Færslur: 2015 Desember

12.12.2015 22:14

Ilivileq GR-2-201 á Grænlandsmiðum

Ilivileq Gr -2-201 frystitogari i eigu dótturfélags Brims H/F  var á veiðum við Grænland 

i siðustu viku og voru aflabrögð með þokkalegasta móti þótt að tiðarfarið undanfarnar

vikur hafi ekki verið neitt sérstakt  miklar brælur og frátafir frá veiðum hafa gert 

þeim togurum sem að stunda veiðar þarna erfitt fyrir 

 

                    Ilivileq GR -2-201 Mynd þorgeir Baldursson 2015 

     Svo kom Bræla og þá er gott að vera á stóru skipi mynd þorgeir 2015

   og það fer vel á þvi hjá köllunum mynd þorgeir Baldursson 2015

 

 

12.12.2015 17:38

Vænn Þorskur af Grænlandsmiðum

Grænlenski togarinn Tasermiut, sem Royal Greenland Pelagic gerir út, kom til Hafnarfjarðar í vikunni með um 300 tonn af heilfrystum afurðum.

Aflinn var aðallega þorskur en eitthvað fékkst einnig af grálúðu og karfa. Þorskurinn var hausskorinn en grálúðan haus- og sporðskorin.

Skipið var að veiðum í grænlensku lögsögunni, meðal annars rétt vestan við Dohrnbanka nálægt miðlínunni milli Íslands og Grænlands.

Skipstjórinn og margir yfirmanna eru færeyskir en flestir aðrir í áhöfn eru frá Grænlandi.

Einn Íslendingur var um borð, sjómaðurinn og ljósmyndarinn Þorgeir Baldursson, sem sendi okkur meðfylgjandi mynd.

Þorskarnir sem fengust í túrnum voru margir vænir eins og sjá má á þeim fiski sem skipverjinn Moortaarq Abelsen hampar hér sigri hrósandi.

Þorskurinn sá reyndist vera 22 kíló að þyngd.

Teksti Fiskifrettir

mynd Þorgeir Baldursson  

       Moortaarq Abelsen með þorskinn væna Mynd þorgeir Baldursson 2015

11.12.2015 10:46

Reval Viking á Rækjuveiðum við Svalbarða

      Reval Viking togar i Isnum við Svalbarða Mynd Eirikur Sigurðsson 

     togað i Isnum mynd Eirikur Sigurðsson 

                  Eirikur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking frammá Bakka 

 

 

Reval Viking á rækjuveiðum norðan við Svalbarða

Oft sér ekki á dökkan díl

Rækjutogarinn Reval Viking hefur verið á rækjuveiðum í ís og náttmyrkri í allt að 30 stiga gaddi langt norðan við Svalbarða.

Reval Viking, sem útgerðarfyrirtækið Reyktal gerir út og siglir undir eistneskum fána, kom til löndunar á Akureyri í fyrradag eftir rösklega 40 daga rækjuveiðitúr á ísilagt hafsvæði um 70-100 mílur norður af nyrstu eyju Svalbarða.

 

Stöðugur barningur

„Við vorum í kantinum norður af Svalbarða, alveg norður á 82. gráðu. Þarna eru erfiðar aðstæður, stöðugur barningur við ísinn og flótti undan honum. Þetta er ekki fyrir nema stór og öflug skip sérsmíðuð til siglinga í ís. Okkur skip þolir þessar aðstæður mjög vel. Við göslumst áfram í ísnum þótt oft sjái ekki á dökkan díl,“ segir Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking í samtali við Fiskifréttir.

 

Færeyingur festist í ísnum

„Við erum með 7.500 hestafla aðalvél og komumst lengi áfram en það verður að passa sig á því að festast ekki inni í ísnum. Við höfum ekki lent í þeim aðstæðum en dæmi eru um að önnur skip hafi króast inni. Færeyskur togari var fastur í tíu daga fyrir nokkrum árum og það þurfti ísbrjót til að losa hann. Við höfum ískort og veðurspár til að styðjast við og ef stefnir í vandræði forðum við okkur suður á bóginn og út úr ísnum en þá yfirleitt á svæði sem gefa minna og jafnvel mjög lítið.

 

Stærri og verðmeiri rækja

Eiríkur segir að þeir sem stundi miðin norðan við Svalbarða geri það vegna þess að þar sé stærri og verðmeiri rækja en annars staðar á Svalbarðasvæðinu. Hann vill ekki nefna tölur um aflabrögð en segir að misjafnlega gangi að ná rækjunni vegna mikilla frátafa af völdum íss. Í seinni tíð hafa verið allt að 4-5 skip á svæðinu samtímis en í síðasta túr var Reval Viking  hluta tímans einskipa og þegar mest var voru skipin þrjú talsins. Togað er á 400-800 metra dýpi utan í landgrunnskantinum norðan við Svalbarða en þar fyrir utan tekur hyldýpið við alla leið út á pólinn.

Opnast á haustin

Umrædd rækjumið norðan við Svalbarða opnast ekki fyrr en september/október þegar ísinn fer að hopa og þá grípa menn tækifærið sem getur varað fram í janúar en þá frýs allt á ný. Að sögn Eiríks eru þó mikil áraskipti á þessu og sum árin er aldrei fært norður í kantinn. Það gerðist síðast í hittifyrra, og reyndar einnig í fyrra að miklu leyti, en í ár hefur ástandið verið óvenjugott að þessu leyti.

 

Dimma og fimbulkuldi

Þegar komið er fram á haust er dimmt allan sólarhringinn á þessum slóðum og eru umskiptin frá því að þar er albjart afar snögg. Þegar Reval Viking hóf túrinn var bjart helming sólarhringsins en þegar veiðiferðinni lauk var orðið aldimmt allan sólarhringinn. Myrkrið er þó ekki verst fyrir áhöfnina heldur kuldinn.  

„Ef blæs af ísnum og það er norðanátt fer frostið iðulega niður í 30 stig. Það getur staðið í nokkurn tíma og þá frís sjórinn og hann leggur allt í kringum skipið. Við slíkar aðstæður frís allt meira og minna ofan þilja og varla gerlegt að standa á dekki og vinna við troll eða annað. Ef menn passa sig ekki er mikil hætta á kali,“ segir Eiríkur.

Aftur norður

Eiríkur hefur stundað rækjuveiðar áratugi. Hann kom fyrst á svæðið norðan Svalbarða árið 1997 og er búinn að vera þar af og til síðan. Þetta var fyrsti túrinn á þetta svæði á þessu ári en áður, eða frá því í mars, hafði hann verið sunnar á Svalbarðasvæðinu og þar á undan við Austur-Grænland. Nú tekur við slipptaka á Akureyri en eftir það verður haldið aftur í kuldann og myrkrið í kantinum norðan við Svalbarða . 

Heimild Fiskifréttir 

Myndir Eirikur Sigurðsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is