Færslur: 2018 Júní

19.06.2018 23:03

Chuxhaven Nc100

                      Cuxhaven Nc 100 Mynd Thorgeir Baldursson 2018

15.06.2018 22:46

Nýr Hafnsögubátur til Akureyrar

Hinn nýji hafnsögubátur Akureyrarhafnar var i prufusiglinu á Eyjafirði i dag

og þá voru meðfylgjandi myndir teknar Skipstjóri i ferðinni var Jóhannes Antonsson 

Hafnarvörður sem að tók svo smá hring fyrir mig  

                              2955 Seifur Mynd þorgeir Baldursson 2018

     Seifur og Skemmtiferðaskipið Amadea að leggja úr höfn Mynd þorgeir 2018

         Seifur á siglingu út Eyjafjörð Mynd þorgeir Baldursson 2018

                  Komið til hafnar Mynd þorgeir Baldursson 2018

               Jóhannes Antonsson Skipst i Brúnni á Seif mynd þorgeir 2018

 

Hafnasamlag Norðurlands tók á móti nýjum og öflugum dráttarbát um helgina

en báturinn hefur verið í  smíðum síðastliðið  ár í skipasmíðastöðinni Armon í norðurhluta Spánar.

Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á samgönguáætlun en smíði hans er styrkt um tæp 60% af hafnabótasjóði.

Báturinn verður með 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er.

Hann er 22 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn er búinn azimuth skrúfubúnaði

og verður öflugasti dráttarbátur landsins. Hann er Hann er með tveimur Cummins vélum 1193 kW.

Með Azimuth skrúfum en þær er hægt að láta snúast í hring og eykur stjórnhæfni bátsins verulega.

 Sprautu til slökkva eld og 25 tonmetra þilfarskrana.

Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbát er svarað kalli breyttra tíma,

skipin stækka og núverandi dráttarbátarn hafa ekki verið nógur öflugir fyrir Hafnasamlagið.

Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og þjónustugildið eykst gríðarlega. 

Einnig opnast möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á norðurlandi eins og t.d.

Húsavíkurhöfn en mikil þörf er á þjónustu dráttarbáts þar eftir að stóriðjan á Bakka opnaði.

Kaupverðið á bátnum er um 490 milljónir króna er það á pari við kostnaðaráætlun.

  Báturinn hefur hlotið nafnið Seifur.

Heimild www.Kvótinn.is

 

  •  

14.06.2018 20:36

Hvalaskoðun á Akureyri mikið lif i Eyjafirði

 Það var létt yfir þeim félögum Bjarna Bjarnassyni Stýrimanni kenndan við loðnuskipið Súluna EA 300 

og Arnari Sigurðssyni skömmu fyrir brottför Hvalaskoðunnar bátsins Hólmasólar i dag  sem  að Elding 

gerir út fullur bátur af ferðafólki af skemmtiferðaskipinu Adia Luna alls á annaðhundrað manns 

uppistaðan Þjóðverjar og i stuttu spjalli við Arnar sagði hann mér að mikið af hval vera i firðinum

allt frá 6 og uppi 8 stykki i hverri ferð og færi vaxandi 

 Bjarni Bjarnasson Stýrim og Arnar Sigurðsson skipst á Hólmasól i dag 

              Gestirnir Hópast um borð i dag Mynd þorgeir Baldursson 2018

                 Löng biðröð að komast um borð mynd þorgeir Baldursson 

         Farþegarnir koma sér fyrir framá til að sjá sem best mynd þorgeir 

       Gestir urðu ekki fyrir vonbryggðum i dag mikið af hval á ferðinni 

               Hnúfubakur á leið i djúpköfun  Mynd þorgeir Baldursson 

     og siðan hvarf hann tignarlega i djúpið mynd þorgeir Baldursson 

       Mikið af hnúfubak i Eyjafirði i dag Mynd Arnar Sigurðsson 
       Hólmasól á landleið eftir góðan túr Mynd þorgeir Baldursson 

08.06.2018 11:55

Bragi frændi á strandveiðum

   Bragi Fannar skipstjóri a Snjolfi Sf 65. Á veiðum við Hrollaugseyjar

                           Hrollaugseyjar Mynd Bragi Fannar 2018

08.06.2018 00:04

Samherjaskip á sjó

Þau eru Flott nýju skipin sem að DFFU OG Franska dótturfélag samherja létu smiða 

i fyrra og á þessu ári og voru smiðuð i Mykleburst i Noregi 

 hönnuð af Rolls Royce og eru 81,22 á lengd og 16 m ábreidd

og eru þau útbúinn bæði til  að vera á isfiskveiðum  heilfrystingu flakafrystingu 

og allt til þess að gella og kynna aflann þannig að ekkert fer fyrir borð enda fullkominn mjölvinnsla 

um borð i að minnst kost tveimur þeirra betri ummfjöllun verður um skipin fljötlega 

 

                         Cuxhaven NC 100 mynd þorgeir Baldursson 2018

                                 Emerude Mynd þorgeir Baldursson 2018

                         Berlin  NC 105 Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is