Færslur: 2025 Janúar

31.01.2025 21:59

Huginn VE 55 vélarvana i innsiglingunni til Eyja

                         Lóðsinn með Huginn Ve 55 i togi mynd Óskar Pétur Friðriksson 2025

                Lóðsinn  Huginn og Björgunnarskipið Þór i Vestmannaeyjarhöfn mynd óskar Pétur Friðriksson 2025

                        Huginn Ve 55 Björgunnarbáturinn þór i vestmannaeyjarhöfn mynd óskar Pétur Friðriksson 2025

Stjórn­end­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um þakka áhöfn­um Hug­ins, Lóðsins og björg­un­ar­skips­ins Þórs fyr­ir fum­laus, rétt og ör­ugg viðbrögð í gær þegar nóta­skipið Hug­inn VE55 tók niðri í inn­sigl­ing­unni við Hörgár­g­arð gegnt Skans­in­um í Vest­manna­eyj­um. 

Í til­kynn­ingu frá Vinnslu­stöðinni er sagt frá því að frétt­ir af at­b­urðinum hafi verið mis­vís­andi og er hún rak­in ít­ar­lega. 

Hug­inn var á leið frá kol­munnamiðum við Fær­eyj­ar í gær. Venja er að slá af ferð skipa áður en komið er í inn­sigl­ing­una og var það gert.

Þegar Hug­inn var kom­inn inn fyr­ir Kletts­nef, í inn­sigl­ing­una, sló skip­stjóri aft­ur af ferð skips­ins en þá drapst á aðal­vél­inni. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að ástæðan fyr­ir því að vél­in hafi drepið á sér sé lík­lega vegna þess að stjórn­búnaður skrúfu, sem er tölvu­stýrður, bilaði og í kjöl­farið varð þrýst­ings­fall á smurol­íu á gír.

Skipið varð því stjórn­laust í inn­sigl­ing­unni og stefndi í strand. Skip­stjór­inn setti sig þá í sam­band við Vest­manna­eyja­áhöfn og Land­helg­is­gæsl­una og óskaði eft­ir aðstoð. Björg­un­ar­skipið Þór og Lóðsinn komu til bjarg­ar. 

Til þess að forða skip­inu frá því að stranda við Hör­eyr­arg­arð varpaði áhöfn­in akk­eri sem dró mikið úr ferð þess. Skipið tók niðri en tókst að losa sig með hliðar­skrúf­um og aðstoð björg­un­ar­skipa. Þegar áhöfn Hug­ins og áhafn­ir Lóðsins og Þórs höfðu náð stjórn á aðstæðum var tek­in ákvörðun um að skilja akk­eri og akk­er­i­skeðju eft­ir á vett­vangi. 

Lítið tjón varð á Hug­in eft­ir at­vikið en máln­ing á botni skips­ins er rispuð. 

Heimild 200 milur mbl.is

Myndir óskar Pétur Friðriksson 

24.01.2025 22:34

Sigurður BergÞórsson Minning

Hvil i friði kæri vinur 

Það voru þung sporin i dag þegar ég fygldi kærum vini siðustu ferðina en huggun gegn harmi 

er sú að hann mun lifa i minningu allra þeirra sem þekktu hann guð blessi þig i sumarlandinu 

aðstandendum votta ég mina dýpstu samúð á þessum erfiðu timum 

Sigurður Bergþórsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar  24. janúar 2025 | kl. 13:00

Sigurður Bergþórsson var fæddur 12. september 1956. Hann lést 10. janúar síðastliðinn.
 

Föstudaginn 10. janúar síðastliðinn sátum við félagarnir í okkar daglega morgunkaffi um borð í Húna II og tókum púlsinn á dagmálunum. Það vakti athygli okkar að Siggi Bergþórs var ekki mættur fyrstur eins og hann var oftast vanur og búinn að hella uppá og gera klárt.

Ástæðan var einföld. Siggi var látinn.

Sigurður hafði orðið bráðkvaddur heima hjá sér nóttina áður aðeins 68 ára að aldri.

Þetta var frétt sem erfitt var að meðtaka. Siggi!

Það var ca. fyrir 8 árum síðan sem Sigurður Bergþórsson gekk til liðs við Hollvinafélag Húna II og varð strax hluti af fastri áhöfn Húna. Siggi  var mikill happafengur fyrir Húna og allt til hinstu stundar stóð hann vaktina um borð í bátnum, sem honum þótti svo undurvænt um, með miklum sóma, og skarð hans sem myndast nú í áhafnarhópnum við ótímabært andlát hans verður ekki svo auðveldlega fyllt.

Sigurður tók að sér ýmis störf fyrir Hollvini Húna og þau öll vann hann af svo mikilli samviskusemi og metnaði að það verður ekki betur gert. Þar gekk hann að sínu og ljóst að áratuga reynsla hans af sjómennsku nýttist honum vel í öllum þeim störfum.

Siggi var rólegur maður, vann verk sín í hljóði og ávann sér virðingu og væntumþykju meðal áhafnarinnar á Húna.

Eitt hafði Sigurður umfram flesta menn er við þekkjum, það var þessi einstaki hlýleiki og þægilega orðfæri sem mætti öllum, háum sem lágum. Orðið „vinur“ var hans einkenni enda ávarpaði hann alla með þessu orði – „vinur“.

Annað sem einkenndi okkar mann var að sjá það jákvæða í fari hvers manns og ekki síst barnanna sem á hverju hausti komu og sigldu með okkur Húnamönnum í skólaverkefnunum. Þar var Sigurður á heimavelli og það vil ég segja að synir hans tveir sem nú syrgja látinn föður geta verið stoltir af ætterninu, og veit ég að mörg börn hér í bæ í áranna rás sem muna þennan einstaklega hæga og hlýja mann í áhöfninni á Húna.

Nú þegar kallið kom svo óvænt hjá okkar kæra vini stöndum við Húnafélagar allir og lútum höfði.

Dómur almættisins er harður, já mjög harður, en honum verður ekki breytt.

Efst í huga okkar Húnamanna er þakklæti til kærs vinar fyrir öll hans góðu störf, kynnin góð og vináttuna.

Við biðjum algóðan Guð að taka á mót Sigurði Bergþórssyni inn í sólarlandið bjarta handan þessa heims og veita honum þar sína eilífu hvíld. Það er vissa okkar og huggun harmi gegn á sorgarstund, að þar mæti hann hlýjum móðurfaðmi, en móðir Sigurðar, Jónína Axelsdóttir lést þann 13. desember sl. Bergþór faðir Sigurðar lést fyrir allmörgum árum.

Sonum Sigurðar, systkinum, sem og öllum öðrum ástvinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Góður drengur er genginn, hafðu þökk fyrir allt og allt.

Guð blessi minningu Sigurðar Bergþórssonar.

Útför Sigurðar fer fram í kyrrþey.

Fyrir hönd Hollvina Húna.

Sigfús Ólafur Helgason

17.01.2025 21:05

Blængur millilandar í Hafnarfirði

                                                   1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 2021

Frystitogarinn Blængur NK kom til Hafnarfjarðar í morgun og þar verður landað úr skipinu í dag. Haldið verður til veiða strax að löndun lokinni. Heimasíðan heyrði hljóðið í Sigurði Herði Kristjánssyni skipstjóra og spurði fyrst hvernig gengið hefði til þessa í veiðiferðinni. “Það hefur bara gengið nokkuð vel en við erum í fjörutíu daga túr. Við höfum verið í þrettán daga að veiðum og aflinn er 400 tonn upp úr sjó. Það voru komnir um 13.000 kassar af afurðum eða tæplega hálffermi og tímabært að landa. Við höfum mest verið á Vestfjarðamiðum í góðu veðri. Veitt hefur verið í Víkurálnum og á Hornbankasvæðinu. Aflinn er blandaður en mest af ýsu og karfa. Hér um borð bera menn sig vel,” sagði Sigurður Hörður.

17.01.2025 18:13

Vestmannaey og Bergur með fullfermi

 

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum síðastliðinn þriðjudag.

                                         2954 Vestmannaey Ve 54 mynd . Mynd Guðmundur   Alfreðsson           

 

 

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í vikunni. Vestmannaey landaði á þriðjudag og Bergur á miðvikudag. Heimasíðan ræddi við skipstjórana og spurði frétta. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét vel af veiðiferðinni. “Þetta var bara fínasti túr en aflinn var mest ýsa. Við hófum veiðar út af Skarðsfjörunni og aflinn var bara góður til að byrja með. Síðan leituðum við að ufsa um tíma með litlum árangri. Þá var tekið eitt hol á Höfðanum og síðan endað á Víkinni. Það var fínasta veður allan túrinn. Það er ekki komið mikið af vertíðarfiski á þessar slóðir. Hann er seint á ferðinni enda sjórinn kaldur suður af landinu, “ sagði Birgir Þór.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, talaði einnig um að enginn vertíðarbragur væri enn á þeim slóðum sem þeir voru á. “Við byrjuðum í Meðallandsbugtinni og fengum þar ýsu. Síðan var leitað að ufsa með takmörkuðum árangri eins og oft áður. Þá fengum við þorsk á Ingólfshöfða og í Breiðamerkurdýpi og loks var restað í þorski á Vík og Pétursey. Þetta gekk alveg þokkalega,” sagði Jón.

Bæði skip héldu til veiða á ný í gær.

10.01.2025 00:21

Sandgerðisbótin úr lofti

                                 Smábátahöfnin i sandgerðisbótinni mynd þorgeir Baldursson 

                                            Smábátahöfnin i sandgerðisbótinni mynd þorgeir Baldursson 

                                   Smábátahöfnin i sandgerðisbótinni mynd þorgeir Baldursson 

                                              

                                                  

                                 Smábátahöfnin i sandgerðisbótinni mynd þorgeir Baldursson 

             

09.01.2025 22:10

Brast á með skítaveðri

                         Gullver NS 12 kemur til hafnar á Seyðisfirði mynd Ómar Borgsson 

Gullver NS landaði 99 tonnum á Seyðisfirði í gær. Aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Þórhall Jónsson skipstjóra í gær og spurði hvernig þessi fyrsti túr ársins hefði gengið.

„Það gekk á ýmsu. Við byrjuðum á að leita að ufsa í Berufjarðarál og á Papagrunni með afar litlum árangri. Þá var haldið í Hvalbakshallið, Litladýpið, á Fótinn, Gerpisflak og í Reyðarfjarðardýpið. Ég var að vonast til að fylla skipið en hann brast á með skítaveðri tvo síðustu sólarhringana. Það hvessti svo hressilega að það var á mörkunum að hægt væri að toga. Janúar er oft erfiður veðurfarslega og þetta kemur ekkert á óvart. Við höldum til veiða strax að löndun lokinni og hann spáir þokkalega allavega fram á sunnudag,” sagði Þórhallur.

 

05.01.2025 17:46

Skinney Þinganes selur Jónu Eðvalds SF 200

                                                  26218 Jóna Eðvalds SF 200 verður Júpiter VE 161 mynd þorgeir Baldursson 

05.01.2025 17:00

Togarinn Rán i Barentshafi

                                     Færeyski togarinn Rán á toginu i Bartenthafi mynd þorgeir Baldursson 

04.01.2025 21:25

Binda enda á 63 ára útgerðarsögu

Pétur Sigurðsson nú fyrrverandi framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf. segir rekstrarumhverfi smærri .

                                            Pétur Sigurðsson við Sólrúnu EA 151 Mynd þorgeir Baldursson 

Heimild Morgunblaðið 

Mynd þorgeir Baldursson 

GPG Sea­food ehf. á Húsa­vík gekk á fimmtu­dag frá kaup­um á út­gerðarfé­lag­inu Sól­rúnu ehf. á Árskógs­sandi í Eyjaf­irði. Kaup­un­um fylgja bát­arn­ir Sól­rún EA-151 og Sæ­rún EA-251 auk rúm­lega 500 tonna kvóta, þar af um 370 tonn í þorski. Með því er bund­inn endi á 63 ára út­gerðar­sögu Sól­rún­ar.

Þetta staðfest­ir Pét­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri og einn eig­enda Sól­rún­ar, í sam­tali við 200 míl­ur. Hann seg­ir rekstr­ar­um­hverfi smærri út­gerða sem ekki reka land­vinnslu fjand­sam­legt og gagn­rýn­ir stefnu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sem hann seg­ir vilja samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi svo hægt sé að skatt­leggja út­gerðir enn meira.

Staðan hafi verið orðin þannig að ekki gæti tal­ist fýsi­legt að halda rekstr­in­um áfram. Bend­ir hann meðal ann­ars á hækk­un veiðigjalda síðustu ár og boðaða hækk­un þeirra, kvóta­skerðingu síðustu ára, hug­mynd­ir um að leggja af byggðakvóta og veita strand­veiðum þær heim­ild­ir, aukna vaxta­byrði og skort á um­bót­um á höfn­inni á Árskógs­sandi síðustu 30 ár.

„Nú er búið að skrifa und­ir og ganga frá þessu, bát­arn­ir tveir farn­ir héðan og búið að af­henda fyr­ir­tækið til GPG á Húsa­vík,“ seg­ir Pét­ur sem viður­kenn­ir að um sé að ræða mik­il kafla­skil fyr­ir hann sjálf­an og meðeig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem all­ir eru bundn­ir fjöl­skyldu­bönd­um.

„Þetta voru bara svo marg­ir þætt­ir sem þrýstu á að ef við ætluðum að halda áfram rekstri yrðum við að gjör­breyta og skera mikið niður. Þá stóðum við bara frammi fyr­ir því, kom­in á ákveðin ald­ur, á maður að fara að standa í því að reyna að aðlaga rekst­ur­inn að aukn­um kröf­um stjórn­mála­manna eða ein­fald­lega að hætta og snúa sér að öðru.“

Sól­rún ehf. var stofnað 1961 af föður og föður­bróður Pét­urs, þeim Sig­urði og Al­freð Kon­ráðssyn­um, auk afa hans Kon­ráði Sig­urðssyni. Gerðu þeir fyrst út 12 tonna dekk­bát frá Árskógs­sandi sem smíðaður var af Kristjáni Nóa Kristjáns­syni á Ak­ur­eyri.

Vert er að geta þess að fyr­ir­tækið voru frum­kvöðlar í sölu hval­kjöts til Jap­ans á sín­um tíma og mátti lesa um það í viðtali við Sig­urð Kon­ráðsson í des­em­ber 2023.

All­ir hlut­ir taka enda

„1971 er fyr­ir­tækið gert að hluta­fé­lagi og þá koma inn nýir hlut­haf­ar. Í kring­um 78 verður svo aft­ur breyt­ing á hlut­hafa­hópn­um og 85 hætta hrefnu­veiðarn­ar og þá hætt­ir yngri bróðir pabba í fyr­ir­tæk­inu og afi og amma. Svo er fyr­ir­tækið rekið í svipuðu formi, en nú­ver­andi hlut­haf­ar koma inn 2006 og mamma og pabbi fara út 2014. Þannig að þetta er búið að fara í gegn­um ýms­ar breyt­ing­ar á leiðinni,“ rifjar Pét­ur upp.

Spurður hvernig sé að selja fyr­ir­tæki sem er jafn samofið fjöl­skyld­unni og Sól­rún, svar­ar hann: „Það er ekk­ert ein­falt. Auðvitað er það þannig með alla hluti að þeir taka enda ein­hvern tím­ann, en það eru marg­ar til­finn­ing­ar sem brjót­ast hjá fólki.“

Það er samt létt yfir Pétri. „Við Óli bróðir fór­um út á bryggju í gær, vor­um eitt­hvað að brasa í bát­un­um. Í gær var fimm til tíu stiga frost og norðan golu­kaldi. Þeir voru þarna að fara á sjó á Sæþóri EA og Óli sagðist nú ekk­ert vera að öf­unda þá,“ seg­ir hann og skell­ir upp úr.

Veiðigjöld hækkað mikið

En hvað varð til þess að ákveðið var að selja?

„Stærsti hlut­inn er ein­fald­lega sá að þrengd hafa verið skil­yrði til rekst­urs í þessu formi, út­gerðar án vinnslu. Fjór­ir af sex í eig­enda­hópn­um erum kom­in um og yfir sex­tugt og fólki lýst bara ekki á horf­urn­ar í grein­inni fyr­ir smærri út­gerðir.“

Hann bend­ir meðal ann­ars á hækk­andi veiðigjöld und­an­far­in ár.

„Veiðigjöld í þorski eru í dag 26,66 krón­ur og ýsu 22,28. Það hafa legið fyr­ir stjórn­ar­skipti lengi, þeir sem fylgj­ast með umræðu og öðru hafa séð að óbreytt stjórn yrði ekki til staðar. Þeir sem voru lík­leg­ast­ir til að vera í stjórn hafa út­talað sig um það að þeir telji það þurfa að inn­heimta sann­gjörn veiðigjöld, hvað sem það þýðir. Í allri skil­grein­ingu í þeirra huga þýðir það að það eigi að hækka þau og við vit­um ekki hvort talað sé um tvö­föld­un eða þreföld­un.“

Pét­ur út­skýr­ir að tæp­lega 27 króna veiðigjald á hvert kíló af lönduðum þorski sé um 5% af þeim 500 krón­um sem fást fyr­ir fisk­inn á markaði. All­ur fisk­ur er þó ekki eins og verður hlut­fallið því hærra fyr­ir þann þorsk sem nær ekki hæsta verði.

„Ýsan er í 22,28 krón­um og ef maður land­ar ýsu er maður að borga yfir 10% af afla­verðmæti í veiðigjald. Ufs­inn og karfi er 12 krón­ur og skar­koli 40 krón­ur. Við kom­um með all­an afla í land og lönd­um þó ekki mikið af skar­kola með þess­um veiðarfær­um sem við erum að nota, eigi að síður kom­um við með einn og einn fisk. Meðal­verð sem við feng­um fyr­ir skar­kola síðastliðið haust var 240 krón­ur og veiðigjaldið er 40 krón­ur, sem sagt 20%.“

Boðuð hækk­un set­ur strik í reikn­ing­inn

Veiðigjöld eru þó ekki það eina sem út­gerðin greiðir til sam­fé­lags­ins því við þau bæt­ast hafn­ar­gjöld, tekju­skatt­ur, launa­tengd gjöld og fleira sem fell­ur til við slík­an rekst­ur.

„Þegar þú dreg­ur fisk úr sjó og sel­ur á markaði fer um 60 til 65% af verðmæt­inu í launa­kostnað, trygg­inga­gjald, gjöld vegna söl­unn­ar, hafn­ar­gjöld og allt þetta. Raun­veru­lega eru eft­ir ein­hver 35 til 40% sem eru eft­ir hjá fyr­ir­tæk­inu til rekstr­ar og fjár­fest­ing­ar. Ef veiðigjöld­in eru að meðaltali fimm til tíu pró­sent þá er það tekið af þess­um 35 til 40%. Þetta eru á bil­inu tólf til fimmtán pró­sent af því sem eft­ir stend­ur. Ef veiðigjöld­in tvö­fald­ast eða þre­fald­ast er það hátt í helm­ing­ur af því sem við höf­um í dag til rekstr­ar. Það bara geng­ur ekki upp.“

Pét­ur seg­ir aðeins hafa verið einn val­kost­ur í stöðunni ef ákveðið væri að halda áfram rekstri og það væri að reyna að minnka launa­kostnað. „Við erum bara að gera upp við okk­ar sjó­menn og okk­ur sjálf sem eig­end­ur á grund­velli kjara­samn­ings­bund­inna launa. Það yrði sem sagt eini kost­ur­inn í stöðunni í fyr­ir­tæki eins og okk­ar að vinna fyr­ir minni laun en kjara­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir.“

Áhyggj­ur af byggðakvóta

Það eru marg­ir sam­verk­andi þætt­ir sem þrengja að rekstr­in­um að sögn Pét­urs og hef­ur skerðing kvóta síðustu ár haft veru­leg áhrif, má nefna í því sam­hengi að þorskkvót­inn hef­ur minnkað um rúm­lega fimmt­ung frá fisk­veiðiár­inu 2019/?2020 til yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs, 2024/?2025.

„Við höf­um verið svo gæfu­söm að við höf­um fengið hér byggðakvóta til að geta haldið rekst­ur leng­ur áfram en ann­ars hefði verið,“ út­skýr­ir hann.

„Það ligg­ur hins veg­ar al­veg fyr­ir að það hef­ur verið umræða hjá stjórn­mála­mönn­um að leggja niður byggðakvót­ann og færa heim­ild­irn­ar til strand­veiða. Það var ein af þess­um stóru breyt­um sem hafði áhrif á það hvort við vild­um halda áfram eða ekki. Við vor­um með tvo báta í út­gerð og ann­ar þeirra var gerður út af stærst­um hluta vegna veiðiheim­ilda sem komu til í gegn­um byggðakvóta.“

Hann seg­ir al­veg ljóst að ein­hverstaðar þurfi að sækja veiðiheim­ild­ir ef auka á afla sem strand­veiðibát­ar eiga að geta veitt.

„Það er ekk­ert gam­an fyr­ir aðila sem kaupa af okk­ur að það sé til­kynnt að það eigi að nán­ast tvö­falda strand­veiðar. Mín skoðun er sú, og get ég stutt það með rök­um, að það þurfi um 20 til 25 þúsund tonn af þorski í strand­veiðarn­ar svo að hægt sé að standa við þessi lof­orð sem rík­is­stjórn­in er búin að gefa.“

Pét­ur bend­ir á að veiðar voru stöðvaðar síðastliðið sum­ar 12. júlí eft­ir að strand­veiðibát­arn­ir voru bún­ir að veiða 12 þúsund tonn. „Það er al­veg vitað mál að ef þú gæt­ir gengið að því að strand­veiðar yrðu 48 dag­ar myndi fjölga á strand­veiðum.“

Fjand­sam­legt um­hverfi

Pét­ur kveðst ekki hafa fyr­ir fimm eða tíu árum séð fyr­ir sér að hann myndi ásamt fjöl­skyldu selja fyr­ir­tækið og hætta í út­gerð á þess­um tíma­punkti.

„En um­hverfið er fjand­sam­legt fyr­ir svona fyr­ir­tæki. Svo er það bara yf­ir­lýst stefna nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar að auka álög­ur á þessa aðila sem í þessu standa og þjappa sam­an veiðunum til að geta skatt­lagt þá meira. Það er bara stefn­an þó þau segi allt annað.“

Sal­an á út­gerðinni er ekk­ert eins­dæmi að sögn Pét­urs. „Þetta er þróun sem er að ger­ast um allt land, að þess­ar minni út­gerðir með heim­ild­ir eru að sog­ast upp af út­gerðum með vinnsl­ur. Þeir aðilar hafa haft mun breiðari tekju­grunn til að greiða veiðigjöld með því að fá sinn hlut úr fisk­verk­un­inni. Þeir hafa einnig mögu­leika til að gera upp við sjó­menn á allt öðrum for­send­um.“

Vís­ar hann til þess að fé­lög sem reka út­gerð og vinnslu geta gert upp við sjó­menn á grund­velli viðmiðun­ar­verðs Verðlags­stofu skipta­verðs, svo­kallað verðlags­stofu­verð. Um­rætt verð er lagt til grund­vall­ar launa­greiðslna til áhafn­ar.

„Þeir sem eru ein­göngu með út­gerð þurfa að greiða öll gjöld og þann kostnað sem er afla­verðmætistengd­ur meðan til dæm­is stærri út­gerðir sem landa hjá sjálf­um sér geta selt sjálf­um sér fisk á verðlags­stofu­verði sem er eitt til tvö hundruð krón­um lægri.“

Rangt verðlags­stofu­verð

Pét­ur full­yrðir að verðlags­stofu­verðið sé ekki í takti við yf­ir­lýsta stefnu um að vera 75% af markaðsverði á inn­lend­um markaði. „Þriggja kílóa óslægður þorsk­ur sem seld­ur er á verðlags­stofu­verði fær kannski 300 krón­ur á kíló en á markaði fær hann sjald­an und­ir 500 krón­ur. Þá er verðlags­stofu­verðið ekki nema 60%.“

Áskor­an­ir smærri út­gerða eru af mörg­um toga og seg­ir Pét­ur að eng­inn sé til í að kaupa fisk án þess að hann fari gegn­um markað þó svo að sal­an hafi ekki farið fram hjá markaðnum.

„Það er til þess að kaup­and­inn losni við allt stússið að fara í gegn­um inn­heimtu og svo fram­veg­is. Við vor­um til dæm­is, þegar við seld­um fisk sem við veidd­um á grund­velli byggðakvóta, að selja Sam­herja og þurfti all­ur fisk­ur að fara í gegn­um markað. Það kost­ar pen­ing að selja í gegn­um markað og við borg­um hann.“

Slak­ir innviðir kosta

Auk fyrr­nefndra atriða hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn rétt eins og öll fyr­ir­tæki lands­ins þurft að glíma við háa vexti.

„Það verður ekki hjá því kom­ist að fyr­ir­tæki sem eru með veiðiheim­ild­ir sem þau hafa keypt til sín að þau skuldi ein­hverj­ar fjár­hæðir. Vext­ir hafa stór­hækkað, hvort sem það er af inn­lend­um eða er­lend­um lán­um.“

Þá hef­ur út­gerðin einnig þurft að glíma við slaka innviði á Árskógs­sandi.

„Hafn­araðstæður hafa ekki, þó við höf­um lagt á það áherslu, orðið betri. Hafn­ar­bæt­ur hafa ekki verið gerðar í hátt í 30 ár. Við höf­um fyr­ir vikið þurft að fara með bát­anna til Dal­vík­ur til að geyma þá ef það er tveggja þriggja daga land­lega svo maður þurfi ekki að hafa áhyggj­ur af því að þeir skemm­ist í höfn­inni. Við höf­um þurft að eyða pen­ing­um á hverju ein­asta ári í viðgerðir ábát­un­um vegna hafn­araðstöðunn­ar.“

Þyngri róður eft­ir sem árin líða

Beðinn um að fara yfir það hve lengi hann hafi starfað í grein­inni svar­ar hann: „Við vor­um aðeins að fara yfir þetta við hjón­in – tím­ann frá því að við Óli byrjuðum að vinna í fyr­ir­tæk­inu. Við ­byrjuðum á sama ári en hann aðeins fyrr á ár­inu – við vor­um ekki al­veg viss hvort þetta var 76 eða 77. Þetta er orðið hátt í fimm­tíu ár. Menn finna það al­veg hjá sér að þeir geta hugsað sér að fara að taka því aðeins ró­lega.“

„Miðað við aðstæður var al­veg ljóst að ef ákvæðið væri að halda áfram rekstri að ekki væri í boði að taka því eitt­hvað ró­lega, enda rekstr­ar­um­hverfið sí­fellt meira krefj­andi. Hin sem eru í þessu eru kannski búin að vinna styttra en þau eru búin að vera í þessu stans­laust í tutt­ugu til þrjá­tíu ár og Svavar bróðir ábyggi­lega í um fjör­tíu ár.“

Var al­veg útséð að þið gætuð haldið áfram?

„Allt eru þetta áskor­an­ir sem við hugs­an­lega gæt­um tek­ist á við, en þegar maður er bú­inn að tak­ast á við það lengi þá þyng­ist róður­inn.“

 

04.01.2025 01:33

Nýr hvalaskoðunnarbátur til Húsavikur

Hvalaskoðunnar fyrirtækið Friends of Moby Dick hefur ferst kaup á ferju frá Noregi sem að verður notuð

i hvalaskoðun frá Húsavik á komadi sumri að fyrirtækinu standa Arnar Sigurðsson og fjölskylda en hann hefur 

langa reynslu að fara með fólk i hvalaskoðun þar sem að hann var i mörg ár skipstjóri 

hjá https://www.whalewatchingakureyri.is/ en stofnaði  https://www.friendsofmobydick.is/ fyrir um tveimur árum siðan 

og verður gert út frá Húsavik friendsofmobydick.is

                                                                      Mynd af FB siðu fyrirtækisins 

                                                              Mynd af FB. siðu fyrirtækisins 

                                                                 Mynd af FB siðu fyrirtækisins 

 

04.01.2025 00:30

Birkir Bárðarson farinn frá Hafró til Rastar

„Mér fannst þetta vera það spennandi að ég stóðst ekki mátið,“ segir Birkir Bárðarson sem stjórnar hefur loðnurannsóknum hjá Hafrannsóknastofnun en heldur nú á ný mið.

                                  Birkir Bárðarsson og Hafþór Jónsson um borð i Gefjun EA 510 mynd þorgeir Baldursson 

Birkir Bárðarson sjávarlíffræðingur sem starfað hefur hjá Hafrannsóknastofnun í yfir tvo áratugi og haldið þar utan um loðnurannsóknir er hættur og tekinn til starfa fyrir Röst sjávarrannsóknasetur.

Enn meira spennandi

„Ég hef verið í mjög spennandi verkefnum hjá Hafró en fer yfir í enn meira spennandi verkefni,“ segir Birkir sem verður verkefnastjóri hjá Röst sem tók til starfa á síðasta ári. „Þar eru áhugaverðar rannsóknir í gangi og sem eru fram undan í tengslum við bindingu kolefnis í hafi. Þetta verður skemmtileg nýsköpun í hafrannsóknum.“

Að sögn Birkis er starfsemi Rastar styrkt af umhverfisverndarfélögum. Þar séu nú þrír starfsmenn. „Röst gerði í fyrra samninga við Hafró um rannsóknir í Hvalfirði fyrir um 100 milljónir króna,“ bendir hann á.

Röst hluti af alþjóðlegu neti

Þetta kom einmitt fram í frétt Fiskifrétta þann 27. nóvember. Þar sagði um Röst að það væri nýlega stofnað óhagnaðardrifið rannsóknarfélag sem hefði það hlutverk að stuðla að rannsóknum sem tengdum hafinu og loftslagsbreytingum. Röst væri hluti af alþjóðlegu neti rannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiativ sem væri óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem starfrækt væri með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála.

„Stofnunin leiðir metnaðarfulla áætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni sjávar sé skilvirk og örugg varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Röst er dótturfélag íslenska loftslagsfyrirtækisins Transition Labs,“ sagði þá nánar um Röst.

Teresa tekur við af Birki

 

Teresa Sofia Giesta da Silva.

Teresa Sofia Giesta da Silva.

 

„Ég byrjaði hjá Hafró upp úr aldamótum og er búinn að vera þar með langhléum síðan,“ segir Birkir um ferilinn hjá Hafrannsóknastofnun. Það hafi verið stór ákvörðun að skipta um starf. „En mér fannst þetta vera það spennandi að ég stóðst ekki mátið. Ég fór nýlega í nám í verkefnastjórnun og það virkar vel í þessu umhverfi.“

Við starfi Birkis hjá Hafrannsóknastofnun tekur Teresa Sofia Giesta da Silva sjávarlífræðingur.

heimild Fiskifrettir 

mynd af Birki og Hafþóri þorgeir Baldursson 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 629
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2756
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1164790
Samtals gestir: 53332
Tölur uppfærðar: 4.2.2025 03:44:34
www.mbl.is