Færslur: 2021 Janúar

31.01.2021 20:30

Gisli Jóns björgunnarbátur isfirðinga

                              2967 Gisli Jónsson Björgunnarbátur Isfirðinga mynd þorgeir Baldursson 

31.01.2021 09:51

Norsku Loðnuskipin mætt til veiða við island

 Norsku Loðnuskipin Senior N-60 -B og Kvannoy N-400-B við bryggju á Akureyri 2018 mynd þorgeir Baldursson 

31.01.2021 09:17

Trollið tekið allt fyrir öryggið

                              Strákarnir á Bjarti Nk taka trollið i brælu mynd þorgeir Baldursson 

31.01.2021 01:05

Akraberg FD10 ex Guðbjörg is 46

                                                          Akraberg FD10  ex 2212 Guðbjörg IS 46 mynd af Fiskur.fo

                                                       Akraberg FD10 ex 2212 Guðbjörg is 46  mynd fiskur.fo 

 

30.01.2021 20:48

Gnúpur Gk ex Guðbjörg IS seld til Rússlands

Gnúpur GK-11 sigldi um hádegisbilið í dag 30 janúar  frá Hafnarfirði . Hann hefur verið seldur til Rússlands og stefnt er að því að hann verði afhentur nýjum eigendum í Kirkenes í Noregi snemma á nýju ári

.Skipið hefur verið í rekstri Þorbjarnar hf í um 26 ár, en það kom fyrst til hafnar í Grindavík í lok árs 1994. þegar Hrönn H/F fékk nýja Guðbjörgu IS 46 þá gekk sú gamla uppi kaupin á nýju 

  1579 Guðbjörg IS 46 mynd bb.is

Áður hét skipið Guðbjörg ÍS-46 og var þá gert út sem ísfisktogari.

og þegar hún var fyrir vestan fyrir fiskaði hún 79.705 á þrettán árum sem að hún var i eigu Hrannar H/F 

samkvæmt heimildum Aflafretta gerir  þetta afla uppá 242.218 tonn  sem að telst nokkuð góður árangur 

Skömmu eftir komuna til Grindavíkur var Gnúpnum breytt í frystitogara og gerður út sem slíkur með góðum árangri.

                                                      1579 Gnúpur Gk 11 mynd þorgeir Baldursson 2020


Á þeim árum sem Gnúpur var í rekstri Þorbjarnar hefur afli hans verið 162.513 tonn í alls 387 löndunum.

30.01.2021 16:49

Hákon EA148 kemur til Akureyrar úr Loðnuleit

Hákon EA148 kom til Akureyrar i dag eftir stutta en snarpa loðnuleit og að sögn skipstjórnarmanna á þeim skipum sem að voru við leit 

var talsvert að sjá fyrir austan en litið hérna á Vestursvæðinu og Grænlandssundi og nú er bara beðið skýrslu frá hafrannsóknarstofnun 

um útgefninn kvóta fyrir yfirstandandi loðnuvertið sem að ætti að verða fljótlega 

frettin verður uppfærð 

uppfært kl 1800

„Árni Friðriks­son og Bjarni Sæm eru ennþá úti að mæla, svo að mæl­ing­in er ekki búin.

Heilt yfir hef­ur gengið vel, við náðum að dekka svæðið sem við ætluðum okk­ur.

Átta skip hafa verið bæði í mæl­ingu og leit,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í sam­tali við mbl.is í dag. 

Ásgrím­ur Hall­dórs­son SU, Bjarni Ólafs­son AK, Árni Friðriks­son HF, Há­kon EA, Bjarni Sæ­munds­son HF, Aðal­steinn Jóns­son SU, Jóna Eðvalds SF og Börk­ur NK hafa öll tekið þátt í loðnu­leit og loðnu­rann­sókn und­an­farið.

„Há­kon notuðum við sem leit­ar­skip á land­grunn­inu fyr­ir Norðvest­ur­landi og á því svæði var lítið að sjá eins og er.“ 

Birk­ir seg­ir nokkuð af ung­loðnu hafa fund­ist á vest­ur­hluta leit­ar­svæðis­ins, við Græn­lands­sund, sem þá verður uppistaðan í næstu vertíð. 

„Það má segja að vest­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg­inn hafi verið svo­lítið af ung­loðnunni, meira eft­ir því sem vest­an dreg­ur.

Heilt á litið vor­um við að klára núna þessa yf­ir­ferð frá Litla dýpi fyr­ir Aust­ur­landi og fyr­ir öllu Norður­landi og allt vest­ur að Víkurál úti fyr­ir Vest­fjörðum.

Þessa mæl­ingu skoðum við síðan í sam­hengi við okk­ar fyrri mæl­ing­ar og fáum þannig heild­ar­stofn sem við gef­um svo ráðgjöf út frá.“

                       Birkir Bárðarsson liffræðingur hjá Hafrannsóknanarstofnun mynd þorgeir Baldursson 

                            2407 Hákon EA148 mynd þorgeir Baldursson 30 jan 2021 

               2407 Hákon EA148 leggst að Oddeyrarbryggju i dag mynd þorgeir Baldursson 30 jan 2021 

30.01.2021 11:36

Jóna Eðvalds SF 200 leitar loðnu

                                    2618 Jóna Eðvalds SF 200  i loðnuleit mynd þorgeir Baldursson 

Græn­lenska upp­sjáv­ar­skipið Pol­ar Amar­oq hef­ur þegar hafið loðnu­veiðar en land­ar í dag, seg­ir Gunnþór Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Lönd­un­in mun marka upp­haf loðnu­vertíðar hjá fyr­ir­tæk­inu en hún verður nokkuð minni í ár en venja er enda aðeins heim­ilað að veiða 61 þúsund tonn af loðnu eins og stend­ur.

Síðastliðin tvö ár hef­ur ekk­ert orðið af vertíð.

Ein um­fangs­mesta loðnu­leit sem farið hef­ur fram stend­ur nú yfir og eru átta skip á miðunum að leita allt frá suðaust­ur af land­inu norður fyr­ir land og norðvest­ur af Vest­fjörðum.

Meðal skipa sem taka þátt í leit­inni eru Há­kon EA, Jóna Eðvalds SF og rann­sókn­ar­skip­in Árni Friðriks­son RE og Bjarni Sæ­munds­son RE.

„Það eru all­ir að bíða með önd­ina í háls­in­um,“ seg­ir Gunnþór um loðnu­leit­ina og fram­vindu henn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild Morgunblaðið 

mynd þorgeir Baldursson 

 

29.01.2021 21:58

Bergur Ve 44 landar á Akureyri

 
                        2677 Bergur Ve 44 landar á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 29 jan 2021
 

28.01.2021 21:26

Dalvikurhöfn i vetrarskrúða i dag

                                        Dalvikurhöfn i dag 28 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                                          Dalvik i dag 28 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson  

27.01.2021 18:15

Snjómokstur á Akureyri

                              Snjómokstur á Akureyri 25 janúar 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                Snjóblásari frá Finni Aðalbjörns að störfum mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2021

https://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/216895/   

27.01.2021 17:39

Grænlenskur Tasiilaq á Akureyri

                           Tasiilaq GR 6-41 kemur til Akureyrar i dag mynd þorgeir Baldursson 

           Janus EX Börkur NK og Tasiilaq GR 6-41 á Akureyri dag mynd þorgeir Baldursson 27 jan 2021

         Jóhannes Antonsson Hafnarvörður tekur á móti afturbandinu mynd þorgeir Baldursson 27 jan 2021

i dag kom Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Tasiilaq GR 6-41 til Akureyrar og var erindið að sækja varahluti 

skipið mun stoppa fram á laugardag og liggur við tangabryggju skipið er 83,8 metrar á lengd og 14,6 á breidd 

og i áhöfn eru 25 menn skipstjóri er Jónfridur Poulsen 

Master: Jónfridur Poulsen
Length/width: 83.8m/14.6m
Production capacity: 240 ton/day
Catch capacity: 2500m3
Hold capacity: 2,527 m3
Crew: 25 men
Trawler type: Pelagic trawl
Ownership: RG 66%

26.01.2021 18:23

160 metra skip með nýj­an pramma

                      Skandi Acercy við bryggju á Eskifirði i fyrrinótt Mynd Jens Garðar Helgasson 2021

Þjón­ustu­skipið Skandi Acercy lagðist að bryggju á Eskif­irði í fyrrinótt.

Frá borði var hífður tæp­lega 20 metra prammi, sem Lax­ar ehf. hafa leigt frá Nor­egi til að sinna fóðrun í eldisk­ví­um við Gripalda í sunn­an­verðum Reyðarf­irði.

Flutn­inga­skipið er 160 metra langt, 27 metr­ar á breidd og það er búið öfl­ug­um krana og þyrlupalli.

Það var upp­haf­lega vænt­an­legt til Eskifjarðar á laug­ar­dag, en seinkaði aðeins vegna veðurs á leiðinni.

Nýi pramm­inn tek­ur um 320 tonn af fóðri og kem­ur í stað aðeins stærri pramma, Mun­ins, sem sökk við kví­arn­ar í ill­viðri aðfaranótt 10. janú­ar.

Und­an­farið hafa fjór­ir þjón­ustu­bát­ar með fóður­byss­ur sinnt fóðrun fisks­ins í 16 kví­um við Gripalda.

Þar eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kom­inn í slát­ur­stærð í haust.

Jens Garðar Hegla­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa, seg­ir að unnið sé að und­ir­bún­ingi þess að dæla um tíu þúsund lítr­um af hrá­ol­íu úr pramm­an­um.

Ekki sé end­an­lega ljóst hvenær og hvernig staðið verði að mál­um, en aðstæður þurfi að vera góðar.

Málið er unnið í sam­vinnu fyr­ir­tæk­is­ins, Fjarðabyggðar­hafna, Um­hverf­is­stofn­un­ar og trygg­inga­fé­lags Laxa. Ekki hef­ur orðið vart við olíuleka frá pramm­an­um.

Heimild 200milur /mbl.is

25.01.2021 21:52

Companyskipin mætast við Nýpuna

                   Börkur og Beitir NK Mætast við Norfjarðarnýpuna 29 júli 2012 mynd þorgeir Baldursson 

Beitir NK 123 var á útleið eftir makrillöndun og Börkur Nk 122 að koma i land með 400 tonn af makril 

eftir sólahring höfn i höfn 

                                                Börkur Nk 122 mynd þorgeir Baldursson 29 júli 2012

24.01.2021 22:45

GETUR UNNIÐ ÚR 500 TONNUM Á SÓLARHRING

 

Rússneski togarinn Vladimir Limanov er einn af stærri gerðinni. Hann er 108 metrar að lengd og 22 metra breiður.

Hann var smíðaður í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur á seinnihluta síðasta árs.

Skipið er hannað af norsku skipaverkfræðistöðinni Skibsteknisk og er útbúið til veiða á alaskaufsa og síld í í flottroll í Beringshafi og Okhotskhafi.

Aflinn verður unninn um borð og verða helstu afurðir hausaður og slægður fiskur, flök, ufsahrogn, surimi, fiskimjöl og lýsi.

Lestin er 4.800 rúmmetrar að stærð. Aðbúnaður um borð er afar góður og gott pláss fyrir 139 manna áshöfn.

Skipið er í eigu Russian Fisheries, sem er einn stærsti framleiðandi afurða úr alaskaufsa í heiminum.

Allur tækjabúnaður er af hæstu gæðum og hægt er að veiða og vinna úr 500 tonnum á sólarhring.

Á eftirfarandi slóð er hægt að skoða skipið frá ýmsum hliðum: https://my.matterport.com/show/?m=1Y1HYHAVRLk

Audlindin.is 

24.01.2021 21:44

Hundrað tonn i fyrstu slátrun

                                       Fiskeldiskviar i Fáskrúðfirði Mynd þorgeir Baldursson 2020

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, segir eldið í Fáskrúðsfirði hafa borið góðan ávöxt.

Fyrstu löxunum úr eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði var slátrað í síðustu viku hjá Búlandstindi á Djúpavogi . Fyrstu kvíarnar og seyðin voru sett út fyrir hálfu öðru ári.

„Það hefur verið fínn gangur á þessu,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. „Eldið hefur verið farsælt og góður vöxtur.“

Guðmundur segir að þjálfaður hafi verið upp nýr hópur starfsfólks sem sér um eldið á Fagureyri við Fáskrúðsfjörð.

Alls starfa nú um hundrað manns hjá Fiskeldi Austfjarða, þar af um tuttugu manns í Fáskrúðsfirði.

„Við erum með þrautþjálfað fólk, stór tæki og öflug. Það tókst að fóðra 98 prósent af dögunum, sem er ansi góður árangur.“

Mest fer á Ameríku

Guðmundur segir að það sem slátrað sé hjá fyrirtækinu fari mestmegnis á Ameríkumarkað. Sú sala hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir covid-faraldurinn.

„Þetta voru um hundrað tonn í fyrstu slátrun og svo verður slátrað vikulega. Þetta verða svona 100 til 200 tonn á viku.“

Fjórtán kvíar eru í Fáskrúðsfirði og ríflega hálft annað ár er frá því seiðin voru sett út.

„Við settum út kvíar og fisk vor 2019 og erum farin að slátra þeim fiski,“ segir Guðmundur. „Það mun taka næstu mánuði að slátra.“

Í nóvember var greint frá áformum um sameiningu Fiskeldis Austfjarða og Laxa, tveggja stóru fiskeldisfyrirtækjanna á Austfjörðum,

en bæði fyrirtækin eru að meirihluta í eigu Norðmanna. Guðmundur sagðist ekkert geta sagt um þau áform að svo stöddu.

                                                        Fiskeldi i Berufirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Norðmenn eiga meirihluta

Það er norska fyrirtækið Måsøval sem nú á meirihluta í báðum fyrirtækjunum, eftir að fyrirtækið keypti meirihluta í Fiskeldi Austfjarða seint á nýliðnu ári.

Fyrir átti fyrirtækið meirihluta í Löxum. Samstarf fyrirtækjanna hefur verið nokkuð.

             Frystihús Búlandstinds ásamt Brunnbátnum sem að flytur fiskinn til slátrunnar mynd þorgeir 2020

Þau eiga í sameiningu, ásamt fleirum, sláturhúsið Búlandstind á Djúpavogi þar sem slátrun er stunduð á eldislaxi fyrirtækjanna.

Fiskeldi Austfjarða hf. hóf starfsemi árið 2012 og hefur verið með starfsemi í Berufirði og nú einnig í Fáskrúðsfirði. Starfsleyfi kveða á um 9.800 tonna laxeldi í Berufirði og 11.000 tonn í Fáskrúðsfirði. Að auki er fyrirtækið að bíða eftir leyfi til þess að ala allt að 10.000 tonn af laxi í Seyðisfirði.

Laxar fiskeldi er síðan með sjókvíaeldi í Reyðarfirði þar sem framleiðsla er leyfð á allt að 16.000 tonnum af eldislaxi.

                                      Fiskeldiskviar i Reyðarfirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Mikill vöxtur hefur verið í laxeldi á Austfjörðum undanfarið, rétt eins og á Vestfjörðum. Útflutningverðmæti afurða úr laxeldi hér á landi nam hátt í 30 milljörðum króna á nýliðnu ári.

Fiskifrettir.is 

myndir Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is