Færslur: 2016 Desember

31.12.2016 23:33

Áramótakveðja 2016

Óska öllum sem heimsótt hafa síðuna mína árs og friðar.

 

31.12.2016 10:05

Metafli við Grænland

                Ilivileq  Gr -2-201 mynd þorgeir Baldursson 2015

Af vef Aflafretta 

Hérna á síðunni þá höfum við frá byrjun fylgst með íslensku frystitogurnum

og núna í ár þá hefur verið bætt við Norsku frystitogurunum.

 

Aldrei í sögu síðunnar þá hefur verið fjallað um frystitogara sem er gerður út frá Grænlandi.  

 

Útgerðarfyrirtækið Brim ehf keypti árið 2013 frá Las Palmas á Kanaríeyjum frystitogarann Skálaberg RE 7.

 Skipið er 74,5 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd og því langstærsti frystitogari landsins.

 Reyndar var togarinn aldrei gerður út undir því nafni og fór svo að togarinn var seldur til grænlands

til fyrirtækis sem heitir Artic Prime Fisheries í Qagorto og á Brim minnihlut í því fyrirtæki.  

Þar fékk skipið nafnið Ilivileq og var togarinn að koma til hafnar í Reykjavík núna í gær ( 5.febrúar )

vægast sagt mettúr við grænland,  þar sem að þeir voru á veiðum meðal annars á dohrnbanka.

Togarinn kom til millilöndunar um miðjan janúar og landaði þá 1048 tonnum þar sem að þorskur var 939 tonn.  

þessi löndun kom eftir 13 daga á veiðum eða 81 tonn á dag.

þegar togarinn kom svo aftur til lokalöndunar núna 5 febrúar þá var heildarafinn alls 1960 tonn sem fengust á alls 30 dögum eða 65 tonn á dag.

Er þetta alger metafli og eins og er getið um að ofan þá var Skálaberg RE langstærsti frystitogari landsins og hefur hann frystigetu uppá um 100 tonn á sólarhring.

Ef sama meðalverð er notað og Kleifaberg RE var með fyrir árið 2015 og það notað á  þennan risamánuð Ilivileq þá er aflaverðmætið  um 665 milljónir króna.

Skipstjóri í þessum mettúr var Reynir Georgsson og það má geta þess að hann átti afmæli 21 janúar og var haldið uppá það um borð í togaranum á miðunum.

Núna tekur við þriggja vikna stopp á skipinu þar sem á að fara í vélarupptekt og jafnframt á að breyta vinnsludekkinu í skipinu

þannig að hægt sé að taka síld, makríl og bolfisk í sama túr án þess að þurfa að fara í land og skipta um vinnslutæki.  

 

30.12.2016 21:17

Ísfélag Vestmannaeyja 115 ára: Ein aðalstoðin á Þórshöfn

 Rafn Jónsson Verksmiðjustjóri á Þórshöfn  mynd ÞB

                Landað úr Timmiarmiut Mynd Elias Bjarnasson 2015

            Tasilakc Ex Gumundur Ve 29 Mynd Elias Bjarnasson 2015

             Við frystiklefann á Bryggjunni mynd Elias Bjarnasson 2015

 

Ísfélagið fagnar þreföldu afmæli á Þórshöfn á Langanesi þar sem félagið keypti allt hlutafé í Hraðfrystihúsi Þórshafnar 2006

sem auk þess að vera í útgerð rak bæði frystihús og loðnuverksmiðju á staðnum.

Í ár eru 30 ár síðan loðnuverksmiðjan var tekin í notkun. Ísfélagið er ein aðalstoðin í atvinnulífi Þórshafnar

og það sýnir velvilja íbúanna í garð félagsins að 175 manns mættu í afmælisveisluna sem haldin var á miðvikudaginn í síðustu viku.

Í allt eru 48 fastráðnir í frystihúsinu að jafnaði en sú tala fer hátt í að þrefaldast þegar verið er að vinna síld og makríl.

Í bræðslunni er 18 fastráðnir þannig að í allt eru þetta 66 starfsmenn sem skiptir miklu í plássi sem telur 380 íbúa.

 Eyjafréttir ræddu við tvo af starfsmönnum Ísfélagsins sem báðir störfuðu hjá Hraðfrystihúsi Þórshafnar

og eiga áratuga starfsaldur að baki. Innfæddir Þórshafnabúar sem hafa unnið mest allan sinn starfsaldur hjá sama fyrirtækinu

þó eigendurnir hafi ekki verið þeir sömu allan tímann. Þeir eru sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Þórshöfn

að Ísfélagið tók yfir reksturinn sem hefur vaxið og dafnað á þessum tíu árum.Rafn Jónsson, rekstrarstjóri Ísfélagsins á Þórshöfn:

Fjöldinn sem mætti í afmælið sýnir að félagið nýtur velvildar

Rafn Jónsson, rekstrarstjóri Ísfélagsins fyrir norðan er fæddur og uppalinn á Þórshöfn og báðir foreldrar hans eru þaðan.

Hann er vélfræðingur og tók fyrstu skrefin á þeirri braut í Vestmannaeyjum.

Hefur hann yfirumsjón með rekstrinum á Þórshöfn.

 „Ég kláraði Vélskólann 1980 en fyrstu tvö árin tók ég í Vestmannaeyjum.

Var í fyrsta árgangi skólans í Eyjum eftir gosið 1973. Við vorum fimm í skólanum og man ég m.a. eftir Grími Gíslasyni frá Eyjum.

Við vorum hluti af Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum og skólastjóri var Friðrik Ásmundsson,“

segir Rafn en að námi loknu lá leiðin á æskustöðvarnar.   „Ég byrjaði strax hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar.

Fyrst í viðhaldi en fer svo á Stakfellið ÞH sem var sérfélag en gert út af Hraðfrystistöðinni.

Er þar til 1987 en held áfram að leysa af eftir að ég byrjaði í verksmiðjunni í október sama ár.“

 Samherji keypti Hraðfrystihús Þórshafnar í kringum 2000 en árið 2003 kom upp ágreiningur milli þeirra og íbúanna um reksturinn.

„Það er svo í desember 2006 að Ísfélagið kaupir Hraðfrystistöðina með öllu. Þrátt fyrir þessar hræringar var ég alltaf á mínum stað.

Var verksmiðjustjóri og útgerðarstjóri á Júpíter ÞH sem Hraðfrystistöðin keypti.

Þegar Ísfélagið tók yfir reksturinn vildu þeir að ég héldi áfram sem rekstrarstjóri en Siggeir Stefánsson er yfir frystingunni.“

 Samfara uppbyggingu í verksmiðju og uppsjávarvinnslu hafa bolfiskveiðar og vinnsla verið efld.

„Það nýjasta hjá okkur er línubáturinn Litlanes ÞH sem var keyptur á þessu ári í svokölluðu tólf metra kerfi.“

Þegar talið berst að mikilvægi Ísfélagsins fyrir Þórshöfn stendur ekki á svarinu.

„Ef Ísfélagið væri ekki hérna með sína starfsemi væri hér enginn staður.

Þegar slagurinn stóð við Samherja börðumst við fyrir því að fá Ísfélagið hingað.

Félag sem vildi halda áfram rekstri hér sem ég held að hafi verið báðum aðilum til góðs.

Félagið nýtur hér velvildar eins og sást á þeim fjölda sem mætti í afmælið í síðustu viku,“ sagði Rafn.

  „Það nýtur velvildar og við gerum okkur grein fyrir því hvað sterkt það er.

Á þessum tíu árum hafa um 40 prósent af uppsjávarafla félagsins verið unnin hjá okkur.

Í bolfiski er líka verið að bæta í og erum við með stærsta lausfrysti í heimi að við best vitum.

Í frystihúsinu er unnið alla virka daga ársins en það sem vantar er meiri sjálfvirkni.

Þegar vertíð stendur sem hæst í uppsjávarfiski vantar okkur allt að 50 manns sem liggur ekki á lausu þegar við þurfum á að halda.

Þegar ekki er uppsjávarfiskur er reynt að bæta það upp með bolfiski.

Ég held að hægt sé að áætla að Ísfélagið hafi fjárfest hér fyrir tvo til þrjá milljarða og ekki allt búið enn.“

 Rafn segir að það reyni á þetta þegar loðna er lítil eins og var á vertíðinni í ár. Þá er öll áherslan á hrognavinnslu í Eyjum.

„Því svaraði félagið með því að bæta við 1000 tonna bolfiskkvóta hjá okkur.

Stjórnendur gera sér grein fyrir því að þetta þarf að snúast.“ Þegar Rafn er spurður um fjarstýringu frá Eyjum

segir hann að þau á Þórshöfn séu merkilega sjálfstæð. „Við erum í sambandi við Eyþór útgerðarstjóra

þegar þarf að miðla afla á milli og Stefán framkvæmdastjóri fær að vita hvað við erum að gera.“

 Um framtíðina segir Rafn að hann sé bara nokkuð bjartsýnn.

„Það breytir mynstrinu ef engin loðna verður á næsta ári en á móti kemur meiri síldarkvóti.

En við verðum að fara eftir því sem gerist í náttúrunni sem hoppar fram og til baka.

Ég vil til dæmis ekki trúa því að loðnan sé horfin. Hún hefur bara breytt um hegðun og heldur sig meira fyrir norðan,“

 segir Rafn að endingu.

Kristinn Lárusson, vinnslustjóri í mjöl- og lýsisverksmiðju Ísfélagsins á Þórshöfn: Mikið lán fyrir samfélagið að fá Ísfélagið„

Afmælisveislan var mjög vel heppnuð og gaman hvað margir mættu,“ segir Kristinn Lárusson, vinnslutjóri í mjöl- og lýsisverksmiðju Ísfélagsins á Þórshöfn.

„Það komu 175 manns með krökkum og það voru unglingar í níunda og tíunda bekk Grunnskólans sem aðstoðuðu kvenfélagskonur

við að undirbúa veisluna, stilla upp í sal, bera fram og taka til á eftir,“ segir Kristinn sem er Langnesingur  í húð og hár.

 „Ég er fæddur og uppalinn hér í sveitinni og bý þar en ég er ekki með neinn búskap.

Hér lauk ég grunnskóla og byrjaði ungur að vinna hjá Hraðfrystistöðinni og má segja að ég hafi alist upp hjá fyrirtækinu.

Byrjaði 13 til 14 ára á sumrin, var í frystihúsinu en eftir 9. bekk, nú 10. bekkur, byrjaði ég svo sem fastur starfsmaður

og fór svo í bræðsluna þegar hún var tekin í notkun 1986. Tók þátt í byggingu hennar og það var 29. september 1986

sem við fengum fyrstu loðnuna.“  Kristinn segir að bræðslan hafi verið keypt notuð frá Noregi en núna er nánast ekkert eftir af henni.

„Það er búið að endurnýja hana frá grunni og ekkert eftir af þeim búnaði sem keyptur var fyrir 30 árum nema einn forsjóðari.

Og nú eru afköstin 1000 til 1100 tonn á sólarhring.“ Kristinn segir að það hafi verið frekar rólegt hjá þeim í verksmiðjunni

þetta árið og munaði mestu að þeir fengu nánast enga loðnu á vertíðinni. „Á makríl- og síldarvertíðinni erum við að bræða einu sinni til tvisvar  í viku.

Þetta er slattabræðsla á afskurði og sem kemur fráflokkað frá vinnslunni.“ Þrátt fyrir að ekki sé stöðug bræðsla allt árið eru 18 menn í bræðslunni í fullu starfi.

„Við sinnum nánast öllu viðhaldi og höfum að mestu séð um þær breytingar sem gerðar hafa verið.

Fengið tvo til þrjá iðnaðar menn okkur til aðstoðar.“

 Þórshöfn er hluti af Langanesbyggð og stærsti byggðarkjarninn með um 380 íbúa og í sveitinni í kring ásamt Bakkafirði eru um 120.

Svalbarðshreppur er svo nágrannasveitarfélag okkar til vesturs og  þar búa um 100 manns þannig að í allt eru íbúarnir um 600 á svæðinu.

 Það þarf því ekki mikið ímyndunarafl til að sjá mikilvægi Ísfélagsins fyrir byggðina.

„Starfsemi Ísfélagsins skiptir okkur öllu máli og það endurspeglast í því að 175 manns mættu í afmælisveisluna.

Það var mikið lán fyrir okkur að Ísfélagið keypti Hraðfrystistöðina. Það hefur staðið að mikilli uppbyggingu og  þeir fara ekkert með steinsteypuna,“ segir Kristinn.

 Hann segir starfsemi Ísfélagsins skipti líka miklu máli fyrir alla þjónustu á staðnum.

„Á stað eins og Þórshöfn berst ekkert um æðarnar ef ekkert hjarta er til að slá.

Þetta er allt mjög stórt á okkar mælikvarða og við höfðum alltaf trú á Ísfélaginu. Tel það hafa verið mikið lán fyrir samfélagið að Ísfélagið kom hér að rekstrinum fyrir 10 árum,

 sagði Kristinn að endingu.

 Viðtal Ómar Garðarsson Eyjafrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson og Elias Bjarnasson 

 

30.12.2016 15:59

Rex Ns 3 i sparifötunum

       Rex NS 3 fallega skreyttur á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 2016

30.12.2016 12:10

1345 Blængur Nk125 Færður á milli Bryggja i Gærkveldi

 Það er alltaf næg verkefni hjá starfsmönnum Hafnarsamlags Norðurlands og i gærkveldi 

þurfti að rýma til fyrir tveimur flutningaskipum sem  að komu með farma i nótt 

og voru hafnsögubátarnir Sleipnir og Mjölnir notaðir i þessi verkefni annasvegar 

var Hoffellið Su 80  fært og hinsvegar Blængur Nk 125

en talsverður strekkingur var af suðri meðan þetta gekk yfir en all gekk samt að óskum 

   Mjölnir Blængur og Sleipnir á Eyjafirði i gærkveldi mynd þorgeir 2016

     Skipin að koma að Oddeyrarbryggju  mynd þorgeir Baldursson 2016

 1731 Mjölnir og 1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 2016

    2250 Sleipnir og 1345 Blængur NK 125 mynd þorgeir Baldursson 2016

          2250 Sleipnir snýr Blæng NK  mynd þorgeir Baldursson 2016

            Sleipnir og Blængur Nk mynd þorgeir Baldursson 2016  

29.12.2016 16:18

108 Húni 11 EA 740

 

                 108 Húni 11 EA 740 mynd þorgeir  Baldursson 2016

27.12.2016 22:49

2454 Siggi Bjarna Gk 5

       Pokinn tekinn á siðuna mynd þorgeir Baldursson 2011

 

           2454 Siggi Bjarna GK 5 mynd þorgeir Baldursson 2011

27.12.2016 22:35

Bræla i Faxaflóa

                           Bræla i Faxaflóa mynd þorgeir Baldursson 

27.12.2016 19:00

Bátasýning á Glerártorgi

Talsverður fjöldi fólks var saman kominn á Glerártorgi þar sem að sýndir voru 

tveir hraðbátar af gerðinni Chase sem að eru i eigu þeirra Sævars Sigmarssonar 

og Jóns Óla Ólafssonar en bátarnir eru  fluttir inn frá Canada og eru með öflugum 

vélum sem að skila þeim á milli 25 - 50 mph i góðu veðri

 

         Sýningarsvæðið á Glerártorgi  mynd þorgeir Baldursson  2006

    Sævar sigmarsson og Jón Óli Ólafsson mynd þorgeir Baldursson 2006

27.12.2016 18:53

1020 Snæfugl SU 20

                   1020 Snæfugl SU 20 Mynd þorgeir Baldursson 2005

27.12.2016 18:33

1542 Finnur EA 245

 Ljosmyndari Þorgeir Baldursson

 

                      1542 Finnur EA 245  mynd Þorgeir Baldursson 

27.12.2016 14:16

Laverene EX kolbeinsey þH 10

             Laverene EX   Kolbeinsey þh 10 Ljósmyndari Óþekktur 

27.12.2016 12:10

Góð aflabrögð

     Gott hol á leiðinni mynd þorgeir Baldursson 2016

27.12.2016 12:06

Gert að Þorskinum

Kristján Erlingsson i Aðgerð

27.12.2016 12:03

Á togara i aðgerð

 Skatan mynd þorgeir 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is