Færslur: 2017 Október

26.10.2017 13:01

Cuxhaven NC100 siglir inn Eyjafjörðinn

Cuxhaven NC 100 nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hefur haldið á veiðar. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Cuxhaven er fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 21 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven.

 

Eigendur Samherja ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti. Cuxhaven hélt svo til veiða í Barentshafi 20.ágúst. Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. 

Cuxhaven er afar vel búið á allan hátt bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar sem getur orðið allt að 35 manns. Með nýjustu tæknilausnum er skipið mun hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna en eldri skip. Vinnsludekk er hannað og smíðað af Slippnum á Akureyri og hefur búnað m.a. frá Vélfag á Ólafsfirði. 

 

„Þetta eru mikil tímamót í rekstri DFFU hér í Þýskalandi. Meðal annars hefur allur aðbúnaður áhafnar og vinnuaðstaða verið stórbætt. Það er mikil áskorun að fá allt til að virka í svona tæknilega flóknu skipi og næstu vikur verða því spennandi hjá okkur,“ segir Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Deutsche Fischfang Union GmbH.

Af heimasiðu Samherja 

Fleiri myndir munu birtast siðar 

 

 

          Cuxhaven Nc 100 á Siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2017

      Cuxhaven  á móts við Hauganes  Mynd þorgeir Baldursson  2017

       Björgúlfur  EA312  og Cuxhaven NC 100 i morgun 26 Okt mynd þorgeir 

 

10.10.2017 07:43

7499 Knútur EA116

    7499 Knútur EA116 kemur til Akureyrar i gær Mynd þorgeir 2017

09.10.2017 20:51

Polonus CDY -58

   Polonus  CDY-58 ex Baldvin NC 100 og 101 2265 Baldvin þorsteinsson EA10 

    Teitur Björgvinsson Skipst Polonus  Mynd þorgeir Baldursson 2017

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.

Baldvin_NC100
Mynd:Þorgeir Baldursson

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.        

Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Árið 2001 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og var afhent í maí 2002. Skipið var nefnt Baldvin NC og hefur verið í rekstri hjá DFFU í rúm 15 ár. Skipstjórar Baldvins NC undanfarin ár voru þeir nafnar Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Baldvin NC landaði afla öðru hverju hér á landi. Síðustu verkefni skipsins fyrir DFFU voru tveir góðir túrar á grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Skipið hefur verið selt til Póllands og fær nafnið Polonus.

       Baldvin NC 100 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2014

06.10.2017 17:09

Nóg af fiski en sumar tegundir vandveiddar

,,Veiðin hefur gengið alveg þokkalega. Það er nóg af fiski á slóðinni en vandinn er sá að þær tegundir, sem við erum á höttunum eftir, eru vandveiddar. Efst á óskalistanum hjá okkur eru grálúða og djúpkarfi og hvað þær varðar mætti veiðin vera betri,“ segir Kristinn Gestsson, skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE.

Er rætt var við Kristin var veiðiferðin hálfnuð en hann segist hafa byrjað að leita að djúpkarfa í öllum djúpköntum með suðurströndinni og síðan úti af Austfjörðum þar sem grálúðu hefur einnig verið að finna. Lítið hafi verið um djúpkarfa á þessum slóðum.

,,Við erum núna á Hampiðjutorginu út af Vestfjörðum og erum að reyna við grálúðu og djúpkarfa. Grálúðan er vandveidd. Það er nóg af þorski og gullkarfa hér á Vestfjarðamiðum en ufsinn hefur lítið sést. Ýsuna veiðum við á grunninu frá Reykjafjarðarál og vestur eftir en hún er mjög viðkvæm fyrir of mikilli sókn og því þarf að hvíla bleyðurnar vel á milli,“ segir Kristinn en að hans sögn er tegundum eins og gulllaxi alltaf gefinn gaumur.

,,Ég leitaði að gulllaxi í köntunum á leiðinni austur en það virðist ekki vera mikið af honum um þessar mundir,“ segir Kristinn Gestsson.

 

 

   Kristinn Gestsson Skipst Þerney  RE1 Mynd þorgeir Baldursson 2017

     2203 Þerney RE 1 á Halanum  fyrir stuttu Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119362
Samtals gestir: 52248
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:27:59
www.mbl.is