Færslur: 2019 September

30.09.2019 22:37

2744 Runólfur SH 135

   Bergey VE i Slippnum Mynd Guðmundur Alfreðsson

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mun það fá nafnið Runólfur.

     2744 Runólfur SH 135 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 30 sept 2019

 

Bergey var smíðuð í Póllandi árið 2007 fyrir Berg-Hugin, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, og hefur útgerð skipsins ávallt gengið mjög vel.

   2744 Runólfur SH 135 mynd Óskar P Friðriksson 

 

Síðustu daga hefur skipið verið í slipp í Vestmannaeyjum þar sem gengið hefur verið frá því til afhendingar. M.a. var málað yfir rauða litinn sem ávallt hefur prýtt Bergey og er hún nú orðin blá.

 

Ný Bergey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, verður væntanlega afhent Bergi-Hugin hinn 26. september nk.

 

30.09.2019 16:53

Klakkur Is 903 I slipp á Akureyri

      1472 Klakkur IS 903 og 2920 Artic Cirkle i Skippnum Akureyri mynd þorgeir 

30.09.2019 12:35

Árni Friðriksson úr vel heppnuðum leiðangri i norðurhöfum

Vel heppnaðri ferð rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar lauk í vikunni þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík eftir 50 daga leiguverkefni í Noregi. Skipið lagði úr höfn 6.ágúst sl. og sigldi til Tromso í Noregi þar sem norskir vísindamenn voru teknir um borð. Fyrst var farið í um 20 daga karfaleiðangur og að honum loknum komið aftur til hafnar í Tromso. Skipt var um áhöfn að miklu leyti, vistir teknar og nýr hópur norskra rannsóknamanna steig um borð og haldið í grálúðuleiðangur í aðra 20 daga. Skipið fór allt norður á 80°breiddargráðu og hefur skipið aldrei farið svo langt norður áður.

Skemmst er frá því að segja að leiðangrarnir tókust mjög vel og voru norsku rannsóknarmennirnir mjög ánægðir með áhöfn og skip en þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem skipið er leigt til Noregs um þetta leyti árs. Umtalsverðar tekjur fást af leigu skipsins en á móti kemur að ekki var hægt að nota það í kortlagningu hafsbotnsins í ágúst eða haustrall vegna leigunnar. Næsti leiðangur skipsins er loðnuleiðangur sem hefst laugardaginn 28. september.

 

 

                2350 Árni Friðriksson RE200 mynd þorgeir Baldursson

 

29.09.2019 21:57

Varðskipið Þór i Flotkvinni

Varðskipið Þór er i slipp á Akureyri i dag hefðbundin slipptaka 

              2769 varðskipið Þór mynd þorgeir Baldursson 29 sept 2019 

 

29.09.2019 10:45

Hannes Andrésson SH 737 seldur

Nú fyrir Skönmmu Keypti Skipaþjónusta Islands togbátinn Hannes Andrésson Sh 737

af Soffaniasi Cecilssyni Hf  i Grundarfirði dótturfyrirtæki Fiskseafood og hefur hann þegar

 verið afhenntur skipaþjónustunni fyrir skömmu keyptu þeir einnig  togarann Mars RE13 

ex 1585 Sturlaugur H Böðvarsson sem að sagt var frá hér áður á siðunni svo að umsvif fyrirtækisins

eru mjög vaxandi og er þeir nú með 4 dráttarbáta og Grettir sterka þann öflugasta á landinu 

og að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er góður uppgangur i rekstrinum 

 Heimasiða www.skipa.is 

 

Starfsmenn:

 

Ægir Örn Valgeirsson,
Framkvæmdastjóri
8987584 – aegir(hjá)skipa.is

 

 

Bragi Már Valgeirsson
Vélfræðingur/Véliðnfrðingur
8981477 - bragi(hjá)skipa.is

 

               1371 Hannes Andrésson Sh737 Mynd þorgeir Baldursson 2014

28.09.2019 21:18

Fiskihöfnin og slippurinn i sept 2019

Það er alltaf gaman að birta fallegar skipamyndir og sérstaklega þegar birtan er falleg 

og allt smellpassar saman þá verður myndin jafn glæsileg og raun ber vitni 

þessi mynd Ágústar Ólafssonar af fiskihöfninni og slippnum er stórglæsileg 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin  

                 Fiskihöfnin og Slippurinn Mynd Ágúst Ólafsson sept 2019

26.09.2019 21:58

Dorado LV2150 á veiðum í Barentshafi í kvöld

   Dorado Lv 2150 á veiðum í Barentshafi í kvöld mynd Eiríkur Sigurðsson 

26.09.2019 08:55

Isbjörn á norðurslóðum

           Isbjörn á norðurslóðum mynd Eiríkur Sigurðsson 2015

26.09.2019 08:19

Virasplæsning

 

Virasplæsning á bryggjunni við Frosta Þh229  mynd þorgeir Baldursson 

25.09.2019 07:21

Trollin tekinn í Barentshafi á Ontica Ek

 Ontica Ek ex Orri Is tekur trollin í Barentshafi myndir Eiríkur Sigurðsson 

              Ontica Ek tekur trollið mynd Eiríkur Sigurðsson 2019

24.09.2019 23:40

Tvö Eyjaskip í slippnum

Hilmar Friðjónsson ljósmyndari var að mynda og sá þá 

Tvö eyjaskip í slippnum sem að hann myndaði og sendi mér 

 

 

    Herjólfur  í slippnum á Akureyri mynd Hilmar 

 Vestmannaey Ve 54 í slippnum mynd Hilmar 

23.09.2019 21:00

Grettir Sterki dregur Viking Ak 100 í slipp

       2975 Grettir Sterki mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Í gærmorgun lagði Dráttarbátur Ice Tug Ehf Grettir Sterki 

Með Viking Ak í togi frá Vopnafirði áleiðis til Akureyrar þar sem að 

Það verður tekið í slipp það mun  vera bilun í vél eða stýrisbúnaði 

Sem að olli því að draga þarf það til Akureyrar og er gert ráð fyrir að 

Skipin komi þangað seinnipartinn í dag að sögn eigenda dráttarbátsins

Frettaritari sölunnar Axel Þórhallsson tók  þessi drónaskot og sendi mér 

Fleiri skot munu birtast næstu daga 

     Seifur Víkingur Ak  og Grettir Sterki mynd Axel þórhallsson 2019

   2955 Seifur Víkingur Ak100 og 2975 Grettir Sterki mynd Axel Þórhallsson 

 

   Grettir Sterki Víkingur Ak og Seifur mynd Axel þórhallsson 2019

Hilmar Friðjónsson  var einnig á ferðinni  og tók  meðfylgjandi myndir

 Seifur Víkingur Ak og Grettir Sterki mynd Hilmar 

   Grettir Sterki og Víkingur Ak 100 mynd Hilmar Friðjónsson 23sept 2019

 Seifur Víkingur Ak og Grettir Sterki mynd Hilmar Friðjónsson 23sept 2019

21.09.2019 16:11

Ocean TigerR-38

 

 

  Ocean Tiger R-38 á rækjuveiðum í Barentshafi mynd Eiríkur Sigurðsson 

21.09.2019 07:24

Eyborg EA 59

      2190 Eyborg EA 59 mynd Hilmar Snorrason maí 2019

20.09.2019 19:09

Gullver Ns 12 Nýskveraður á heimleið

      1661 Gullver Ns12 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2013

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 737
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 3352
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 910594
Samtals gestir: 45901
Tölur uppfærðar: 13.10.2024 16:24:44
www.mbl.is