Færslur: 2020 Apríl11.04.2020 11:26Nýr bátur í flota björgunarsveitar Ársæll gerði samning við RafnarRafnar ehf. og Björgunarsveitin Ársæll hafa undirritað kaupsamning um nýjan 11 metra Rafnar 1100 SAR björgunarbát.
Björgunarbáturinn verður staðsettur í Reykjavíkurhöfn og er ætlaður fyrir skjót viðbrögð í Faxaflóa, að því er segir í tilkynningu frá Rafnari. Mun viðvera hans auka öryggi sjófarenda á svæðinu. Bátum frá Rafnari hefur fjölgað undanfarið þar sem framleiðsla er einnig hafin í Grikklandi og Bretlandi. Bátarnir eru byggðir á hugmynd Össurar Kristinssonar sem er einkaleyfisvarin. „Þetta eru einstakir bátar sem hafa reynst vel og fengið mikið lof. Skrokklagið, botnlagið á bátnum og hönnunin í heild gerir það að verkum að báturinn er mun mýkri í öldu en aðrir bátar. Það fer betur með fólk í bátunum og þar með tækjabúnað,“ segir Haukur Alfreðsson, framkvæmdastjóri Rafnars, við Morgunblaðið. Báturinn er sá þriðji sinnar gerðar sem Rafnar smíðar fyrir björgunarsveitir Landsbjargar hér á landi. Nú þegar er einn bátur staðsettur í Kópavogi og annar á Fáskrúðsfirði. Þá er Landhelgisgæslan með bát af sömu gerð og annan af gerðinni Rafnar 850. „Við erum einnig að vinna með björgunarsveitunum á Tortóla og reiknum með að gera annan sölusamning fljótlega,“ segir Haukur. Hann bætir við að annar stærri bátur sé í þróun hjá fyrirtækinu. Sá bátur er töluvert stærri og ætlaður fyrir úthafssiglingar og erfiðar aðstæður. Báturinn hefur verið hannaður í samstarfi við Landsbjörg. „Smíði á mótum er hafin og við stefnum að því að hefja smíði á sjálfum bátnum núna í haust. Við erum nú þegar að fá fyrirspurnir erlendis frá,“ sagði Haukur ennfremur. veronika@mbl.is Skrifað af Þorgeir 10.04.2020 13:30Danir smiða nýtt uppsjávarskip fyrir SkotaWärtsilä to provide latest engine and power generation technology for new Scottish fishing trawlerBy Milton Stuards, / VesselsThe technology group Wärtsilä will supply a propulsion and power package for a new 75 metres long fishing trawler. The ship is being built at the Karstensen shipyard in Denmark for Scottish owners and operators Wiseman Fishing Co and Northbay Fishing Co. Both the yard and Wiseman Fishing are longstanding customers of Wärtsilä. This latest order with Wärtsilä was placed in March. The vessel will feature a Wärtsilä 31 main engine, two Wärtsilä 14 power generating sets, a gearbox and a controllable pitch propeller (CPP), the combination of which represents the latest engine and power generation technology. In designing the trawler, the aim has been to achieve the best power density, the most efficient performance, and the lowest possible emission levels in order to achieve minimal environmental impact.
Skrifað af Þorgeir 09.04.2020 17:21DREIFIBRÉF UM MÖGULEGAR HÆTTUR LED-LJÓSA Á HAFI ÚTI--> DREIFIBRÉF UM MÖGULEGAR HÆTTUR LED-LJÓSA Á HAFI ÚTI
Á dögunum gaf Samgöngustofu út dreifibréf dreifibréf þar sem fjallað er um hvaða hættur geta stafað af LED-ljósum og búnaði þeirra um borð í skipum og bátum. Á heimasíðu Samgöngustofu segir að með tilkomu nýrra ljósgjafa (LED perunnar) hafa komið upp vandamál er snúa að því að LED perur og búnaður við þær, geti gefið frá sér rafsegulbylgjur í þeim mæli að þær hafi truflandi áhrif á fjarskiptabúnað og siglingatæki um borð í bátum og skipum. Í versta falli hafa komið upp tilfelli þar sem fjarskiptabúnaður er óstarfhæfur. Af þessum sökum gerir Samgöngustofa kröfu til hönnuða og útgerða skipa og báta að við val á ljósum af þessari gerð verði horft til þess að LED perur og tilheyrandi búnaður þeirra, uppfylli grunnkröfur hvað varðar rafsegulsamhæfi (Electro Magnetic Compatibility EMC), sbr. reglugerð nr. 303/2018 um rafsegulsamhæfi. Vörur eins og LED-ljósabúnaður á að vera CE-merktur og honum á að fylgja ESB samræmisyfirlýsing (Declaration of Conformity). Samgöngustofa og skoðunarstofur með skipum og bátum munu athuga á næstunni (eins fljótt og hægt er) sérstaklega hvort LED ljósabúnaður skipa og báta uppfylli grunnkröfur og gera viðeigandi ráðstafanir. Nánari upplýsingar eru að finna í dreifibréfinu Audlindin.is Skrifað af Þorgeir 09.04.2020 13:24Enginn landgangur og kosturinn SótthreinsaðurGuðjón Guðmundsson9. apríl 2020 kl. 09:00
Sigurgeir Pétursson skipstjóri. Mynd/aðsend.
Geiri Pétursson býr sig undir 4-6 mánuði um borð í Tai an.Geiri Pétursson er skipstjóri verksmiðjuskipsins Tai An sem gert er út á veiðar á hokinhala og kolmunna suður undir Hornhöfða. Honum brá í brún þegar skipið kom í höfn í Argentínu fyrir skemmstu eftir 45 daga veiðiferð. Landgangurinn var ekki settur upp, enginn úr 95 manna áhöfn skipsins mátti fara frá borði. Kosturinn var tilbúinn á hafnarbakkanum. Það átti að taka hann beint um borð, landa og halda á ný til veiða. Geiri býr sig nú undir það að komast ekki frá borði í 4-6 mánuði samfellt ef heldur fram sem horfir. Höfnin skelfilega hljóðlát „Það var undarleg upplifun eftir 45 daga á sjó að sjá landganginn ekki settan upp þegar við komum til hafnar. Hafnar sem var skelfilega hljóðlát. Umbúðir utan um kostinn voru sprautaðar með sótthreinsivökva. Þetta er fullkomlega súrrealískt,“ segir Geiri. Geiri hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi undanfarna þrjá áratugi og verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala svo eitthvað sé nefnt. Hann er auk þess ræðismaður Íslands í Nýja-Sjálandi og framkvæmdastjóri Knarr samstæðunnar í landinu. Sigurgeir var fyrstur allra sem skipstjóri til að veiða tannfisk í troll suður við Suðurheimskautið árið 1995. Tannfiskur er álíka verðmætur og túnfiskur. Togarinn Tai An er gerður út til veiða á hokinhala og kolmunna suður af Hornhöfða syðst í Argentínu. Úr aflanum er unnið surimi. Þegar skipið kom til hafnar í Ushuaia, syðstu hafnar Argentínu, var það með 1.210 tonn af forsnum afurðum, 190 tonn af mjöli. Aflinn var um 5.500 tonn upp úr sjó sem fékkst á 43 dögum. Annað skip i eigu sömu útgerðar kom nokkru síðar með fullfermi, 630 tonn af frosnum afurðum. Það heitir San Arawa 2 og er 65 metra langur flakafrystitogari. Þar um borð er íslenskur skipstjóri, Magnús Þórarinsson sem býr a Íslandi og vinnslustjórinn er Ingvar Þór Jóhannesson sem hefur búið í 15 ár i Argentínu. Skrifað af Þorgeir 09.04.2020 11:16Kolmunnaskip leggja úr höfnFlest islensku kolmunnaskipin hafa lagt af stað til veiða við Færeyjar og er siglingin um 350 -450 milur eftir þvi hvaðan farið er
Skipin lögð af stað á miðin við Færeyjar en þangað er 350 mílna sigling.Kolmunnaskipin sem hafa legið í Norðfjarðarhöfn að undanförnu héldu til veiða í gær þegar niðurstöður skimunar áhafna þeirra fyrir Covid 19 lágu fyrir. Niðurstöðurnar voru neikvæðar í öllum tilvikum og því ekkert því til fyrirstöðu að láta úr höfn. Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar en skipin munu hefja veiðar á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Þangað eru um 350 mílur frá Neskaupstað. Í dag höfðu engar fréttir borist um kolmunnaveiði á svæðinu. Skrifað af Þorgeir 08.04.2020 11:04lif og fjör i eyjumÞað var mikið fór á Kajanum i Eyjum i gær þegar Fréttaritari siðunnar Óskar Pétur Friðriksson var þar á ferðinni Þórunn Sveinsdóttir VE að landa fullfermi af þorski af Selvogsbanka og ekki annað að sjá en að hjól atvinnulifsins snúist með miklum ágætum þótt að margir Eyjamenn séu i sóttkvi vegna Covid 19
Frekar Dapurt virðist ekki uppfæra þann hugbúnað sem að þarf i verkefnið liggur siðan niðri um óákveðinn tima þangað til að frettir berast fá Stig hvað hann ætili að gera varðandi 123.is Kv þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 07.04.2020 17:12Janus Seldur til MexicoJanus, áður Stóri-Börkur,hverfur brátt á braut – 7.000 mílur til nýrrar heimahafnar
Pólska uppsjávarskipið Janus hefur verið selt fiskeldisfyrirtæki í Mexíkó og verður ný heimahöfn skipsins Ensenada á Kyrrahafsströndinni. Siglingin til nýju heimahafnarinnar er um 7.000 sjómílur og má gera ráð fyrir hún taki rúmlega 26 daga. Þessi langa sigling verður rétt liðlega hálfnuð þegar komið verður í Panamaskurðinn.
Fyrirtækið sem festir kaup á Janusi heitir Baja Aqua-farms og var stofnað árið 2000. Á vegum fyrirtækisins er veiddur túnfiskur sem er áframalinn í kvíum upp í sláturstærð. Janusi er ætlað að gegna hlutverki fóðurskips en í honum verður fóðurfiskur geymdur í kælilestum sem síðan verður dælt í kvíarnar. Einnig er fyrirhugað að Janus leggi stund á veiðar í einhverjum mæli á ákveðnum tímum ársins.
Pólska uppsjávarskipið Janus liggur nú við bryggju á Akureyri. Það á fyrir höndum sjö þúsund mílna siglingu til nýrrar heimahafnar. Ljósm. Þorgeir Baldursson Janus var áður í eigu Síldarvinnslunnar og bar lengst af nafnið Börkur og síðan Birtingur. Skipið var selt pólsku fyrirtæki árið 2016 og fékk þá nafnið Janus. Janus var gerður út til kolmunnaveiða vorið 2017 en þá um sumarið var skipinu síðan lagt og lá það bundið við bryggju á Seyðisfirði í tæplega eitt ár, en sumarið 2018 var það flutt til Reyðarfjarðar. Á Reyðarfirði lá það þar til nýverið, en þá var því siglt til Akureyrar þar sem Slippurinn sinnti ýmsum verkefnum áður en nýir eigendur taka við því og það hverfur endanlega úr landi. Janus liggur nú við bryggju á Akureyri og ekki er ljóst hvenær hann siglir á brott en Covid-19 veldur þar óvissu.
Hér verður saga þessa merka aflaskips rakin í örstuttu máli en það hlýtur að teljast eitt af merkari skipum sem verið hafa í eigu Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan festi kaup á stóru uppsjávarskipi árið 1973 og fékk það nafnið Börkur. Skipið var 1000 lestir að stærð og efuðust margir í upphafi um að það myndi henta til loðnu- og kolmunnaveiða en tilgangurinn með kaupunum var fyrst og fremst að leggja stund á slíkar veiðar. Stærð skipsins gerði það að verkum að Norðfirðingar hófu fljótlega að kalla skipið Stóra-Börk.
Börkur NK eins og hann leit út til ársins 1998. Börkur var smíðaður í Noregi árið 1968 og hafði áður en Síldarvinnslan eignaðist hann verið í eigu norsks fyrirtækis. Skipið átti þá heimahöfn í Hamilton á Bermudaeyjum.
Vel gekk frá upphafi að veiða loðnu á Börk og hentaði skipið ágætlega til slíkra veiða. Sífellt urðu farmar skipsins stærri. Í fyrstu voru einungis 750 tonn sett í það en brátt færðu menn sig upp á skaftið og komu að landi með 900 tonna farm en það var þá stærsti farmur íslensks skips. Í næstu veiðiferð sló Börkur fyrra met og kom með 950 tonn. Að því kom síðan að farið var að setja 1.100 tonn í skipið og enn síðar 1.350 tonn.
Kolmunnaveiðar Barkar gengu ekki eins vel og loðnuveiðarnar en hann hélt í fyrsta sinn til veiða á kolmunna 8. maí 1973. Eftir tilraunina til kolmunnaveiða þetta fyrsta ár var hlé gert á þeim en á árunum 1976-1982 hélt Börkur ávallt til kolmunnaveiða að undanskildu árinu 1979. Öll árin var afli tregur auk þess sem verðlagningin á kolmunnanum var ekki til að hvetja til veiðanna.
Börkur NK eftir að honum var breytt og hann lengdur árið 1998. Ljósm. Þorgeir Baldursson Árum saman gekk erfiðlega að finna Berki nægjanleg verkefni og stóð reyndar til að selja skipið árið 1976 en ekki kom þó til þess. Ávallt var verkefna leitað og lagði Börkur til dæmis stund á síld- og makrílveiðar í Norðursjó fyrstu fjögur sumrin sem hann var í eigu Síldarvinnslunnar. Síðla sumars 1975 var Börkur sendur til loðnuveiða í Barentshafi en fyrr um árið hafði hann veitt hrossamakríl undan ströndum norðvestur Afríku. Þá má geta þess að um árabil var skipið nýtt til að sigla með ísvarinn fisk frá Neskaupstað til Grimsby yfir sumarmánuðina og til baka flutti hann ódýra olíu sem togarar Síldarvinnslunnar nýttu. Með tímanum jukust verkefni Barkar og að því kom að unnt var að halda honum til fiskjar á heimamiðum stærstan hluta ársins.
Fyrstu 25 árin sem skipið var í eigu Síldarvinnslunnar voru ekki miklar breytingar gerðar á því ef undan eru skilin vélaskipti árið 1979 en þá var sett í það öflugri vél. Í janúarmánuði 1998 kom Börkur hins vegar til heimahafnar frá Póllandi þar sem gagngerar breytingar höfðu verið framkvæmdar á skipinu. Það var lengt um tæplega 15 metra, settur á það bakki, perustefni, ný brú og allar vistarverur skipverja endurnýjaðar. Eins var allur spilbúnaður skipsins endurnýjaður, skipið sérstaklega útbúið til flotvörpuveiða og kælikerfi sett í lestar. Burðargetan að afloknum breytinginum var 1.800 tonn. Staðreyndin er sú að eftir breytingarnar var ekki ýkja mikið eftir af hinu upphaflega skipi. Árið 1999 hélt Börkur síðan í vélarskipti til Englands og þá var sett í hann 7.400 hestafla Caterpillar vél.
Á árunum 2012 til 2016 bar skipið nafnið Birtingur. Árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á nýjum Berki og þá fékk gamli Börkur nafnið Birtingur. Bar hann það nafn þar til hann var seldur pólska fyrirtækinu eins og fyrr greinir árið 2016.
Afli Barkar (síðar Birtings) á þeim 43 árum sem Síldarvinnslan gerði hann út nam 1.546.235 tonnum og eru líkur á að ekkert íslenskt fiskiskip hafi fært jafn mikinn afla að landi.
Fyrsti skipstjórinn á Berki var Sigurjón Valdimarsson og stýrði hann skipinu allt til ársins 1981. Á árunum 1974-1976 var Hjörvar Valdimarsson einnig skipstjóri á móti Sigurjóni og á árunum 1976-1989 var Magni Kristjánsson skipstjóri, ásamt Sigurjóni framan af. Síðar áttu Jón Einar Jónsson, Helgi Valdimarsson, Sturla þórðarson, Sigurbergur Hauksson og fleiri eftir að setjast í skipstjórastólinn á Berki. Eftir að skipið fékk nafnið Janus var Atli Rúnar Eysteinsson skipstjóri á því um tíma. Skrifað af Þorgeir 05.04.2020 13:45Skitaveður i Þorlákshöfn i dagLeiðindaveður i Þorlákshöfn i dag og allt ófært sagði Sigurður Daviðsson skipverji á Steinunni SF sem að kom þangað i gær með fullfermi af Selvogsbanka alls um 90 tonn og munu þér vera að fara i Páska fri en alls óvist hvenar þeir komast heim nokkar myndir úr Þorlákshöfn i dag myndir sigurður Daviðsson
Skrifað af Þorgeir 04.04.2020 21:46Guðmundur i Nesi RE13 aftur i Islenska flotann
Guðmundur í Nesi kominn á miðin í fyrsta túr eftir að Kleifaberginu var lagt.„Skipið er fyrir það fyrsta mun stærra en Kleifabergið og aðbúnaður fyrir áhöfnina allur annar og betri,” segir Stefán Sigurðsson, skipstjóri á Guðmundi í Nesi, „nýju“ skipi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Það hét fyrir kaupin Iliveq og þar áður bar skipið sama nafn og nú. Kleifaberginu hefur nú verið lagt eftir langan og glæsilegan feril sem eitt af þeim skipum sem skilað hefur hvað mestum aflaverðmætum í gegnum árin. Guðmundur í Nesi var smíðaður í Noregi árið 2000. Útgerðarfélag Reykjavíkur [þá hét fyrirtækið Brim hf. Nafnabreyting gekk í gegn 2018 þegar HB Grandi var nefnt Brim] keypti skipið 2004 og gerði út til 2018. Guðmundur í Nesi var seldur til Arctic Prime Fisheries í Grænlandi í lok árs 2018 og hefur síðan borið nafnið Ilivileq. Arctic Prime Fisheries er að hluta til í eigu Brims hf. Stærstur hluti áhafnarinnar á Kleifabergi RE 70 flyst yfir á Guðmund í Nesi. Alls eru þetta 52 sjómenn í tveimur áhöfnum. Skipstjóri á móti Stefáni er Ævar Jóhannsson sem áður var skipstjóri á Örfirisey. Mikill munur Guðmundur í Nesi var búinn að vera í klössun hjá Slippnum á Akureyri þar sem viðgerð fór líka fram á spilum. Skipið var komið út í norðanverðan Húnaflóann þegar rætt var við Stefán. Þar hafði verið staldrað við að næturlagi og togvírar strekktir í stífri norðanátt. Til stóð að fara á veiðar út af Vestfjöðrum og á Hampiðjutorgið. Hann sagði að það væri hugur í mönnum. Guðmundur í Nesi sé gott skip. „Því er ekki að neita að það er mikill munur á þessu skipi og Kleifarberginu. Þetta er auðvitað stærra og öflugara skip. Það er breiðara og hærra og allt annar aðbúnaður. Það er ekki hægt að líkja því saman. Þetta er auðvitað ekki nýtt skip og er að verða hátt í 20 ára. Kleifabergið hefur samt skilað sínu og gott betur. Það var mikið aflaskip alla tíð,” segir Stefán. Allt sem menn taka sér fyrir hendur þessa dagana er í skugga heimsfaraldursins. Aðspurður sagði Stefán að menn hefðu gætt sín sérstaklega með tilliti til sóttvarna og allt sem því viðkemur hafi verið rýnt sérstaklega. Nándin um borð í skipum sé mikil. Þess vegna þurfi að taka þessi mál sérstaklega þéttum tökum. Í heimahöfn á ný 24 eru í áhöfn Guðmundar í Nesi en í þessum túr eru tveir aukamenn, annar í brú og hinn í vélarrými, menn höfðu verið á skipinu þegar það hét Iliveq. Að stærstum hluta er sama áhöfn á Guðmundi í Nesi og var á Kleifaberginu. Stefnt sé að veiðum á karfa og grálúðu og verður aflinn heilfrystur um borð. Ekki eru önnur skip að stunda þessar veiðar. „Það má kannski segja að Guðmundur í Nesi sé aftur kominn í heimahöfn eftir flakk. Það er auðvitað viss söknuður að Kleifabergið og það gekk vel á fiska á því skipi. Það var með einfaldri vinnslu og það var í raun ótrúlegt hve vel hún gekk miðað við hve plássið var lítið. Nú er stefnan bara sú að fiska vel þótt undir öðrum formerkjum sé því við verðum ekki í flakavinnslu. En markmiðin er að fiska sem mest.“ Stefán segir að því sé ekki að neita að hægst hafi á fisksölu, sérstaklega á ferskum fiski. „En fólk þarf áfram að borða og fiskur er hollur.“ Fiskifrettir.is Guðjón Guðmundsson gugu@fiskifrettir.is Skrifað af Þorgeir 03.04.2020 23:08Sóley Sigurjóns GK 200
Skrifað af Þorgeir 02.04.2020 21:23Góður gangur i grásleppuveiði
Skrifað af Þorgeir 02.04.2020 17:28Hafnarfjarðarhöfn i febrúar 2020
Skrifað af Þorgeir 01.04.2020 13:35Hákon EA 148 seldur úr landi
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1154 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060570 Samtals gestir: 50938 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:22:06 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is