Færslur: 2018 Desember

26.12.2018 12:06

Áhugaverðir timar i vændum

           1131 Bjarni Sæmundsson  RE 30 mynd þorgeir Baldursson2018
     Birkir Bárðarsson um borð i Árna Friðrikssyni RE mynd þorgeir Baldursson 

 

Niður­stöður úr loðnu­leiðangri í sept­em­ber þóttu hvorki gefa ástæðu til að gefa út kvóta loðnu í vet­ur né upp­hafskvóta fyr­ir næsta fisk­veiðiár. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á sviði upp­sjáv­ar­líf­rík­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að loðnu­stofn­inn hafi varla verið lé­legri frá upp­hafi mæl­inga. Þó megi velta fyr­ir sér hvort fram und­an séu breyt­ing­ar til betri veg­ar, í kjöl­far kóln­un­ar sjáv­ar við Ísland und­an­far­in ár.

Við höf­um séð hlýn­un fyr­ir norðan land frá því í kring­um alda­mót­in, eða árin þar rétt á und­an. Síðan þá hef­ur verið til­tölu­lega hlýr sjór fyr­ir norðan land, miðað við það sem við átt­um áður að venj­ast,“ seg­ir Birk­ir.

„Á sama tíma sjá­um við þessa færslu loðnunn­ar til vest­urs og norðurs, og þetta virðist því hald­ast í hend­ur, því það er tals­vert ólíkt þeirri út­breiðslu sem tíðkaðist fyr­ir alda­mót. Loðnan virðist vilja vera á mörk­um pólsjáv­ar og hlýrri sjáv­ar, og fær­ist með þeim breyt­ing­um sem á þeim verða. Þessi hlýn­un hef­ur að minnsta kosti skapað ein­hverj­ar aðstæður sem valda því að hún fær­ir sig til norðurs og vest­urs.“

Birk­ir bend­ir á að hita­stig sjáv­ar eitt og sér eigi þó ekki all­an hlut að máli þegar kem­ur að út­breiðslu loðnunn­ar. „Auk annarra þátta hef­ur fram­boð á fæðu auðvitað líka áhrif á göng­urn­ar, þar sem hún er í fæðuleit.“

Nýliðun lé­leg á þess­ari öld

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un.

Vart varð við kóln­un á yf­ir­borði sjáv­ar norður af Íslandi upp úr ár­inu 1960. „Þá á sér þarna stað ákveðin kóln­un, og um sama leyti eru loðnu­veiðar reynd­ar að hefjast í fyrsta sinn. Fram und­ir alda­mót virðist sem loðnu­stofn­inn sé í góðu ástandi – á þess­um kald­ari árum. En við vit­um auðvitað ekki hver staða stofns­ins var fyr­ir þann tíma, þar sem veiðar voru ekki hafn­ar.“

Vísi­tala ung­fisks í loðnu­stofn­in­um hef­ur verið lág und­an­far­in ár, og í raun hef­ur nýliðun inn­an stofns­ins reynst lé­leg flest ár sem liðin eru frá alda­mót­um. „Að sumu leyti skýrist það þó af því að ein­hver árin átt­um við í erfiðleik­um með að ná al­menni­lega utan um ung­loðnu í okk­ar mæl­ing­um. Samt sem áður má álykta að nýliðun hafi verið lé­leg flest ár á þess­ari öld.“

Aðspurður viður­kenn­ir Birk­ir að loðnu­stofn­inn hafi varla verið lé­legri en nú, frá upp­hafi mæl­inga. „Það eru kannski til­vik á ní­unda ára­tugn­um, í kring­um 1982, og svo aft­ur í kring­um 2009. En það er al­veg óhætt að segja að þetta er óvenju slæmt ástand, ef rétt reyn­ist.“

Breyt­ing­ar stofn­in­um í hag?

Birk­ir seg­ir að þegar horft sé fram á veg­inn, þá megi hugs­an­lega vænta tölu­verðra breyt­inga á næstu árum. „Við höf­um verið að sjá, fyr­ir suðvest­an og sunn­an land, að þar hef­ur sjór verið að kólna. Eins og haf­straum­arn­ir liggja þá má bú­ast við að þessi kóln­un muni að lok­um ber­ast norður fyr­ir land, á þessi svæði þar sem loðnan held­ur sig, og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif kóln­un­in hef­ur á stofn­inn.“

Úti fyr­ir Faxa­flóa eru nú þegar far­in að sjást merki um kóln­un og minni sjáv­ar­seltu, sem get­ur verið fyrsta vís­bend­ing um að þessi kaldi sjáv­ar­massi sé að fara að ber­ast norður fyr­ir land.

„Við eig­um því mjög áhuga­verða tíma í vænd­um hvað loðnuna varðar, og út frá þeim gögn­um sem fyr­ir liggja þá er hugs­an­legt að þess­ar breyt­ing­ar verði stofn­in­um í hag. En þekk­ing okk­ar er enn sem komið er svo tak­mörkuð að það má ekk­ert full­yrða um þetta með vissu – hvað ná­kvæm­lega muni ger­ast. Það eru að minnsta kosti breyt­ing­ar í far­vatn­inu, það er það eina sem ég get sagt.“

Í máli Birk­is kem­ur einnig fram að út­breiðsla haf­íss hafi nokk­ur áhrif á göng­ur loðnunn­ar.

„Haf­ís hef­ur jafnt og þétt farið minnk­andi á þessu svæði sem loðnan held­ur sig á, og maður velt­ir því fyr­ir sér hvaða áhrif sú þróun hef­ur – og hvaða áhrif haf­ís­inn hef­ur yf­ir­höfuð á loðnuna. Við vit­um ekki mikið um það en þarna get­ur verið að eiga sér stað tölu­vert sam­spil, sem nú reyn­ir á þegar haf­ís­rönd­in fær­ist sí­fellt norðar. Meðal ann­ars hvað varðar aðgang af­ræn­ingja að loðnunni og birtu­stig, svo dæmi séu nefnd. Hugs­an­lega verður minna um það að loðnan haldi sig í grennd við haf­ís­rönd­ina.“

Ekki fylgst nógu vel með

Birk­ir tek­ur fram að auk þess að vera mik­il­væg­ur nytja­stofn sé loðnan líka mik­il­væg sem fæða fyr­ir aðrar verðmæt­ar teg­und­ir. „Hún nær­ist og vex þarna norður í höf­um, og svo með hrygn­ing­ar­göng­unni upp á land­grunnið okk­ar, þá er hún að bera hingað gríðarleg­an líf­massa sem er ómet­an­leg­ur fyr­ir vist­kerfið og þá nytja­stofna sem þar eru, eins og þorsk, ýsu, ufsa og fleiri fisk­teg­und­ir.“

Að lok­um seg­ir hann að ljóst sé að al­mennt séu mikl­ar breyt­ing­ar að eiga sér stað á hafsvæðinu um­hverf­is Ísland. „Við höf­um ein­fald­lega ekki fylgst nógu vel með, fram til þessa. Þetta eru stór verk­efni sem bíða okk­ar og þess vegna er mik­il­vægt að vera með góð tól í hönd­un­um til að tak­ast á við þau. Í þess­um efn­um þurf­um við sem Íslend­ing­ar að taka okk­ur á, efla rann­sókn­ir, bæta þekk­ingaröfl­un og virkja frek­ara sam­starf við ná­grannaþjóðir. Við þurf­um að draga fleiri með okk­ur í þetta, þar sem þessi mál­efni varða jú fleiri en okk­ur,“ seg­ir Birk­ir.

Hann von­ast þá til að til­von­andi nýtt skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem ætlað er að koma í stað hálfr­ar ald­ar gam­als Bjarna Sæ­munds­son­ar, muni koma að góðum not­um. „Það er mik­il­vægt að vel verði að því staðið, og að það henti okk­ar aðstæðum. Þekk­ing kost­ar pen­inga, en þekk­ing­ar­leysi er ennþá dýr­ara.“

Heimild 200 Milur mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

  •  

25.12.2018 15:58

Sildarsöltun á Seyðisfirði

  Sildarsöltun á Seyðisfirði mynd úr safni Hreiðars Valýrssonar

25.12.2018 15:07

1395 Kaldbakur EA 1 i Jólabúning

                         1395 Kaldbakur EA 1 Mynd þorgeir Baldursson 

 

24.12.2018 14:41

Jólakveðja

              Rex NS 3 á Fáskrúðsfirði Mynd þorgeir Baldursson 

siðuhaldari  óskar öllum þeim sem að hafa heimsótt siðuna sem og ljáð mér myndir 

og annan fróðleik bestu óskir um Gleðileg Jól með þökk fyrir innlitið á árinu 

23.12.2018 10:41

Hafrafell SU 85

                     2645 Hafrafell SU 85 Mynd þorgeir Baldursson 2017

23.12.2018 10:37

Cuxhaven NC 100 á Eyjafirði

                         Cuxhaven NC 100 Mynd þorgeir Baldursson 

23.12.2018 10:32

Drekkhlaðinn Björgúlfur EA 312

             Björgúlfur EA312 mynd úr safni Guðmundar Jónssonar 

 

23.12.2018 10:30

Kagtind i Barentshafi

        Kagtind EX 2750 Oddeyrin Ea 210 Mynd Björn Valur Gislasson 2018

23.12.2018 10:25

Sólarupprás á Sjó

                     Sólarupprás á Sjó mynd þorgeir Baldursson 2018

22.12.2018 08:04

Pálina Ágústdóttir EA 85

   1674 Pálina Ágústdóttir EA 85 á Seyðisfirði 18 des mynd þorgeir Baldursson 

Þess bátur er búinn að liggja við bryggju á Seyðisfirði siðan i haust eftir að leki 

kom að bátnum meðan skipverjar voru i frii og var kominn talsverður sjór 

i vélarrúmið þannig að talið væri að rafmagnstafla og jafnvel aðalvél 

hefðu skemmst báturinn hét upphaflega Harpa GK 111 og var smiðuð á Seyðisfirði 

22.12.2018 08:02

Rex Ns á Seyðisfirði

                      6387 Rex NS 18 des mynd þorgeir Baldursson 

22.12.2018 07:58

Sólveig NS

 

               Sólveig NS á Seyðisfirði 18 des mynd þorgeir Baldursson 

22.12.2018 07:56

Bylgja NS 8 á Seyðisfirði

              6577 Bylgja NS 8 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2018

22.12.2018 07:54

Glófaxi NS 54

           1300 Glófaxi NS 54 Mynd þorgeir Baldursson 18 des 2018

20.12.2018 23:36

Gullver NS12 setti aflamet 2018

                   1661 Gullver NS12 mynd þorgeir Baldursson 2018

                                                    Gullver yfir 6000 tonn á árinu

    Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær úr síðustu veiðiferð ársins. Aflinn var 70 tonn, nánast eingöngu þorskur.

        Löndun úr Gullver NS12 á Seyðisfirði Mynd þorgeir Baldursson 2018

Með þessari löndun er afli Gullvers á árinu orðinn rúmlega 6.100 tonn og er það langmesti afli sem skipið hefur borið að landi á einu ári. Næst mesti ársaflinn kom á land í fyrra, 4.300 tonn. Adolf Guðmundsson rekstrarstjóri segir að árið hafi verið einstaklega gott og hafa verði í huga að skipið hafi verið frá veiðum í fjórar vikur vegna vélarupptektar. Adolf upplýsir að árum saman hafi ársafli Gullvers verið 3.100 – 3.300 tonn en það hafi breyst eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið. „Auðvitað er grundvallaratriði að hafa góðan mannskap til að ná árangri eins og þessum og einnig þurfa veiðiheimildir að vera til staðar,“ segir Adolf.

       Þórhallur Jónsson  Skipstjóri Gullvers NS12  mynd þorgeir 2018

 

    Skipstjórar á Gullver eru þeir Rúnar L. Gunnarsson og Þórhallur Jónsson. Eðlilega eru þeir afar ánægðir með ársaflann. Rúnar segir að þegar svona sé veitt sé álag á mannskapinn töluvert og hafa verði í huga að Gullver sé kominn til ára sinna, en hann kom nýr til Seyðisfjarðar árið 1983.

    Sveinbjörn Orri mynd þorgeir Baldursson 

„Við höfum að langmestu leyti stundað veiðarnar á okkar hefðbundnu miðum á árinu en fórum þó þrjá eða fjóra túra á Selvogsbanka í haust. Okkar hefðbundnu mið eru Litladýpið, Hvalbakshalli, Fóturinn og Berufjarðarállinn.

               Ivar og Kalli i aðgerð  mynd þorgeir Baldursson 2018

Þegar hausta tók færðum við okkur dálítið norður eftir og veiddum á Gerpisflaki, Tangaflaki og Vopnafjarðargrunni.

        Matsveinninn Magnús Stefánsson mynd þorgeir Baldursson 2018

 

Almennt séð þá gengu veiðarnar vel allt árið og hluta úr árinu fengum við góðan liðsstyrk. Jónas Jónsson, fyrrverandi skipstjóri á Gullver, var stýrimaður hjá okkur í október og Steinþór Hálfdanarson, hinn reyndi Síldarvinnsluskipstjóri, var stýrimaður nú í lok ársins. Það er ekki dónalegt að fá svona menn um borð, í þeim er mikill styrkur,“ segir Rúnar.

  Steinþór Hálfdánarsson  Mynd þorgeir Baldursson

               Beðið eftir Hifoopi Mynd þorgeir Baldursson 2018

                  Pokinn i rennunni Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

  Góður afli inná dekk mynd þorgeir Baldursson 2018

 

    Þórhallur Jónsson tekur undir með Rúnari og segir að árið hafi einkennst af góðu fiskiríi og verið áfallalaust. „Árið hefur verið jafnt og gott, ef desember er undanskilinn.

               Kaldafýla á dekkinu Mynd þorgeir Baldursson 2018

Nú í lok ársins hafa veður verið slæm og eðlilega hefur það áhrif á veiðiárangur. Flestar veiðiferðir okkar á árinu hafa staðið yfir í 3-4 daga og aflinn hefur verið 95 tonn að meðaltali. Það er ekki slæmt. Við höfum líka aldrei farið jafn margar veiðiferðir á einu ári en þær eru orðnar 64 talsins. Hér áður fór Gullver yfirleitt í um 40 veiðiferðir á ári. 

           Stroffan sett á belginn  mynd þorgeir Baldursson 2018

Sóknin hefur verið stíf en árangurinn hefur einnig verið góður.

         Skipverjar á Gullver i Aðgerð mynd þorgeir Baldursson 2018

Til þess að ná svona árangri þarf margt að fara saman; til dæmis nægar veiðiheimildir, hagstætt tíðarfar og góð áhöfn,“ segir Þórhallur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is