Færslur: 2017 Mars06.03.2017 20:181937 Björgvin EA 311 á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 05.03.2017 22:33Nótinni kastað allt i fullum sving
Skrifað af Þorgeir 05.03.2017 22:30Hoffell Su 80 dregur nótina
Skrifað af Þorgeir 05.03.2017 22:27Vilhelm Þorsteinsson dælir úr Nótinni
Skrifað af Þorgeir 05.03.2017 22:23Margret EA710 og Vilhelm Þorsteinsson EA11 á Loðnumiðunum
Skrifað af Þorgeir 05.03.2017 21:34I loðnutúr með Heimaey Ve 1I siðustu viku Brá ljósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson sér i loðnutúr með ólafi Einarssyni og áhöfn á Heimaey Ve 1 túrinn var snarpur og stuttur þvi að einungis voru tekin fimm köst þangað til að búið var að fylla skipið og þvi næst var stefnan tekin til þórshafnar á langanesi þar sem að Isfélag Vestmannaeyja rekur uppsjávarvinnslu og frystihús en látum myndirnar tala sinu máli Elísa ljósmyndir ehf. Óskar P. Friðriksson Ljósmyndari Sími 869 0597
Skrifað af Þorgeir 05.03.2017 17:151395 Sólbakur EA 301Hann var Glæsilegur sá gamli með signalinn uppi þegar hann fylgdi nýja Kaldbak EA inn fjörðinn enda veðrið eins og best varð á kosið rjómabliða og heiðskýr hinminn haldið var inná pollinn og tekin hringur og siðan lagst að bryggju og gestum boðið að skoða nýja skipið og þiggja kaffiveitingar i matsal Útgerðarfélags Akureyringa
Skrifað af Þorgeir 04.03.2017 22:28Þrir Bakar á Eyjafirði i dag
Kaldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til hafnar á Akureyri fyrir hádegi í dag og var gestum boðið að skoða skipið frá klukkan 12-15. Búnaður verður settur upp á vinnsludekki Kaldbaks á og verður það verk unnið í umsjón Slippsins á Akureyri. Gert er ráð fyrir að Kaldbakur fari til veiða í kringum sjómannadag í byrjun júní. Skipstjórar verða Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason, yfirvélstjóri er Hreinn Skúli Erhartsson. Alls verða 13-15 manns í áhöfn, misjafnt eftir verkefnum. Skipið er hið fyrsta af fjórum systurskipum sem smíðuð eru hjá Cemre-skipasmíðastöðinni og fara tvö til Akureyrar, eitt á Dalvík og eitt til Sauðárkróks. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, Samherja, segir að skipin séu tæknilega fullkomin og áhersla hafi verið lögð á hagkvæmni í orkunýtingu. Kaldbakur hélt frá Istanbúl fyrir tveimur vikum og hefur heimsiglingin gengið vel að sögn Kristjáns. Í Biskajaflóa og norður undir Írland lenti skipið í brælu, rétt til að prófa skipið, sem reyndist hið besta, að sögn Kristjáns.
Skrifað af Þorgeir 03.03.2017 14:03Kaldbakur EA 1 Útaf Austfjörðum i dag
Skrifað af Þorgeir 03.03.2017 08:36Verðlaun fyrir HvalaskoðunHvalaskoðunnarbræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir voru i gær Útnefmdir brautriðjendur ársins hjá Nýsköpunnarmiðstöð en þeir stofnuðu Norðursiglingu árið 1995 og fluttu 1760 farþega fyrsta árið en i dag hafa siglt með Norðursiglingu um 450.000 gestir i um það bil 10.000 ferðum og veltir greinin i dag miljörðum króna
Skrifað af Þorgeir 02.03.2017 17:01Hafði betur fyrir Hæstrétti
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Tryggingamiðstöðin skulu greiða Eiríki Inga Jóhannssyni rúmar 12,7 milljónir króna í skaðabætur vegna sjóslyss sem hann lenti í undan ströndum Noregs í janúar 2012. Tryggingamiðstöðin áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Eiríkur hafði ráðið sig sem vélstjóra á fiskiskipið Hallgrím SI sem seldur hafði verið til Noregs. Var verkefni hans ásamt þremur öðrum skipverjum að sigla skipinu til Noregs þar sem það yrði afhent nýjum eigendum. Útgerð skipsins hafði keypt slysatryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni. Þegar skipið var statt út af strönd Noregs 25. janúar 2012 gerði mikið óveður og gekk gríðarmikið brot yfir það. Skipið lagðist á hliðina og sjór fór að streyma í það. Skipverjar reyndu að komast í björgunargalla og koma út björgunarbáti. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og fórust skipsfélagar Eiríks allir en skipið sökk á innan við fimm minútum. Eiríkur komst hins vegar í flotgalla og var í sjónum í um fjórar klukkustundir áður en norska strandgæslan kom auga á hann úr þyrlu og bjargaði honum. Kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Eiríkur hafi hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins. Eiríkur hafði áður tekið við bótum frá Tryggingamiðstöðinni vegna tímabundins atvinnutjóns og miska en með fyrirvara um mat á varanlegu líkamstjóni. Ágreiningur var um það við hvað ætti að miða í þeim efnum. Hæstiréttur mat þaðí ljósi menntunar Eiríks mætti gera ráð fyrir að hann hefði staðið til boða að starfa sem skipstjóri eða vélstjóri í framtíðinni. Tryggingamiðstöðinni var gert að greiða samtals rúma 1,3 milljón króna í málskostnað. Eiríkur fékk hins vegar gjafsókn og greiðist málskostnaður hans úr ríkissjóði. Skrifað af Þorgeir 01.03.2017 22:23Sakaður um ólöglegar ÝsuveiðarFrystitogarinn Arnar HU-1, sem er í eigu Fisk Seafood og gerður út frá Skagaströnd, þurfti að sigla að ströndum Noregs í gær til þess að greiða úr ágreiningi við norsk yfirvöld vegna meintra ólöglegra ýsuveiða togarans í norskri lögsögu í febrúar fyrir ári. Fram kemur á fréttavef héraðsblaðsins Feykis að útgerðin hafi reitt fram tryggingu og Arnar í kjölfarið haldið til veiða á ný. Haft er eftir Gylfa Guðjónssyni, útgerðarstjóra Fisk Seafood, að togaranum hafi verið siglt til Norður-Noregs þar sem norska strandgæslan hafi komið um borð. Málið verði tekið fyrir af norskum dómstólum síðar á árinu. Skrifað af Þorgeir 01.03.2017 09:342842 Óli Á Stað Sjósettur i dag
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is