Færslur: 2016 Janúar

11.01.2016 19:25

2907 Indriði Kristins BA751

 

         2907 Indriði Kristins BA 751 © Mynd Trefjar 2016

Ný 12metra Cleopatra 40B afgreidd á Tálknafjörð

 

Útgerðarfélagið Bergdís ehf ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Guðjón Indriðason.  Synir Guðjóns, Indriði og Magnús Guðjónssynir verða skipstjórar á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Indriði Kristins BA 751.  Báturinn mælist 22brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.

  Indriði Kristins er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er sérhönnuð inn í undir 12metra mark. 

Báturinn mun leysa af hólmi eldri Cleopatra bát útgerðinnar sem seldur var til Noregs. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V 158TI 770hö tengd ZF360IV gír.  Rafstöð er frá Scam/Kubota 40kW.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningarvél. 

Beitningavélarkerfi er frá Mustad, línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf. 

Ískrapavél og sjókælir frá Kælingu ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest. 

Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja. 

Sæti fyrir áhöfn í brú.  Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum. Salerni og sturtuaðstaða í lúkar.

Borðsalur er í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.  

Myndir og teksti Trefjar 2016 

 

11.01.2016 07:24

1054Sveinbjörn Jakopsson SH 10


  

Skipverjar á Sveinbirni Jakopssyni SH 10 taka pokann  mynd þorgeir Baldursson

  

 

 

10.01.2016 21:32

1028 Saxhamar SH 50

             1028 Saxhamar SH 50 Mynd þorgeir Baldursson 2015

10.01.2016 00:07

Gisli ritstjóri Aflafrétta tekur Oliu

               Gisli Reynisson ritstjóri Aflafrétta tekur oliu á Akureyri 

         Ekkert hálfkák   Svona á að gera þetta sagði Gisli  ritstjóri aflafrétta 

07.01.2016 21:04

Loðnuleit 2016

Loðnuleit Hafró 2016 er nú i fullum gangi en sökum ógæfta á leitasvæðinu þurftu skipin að leita vars 

og komu tvö til Akureyrar i gærkveldi Árni Friðriksson RE 200 og Sighvatur Bjarnasson Ve 

i samtali við Birkir Bárðarsson leiðangursstjóra kom eftirfarandi fram 

Útbreiðslumyndin er að skýrast og hún er í grófum dráttum sú að lítið sem ekkert fannst austan við Kolbeinseyjarhrygginn

en úti af Norðvesturlandi og Vestfjörðum var eitthvað af loðnu að sjá þótt ekki væru merki um þéttar göngur,“

„Næstu skrefin eru að mæla frekar á því svæði þar sem skipin hafa tilkynnt okkur um loðnu.

og við förum út um leið og og veðrið lagast sagði Birkir i stuttu spjalli i dag

Þá kemur kannski betur í ljós hvort innan um sé þéttari loðna. Ennþá getum við ekkert sagt um heildarmagn loðnu á leitarsvæðinu.“

Leitarsvæðið í þetta sinn náði austan frá Héraðsflóa og vestur í Víkurál.

og við reyknum með  að túrinn taki um það bil 10 dag ef að við fáum frið til mælinga og veður verður skaplegt 

        Birkir Bárðarsson Leiðangursstjóri mynd þorgeir Baldursson 2016

        Kortið sem að sýnir leitarsvæðið mynd þorgeir Baldursson 2016

  Sighvatur Bjarnasson VE  og Árni Friðriksson RE á Akureyri mynd þorgeir Bald

                Bætt við oliubirðirnar mynd þorgeir Baldursson 2016

       2350 Árni Friðriksson RE200 á útleið i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

06.01.2016 13:50

2350 Árni Friðriksson RE 200 i Loðnuleit

 

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 hefur verið við  Loðnuleit vestur og norður af landinu

og er nú komið inná Eyjafjörð þar sem að spáin er vestnandi á leitarsvæðinu 

og mun Bjarni sæmundsson vera á leið uppað Langanesi samkvæmt  Marinetraffic.com

væntanlega i sömu erindagjörðum 

                  2350 Árni Friðriksson RE 200 mynd þorgeir Baldursson 

06.01.2016 12:56

Frystigeymslur Sildarvinnslunnar tóku á móti 55 þúsund tonnum af frystum afurðum árið 2015

                     Löndun úr Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 

        Landað úr Beitir NK 123  Mynd þorgeir Baldursson 

Frosnum afurðum skipað út í tvö skip samtímis í Norðfjarðarhöfn Ljósm. Hákon Ernuson

Á árinu 2015 tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti tæplega 55 þúsund tonnum af frystum afurðum.

Um 22.300 tonn komu frá vinnsluskipum en um 32. 300 tonn komu frá fiskiðjuverinu.

skip lönduðu frosnum afurðum í frystigeymslurnar á árinu:

 

Vilhelm Þorsteinsson EA

3.302 tonn

Kristina EA

7.580 tonn

Hákon EA

7.579 tonn

Barði NK

2.983 tonn

Blængur NK

166 tonn

Polar Amaroq

653 tonn

                                                

Tæplega 65 þúsund tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum var skipað út á árinu.

Þar af fóru 49.899 tonn beint í skip í Norðfjarðarhöfn en 14. 856 tonn voru flutt í gámum eða með bílum til útskipunar í öðrum höfnum.

Þannig hafa flutningabílar farið rúmlega 600 ferðir yfir Oddsskarð hlaðnir afurðum úr frystigeymslunum.

frett af heimasiðu Svn 

myndir Þorgeir Baldursson 

 

06.01.2016 11:34

Varðskipið Þór til aðstoðar Fróða ÁR 38

    Varðskipið  Þór Á siglingu á Eyjafirði Mynd þorgeir Baldursson 2015

                       Fróði 2 ÁR 38  Mynd þorgeir Baldursson 

Varðskipið Þór er nú á leið að tog­skip­inu Fróða II ÁR-38, sem statt er suðvest­ur af Reykja­nesi.

Fróði fékk veiðarfæri í skrúf­una í nótt og mun Þór draga hann til hafn­ar þar sem veiðarfær­in verða fjar­lægð.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

„Nærstadd­ur tog­ari tók Fróða II í tog í nótt en drátt­ar­búnaður slitnaði ít­rekað og var því óskað eft­ir aðstoð varðskips.

Áætlað er að varðskipið Þór verði komið á vett­vang um kl. 13 í dag.

Veðuraðstæður á staðnum eru tals­vert erfiðar en vind­hraði úr austri er allt að 25 metr­ar á sek­úndu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild Mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

06.01.2016 10:27

2772 Álsey VE 2 fékk 700 Tonna sildarkast

      Álsey VE 2 Með nótina á siðunni  mynd þorgeir Baldursson 

                          2772 Álsey Ve 2  Mynd þorgeir Baldursson 

Skipverjar á Álsey náðu sérlega góðu síldarkasti  í fyrrakvöld er þeir fengu 700 tonn á miðunum djúpt vestur af miðjum Faxaflóa.

Skipið kom á miðin aðfaranótt mánudags og eftir nokkurra klukkutíma leit var kastað um klukkan átta í fyrrakvöld.

þremur tímum síðar voru um 700 tonn komin í tanka skipsins og stefnan var sett á Eyjar að nýju, en þangað var um 18-19 tíma sigling.

Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu í dag.
„Við sáum þarna rönd sem við köstuðum á og fengum miklu meiri afla, en við áttum von á.

Þetta gekk ótrúlega vel og síldin er ágæt, um 300 gramma meðalþyngd,“ sagði Ingi Grétarsson, stýrimaður á Álsey,

um miðjan dag í gær. Heimaey, Ísleifur og Hoffell voru á svipuðum slóðum og fengu öll afla í fyrrakvöld, 200-400 tonn.
Kristófer Helgason, kokkur á Álsey, skrifar um ævintýrið á fésbókarsíðu sína: „Nýtt ár heilsar okkur á Álsey VE 2 með óvæntri flugeldasýningu!

Óvænt þar sem við fórum af stað 3. janúar eftir um 3 mánaða stopp í þennan síldartúr.

Og þessi túr var eins góður og flottur flugeldur sem fór hátt, langt, en stóð stutt yfir, þar sem við tókum aðeins eitt kast  sem gaf býsna vel eða um 700 tonn.

Sem er líklega með stærri síldarköstum hér um borð, ef ekki það stærsta. Það voru átök, en allt fór á endanum vel.“

Kampakátir Skipverjar á Álsey höfðu ástæðu til að gleðjast í fyrsta túr ársins. 

 

06.01.2016 10:08

6712 Sigurpáll Þh 68

            6712 Sigurpáll ÞH 68 Mynd þorgeir Baldursson 2015

06.01.2016 00:12

Eldur i vélarrúmi Arnarfells i kvöld

  

                Arnarfell á Siglingu © Foto Reinhard Hellweg 

Eld­ur kom upp í vél­ar­rúmi Arn­ar­fells, skips Sam­skipa, í kvöld en það var á sigl­ingu á leið til Eng­lands.

Skipið var um 50 sjó­míl­ur frá höfn­inni í Imm­ing­ham þegar at­vikið átti sér stað. 

Á vef Sam­skipa seg­ir að skip­verj­ar hafi brugðist rétt við og að eng­an sakaði.

Yf­ir­völd á Englandi voru upp­lýst um stöðu mála og fylgd­ist með fram­vind­unni.

Áhöfn­in hafði ávallt stjórn á skip­inu og tókst þeim að slökkva eld­inn án ut­anaðkom­andi aðstoðar.

Í frétt­inni seg­ir að tjónið verði metið við kom­una til Imm­ing­ham í fyrra­málið

og í fram­haldi af því verði metið hvort frek­ari taf­ir verði á áætl­un skips­ins. 

 
 

05.01.2016 15:16

skipamyndir i Kristjansand

                    Frá Höfninni i Kristjansand mynd Þorgeir Baldursson 

                                      Bella mynd þorgeir Baldursson 

                       Bátur kemur til hafnar mynd þorgeir Baldursson  

                Aðstoðarskip við bryggju mynd þorgeir Baldursson 

                        Sama skip séð aftanfrá  mynd þorgeir Baldursson 

01.01.2016 19:51

Myndasyrpa frá Kristjansand

Tók smá hring i bæinn i dag og hérna kemur afraksturinn 

Smá myndasyrpa frá þvi  i dag á fyrsta degi janúar 2016 

  Siem Daya 1 Við bryggju i Kristjansand i dag mynd Þorgeir Baldursson 2016

 

                       Froy og Maarten Mynd Þorgeir Baldursson 2016 

 

                       Hestmanden mynd þorgeir Baldursson 2016

 

                        Gamle Oksoy Mynd Þorgeir Baldursson 2016

 

                           Norskur Fiskibátur VA-48-K Mynd Þorgeir Baldursson 2016 

      Bátaskýli Við smábátahöfnina mynd Þorgeir Baldursson 2016

 

 

 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is