum 18 tíma. Aflinn var misjafn; besta holið gaf 450 tonn en það lakasta var undir 200 tonnum. Við vorum gjarnan að fá um 10 tonn á tímann en svo hittum við stundum á góða bletti sem gáfu meira. Við reiknum með að koma til Neskaupstaðar  í fyrramálið. Það er leiðindabræla á leiðinni og við tökum góðan tíma í keyrsluna“.

 

Börkur og Bjarni Ólafsson hófu veiðar  nokkru á eftir Beiti og hefur árangurinn hjá þeim verið svipaður. Nú spáir leiðindaveðri á veiðislóðinni. 

www.svn.is

Myndir Þorgeir Baldursson 2014

03.12.2014 09:33

Brettingur búinn með Kvótan við Grænland

Brettingur RE 508 kom til hafnar i Reyjkavik fyrir tveimur dögum eftir að hafa verið við veiðar við Grænland

Það var Dótturfyrirtæki Brims  Arctic Prime Production Sem að hafði skipið á leigu og var aflanum landað i frystihús 

félagsins i Qaqortoq Alls var kvótinn um  3000 tonn sem að skiptist á tvo skip og sem fyrr segir kláraðist hann fyrir 

stuttu siðan og er ætlunin að halda aftur á miðin þann 3 janúar  2015 en þá hefst nýtt kvótatimabil á Grænlandi 

 

             1279 Brettingur RE508 © Mynd þorgeir Baldursson 2014

02.12.2014 21:56

Flutningur Fiskistofu norður til Akureyrar

Einar Guðmundsson © mynd þorgeir Baldursson 

Þórður Ásgeirs­son, fyrr­ver­andi Fiski­stofu­stjóri, seg­ir fyr­ir­hugaðan flutn­ing höfuðstöðva stofn­un­ar­inn­ar frá Hafnar­f­irði til Ak­ur­eyr­ar „óskilj­an­legt glapræði“.

Ekki sé um flutn­ing að ræða, held­ur hafi ráðherra í huga að leggja Fiski­stofu niður, aðeins sé verið að stofna nýja Fiski­stofu með nýju fólki á Ak­ur­eyri.

„Við skul­um vona að það tak­ist að finna rúm­lega tutt­ugu manns sem geta tek­ist á við sér­hæfð og flók­in verk­efni Fiski­stofu. Þeirra bíður ekki lítið verk, því allri upp­safnaðri reynslu, kunn­áttu og þekk­ingu á því hvernig þessi verk­efni verði best leyst, er kastað fyr­ir róða," seg­ir Þórður í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að í mál­efna­samn­ingi Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi því verið lofað að rík­is­stjórn­in myndi auka skil­virkni stjórn­sýsl­unn­ar. „Þessi aðgerð geng­ur auðvitað þvert á þetta lof­orð,“ seg­ir Þórður.

„Ég kem satt að segja ekki auga á neitt já­kvætt við þessa ráðstöfn­un á skatt­pen­ing­um mín­um og annarra og hef raun­ar ekki orðið var við nein hald­bær rök fyr­ir henni af hálfu for­sæt­is- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sem standa á bak við þetta.“

02.12.2014 20:03

2732 Skinney SF 20 i slipp fyrir norðan

Skinney SF 20 var að leið i slipp á Akureyri nú undir kvöld og siðan er gert ráð fyeir systurskipi þess 

fljótlega og virðast vera næg verkefni hjá slippnum að minnsta kosti allan þennan mánuð

 Skinney SF 20 tekin uppi Dráttarbrautina sennipartinni dag © þorgeir 2014

01.12.2014 15:26

Landlega vegna brælu á Isafirði

Stórvinur minn Halldór Sveinbjörnsson sendi mér þessar myndir sem að voru teknar i morgun

af nokkrum togurum sem að komu til hafnar á Isafirði til að nýta sér bræluna sem að var á miðunum 

og notuðu sumir tækifærið og lönduðu afla og tóku vistir 

og kann ég Halldóri bestu þakkir fyrir Afnotin á myndunum 

 

      Stefnir is Var að taka oliu    © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2014

 Bylgja Ve Hrafn Sveinbjarnarsson GK og Helga Maria AK © Halldór SV 2014

      Helga Maria Ak við Bryggju  © mynd Halldór Sveinbjörsson 2014

        Löndun úr Helgu Mariu á isafirði i morgun © Halldór Sv 2014
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is