Færslur: 2025 Maí10.05.2025 18:55Álag á kerfi vegna gagnamagns
Aukning gagnamagns á gagnasíðum Fiskistofu urðu til þess að kerfið sem sinnir framsetningu gagnanna átti erfitt með að vinna úr þeim og hefur átt það til að frjósa. Fiskistofa upplýsir að búið sé að gera viðeigandi lagfæringar til þess að bregðast við þessu. Greint var frá því fyrr í dag að kerfisvilla leiddi til þess að aflatölur strandveiðibáta á gagnasíðum stofnunarinnar væru bjagaðar. Frétt af mbl.isAflatölur fyrir áhrifum kerfisvillu„Fiskistofa hefur einsett sér að birta gögn á rauntíma og birta eins nákvæm gögn og hægt er. Gagnasíðan er með lifandi gögn, stundum eru skráningar rangar og birtast þá á síðunni vegna þessa og leiðréttast einnig þegar skráningar eru leiðaréttar. Þegar upp koma villur höfum ekki haft þann háttinn á að taka síðuna niður heldur einsetjum við okkur að laga villuna eins fljótt og kostur er,“ útskýrir Fiskistofa. Þá vekur stofnunin sérstaklega athygli á því að gögnin séu birt upplýsingaskyni en „eru ekki grundvöllur fyrir ákvörðunum stofnunarinnar.“ heimild mbl.is / 200milur Skrifað af Þorgeir 10.05.2025 11:42Hav Brim Landar skeljasandi á Dalvik1250 tonnum af Skeljasandi landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún. Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað. Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar. Frá þessu segir orðrétt á Fb síðu Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Skrifað af Þorgeir 08.05.2025 23:05Heimaey ve 1 kveður Eyjarnar
Skrifað af Þorgeir 07.05.2025 17:33Sóley Sigurjóns GK 200 heldur til RækjuveiðaNokkar myndir af Sóley Sigurjóns Gk 200 þegar hún fór úr frá Akureyri i kvöld eftir að hafa verið i slipp á Akureyri þar sem að skipið var málað stafna á milli og mart gert sem að tengist hefðbundinni slipptöku enda skipið glæsilegt eftir skveringuna
Skrifað af Þorgeir 04.05.2025 22:35Kristrún Re 177 landar á AkureyriUm helgina kom Frystiskipið Kristrún RE til hafnar á Akureyri en skipið hefur verið undanfarin ár verið á Grálúðuveiðum með net sem að lögð hafa verið i djúpkantana vestur norður og austur af landinu og hafa aflabrög verið með þokkalegasta móti þótt að niðurskurður aflaheimilda sé talsverður hefur það sloppið til hér koma nokkra myndir af skipinu og löndun úr þvi
Skrifað af Þorgeir 02.05.2025 00:06Spánverji kemur til hafnar
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1616 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 2409 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1498207 Samtals gestir: 59709 Tölur uppfærðar: 21.5.2025 11:44:10 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is