Færslur: 2024 Desember

31.12.2024 00:55

Kalt i hvalaskoðun i Eyjafirði

Aldrei hef­ur verið jafn gott hvala­líf í Eyjaf­irði og nú á síðustu 15 árum. Sést hef­ur til hvals í firðinum 20 mánuði í röð.

Þetta seg­ir Freyr Ant­ons­son, fram­kvæmda­stjóri Arctic SeaTours, í sam­tali við mbl.is.

Arctic SeaTours hef­ur boðið upp á hvala­skoðun í Eyjaf­irði frá ár­inu 2009. Árið 2014 byrjaði fyr­ir­tækið að bjóða upp á slík­ar ferðir all­an árs­ins hring. 

880 ferðir á ár­inu

Freyr seg­ir að oft­ast hafi lítið sést til hvals í firðinum í mars og apríl en að árið í ár hafi verið und­an­tekn­ing á því og seg­ir hann að sést hafi til hvals í öll­um hvala­skoðunum þá mánuði. 

Fyr­ir­tækið hef­ur farið ríf­lega 880 hvala­skoðun­ar­ferðir á ár­inu en í aðeins þrem­ur þeirra hef­ur ekki sést til hnúfu­baks. 

„Síðan ég byrjaði árið 2009 er þetta lang­besta árið. Það eru þrjár ferðir á þessu ári þar sem við höf­um ekki séð hnúfu­bak og þar af voru tvær ferðir í fe­brú­ar og svo ein í júlí, sem var bara óheppni - það var bara þoka,“ seg­ir Freyr.

Heimild mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

                        Hnúfubakur á leið i djupköfun á Pollinum i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 29des 2024 

                                   2922 Hólmasól i hvaælaskoðun i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 30des 2024

                                      1357 Niels Jónsson i hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson 30 des 2024

                                á landleið úr hvalaskoðun i -16 stiga frosti mynd þorgeir Baldursson 

29.12.2024 17:51

Sigurbjörg Ve 67

nú fyrir skömmu var einkennis stöfum og Heimahöfn Sigurbjargar ÁR 67 breitt i Ve 67 og er þá komin með heimahöfn i Vestmannaeyjum eftir að isfélag vestmannaeyja lokaði vinnslunni þar fyrsta myndin er tekin skömmu eftir að hún hóf veiða og þá var skráningin 

Ár 67 og heimahöfnin i Þorlákshöfn sem að nú hefur verið breytt og tók óskar Pétur friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta 

þessar myndir af Sigurbjörgu Ve við bryggju nú um jólahátiðina kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

                                                  3018 Sigurbjörg ÁR 67 Mynd þorgeir Baldursson 2024 

                                           3018 Sigurbjörg Ve 67 mynd óskar pétur Friðriksson 

                    Sigurbjörg Ve 67 mynd óskar Pétur Friðriksson 

                Sigurbjörg Ve 67 Vestmannaeyjar mynd óskar Pétur Friðriksson 
 

 

27.12.2024 21:47

Sviptu Vestmannaey veiðileyfi í 2 vikur

                                                       2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

Tog­ar­inn Vest­manna­ey VE-54 sem dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Berg­ur-Hug­inn ehf., ger­ir út hef­ur verið svipt­ur leyfi til veiða í tvær vik­ur fyr­ir vigt­un­ar­brot. Gild­ir ákvörðun Fiski­stofu frá og með 6. janú­ar til og með 19. janú­ar.

Fiski­stofa seg­ir í ákvörðun sinni veiðileyf­is­svipt­ing­una að „um al­var­leg og meiri­hátt­ar brot skip­stjóra og áhafn­ar­meðlima að ræða fram­in af stór­kost­legu gá­leysi, sem hefði leitt til veru­legs ávinn­ings fyr­ir málsaðila hefðu þau ekki kom­ist upp“. Vegna þessa kveðst Fiski­stofa ekki ástæðu til að áminna eða veita lág­marks­leyf­is­svipt­ingu þrátt fyr­ir að um sé að ræða fyrsta brot.

Málsaðili tel­ur hins veg­ar ekki neinn ásetn­ing hafa legið að baki þess að bíl­stjóri á veg­um Eim­skips hafi ekið á brott með rúm tíu tonn af ýsu held­ur hafi verið um mann­leg mis­tök að ræða sem leiddi til þess að bíl­stjór­inn fór ekki á bíl­vog og fékk ekki vigt­un­ar­nótu.

Í ákvörðun­inni seg­ir Fiski­stofa það hins veg­ar ekki skipta máli þar sem ábyrgðin á því að afli sé vigtaður á herðum skip­stjóra.

Ók af stað til Dal­vík­ur

Fram kem­ur í máls­gögn­um að Fiski­stofu hafi borist ábend­ing frá hafn­ar­verði í Nes­kaupstað að 5. des­em­ber 2023 hafi afla úr Vest­manna­ey verið ekið frá lönd­un­arstað án þess að hafa átt viðkomu á hafn­ar­vog.

Í skýrslu veiðieft­ir­lits­manns Fiski­stofu er haft eft­ir vigt­ar­manni að skipið hafi lagst við bryggju í Nes­kaupstað um klukk­an 19:30 til lönd­un­ar. Tveir lög­gilt­ir vigt­ar­menn hafi staðið að fram­kvæmd vigt­un­ar, einn á pall­vog á bryggju en hinn á bíl­vog. Stýri­maður Vest­manna­eyj­ar ásamt tveim­ur há­set­um ísuðu yfir afla til út­flutn­ings og sinntu lönd­un.

Bísltjóri á vegum Eimskips sagði að um mannleg mistök væri .

Bísltjóri á veg­um Eim­skips sagði að um mann­leg mis­tök væri að ræða. mbl.is/?Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Um hálf ell­efu um kvöldið var vigt­un á meiri­hluta afl­ans lokið og gaf vigt­un­ar­maður­inn á pall­vog fyr­ir­mæli til verk­stjóra lönd­un­ar­geng­is á veg­um Tandra­bergs ehf. að rest­in, 30 kör af ýsu sem átti að flytja til Sam­herja á Dal­vík, yrði öll vigtuð á bíla­vog­inni. Seg­ir hann eng­ar at­huga­semd­ir hafa verið gerðar við það.

Skömmu síðar voru báðir vigt­un­ar­menn við bíla­vog­ina og þegar vigt­un afla í ein­um flutn­inga­bíl var lokið kom fram í spjalli þeirra við bil­stjóra um síðasti bíl­inn sem átti að sækja hin fyrr­nefndu 30 kör af ýsu væri þegar mætt­ur, og að hann væri að taka kör­in sem væru þegar vigtuð að sögn bíl­stjór­ans. Var vigt­ar­manni brugðið og hélt hann um leið niður að bryggju, eng­inn bíl var þó þar og afl­inn far­inn af stað til Dal­vík­ur.

Segja skip­stjóra bera ótak­markaða ábyrgð

Ákváðu vigt­un­ar­menn að til­kynna málið til lög­reglu sem mætti og hóf leit að bíl­stjóra flutn­inga­bíls­ins með 30 kör af óvigtaðri ýsu, alls 10,6 tonn. Tókst að finna öku­mann­inn sem sagði um mann­leg mis­tök að ræða, gleymska hafi or­sakað að hann ók af stað.

Upp úr miðnætti var flutn­inga­bíll­inn mætt­ur á ný til Nes­kaupstaðar þar sem afl­inn var vigtaður.

Fiski­stofa vís­ar til þess að fyrsta máls­grein ní­undu grein­ar laga um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar seg­ir: „Skip­stjóra fiski­skips er skylt að halda afla um borð í skipi sínu aðgreind­um eft­ir teg­und­um. Verði því ekki komið við vegna smæðar báts skal afli aðgreind­ur eft­ir teg­und­um við lönd­un. Skip­stjóra fiski­skips er skylt að láta vigta hverja teg­und sér­stak­lega. […] Skip­stjóra ber að tryggja að rétt­ar og full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um afl­ann ber­ist til vigt­ar­manns.“

Féllst ekki á rök málsaðila

Málsaðili ger­ir hins veg­ar at­huga­semd­ir við niður­stöðu Fiski­stofu og seg­ir að ljóst sé að um mann­leg mis­tök er að ræða af hálfu bíl­stjóra flutn­inga­bíls­ins rétt eins og ökumaður­inn sjálf­ur viður­kenndi í sam­ræðum sín­um við lög­reglu um­rætt kvöld. Þar af leiðandi sé ekki um brot að ræða af hálfu skip­stjór­ans af ásetn­ingi eða gá­leysi.

Einnig er bent á að ann­ar vigt­un­ar­maður­inn hafi yf­ir­gefið bryggj­una og hans að tryggja að skila­boð bær­ust með óyggj­andi hætti til skip­stjóra um að afl­inn skyldi send­ur á bíl­vog og að hann væri ekki leng­ur að manna vog­ina við hlið skips­ins.

Vísaði málsaðili einnig til þess að ábyrgð skip­stjóra gæti ekki átt við í mál­inu eins og máls­at­vik­um er lýst enda sé vigt­un afl­ans und­ir eft­ir­liti og á ábyrgð hafn­ar­inn­ar. Það hafi verið ákvörðun vigt­ar­manns­ins um að yf­ir­gefa hafn­ar­vog sem leiddi til þess að smá­vægi­leg­ur hluti afl­ans varð ekki vigtaður, en mis­tök bíl­stjór­ans eru sögð af­leiðing ákvörðun­ar­inn­ar.

Fiski­stofa féllst ekki á þessi rök og komst að fyrr­nefndri niður­stöðu að henni bæri að veiðileyf­is­svipta tog­ar­ann.

Heimild mbl.is 

myndir Þorgeir Baldursson og sigurður Bogi Sævarsson 

25.12.2024 23:14

Bessi is 410

                                       Gamall islenskur Bessi is 410 mynd Eirikur Sigurðsson 

 

 

23.12.2024 22:56

Öll skip Samherja i höfn um jólin

Öll skip Samhera eru komin til hafnar og áhafnir komnar í jólafrí. Skipin eru að venju vel skreytt í tilefni jólanna og sömu sögu er að segja um starfsstöðvar félagsins.

Meðfylgjandi myndir eru af skipum Samherja, einnig vinnsluhúsunum á Akureyri og Dalvík.

Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.

heimild Samherji.is 

Kaldbakur EA 1

                                                                         Kaldbakur EA 1 mynd Samherji.is 

                                                                                Björg EA 7 Mynd samherji.is 

                                                            Björgúlfur EA 312 mynd Samherji.is 

                                                                             Snæfell EA 310 mynd Samherji.is

                                                                               Harðbakur EA 3 mynd Samherji.is

                                                                 Margret EA 710 mynd Samherji.is

                                                          Vilhelm Þorsteinsson EA 11 mynd Samherji.is 

                                                         Frystihús Samherja á Dalvik mynd samherji.is 

                                                  Frystihús Útgerðarfélags Akureyringa mynd Samherji.is 

16.12.2024 22:22

Núpur Ba 69 á Strandstað við Patreksfjörð

                  1591. Núpur Ba 69 á Strandstað við Patreksfjörð 2001 mynd þorgeir Baldursson 

16.12.2024 22:12

Spænskur togari á flæmska Hattinum

                             Spanskur togari á Flæmskahattinum mynd Canadiska Strandgæslan ©

16.12.2024 21:46

Varðskipið Týr

                                             1421 varðskipið Týr á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson  

15.12.2024 22:59

Sæborg ÞH i Hvalaskoður á Eyjafirði

                                1475 Hvalaskoðunnarbáturinn Sæborg ÞH Mynd Þorgeir Baldursson 

Sæborg ÞH-55.   (1475)    Smíðanúmer 10.
 
Stærð: 40,00 brl. Smíðaár 1977. Eik.Stokkbyrðingur. Þilfarsbátur.Vél 365 ha. Caterpillar.Ný 405 ha.  Caterpillar aðalvél sett í bátinn 1988.Báturinn var smíðaður fyrir Karl Aðalsteinsson og Óskar og Aðalstein Karlssyni, Húsavík, sem áttu hann til ársins 1991 en þá var hann seldur til Keflavíkur.Frá árinu 1991 hét báturinn Eyvindur KE-37, Keflavík.Frá árinu 2000 hét báturinn Eyvindur KE-99, Keflavík.Frá árinu 2002 hét hann Sæborg ÞH-55, Húsavík.Frá árinu 2009 hét hann Gunnar Halldórs ÍS-45, Bolungarvík.Árið 2012 hét hann enn Gunnar Halldórs ÍS-45 en nú skráður á Flateyri.Árið 2014 fékk báturinn nafnið Áróra RE-880, Reykjavík en seinna á því herrans ári breyttust einkennisstafirnir í RE-82. Frá seinni hluta árs 2014 heitir báturinn því Áróra RE-82, Reykjavík.
Þrátt fyrir þessi nafnaskipti og flandur á milli heimahafna þá eru áreiðanlegar heimildir fyrir því að í Ísafjarðarhöfn hefur báturinn legið undanfarin fjögur ár og þar var hann að finna á miðju ári 2014. Á haustmánuðum árið 2014 keyptu Brynjar Eyland Sæmundsson og Ari Magnússon bátinn þar sem hann lá í höfninni á Ísafirði og sigldu honum til Reykjavíkur.
Eigendur vinna nú hörðum höndum að því að koma bátnum í upprunalegt horf.
Með fyrstu verkum var að fjarlægja af honum hvalbak sem á hann hafði verið settur eftir að hann yfirgaf skipasmíðastöðina. Einnig var balageymsla, sem að vísu var á honum frá upphafi, fjarlægð.
Báturinn var notaður til að sigla með farþega um sundin blá úti fyrir höfuðborginni. 
Árið 2016 keypti Norðursigling bátinn og sigldi hann inn á Húsavíkurhöfn 10. maí 2016 og var hann þar með kominn heim til sinnar fyrstu heimahafnar.  Báturinn er nú, árið 2023, notaður til skoðunarferða með fólk út á Skjálvandaflóann.Heimild aba.is
 
Uppfært 2300 15 des 2024 Hermann Daðasson er skipstjóri á bátnum og er hann gerður út til hvalaskðunnar frá Árskógsandi 
 

11.12.2024 23:21

Sáu 20 hnúfubaka

                                  Farþegar ganga um borð i Niels Jónsson mynd þorgeir Baldursson 2024

                                1357 Niels Jónsson á leið i hvalsskoðun mynd þorgeir Baldursson 2024

                                             Hnúfubakur á leið i djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 2024

„Það er mjög óvana­legt að sjá svona marga hnúfu­baka í einu á þess­um árs­tíma,“ seg­ir Garðar Ní­els­son hjá hvala­skoðun­inni í Hauga­nesi. Á mánu­dag var farið með 24 manna hóp á Ní­els Jóns­syni EA og í ferðinni sáust 20 hnúfu­bak­ar.

„Þetta var al­veg stór­kost­legt, al­gjör veisla fyr­ir hóp­inn,“ seg­ir Garðar og bæt­ir við að 11 hnúfu­bak­ar hafi sést koma upp úr sjón­um á sömu stundu.

„Það hef­ur verið tals­verður fjöldi af hnúfu­bök­um hérna rétt við Hauga­nesið, inn­an við Hrís­ey og aust­an við hana, núna í des­em­ber. Það er greini­lega mikið æti þarna fyr­ir hval­ina á svæðinu.“

Farið er í eina skoðun­ar­ferð á dag um kl. 11 þegar farið er að birta, en þegar myrkrið skell­ur á, milli þrjú og fjög­ur, er ekk­ert hægt að skoða. „Þetta er stutt­ur gluggi sem við höf­um, en hef­ur gengið mjög vel.“

mbl.is 

 

09.12.2024 23:10

Hoffell Su 80

                                                   3035 Hoffell SU 80  Mynd þorgeir Baldursson 2022

Ísland og Fær­eyj­ar hafa gengið frá samn­ing­um um fisk­veiðar árið 2025.

Ákveðið var í kjöl­far viðræðna í byrj­un des­em­ber að fram­lengja gild­andi samn­ing­um milli ríkj­anna og í því felst að skip beggja ríkja fá að veiða kol­munna og norsk-ís­lenska síld í lög­sög­um hvors ann­ars.

Fá fær­eysk skip að veiða 5.600 tonn af botn­fiski á Íslands­miðum. Þar af má allt að 2.400 tonn vera þorsk­ur og 400 tonn af keilu. Þá fá Fær­eyj­ar 5% af heild­arkvóta í loðnu en þó ekki meira en 30 þúsund tonn.

Íslend­ing­ar fá 1.300 tonn af mar­kíl­kvóta Fær­ey­inga, en enn er ósamið milli ríkj­anna um mak­ríl­veiðar. Fær­eyj­ar hafa þó gert samn­ing um mak­ríl­veiðar við Nor­eg og Bret­land án aðkomu Íslands, Evr­ópu­sam­bands­ins og Græn­lands.

Eining um heildarkvóta en ekki skiptingu

Frétt af mbl.is

Ein­ing um heild­arkvóta en ekki skipt­ingu

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef sjáv­ar­út­vegs- og sam­gönguráðuneyt­is Fær­eyja (Fiski­vinnu- og sam­ferðslu­málaráðið) að upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyr­ir að samn­ingaviðræðurn­ar færu fram í Fær­eyj­um fyrr í haust, en viðræðum hafi verið frestað eft­ir að til­kynnt var um að efnt yrði til þing­kosn­inga Íslandi.

heimild Mbl.is

09.12.2024 21:46

ólafur Magnússon EA 250

                                          Ólafur Magússon EA 250 mynd úr safni Hreiðars Valtýssonar 

08.12.2024 23:16

G run Kaupir Sturlu GK 12

                             2444 Sturla Gk 12 eftir löndun á Hornafirði mynd þorgeir Baldursson 

08.12.2024 23:12

Þerney RE 1 á Dornbanka

                           2960 Þerney RE 1 á toginu á Torginu i nóvember 2024 mynd þorgeir Baldursson 

03.12.2024 22:51

3018 Sigurbjörg ÁR 67

                              3018 Sigurbjörg Ár 67 á austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2024

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is