Færslur: 2015 Maí24.05.2015 16:05Venus NS 150 Rétt ókominn til VopnafjarðarHið nýja uppsjávarveiðiskip Granda H/F Venus NS 150 er nú rétt ókomið til heimahafnar á Vopnafirði á eftir um eina og hálfa klst innað bryggju og hérna koma málin á honum
Skrifað af Þorgeir 23.05.2015 21:34Atlandsfarið VA 218 Kemur með kolmunna til FáskrúðsfjarðarFæreyska skipið Atlantsfarið kom til löndunar á Fáskrúðsfirði dag með um 1.350 tonn af kolmunna.sem að fékkst á miðunum SA af Færeyjum skipið hét áður Guðmundur Ólafur Óf og Sveinn Benidiktsson SU Myndina Tók Jónina Guðrun Óskarsdóttir og kann ég henni bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 22.05.2015 12:16Tveggja trolla uppsjávarveiði skipNú á næstunni verða afhent tvö uppsvávarveiði skip sem að geta dregið tvö troll samtimis og verður gaman að sjá hvernig það gengur fyrir sig
Skrifað af Þorgeir 21.05.2015 17:56Landanir fyrir austanStórvinur minn og nágranni Pétur Ingasson sem að keyrir hjá Flytjanda á Akureyri sendi mér nokkrar myndir frá lönun á Breiðdalsvik og Djúpavogi sem að koma hér kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 14.05.2015 09:50Bjarni ólafsson með fullfermi i Jónfrúartúrnum
Skrifað af Þorgeir 14.05.2015 00:42Jón Kjartansson SU 111 Aflahæstur i Kolmunna
Skrifað af Þorgeir 12.05.2015 20:07North Sea AtlanticÞessi er þokkalegur með heimahöfn á spáni var i Leirvik i dag myndir Ian Leask
Skrifað af Þorgeir 10.05.2015 23:19Fyrsti hvalurinn var erfiður
Hvalaskoðunarbáturinn Ambassador fór í sína fyrstu ferð í gær á þessu sumri og var fjöldi farþega um borð. Fóru allir sáttir frá borði enda léku tveir hnúfubakar listir sínar fyrir farþega að sögn Magnúsar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Þetta var alveg glimrandi fín ferð sem byrjaði þannig að við sáum strax einn [hnúfubak] á Pollinum við Akureyri. En hann var nú reyndar svolítið erfiður þannig að við dvöldum ekkert lengi við hann,“ segir Magnús og bendir á að hópurinn hafi því næst haldið lengra út á fjörð og sást þar strax annar hvalur af sömu tegund. Spurður hvort bókanir fyrir sumarið séu orðnar miklar kveður Magnús já við. „Þetta lofar góðu og það eru töluvert miklar fyrirfram bókanir hjá okkur,“ segir hann en á bilinu 95 til 96 prósent þeirra eru erlendir ferðamenn. Dæmigerð hvalaskoðunarferð hjá fyrirtækinu tekur um þrjá til þrjá og hálfan tíma og segir Magnús nánast hægt að lofa ferðamönnum að þeir sjái hval. „Þetta er þriðja sumarið hjá okkur [...] og erum við oft að sjá hrefnur, höfrunga, hnísur og einstaka sinnum háhyrninga og steypireyð.“ Aðspurður segir hann mikla eftirspurn vera eftir hvalaskoðun hér á landi og nefnir í því samhengi að um 230.000 manns hafi í fyrra bókað slíka ferð vítt og breitt um landið. „Eyjafjörður er hins vegar mjög gott hvalaskoðunarsvæði. Fyrst og fremst vegna þess að það eru mjög fáar ferðir farnar þar sem engir hvalir sjást. En síðan er líka mjög sléttur sjór hérna sem dregur úr líkum á sjóveiki.“ Heimild Mbl.is myndir Þorgeir Baldursson 2015 Skrifað af Þorgeir 10.05.2015 21:51Elding 111 kominn til Reykjavikur nú rétt i þessuHin nýja ferja Eldinar sem að sagt var frá hér á siðunni fyrir skömmu er kominn til hafnar i Reykjavik og fékk ég mynd frá Jósef Ægir Stefánssyni og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 10.05.2015 17:30Bótin i morgunSvona ver lifið i bótinni i morgun rólegt og friðsælt
Skrifað af Þorgeir 09.05.2015 14:27Samkomulag um nýja aflareglu i loðu undiritað
Skrifað af Þorgeir 07.05.2015 13:13Á Loðnu við Grænland
Skrifað af Þorgeir 04.05.2015 17:32540 á strandveiðar i dagAlls eru 540 bátar á strandveiðum en þær hófust í dag. Það er bræla fyrir austan land og því fáar þar á sjó og eins eru fáir á veiðum á Breiðafirði vegna norðanstrekkings. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð siglinga hefur sjósóknin í dag gengið áfallalaust fyrir sig. Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir af óslægðum botnfiski á strandveiðum. Sá afli reiknast ekki til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda veiðarnar. Fái fiskiskip leyfi til strandveiða, falla úr gildi önnur veiðileyfi sem skipið kann að hafa innan íslenskrar lögsögu. Þó getur fiskiskip ekki stundað strandveiðar ef flutt hefur verið meira aflamark, í þorskígildum talið, frá skipi en flutt hefur verið til þess. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði. Leyfi til strandveiða eru veitt á því svæði þar sem heimilisfesti útgerðaraðila viðkomandi báts er skráð og eingöngu er heimilt að landa afla innan þess landsvæðis á veiðitímabilinu. Aflamagn er háð takmörkunum fyrir hvert landsvæði innan hvers mánaðar. Sé heimildin ekki fullnýtt flyst heimildin á milli mánaða, allt til ágústloka. Í reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2014/?2015 er veiðisvæðum og magni á hverjum tímabili skipt svo:
Skrifað af Þorgeir 04.05.2015 12:35Ný Margret EA 710 i flota SamherjaHeyrst hefur að islensk útgerð sé að kaupa þennan til Islands
Skrifað af Þorgeir 04.05.2015 11:37Nýr Bjarni Ólafsson AK 70 til Neskaupstaðar i morgunNýr Bjarni Ólafsson Ak 70 kom til hafnar á Neskaupstað i morgun og að sjálfsögðu var Guðlaugur Birgisson mættur á Kæjann klár i myndtöku og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum Hérna er smá upplysingar um skipið
MO: 9195781
MMSI: 251239000
Kallmerki: TFRH
Fáni: Iceland (IS)
AIS Type: Fishing
Gross Tonnage: 1969
Dauðvikt: 2350 t
Lengd × Breidd: 64.4m × 13.03m
Byggingaár: 1999
Staða: Active
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is