Færslur: 2021 Desember19.12.2021 00:15Haffærisskírteini var útrunnið
Ýmsu virðist hafa verið ábótavant um borð í Drangi ÁR sem sökk við bryggju á Stöðvarfirði í fyrrahaust. Í niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa, siglingasviði, kemur fram að nefndin telur að sjór hafi komist inn á milliþilfar með spúlslöngu og/?eða slóglúgunni og komist þaðan niður í lest og vélarrúm. Í sérstakri ábendingu bendir nefndin á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá skipi þegar það er yfirgefið í höfn og sjá til þess að það sé vaktað. Drangur ÁR hafði verið á sæbjúgnaveiðum og komið til Stöðvarfjarðar til löndunar 12. október. Skipverjar voru í viðhaldsvinnu og lagfæringum á búnaði á vinnsluþilfari fram til 20. október en fóru þá í frí. Að morgni 25. október var kominn það mikill sjór inn í skipið að það lagðist á stjórnborðshliðina og sökk við bryggju. Við rannsókn kom meðal annars fram að haffærisskírteini var útrunnið, en það gilti til 15. október 2020. Eftir að skipinu var lyft upp og það látið fljóta kom ekki í ljós neinn leki að því. Skipið var við bryggju á Stöðvarfirði fram í ágúst 2021 en þá var það dregið til útlanda í niðurrif.
Skrifað af Þorgeir 18.12.2021 11:32Jón Kjartansson Su 111
Skrifað af Þorgeir 18.12.2021 01:12Skipalikön til sýnis á Glerártorgi Akureyri
ELVAR Þór Antonsson er ungur hagleiksmaður sem býr á Dalvík. Áhugamál hans og tómstundagaman hefur verið að smíða líkön af skipum. Elvar þykir sérlega vandvirkur og nákvæmur og líkönin hans hin mesta listamíð.
Nýlega lauk hann við að smíða líkan af einu þekktasta skipi flotans, Akureyrinni EA 10, fyrsta skipi Samherja hf. Um nákvæma eftirlíkingu er að ræða í hlutföllunum 1 á móti 50. Að sögn Elvar fóru um 350 vinnustundir í að smíða líkanið.
Skrifað af Þorgeir 17.12.2021 11:17SKINNEY-ÞINGANES SEMUR UM SMÍÐI Á NÝJU SKIPISkinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft A/S í Skagen, Danmörku. Lengd skipsins verður 75,40 metrar, breiddin 16,50 metrar. Skipið er hannað til að djúpristan sé sem minnst eða um 6,50 metrar. Lestarrými skipsins verður um 2400 rúmetrar. Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024. segir á heimasiðu fyrirtækisins Skrifað af Þorgeir 17.12.2021 01:44Það mjakast á loðnunni
Undanfarna dag hefur loðnuveiðin gengið misjafnlega en hún mjakast eins og oft er sagt. Enn er einungis um dagveiði að ræða og eru öll skipin yfirleitt að toga á litlum bletti þannig að það er þröng á þingi. Í gær vor þau skip sem fengu mest með rúmlega 500 tonn en aflinn var allt niður í um 200 tonn. Það virðist vera misjafnt hvernig skipin hitta á torfurnar og eins hefur gerð veiðarfæranna án efa einhver áhrif á árangurinn.
Heimasíðan heyrði í Þorkeli Péturssyni skipstjóra á Bjarna Ólafssyni og bað hann um að lýsa aðstæðunum á miðunum. „Allur flotinn er hérna 50-60 mílur norðaustur af Langanesi. Við höfum ekki fundið mjög sterk lóð. Þetta eru svona grisjur sem menn eru að kasta í. Það er þó dálítið misjafnt hve lóðið er sterkt og gærdagurinn var þokkalegur að því leyti enda fengu bæði Börkur og Beitir yfir 500 tonn í gær en aðrir minna. Mest hafa skip verið að fá upp í 600 tonn yfir daginn. Menn hafa bara sex tíma til að draga með einhverjum árangri á hverjum degi. Þetta fer að skila einhverju um klukkan hálftíu til tíu á morgnana en svo er það búið um hálffjögur eða fjögur á daginn. Eftir það fæst varla nokkuð. Loðnan er býsna brellin og getur verið erfitt við hana að eiga. Menn verða að finna lóð og vera tilbúnir að kasta á morgnana. Það er þröngt um skipin á blettinum sem veitt er á og skipin reyna að stilla sér upp í röð en það vill verða svo að menn þvælast hver fyrir öðrum. Það leggja sig allir fram við þessar aðstæður en þetta er svolítið snúið og það mætti vera meira veiðifjör. Það er alveg ljóst að megingöngurnar eiga eftir að koma og þá mun fjörið færast í leikinn. Annars ætla ég ekki að kvarta. Það skemmtilegasta sem ég geri er að veiða loðnu og menn eiga að vera glaðir að fá tækifæri til þess,“ segir Þorkell. Skrifað af Þorgeir 16.12.2021 21:16Sighvatur Bjarnasson Ve 81heim til EyjaSkömmu eftir Hádegi i dag lagði Sighvatur Bjarnasson Ve 81 áleiðis heim til eyja en skipið hefur verið i klössun hjá slippnum Akureyri um nokkurra vikna skeið Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með gilt haffæri. Verið væri að skoða botn, loka og fleira. Sigvatur var síðast í notkun í fyrra, þá var báturinn notaður í tengslum við verkefni í laxeldi fyrir vestan að sögn Sindra. Magnús Jónasson annar tveggja skipstjóra Isleifs Ve 63 sigldi Sighvati Bjarnassyni Ve frá Akureyri i dag og tók hann léttan myndahring fyrir mig
Skrifað af Þorgeir 15.12.2021 22:54Jökull ÞH 299 á Eyjafirði i dagI morgun fór niður úr Flotkvinni á Akureyri Jökull ÞH 299 i eigu GpG seafood á Húsavik en vart hafði orðið bilunnar i Kælum sem að liggja utan á skipinu og samkvæmt siðustu fréttum þar að skipta um þá þegar skipið fer i Slipp næst sennilega i febrúar -mars 2022 Þórður Birgisson Skipstjóri tók smá hring til að prufa hvort að ekki væri allt i lagi áður en að haldið var til veiða og stefnan tekin á Austfjarða mið og þá voru þessar myndir teknar Góða veiði Doddi og áhöfn
2991 Jökull ÞH 299 mynd þorgeir Baldursson 15 des 2021
Skrifað af Þorgeir 15.12.2021 21:47Rúnar L Gunnarsson hættir á Gullver Ns 12Rúnar L. Gunnarsson lýkur skipstjóraferlinum15/12/2021 | Fréttir Ísfisktogarinn Gullver NS kom til löndunar á Seyðisfirði á mánudagsmorgun. Afli skipsins var 96 tonn, mest þorskur en einnig ýsa, karfi og ufsi. Togarinn hafði verið að veiðum í Berufjarðarál og á Gerpisflaki. Þessi veiðiferð skipsins markaði tímamót því hún var hin síðasta hjá Rúnari L. Gunnarssyni í skipstjórastóli. Rúnar var að kveðja Gullver eftir 37 ára farsæla samveru. Í tilefni þessa ræddi heimasíðan stuttlega við Rúnar. -Varst þú ungur þegar þú hófst sjómannsferilinn? Ég fór í mína fyrstu veiðiferð tólf ára gamall. Það var á Vingþóri sem lagði stund á handfæraveiðar við Langanes. Veiðiferðin tók 3-4 daga. Þegar ég var 13 ára réðst ég á bátinn Ólafíu sem var gerð út af manni frænku minnar frá Reykjavík. Ólafía var fyrst á handfærum og síðan á trolli. Þetta var sumarið 1970. Sumarið eftir réðst ég á annan bát sem sami maður átti og hann hét Bjarni Ólafsson. Þá var gert út á rækju. Síðan fór ég á Ásþór RE sem var á línu og netum. Á honum var ég í eitt ár. -Tókstu snemma ákvörðun um að gera sjómennskuna að lífsstarfi? Nei, blessaður vertu. Það var engin slík ákvörðun tekin ef ég man rétt. Það gerðist bara. Ég fór í Stýrimannaskólann 18 ára gamall og var þar eins og krakki innan um þá gömlu jaxla sem voru með mér í skólanum. Á milli bekkja í skólanum var ég síðan á sjó á Seyðisfirði. -Hefurðu ávallt starfað á skipum frá Seyðisfirði eftir að þú laukst stýrimannanáminu? Já, það hef ég gert. Ég var fyrst á Gullver og síðan á Gullbergi. Gullberg hf. festi síðan kaup á nýjum Gullver árið 1983 og ég hef verið á honum allar götur síðan. Ég hef verið á skipinu í 37 ár en eitt árið tók ég frí frá sjómennsku og starfaði sem hafnarvörður hjá Seyðisfjarðarhöfn. Á núverandi Gullver var ég stýrimaður til að byrja með en hóf að leysa annað slagið af sem skipstjóri árið 1994. Síðan, þegar Axel Ágústsson hætti sem skipstjóri fyrir um áratug, kom að því að ég hóf að gegna skipstjórastarfi á móti Jónasi Jónssyni sem var reynslumikill og farsæll. Þegar Jónas hætti sem skipstjóri fyrir fjórum árum hóf Þórhallur Jónsson að gegna skipstjórastarfi á móti mér. Við höfum átt afar gott samstarf. -Nú festi Síldarvinnslan kaup á Gullbergi hf. árið 2014 og um áramótin 2016-2017 var Gullberg sameinað Síldarvinnslunni. Urðuð þið sjómennirnir mikið varir við þessar breytingar? Ég viðurkenni það að fyrst leist mér ekkert á þessar breytingar en það átti eftir að breytast. Eftir að Síldarvinnslan kom að þessum rekstri gátum við veitt miklu meira en áður – það var miklu meiri kvóti sem við höfðum úr að spila. Það leið ekki langur tími þar til við áttuðum okkur á því að það var margt afar jákvætt sem gerðist með kaupum Síldarvinnslunnar á Gullbergi. Síðan fengum við líka um borð fína menn frá Norðfirði – reynslumikla og áhugasama. Mér skilst að Norðfirðingurinn Steinþór Hálfdanarson muni taka við skipstjórastöðunni núna þegar ég er hættur og það verður enginn svikinn af því. Hvað ert þú ánægðastur með á þínum skipstjóraferli? Ég er ánægðastur með að hafa verið heppinn. Það hafa engin alvarleg slys orðið um borð á þeim tíma sem ég hef sinnt skipstjórn og það hafa heldur engin önnur alvarleg óhöpp orðið. Nú er öllum öryggismálum miklu betur sinnt en áður og það er svo sannarlega framfaraskref sem skiptir máli. Hvað á að gera núna þegar skipstjóraferlinum er lokið? Ég ætla að byrja á því að fara með konunni minni, Jóhönnu Gísladóttur, til Svíþjóðar og njóta samvista við barnabörnin. Annars ætla ég bara að njóta lífsins til hins ítrasta. Þegar ég var að taka lokaholið í síðasta túrnum hringdi minn gamli skipstjóri, Jónas Jónsson, í mig og sagði að ég þyrfti engu að kvíða eftir starfslokin og ég myndi hafa nóg fyrir stafni. Hann sagðist tala af reynslu. Annars hringdu þeir strax úr fiskimjölsverksmiðjunni hér á Seyðisfirði og buðu mér vinnu. Ég get alveg hugsað mér að fara einn og einn túr sem stýrimaður ef þörf verður á en nú er komið að því að horfa til framtíðar áhyggjulaus og glaður. Skrifað af Þorgeir 15.12.2021 00:27Oddeyrin EA 210 á siglingu á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 14.12.2021 23:55Varðskipið Freyja á Eyjafirði i dag
Skrifað af Þorgeir 14.12.2021 23:50Mannabreytingar hjá Slippnumdes 14, 2021Páll Kristjánsson ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins
Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins. Hann er viðskiptafræðingur með framhaldsmenntun í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Árósum í Danmörku. Eiríkur S. Jóhannsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Slippsins í sex og hálft ár lætur af störfum á sama tíma. Hann mun verða stjórn og stjórnendum til ráðgjafar á komandi mánuðum. Starfsfólki Slippsins var greint frá þessu í dag, ásamt öðrum skipulagsbreytingum í rekstri félagsins.
Margt í pípunumStarfsmenn Slippsins eru um 150 en má segja að þeir séu mun fleiri, því við leitum í ríku mæli til samstarfsfyrirtækja, þannig getum við þjónað viðskiptavinum okkar enn betur og boðið upp á heildarlausnir. Slippurinn hefur alltaf lagt ríka áherslu á góða og faglega þjónustu, sem er líklega
Bjartsýnn á framtíðinaÉg lít stoltur um öxl. Tími minn hjá Slippnum hefur verið mér gefandi. Við höfum í sameiningu treyst undirstöður fyrirtækisins til muna og lagt mikið af mörkum til nýsköpunar, sem ég trúi að skapi Slippnum fjölmörg sóknartækifæri. Ég er bjartsýnn fyrir hönd Slippsins á komandi tímum, enda hefur starfsfólk félagsins sýnt og sannað að það er í fremstu röð á sínu sviðið í þjónustu við alþjóðlegan sjávarútveg sem og aðra viðskiptavini, „ segir Eiríkur S. Jóhannsson. Aðspurður um tímasetningu þessara breytinga, segir hann „Ég er í stjórnum margra félaga sem krefjast mun meiri athygli en ég hef náð að veita að undanförnu. Slippurinn er í góðum höndum hjá Páli og hans fólki, því var þessi ákvörðun einföld og að ég tel, félaginu til framdráttar,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson.
Aðrar skipulagsbreytingar kynntarMagnús Blöndal Gunnarsson, sem verið hefur markaðsstjóri undanfarin ár, tekur við stjórn framleiðslusviðs félagsins af Páli Kristjánssyni. Magnús er sjávarútvegs- og fiskeldisfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og Háskólanum að Hólum. Samhliða þessum breytingum mun Kristján H. Kristjánsson mannauðsstjóri taka yfir kynningarmál Slippsins. Kristján er menntaður byggingafræðingur, með áherslu á stjórnun, frá VIA University í Horsens í Danmörku. Nýverið tók Sveinbjörn Pálsson við stjórn Skipaþjónustusviðs Slippsins. Sveinbjörn er iðnaðarverkfræðingur frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg og hefur víðtæka starfreynslu til sjós og lands. Hann kom til Slippsins frá upplýsingatæknifyrirtækinu Þekkingu. Í sumar tók Elsa Björg Pétursdóttir við starfi fjármálastjóra félagsins. Elsa er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur m.a. starfað um árabil hjá Íslandsbanka, seinast sem svæðisstjóri einstaklingsviðskipta á Norður- og Austurlandi. Fjölbreytni starfa er mjög mikil hjá Slippnum og starfsmannavelta almennt lítil. Safnast hefur upp áralöng þekking og reynsla sem einkennir vinnubrögð hjá starfsmönnum félagsins. Fréttatilkynning frá Slippnum Akureyri 14.12.2021 Skrifað af Þorgeir 13.12.2021 23:19Oddeyrin EA 210 i Jólabúning
Skrifað af Þorgeir 12.12.2021 03:34Árni FRIÐRIKSSON Re 200
Skrifað af Þorgeir 11.12.2021 18:31Beitir Nk með loðnufarm til heimahafnar
Skrifað af Þorgeir 10.12.2021 19:47Vilhelm Þorsteinsson EA 11
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1114 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120240 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is