Færslur: 2017 Mars

06.03.2017 20:18

1937 Björgvin EA 311 á Eyjafirði

                   1937 Björgvin EA 311 Mynd þorgeir Baldursson 2017
 

05.03.2017 22:33

Nótinni kastað allt i fullum sving

    Hoffell su og Börkur Nk  kasta nótinni mynd Óskar P Friðriksson 2017

05.03.2017 22:30

Hoffell Su 80 dregur nótina

            Hoffell Su 80 Dregur Nótina mynd Óskar P Friðriksson 2017

05.03.2017 22:27

Vilhelm Þorsteinsson dælir úr Nótinni

          2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11 Mynd Óskar P Friðriksson 2017

 

05.03.2017 22:23

Margret EA710 og Vilhelm Þorsteinsson EA11 á Loðnumiðunum

  Margret EA710 og Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd Óskar P Friðriksson 2017

05.03.2017 21:34

I loðnutúr með Heimaey Ve 1

I siðustu viku Brá ljósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson sér i loðnutúr 

með ólafi Einarssyni og áhöfn á Heimaey Ve 1 túrinn var snarpur og stuttur þvi að einungis

voru tekin fimm köst þangað til að búið var að fylla skipið og þvi næst 

var stefnan tekin til þórshafnar á langanesi þar sem að Isfélag Vestmannaeyja 

rekur uppsjávarvinnslu og frystihús en látum myndirnar tala sinu máli 

Elísa ljósmyndir ehf.

Óskar P. Friðriksson

Ljósmyndari

Sími 869 0597

www.oskarp.is

                   Heimaey Ve 1 Mynd Óskar Pétur  Friðriksson   

            ólafur Einarsson skipst mynd Óskar P Friðriksson 2017

  
 

                   Mikið lif á mælunum Mynd Óskar P Friðriksson 2017

                  Birjað að draga nótina mynd Óskar P friðriksson 2017

                       Feyknar gott kast mynd óskar P Friðriksson 2017

         ólafur Einarsson fylgist með Mælunum mynd Óskar P Friðriksson 2017

                             Nótin dregin mynd Óskar P Friðriksson 2017

             Korkurinn á kafi þá er gott i kastinu mynd Óskar P Friðriksson 

     Fá köst eru svona eins og þetta allt á kafi mynd Óskar P Friðriksson 2017

     Strákarnir slappa af á landleið með fullt skip mynd Óskar P Friðriksson 2017

    Stefnan sett TIL Þórshafnar á Langanesi Mynd Óskar P Friðriksson 2017

                    Ólafur Einarsson skipst mynd Óskar P Friðriksson 2017

       Heimey Ve 1 við Bryggju á Þórhöfn Mynd Óskar P Friðriksson 2017

05.03.2017 19:20

Triton

                   Danska Varðskipið Triton  mynd Þorgeir Baldursson 2015

 

05.03.2017 17:15

1395 Sólbakur EA 301

   Hann var Glæsilegur sá gamli með signalinn uppi þegar hann fylgdi nýja Kaldbak EA

inn fjörðinn enda veðrið eins og best varð á kosið rjómabliða og heiðskýr hinminn 

haldið var inná pollinn og tekin hringur og siðan lagst að bryggju og gestum

boðið að skoða nýja skipið og þiggja kaffiveitingar i matsal Útgerðarfélags Akureyringa 

                   1395 Sólbakur EA301 mynd þorgeir Baldursson 2017

                1395 Sólbakur EA 301 Mynd Þorgeir Baldursson 2017

    Sólbakur og Kaldbakur Á pollinum Mynd þorgeir Baldursson 2017

04.03.2017 22:28

Þrir Bakar á Eyjafirði i dag

    2891 Kaldbakur EA1 og 1395 Sólbakur EA301 mynd þorgeir Baldursson  2017

 

Kald­bak­ur EA 1, nýr ís­fisk­togari Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til hafnar á Ak­ur­eyri fyr­ir há­degi í dag og var gest­um boðið að skoða skipið frá klukk­an 12-15. Búnaður verður sett­ur upp á vinnslu­dekki Kald­baks á og verður það verk unnið í um­sjón Slipps­ins á Ak­ur­eyri. Gert er ráð fyr­ir að Kald­bak­ur fari til veiða í kring­um sjó­mannadag í byrj­un júní. Skip­stjór­ar verða Sig­trygg­ur Gísla­son og Ang­an­týr Arn­ar Árna­son, yf­ir­vél­stjóri er Hreinn Skúli Er­harts­son. Alls verða 13-15 manns í áhöfn, mis­jafnt eft­ir verk­efn­um.

Skipið er hið fyrsta af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð eru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni og fara tvö til Ak­ur­eyr­ar, eitt á Dal­vík og eitt til Sauðár­króks. Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri, Sam­herja, seg­ir að skip­in séu tækni­lega full­kom­in og áhersla hafi verið lögð á hagkvæmni í ork­u­nýt­ingu.

Kald­bak­ur hélt frá Ist­an­búl fyr­ir tveim­ur vik­um og hef­ur heim­sigl­ing­in gengið vel að sögn Kristjáns. Í Bisk­aj­a­flóa og norður und­ir Írland lenti skipið í brælu, rétt til að prófa skipið, sem reynd­ist hið besta, að sögn Kristjáns.

 

03.03.2017 14:03

Kaldbakur EA 1 Útaf Austfjörðum i dag

     KaldBakur EA 1 við Norfjarðarhorn fyrir 1 klst Mynd Guðlaugur B Birgisson 

03.03.2017 08:36

Verðlaun fyrir Hvalaskoðun

Hvalaskoðunnarbræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir voru i gær 

Útnefmdir brautriðjendur ársins  hjá Nýsköpunnarmiðstöð en þeir 

stofnuðu Norðursiglingu árið 1995 og fluttu 1760 farþega fyrsta árið 

en i dag hafa siglt með Norðursiglingu um 450.000 gestir 

i um það bil 10.000 ferðum og veltir greinin i dag  miljörðum króna 

    Opal i Hvalaskoðun á Skjálfanda Mynd þorgeir Baldursson 2016

 

02.03.2017 17:01

Hafði betur fyrir Hæstrétti

                       1628 Hallgrimur SI 77 Mynd Sigurður Ægisson  

 

Hæstirétt­ur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efn­is að Trygg­inga­miðstöðin skulu greiða Ei­ríki Inga Jó­hanns­syni rúm­ar 12,7 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur vegna sjó­slyss sem hann lenti í und­an strönd­um Nor­egs í janú­ar 2012. Trygg­inga­miðstöðin áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Ei­rík­ur hafði ráðið sig sem vél­stjóra á fiski­skipið Hall­grím SI sem seld­ur hafði verið til Nor­egs. Var verk­efni hans ásamt þrem­ur öðrum skip­verj­um að sigla skip­inu til Nor­egs þar sem það yrði af­hent nýj­um eig­end­um. Útgerð skips­ins hafði keypt slysa­trygg­ingu hjá Trygg­inga­miðstöðinni.

Þegar skipið var statt út af strönd Nor­egs 25. janú­ar 2012 gerði mikið óveður og gekk gríðar­mikið brot yfir það. Skipið lagðist á hliðina og sjór fór að streyma í það. Skip­verj­ar reyndu að kom­ast í björg­un­ar­galla og koma út björg­un­ar­báti. Það gekk hins veg­ar ekki sem skyldi og fór­ust skips­fé­lag­ar Ei­ríks all­ir en skipið sökk á inn­an við fimm minútum.

Ei­rík­ur komst hins veg­ar í flot­galla og var í sjón­um í um fjór­ar klukku­stund­ir áður en norska strand­gæsl­an kom auga á hann úr þyrlu og bjargaði hon­um. Kemst Hæstirétt­ur að þeirri niður­stöðu að Ei­rík­ur hafi hlotið varanlegt lík­ams­tjón vegna slyss­ins. 

Ei­rík­ur hafði áður tekið við bót­um frá Trygg­inga­miðstöðinni vegna tíma­bund­ins at­vinnutjóns og miska en með fyr­ir­vara um mat á var­an­legu lík­ams­tjóni. Ágrein­ing­ur var um það við hvað ætti að miða í þeim efn­um. Hæstirétt­ur mat þaðí ljósi mennt­un­ar Ei­ríks mætti gera ráð fyr­ir að hann hefði staðið til boða að starfa sem skip­stjóri eða vél­stjóri í framtíðinni.

Trygg­inga­miðstöðinni var gert að greiða sam­tals rúma 1,3 millj­ón króna í máls­kostnað. Ei­rík­ur fékk hins veg­ar gjaf­sókn og greiðist máls­kostnaður hans úr rík­is­sjóði.

01.03.2017 22:23

Sakaður um ólöglegar Ýsuveiðar

 

Frysti­tog­ar­inn Arn­ar HU-1, sem er í eigu Fisk Sea­food og gerður út frá Skaga­strönd, þurfti að sigla að strönd­um Nor­egs í gær til þess að greiða úr ágrein­ingi við norsk yf­ir­völd vegna meintra ólög­legra ýsu­veiða tog­ar­ans í norskri lög­sögu í fe­brú­ar fyr­ir ári. 

Fram kem­ur á frétta­vef héraðsblaðsins Feyk­is að út­gerðin hafi reitt fram trygg­ingu og Arnar í kjöl­farið haldið til veiða á ný. Haft er eft­ir Gylfa Guðjóns­syni, út­gerðar­stjóra Fisk Sea­food, að tog­ar­an­um hafi verið siglt til Norður-Noregs þar sem norska strand­gæsl­an hafi komið um borð. Málið verði tekið fyr­ir af norskum dóm­stól­um síðar á ár­inu.

01.03.2017 09:34

2842 Óli Á Stað Sjósettur i dag

 

            2842  Óli Á Stað Gk 99 Mynd þorgeir Baldursson 2017

                           2842 óli á stað Gk 99 mynd þorgeir Baldursson 2017

         2842 Óli á stað Gk 99 á Eyjafirði i dag Mynd Þorgeir Baldursson 2017
 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is