Færslur: 2018 Nóvember14.11.2018 20:29Kleifarberg RE aflahæðst
Sá gamli er seigur , Kleifaberg RE va rmeð 708 tonn í einni löndun og fór með því á toppinn og er þar með aflahæstur frystitogaranna á landinu. www.aflafrettir.is
Skrifað af Þorgeir 14.11.2018 20:11Haldið i róður frá Eyjum
Skrifað af Þorgeir 13.11.2018 21:57Huginn Ve 55 Kemur til Eyja i dagÞað var tignarleg sjón að sjá eitt glæsilegasta uppsjávarskip Eyjamanna Huginn Ve 55 sigla inn i höfnina i dag en skipið er búið að vera i skveringu i Póllandi siðan i April i vor og hluti þess sem að var gert er þetta: hann hefur verið i lengingu og miklum breytingum i póllandi siðan snemma i sumar en nú sér fyrir endan á þessu og er von til þess að skipið verði afhent i birjun nóvember Það var skvering á lestum, breyting á skiljara og rennum, breyting á uppröðun á efra dekki, upptekkt á hjálparspilum og fremri dekkkrana, almálun bæði úti og inni, endurnýjun á RSW-lögnum og lokum og því tengdu og hellingur í viðbót Allar myndir tók Óskar Pétur Friðriksson Ljósmyndari
Skrifað af Þorgeir 11.11.2018 20:32Björgunnaræfing með Tf Sýn við EyjarUm kl. 18,30 hélt björgunarbáturinn Þór úr höfninni hér í Eyjum og sigldi vestur fyrir Heimaey. Þar var beðið í smá stund eftir þyrlu LHG,Tf Sýn þar sem æfa átti menn og tæki í myrkri. Fjórum mönnum var slakað niður úr þyrlunni í björgunarbátinn Þór. Tveir Björgunarfélags menn fóru því næst í uppblásinn gúmmíbát og hífði þyrlan þá upp úr bátnum. Eftir að Þór hafði náð í gúmmíbátinn hoppuðu tveir félagar í Björgunarfélaginu í sjóinn. Þór bakkaði frá mönnunum og þyrlan athafnaði sig fyrir ofan þá, sigmaður seig niður og voru þeir tveir hífðir upp í þyrluna í sitthvoru lagi. Að loknum æfingunum var siglt til baka og tveir menn úr þyrlunni voru um borð hjá okkur. Þeim var keyrt upp á flugvöll þar sem þyrlan beið þeirra eftir að Björgunarfélagsmönnunum var skilað þangað. Æfingunni var lokið um kl. átta. Skipstjóri á Þór í þessari ferð Addi Ella Pé. Allar myndir óskar Pétur Friðriksson
Skrifað af Þorgeir 11.11.2018 12:50Varðskipið Þór mundar Byssurnar
Skrifað af Þorgeir 11.11.2018 09:00Austfirsk Togaramið Gjöful i haustTogarar hafa fiskað með góðum árangri á Austfjarðamiðum í haust. Gullver NS hefur að sjálfsögðu veitt á sínum hefðbundnu heimamiðum og Vestmannaey VE og Bergey VE hafa haldið sig fyrir austan en landað ýmist eystra eða í Vestmannaeyjum. Þá hafa togarar víðs vegar að stundað veiðar út af Austfjörðum og Suðausturlandi og hafa þeir landað afla sínum á Austfjarðahöfnum í ríkari mæli en oftast áður.
Gullver fór í fimm veiðiferðir í septembermánuði og var afli skipsins í þeim samtals 494 tonn. Í októbermánuði fór Gullver í sjö veiðiferðir og þá var aflinn 752 tonn af slægðum fiski. Þessi októbermánuður er besti aflamánuður í sögu skipsins en Gullver hefur verið gerður út frá Seyðisfirði frá því að hann kom þangað nýr árið 1983.
Bergey fiskaði 410 tonn af slægðum fiski í septembermánuði og 450 tonn í október en afli Vestmannaeyjar var 360 tonn í september og 395 tonn í október. Í septembermánuði fóru bæði skipin í sex veiðiferðir en í október fór Bergey í átta og Vestmannaey í sjö.
Þórhallur Jónsson skipstjóri á Gullver segir að haustið hafi verið afar gott. „Aflinn hefur verið með albesta móti að undanförnu og hver veiðiferð hjá okkur hefur ekki tekið nema 2 ½ - 3 ½ sólarhring. Við höfum verið á okkar hefðbundnu miðum og veitt í Berufjarðarál, Hvalbakshalli, Litladýpi og á Fætinum. Síðan höfum við einnig farið norður á Glettinganesflak. Aflinn hefur verið blandaður en uppistaðan er þorskur og ufsi. Það sem er nýtt fyrir okkur er þessi togarafjöldi á miðunum hér eystra. Við höfum oft verið nánast einir á okkar hefðbundnu miðum en nú er fullt af togurum. Það hefur verið eitthvað tregara vesturfrá og þá koma þeir hingað. Við á Gullver erum afar sáttir við fiskiríið og vonandi helst það eitthvað áfram, en mér finnst heldur hafa dregið úr því upp á síðkastið,“ segir Þórhallur.
Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergey tekur undir með Þórhalli og segir að aflinn hafi verið afar góður fyrir austan í haust. „Við erum vanir því að vera mikið fyrir austan á haustin og aflinn hefur verið með mesta móti í haust. Við erum mikið að veiða á Breiðdalsgrunni og Litladýpi en svo höfum við farið norður á Tangaflak og Glettinganesflak í þeim tilgangi að reyna við ýsu. Við leggjum mikla áherslu á ýsuveiði en staðreyndin er sú að það hefur oft gengið betur að ná henni en nú í haust. Hinsvegar er nóg af þorski og ufsa og fiskurinn hefur verið mjög góður. Við löndum ýmist fyrir austan eða í Eyjum. Þegar við löndum í Eyjum hefjum við nýja veiðiferð við Eyjarnar en á þessum árstíma fæst ekkert þar nema ufsi og karfi. Síðan er haldið austur og þá glæðist aflinn í öðrum tegundum. Það hefur verið óvenjumikil togaratraffík á Austfjarðamiðum í haust og athyglin hefur verið á þeim miðum,“ segir Jón. Heimild Sildarvinnslan www.svn.is
Skrifað af Þorgeir 11.11.2018 00:50Húnakaffi i gærmorgun
Skrifað af Þorgeir 07.11.2018 22:51Vestmannaey VE 54 original
Skrifað af Þorgeir 06.11.2018 19:37Eyborg EA 59
Skrifað af Þorgeir 05.11.2018 21:23Blængur Nk 125 i flotkvinni á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 04.11.2018 21:31Gæslan passar Vilhelm Þorsteinsson EA11
Skrifað af Þorgeir 04.11.2018 21:26Mark ROS 777 I Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 04.11.2018 12:22Sindri Ve 60
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is